Tíminn - 07.09.1967, Qupperneq 7

Tíminn - 07.09.1967, Qupperneq 7
KB'IMTUDAGUR 7. sept. 1967. TÍMINN Jóhannes Björnsson Hofsstöðum Jóthannes Ejömsson, áður bóndi á Hofsstöðum, verður til grafar bori-nn í dag. Gamlir Skagfirðing ar, sem af honum höfðu kynni, urðu hljóðir, er þeir heyrðu and- látsfregn hans hinn 31. ágúst s. 1. þótt honum væri horfin heilsa hin síðustu missiri. Slíkar voru vin- sældir hans. Hann var fæddur að Hofsstöð um í Skagafirði hinn 21. sept. 1S87, sonur Björns Pétu-rssonar bónda þar og s. konu hans Unu Jóhannesdóttur. Bjöm bjó mörg ár ágætu búi á Hofsstöðum við auðsæld og virðingu. H-ann var einn þeirra manna, er engum gleymdist, er kynnzt höfðu. Hann var höfðingi í lund, glæsimenni í sjón og framkomu og svo stór í sniðum, í beztu merkingu þeirra orða, að hann mundi áldrei hafa látið auðinn minnka sig. Og þótt hann hefði verið fátœkur, mundi hann ekki heldur hafa látið baslið smækka sig. Hreinskilin einurð og drengskapur var honum mjög í blóð borið. Svo snjallyrtur var hann í ávarpi og tilsvörum, að seint mun fyrnast. Una kona hans var dóttir Jóhannesar Þorkels- sonar frá Svaðastöðum, sem var ágætur bóndi, prýðilega gefin gleðimaður og alvörumaður í senn. Una var prýðis húsfreyja, manni sínum samlboðin, hlý og hljóðlát mauntoostakona og hið • roesta trj®gðatröll. Jóhannes ólst upp hjá foreldr- um sínum á fjölmennu heimili og naut þar góðrar æsku. Hann var gæddur góðum ættarþokka í svip móti, fríður sýnum, hógvær í framkomu, prýðilega gefinn og naut sniemma mrkilla vinsœlda. Ungur að árum lauk hann búfræði námi á Hólum, fór þá utan, var einn vetur í skóla á Askov í Dan mörku og stundaði síðan verk- legt nám í búnaði á nokkrum stöðum í Danmörku og Noregi. Eftir að hafa verið heima hjá foreldrum sínum nokkur missiri og unnið ötullega að búi þeirra, kvæntist hann 9. maí 1912 Krist- rúnu Jósefsdóttur alþingismanns og kennara á Ilólum, glæsilegri, velgefinni sæmdarkonu. Tóku þau við búi af foreldrum hans sama vor. Bjuggu þau á Hofsstöð um ágætu búi við góðan efnahag og almennar vinsældir og virðingu, u-nz þau fluttust til Reykjavíkur árið 1932 og hann réðst þar til verkstjórnar- og skrifstofustarfa. Er mér í ljósu minni, hve ná- grannar og aðrir kunnmenn sökn uðu þeirra og töldu héraðið hafa mikils misst, er þau hurfu á brott. Fundu þeir með réttu, að fjörður inn þeirra var fátækari eftir en áður. Þótt Jóhannes Björnsson væri hlédrægur og teldi sig hafa nægi- legt starfssvið á búi sínu og han,n yndi sér þar bezt, þá komst hann ekki hjá því að takast á hendur mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað. Man ég vel, hve honum var á móti skapi, er hann var kosinn oddviti sveitar stjórnar, enda neytti hann fyrsta færis tll að komast hjá endur- kjöri. Hann var lengi i hrepps- nefnd og oddviti hennar um skeið, hireppstjóri og sýslunefnd armaður og formaður Búnaðar- sambands Skagfirðinga. Einnig átti hann sæti í stjórn Kaupfé- lags Skagfirðinga, enda heilsteypt ur, einlægur og stórhuga sam- vinnumaður. Tel ég ekki fleiri trúnaðarstörf, er honum voru fal in, en stikla aðeins á því stærsta. Leikur ekki á tveim tungum, að öll þau störf, sem honum voru falin, rækti hann af alúð og með ágætum. Merkir Skagfirðingar, sem áltu sæti með honum í sýslu nefnd hafa farið lofsamlegum orð um um starfshæfni ha*s. Naut ha,nn trausts og vinsælda, hvar sem hann var til kvaddur að fara með umboð annarra. Þótt hann héldi fast á máli sínu. var hann gæddur þeirri lipurð og þeim þýðleika, að hann var flest um öörum betur fallinn til að semja um ágreiningsatriði í hverju máli. Lýsir það Jóhannesi nokkuð, hve vel honum var lagið að sætta andstæðinga, er höíðu ólíkar skoð anir. og leiða þá til fulls sam- þykkis. Gengi hann þar frá, mun öðrum naumast hafa verið unnt að gera betur. EftLr að Jóhannes fluttist hing að suður ásamt fjölskyldu sinni, urðu að vísu þáttaskipti í lífi hans. Þó hlaut hann það starf, er honum var vel fallið. Ilann hafði vanizt verkstjórn og var ágætur skrifstofumaður, fljótur að átta sig á viðfangsefnum, ná- kvæmur og smekkvís. En hjá hon um átti hin skagfirzka byggð alltaf mest ítök. Þaðan þólti hon- um jafnan gott að frétta góð tið- indi. Og alla stund, eftir að hann fluttist hingað, var heimili hans einnig sem annað heimili allra Skagfirðinga, er sóttu þau hjón heim. Þar mættu þeir ævinlega höfðinglegum viðtökum, alúð, hlýju og glaðlyndi, þótt Jóhann es gengi hægt og hljóðlega um gleöinnar dyr. Með þeim hjónum var ávallt gott að vera. Jóihannes var gæfumaður fyrst og fremst vegna manngeröar sinn- ar og mannkosta. Ilann vann að þeim störfum einum, sem honum voru vel fallin. En þó má hinu sízt gleyma, sem mest var vert, að hann átti gott heimili, góða konu og einkar mannvæn og vel gefin börn. Og hér í Reykjavík átti hann auðveldara með að styðja þau til þroska og mennta en hann heíði átt sem bóndi og héraðstoöfðingi á ætta-róðali sínu. Þeim hjónum varð sjö barna auðið. Eru þau talin eftir aldurs röð: Una, ekkja dr. med. Bj-örns Sig- urðssonar, iæknis, Keldum, dr. Björn. jarðvegsfræðingur, M-argrét, gift dr. med. Ólafi Bjarnasyni, prófessor, Hólmfríður, gift Gísla Ólafssyni, ritstjóra, cand. mag. Jósef Jón, kennari, Sigu-rður, bankafulltr., kvæntur Þórhöllu Gunnarsdóttur og Einar Iæknir. kvæntur Mari- anne Carlsson, Þessi fátæklegu orð eru hugsuð sem kveðja að norðan, úr átthög- um Jóhannesar og nágrannasveit- um. Þau eru ekki f-rá mér einum, heldur frá öllum Skagfirðingum. sem nutu þess ávinnings að kynn- ast hinum ágæta manni, grand- varleik hans, mannkostum og hollvilja. Allir urðu við það góðri reynslu ríkari. Að lokum: Við sendum honum allir hugheilar árnaðaróskir yfir móðuna mik’u ásamt endurteknum þökkum. Konu hans og vandamönnum voltum við samúð okkar. Kolbeinn Kristinsson. t Þegar mér barst í útvarpini: and'l-átsfregn Jóhannesar Björns- sonar frá H-o-fsstöðum, varð mér efst í huga söknuður og þa'kklæti fyrir margar ánægjulegar samveru stundir. Við voi'um orðnir roskn,r menn, þegar kynni okkar hófust, en h-ugir okkar náðu þó vel saman, þótt mótazt hefðu við ólíkar að- stæður á Norður- og S-uðurlandj. Báðir lifðum við í æsku ba daga, er ungmennafélagssit'- pur- inn setti svip á þjóðlífið. Þess vegna, ef til vill, átti kunnings- s-kapur okkar greiðari leið er, ætla mætti. Jóhannes Björnsson var maður af þeirri gerð, sem athygli vakti, þó að hann væri ekki oðrum meiri að vallarsýn Hann var mjög snotur maður álitum, yfir- lætislaus og prúðmenni með af- brigðum. Styrjöld fylgdi honum engin, hvar sem hann fór. Hann var lipur maður og þjáll i um- gengni, en mundi þó manna sízt láta leiðast til óheiðarleika á nokkurn hátt í orði eða verki. AUt, sem Jóhannes lagði hönd á, var full-komlega af hendi leyst með nákvæmni og snyrtimennsku. sem aldrei brást. Hagleikur hans og listfengi kom í Ijós sem tóm- stundaiðja í fögrum munum Ég var svo heppinn að vera vinnufélagi Jöhannesar Björnsson ar á tímabilúm nokkur ár. Minn ingin um þá samveru vek-ur mér sifellt gleði í huga. Jóhannes var maður skýr og fróður um margt. Frásagnarháttur hans var Ijós og lifandi. Gleymdist því ógjarnan það sem hann sagði og sannsögl in ótvíræð. Þó að fjölskylda mín sæi hann aldrei, varð hún hont’m nokkuð kunnug. Þegar ég kom heim frá ’dnnu, eftir daglanga i;ramhald á 15. síðu. næstu viku Sjónvarpsdagskrá Sunnudagur 10.9. 1967. 18.00 Helgistund. Séra Felix Ólafsson, Grensás- prestaikalli. 18.15 Stundin okkar. Kvikimyndaþáttur fyrir unga á- horfendur í umsjá Hinriks Bjarnasonar. Sýnd verður kvik mynd af Ijónsungum í dýra- garðinum í Kaupmannahöfn, ennfremur fram-lialdskvikmynd- in „Saltkrákan" og leikbrúðu- myndin „Fjaðrafossar". Hlé. 20.00 Fréttir. 20.15 Úr fjölleikahúsunum. Ýmsir þekktir fjöllistamenn, víðsvegar að, sýna listir sínar. 20.40 Myndsjá. Ým-islegt innlent og erlent efni; m. a. er fjallað um ráfknúna bíla og órgerð 1968 af ýmsum bílategundum. Umsjón: Ólafur Ragnarsson. 21.00 „Ég skal syngja þér Ijúflingslög . . Cy, Maja og Robert syngja þjóðlög í margs konar búningi. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 21.20 BlóShefnd. (A Killing at Sundial). Kvikmynd gerð eftir handriti Rod Serling. Aðalhlutverkin leika Stuart Whitman, Angie Dickinson og Josep Calleia. ís- lenzkur texti: Ingibjörg Jóns- dóttir. 22.05 Nýtt líf. (Kuviot). Ballett eftir Haníiele Keinanen við tónlist Oskar Salas. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). ' 22.15 Dagskrárlok. Mánudagur 11.9. 1967. 20.00 Fréttir. 20.30 Stundarkorn í .u-msjá Baldurs Guðlaugsson- ar. Gestir: Hlíf Swaarsdóttir, Lára Rafnsdóttir, Sigrún Harð- ardóttir, Sigurður Rúnar Jóns- son, Sveinn Skúlason og Þor- steinn Þorsteinsson. 21.25 Klaustur heilags Antoniusar. Sænska sjónvarpið ge-rði þessa kvikmynd um elzta klaustur i Afríku, Lýsir hún ■ lífi munk- anna og sýnir klaustrið sjálft. Þýðandi: Vilborg Sigurðardótt- ir. Þulur: Eiður Guðnason. 21.45 BragSarefirnir. Þessi mynd nefnist: Sérvitur auðkýfingur. Aðalhlutverkið leikur Charles Boyer fslenzkur texti: Óskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok. ÞriSjudagur 12.9. 1967. 20.00 Erlend málefni. Umsjón með þættinum hefur Markús Örn Antonsson. 20;20 Blóma- og jurtasöfnum. Eyþór Einarsson, mag. scient. skýrir helztu atriði varðandi jurtasöfnun. 20.40 Nýjustu visindi og tækni. Sjónvarpið fær þetta efni frá Frakklandi og verður slíkúr þáttur væntanlega einu sinni í mánuði fyrst um sinn. f þess- um fyrsta þætti er frætt um himingeiminn og hjartaupp- skuröur sýndu-r. 21.10 Fyrri heimsstyrjöldin (Annar þáttur). Diplómatiskar leiðir til að kom ast hjó stríði hafa lokazt og þjóðir Evrópu hefja styrjaldar undirbúninginn Þýðinguna gerði Þorsteinn Thorarensen. 21.40 Dagskrárlok, MiSvikudagur 13.9. 1967. 18.00 Grallaraspóarnir. Teiknimyndasyrpa gerð af Ilanna og Barbera. íslenzkur texti: Ellert Sigurbjörnsson. 18.25 Denni dæmalausi. Aðalhlutverkið leikur Jay No-rth. íslenzkur texti: Ingi- björg Jónsdóttir. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Steinaldarmennirnir. Teiknimynd um Fred Flint- stone og granna hans. íslenzkur texti: Pétur H. Snæ- land. 20.55 Lífskrafturinn. Kvikmynd þessi er hugvekja án orða um líf og gróanda á vélaöld. 21.10 Zizi syngur. Zizi Jeanmaire syngur og dansar ásamt Roland Petit og ballettflokki hans. Búninga hef- ur tízkuteiknarinn Yves Saint- Laurent gert. 21.40 Steinrunninn skógur. Kvikmynd eftir samnefndu leikriti Robert E. Sherwood. Aðalhiutverkin leika Bette Dav is, Leslie Howard og Humpre Bogart. íslenzikur texti: Dóra Ilafsteinsdóttir. Áður sýnd 9. september. 23.20 Dagskrárlok. Föstudagur 15.9. 1967. 20.00 Fréttir. 20.30 í brennidepli. Umsjónarmaður Haraldur J. Hamar.! 20.55 Johnny Barracuda syngur. Undirleik annast: Pétur Öst- lund, Bjöm Haukdal og gítar- leikarinn Victor Casceras frá Chile, Kynnir er Friðrik Theó dórsson. 21.50 Dýrlingurinn. Roger Moore í hlutverki Simon Templar. íslenzkur texti: Berg u-r Guðnason. 22.40 Dagskrárlok. Laugardagur 16.9. 1967. 17.00 Endurfekið efnl. íþróttir. Hlé. 20.30 Frú Jóa Jóns. Aðalhlutverkin leika Kathleen Harrison og Hugh Manning. íslenzkur texti: Óska-r Ingi- marsson. 21.20 „Gestur til miðdegisverðar" (The Man Who Came To Dinner). Kviikmynd eftir samnefndu leikriti Moss Hart og Georg S. Kaufman. Aðalhlutverk leika Monty Wooly, Ann Sheri dan, Grant Mitchell og Bette Davis. íslenzkur texti: Óskar Ingimarsson. 23.15 Dagskrárlok. J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.