Alþýðublaðið - 12.11.1987, Page 1
m
Fimmtudagur 12. nóvember 1987
217. tbl. 68. árg.
Kjötstríðið:
GAMLA KJOTIÐ SUDUR7
Framkvœmdanefnd búvörusamnings tekur ákvörðun í dag.
í dag mun framkvæmda-
nefnd búvörusamnings vænt-
anlega taka ákvörðun um
hvort allt gamalt kjöt í land-
inu verði kallað til Reykjavík-
ur. Fyrir helgi krafðist fram-
kvæmdanefndin þess að slát-
urleyfishafar gerðu birgða-
talningu og skiluðu niður-
stöðu eigi siðar en á mið-
vikudag, i gær. Lögregluyfir-
völdum var falið að gæta
þess að talning færi rétt
fram.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins mun fram-
kvæmdanefndin taka ákvörð-
un um innköllun í Ijósi niður-
stöðu talningarinnar, en um
þær fengust engar upplýs-
ingar i gær.
Afurðalánadeildir Lands-
bankans, Búnaðarbankans og
Samvinnubankans höfðu, að
ósk framkvæmdanefndar,
umsjón með umfangsmikilli
birgðatalningu í byrjun októ-
ber. Samkvæmt fyrstu niður-
stöðum þeirrar talningar voru
birgðir í lok verðlagsárs mun
minni en gert var ráð fyrir í
áætlun búvörusamnings og
einnig minni en afuröalána-
deild Landsbankans hafði
upplýsingar um.
Þessi talning var síðan
leiðrétt eftir á, af hálfu bú-
vörudeildar SIS. Landsbank-
inn sætti sig við þær skýr-
ingar sem Sambandið gaf, og
lokaniðurstööur leiðréttrar
talningar urðu því þær aö um
15Ö tonn vantaði, ( stað um
600—700 tonna sem I fyrstu
var talið, samkvæmt heimild-
um Alþýðublaösins.
Með endurtalningunni og
hugsanlegri innköllun á öllu
kjöti frá fyrra verðlagsári mun
framkvæmdanefnd búvöru-
samnings vilja fá á hreint
hvort kjötbirgðirnar eru i
sama magni og upplýsingar
sláturleyfishafa gefa til
kynna.
Smábátaútgerð:
ORYGGISMALIN
í MOLUM
Takmarkað eftirlit með skipstjórnarréttindum
Svo virðist sem takmarðað
eftirlit sé haft með því að
stjórnendur minni báta hafi
tilskilin réttindi. Á minnstu
bátana þarf raunar ekki sér-
stök réttindi samkvæmt gild-
andi lögum. Mikil fjölgun
smábáta síðustu ár hefur
vakið upp ýmsar spurningar í
þessu sambandi. Alþýðublað-
ið ræddi í gær við nokkra að-
ila sem eru vel kunnugir
þessum málum.
Þorvaldur Axelsson skóla-
stjóri Sæbjargar hjá Slysa-
varnarfélaginu vildi vekja at-
hygli á þörfinni fyrir það að
smábátasjómenn gangist
undir próf. Telur hann hina
lágu slysatíðni meðal smá-
báta stafa af því m.a. að veð-
ur hefur yfirleitt haldist gott
undanfarin tvö til þrjú ár.
Hann segist óttast að þegar
veður skyndilega versnar geti
það haft alvarlegar afleiðing-
ar. „Menn fá ekki að aka
skellinöðru án þess að hafa
til þess próf, en geta hins
vegar farið út á sjó með
fjölda fólks innanborðs, án
þess að hafa nokkur rétt-
indi“, segir hann. Starfsmað-
ur Siglingamálastofnunar
minnti einnig á að siglinga-
lög væru alþjóðalög, svo að
enginn vafi léki á að allir sem
stjórnuðu bátum ættu aö
hafa réttindi.
Alþýðublaðið hafði sam-
band við Guðjón Ármann
Eyjólfsson skólastjóra Stýri-
mannaskólans í Reykjavík og
spurði hann álits. „Ég tel tvi-
mælalaust að taka eigi upp
skipstjórnarpróf fyrir stjórn-
endur smábáta". Sagði hann
að öll skip sem væru yfir sex
metrar aö lengd væru skrán-
ingarskyld, og þyrfti því rétt-
indi á þau, en hins vegar
væri ekki lögskráning á skip
undir tólf brúttólestum. Taldi
hann að þyrfti að samræma
þetta. Tók hann einnig fram
að allir sem færu til sjós,
ættu að sínu mati að fara i
skóla Slysavarnarfélagsins.
Að sögn Guðjóns Ármanns
eru í Stýrimannaskólanum
námskeið er veita réttindi fyr-
ir báta allt að 30 tonnum.
Sigurjón Hannesson skip-
herra, starfsmaður mönnun-
arnefndar sagði í samtali við
blaðið að lögin væru skýr um
það að réttinda væri krafist á
báta yfir 6 metra að lengd, en
þar sem ekki væri skráning-
arskylda á bátum undir tólf
tonnum, væri eftirlitið ekki
nógu gott. „Á meöan ekki er
krafa um það að menn séu
skráðir, hefur það viðgengist
að menn séu réttindalausir.
Sem betur fer eru menn að
skilja að þeir þurfa réttindi".
Alþýðublaðið sneri sér til
Arthurs Bogasonar formanns
Landssambands smábátaeig-
enda og spurði hann álits.
Taldi hann að ekki þyrfti nein
réttindi á báta undir 12 tonn-
um að stærð. Það væri hugs-
anlegt að hægt væri að „hár-
toga einhver lög“. „Hinsvegar
höfum við rekið áróður fyrir
því að menn reyndu að út-
vega sér grunnþekkingu á
ákveðnum hlutum.“ Sagði
hann að þessi umræða væri
mikið til komin vegna mikillar
fjölgunar þessara báta, og oft
sagt að þarværu reynsluliltir
menn á ferð. Að sinu mati
væri þessi fjölgun mikið til
vegna sjómanna sem væru
að flytja sig yfir á smábáta af
öðrum skipum. Margir af
þeim bátum af stærðinni
7—10 tonn sem bæst hefðu
við, væri stjórnaö af mönnum
með fullkomin réttindi.
„Við höfum rætt það að
standa fyrir námskeiðum og
menn gætu t.d. fengið nokk-
urs konar „ökuskírteini" á
trillu. Það yrði erfitt í fram-
kvæmd, þar sem við erum
með mikið af eldri mönnum
sem aldrei hafa lent í neinu
og gjörþekkja þetta allt sam-
an. Það yrði auðvitaö helst
fyrir þá sem eru að byrja i
þessu".
Sagði Arthur að slysatfðn-
in væri lægst meðal smábáta
Gifurleg fjölgun smábáta vekur ekki bara upp spurningar um fiskveiði-
stefnuna, heldur virðist ýmislegt benda til þess að betur megi gera varð-
andi öryggismálin í smábátaútgerðinni. A-mynd/Róbert
og því væri ekki samnhengi á
milli menntunarleysis og
slysatíðni. Sagði hann ekki
rétt að hina lágu slysatíðni
mætti rekja til veðurblíðu.
Hann tók hins vegar fram að
kvótafyrirkomulagið væri lik-
legt til að auka slysatiðnina.
Eftir tilkomu þess hafi
dauðaslysum á smábátum
fjölgað og væri það ekki í
nokkru samhengi við fjölgun
bátanna. Þeir sem lentu í
þessu væru ekki þessir nýju
óvönu, heldur vanir menn.
Ragnhildur Hjaltadóttir hjá
samgönguráðuneytinu sagði
í samtali við blaðið að komið
hefði til tals aö koma á sér-
stöku prófi fyrir stjórnendur
smábáta. Einnig sagði hún
mikiö hefði verið rætt hvern-
ig auka mætti eftirlit með þvi
að menn sem stjórnuðu skip-
um upp að 12 tonnum væru
með tilskilin réttindi. Engin
lausn væri komin, en unniö
væri að málinu.
Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins:
ÚTILOKAÐ AÐ
SEMJA
LÆKKUN
Formaður Sjómannasam-
bands íslands segir að ekki
komi til greina að sjómenn
lækki í kaupi i samningum
um lágmarksverð sem fram-
undan eru í Verðlagsráði
sjávarútvegsins. Hann telur
að frjálst fiskverð hafi fært
sjómönnum u.þ.b. 15% frá
15. júní þegar það tók gildi. í
þeirri hækkun er ekki tekið
tillit til uppboðsmarkaða
erlendis.
Verðlagsráö sjávarútvegs-
ins ákvaö á fundi á þriðjudag
aö hætta tilrauninni með
frjálst fiskverð, og þarf því
aftur að ákveða nýtt lág-
marksverð frá 15. nóvember.
Formenn Sjómannasam-
bandsins og stjórn sam-
bandsins halda fund á Akur-
eyri á föstudag og laugardag.
í samtali við blaðið sagði
Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambandsins, að
þar yrði tekið afstaða til
mála, m.a. með tilliti til fjög-
urra mánaða reynslu af
frjálsu fiskverði.
„Við munum nota þá
reynslu til ítrasta i viðræðum
við fulltrúa fiskvinnslunnar í
Verðlagsráöi,1' sagði Óskar.
Að hans mati hefur sjó-
mannastéttin verið notuð
sem blóraböggull gegn
frjálsu fiskverði. Það segir
hann léttvæg rök, þvi fyrst og
fremst hafi til árekstra komið
þar sem fiskvinnslan og út-
gerðin eru á sömu hendi.
„Þar átti aö knýja verðið fram
einhliða,"