Alþýðublaðið - 19.11.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Page 6
6 Fimmtudagur 19. nóvember 1987 SMÁFRÉTTIR Guðni Bragason, varafréttastjóri. Guðni Bragason ráðinn fréttastjóri Guöni Bragason hefurver- iö ráðinn varafréttastjóri-er- lendra frétta, á fréttastofu Sjónvarpsins. Hann er fædd- ur í Reykjavík 1957. Er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík áriö 1977 og stundaði síðan nám í bók- menntum og fjölmiðlafræði við Ludwig-Maximilianháskól- ann í Munchen í Vestur- Þýskalandi, 1977—83. Eftir það tók hann M. A. próf í fjölmiðlun 1985 frá New York University í Banda- ríkjunum. Er heim kom tók hann til starfa sem frétta- maður hjá Sjónvarpinu. Guðni er kvæntur Hope Mill- ington blaðamanni. S.Í.T. öðlast aðild að C.E.A. Samband íslenskra trygg- ingartélaga er nú orðið aóílí að C.E.A., Sambandi evrópskra tryggingarfélaga. ísland er nítjánda þjóðin í Vestur-Evrópu sem hefur aðild að C.E.A. Eitt austan- tjaldsríki, Júgóslavía, hefur svokallaða áheyrandaaðild. Tilgangur samtakanna er m. a. að miðla upplýsingum milli aðilanna um öll svið vá- tryggingarmála, að stunda rannsóknar- og fræðistörf á sviði vátrygginga og vera ráð- gefandi ýmsum alþjóðlegum stofnunum og samtökum, sem beint eða óbeint tengj- ast vátryggingum. Sigmar Armannsson, hjá Sambandi íslenskra trygging- arfélaga, sagði í samtali við Alþýðublaðið að með aðild að C.E.A. gæti S.Í.T. betur fylgst með vátryggingarmál- um i Evrópu og þróun vá- trygginga- og skaðabótarétta. Sigmar sagði það mjög mikil- vægt að íslendingar fylgdust meö þessum málum. Hann tók sem dæmi framleiðendur, t. d. matvöru eða iðnaðarvara, sem flyttu út vöru sína. Ef varan reynist síöan gölluð eða hún veldur einhverjum skaða er S.Í.T. betur í stakk búið til þess að fara með málið þannig aö allir fái sinn rétta hlut. Stjórnmála- ályktun LSA Landsfundur Sambands Al- þýðuflokkskvenna, LSA, var haldinn 30,—31. október sl. í stjórnmálaályktun sem lands- fundurinn hefur sent frá sér segist LSA fagna því að nú sé komin á ríkistjórn með þátttöku Alþýðuflokksins, og LSA lýsir yfir fullu trausti á störf ráðherra flokksins. Sér- staklega fagnar LSA þvf að Jóhanna Sigurðardóttir hafi valist í embætti félagsmála- ráðherra og segja störf henn- ar sýna hæfni til að stýra þeim málaflokkum sem undir þetta ráðuneyti heyra. Einnig kemur fram í álykt- uninni að alltof hægt miði í jafnréttismálum og því er það fagnaðarefni að félagsmála- ráðherra skuli hvetja til auk- inna áhrifa kvenna hjá hinu opinbera og að jafnréttis- áætlun til fjögurra ára verði hrint í framkvæmd. LSA fagn- ar einnig fjögurra ára áætlun um framkvæmdir og fjár- mögnun framkvæmdasjóðs fatlaðra. LSA leggur áherslu á styttingu vinnutíma án skeróingar launa og telur það m. a. mikilvægt til að draga úr launamun karla og kvenna. Fullum stuðningi er lýst yfir við kröfur láglaunahópa fyrir bættum kjörum. LSA leggur einnig mikla áherslu á samfelldan skóla- dag, gæslu yngstu nemend- anna, varar við síauknu er- lendu afþreyingarefni og tel- ur að bæta eigi innlent efni í sjónvarpi og að nota þennan miðil til fræðslustarfa, bæði í skólum og fyrir almenning. Vegna upplýsinga um kyn- ferðislegt ofbeldi á börnum segir LSA það nauðsynlegt að taka á þeim málum með einurð. Einnig er of litill gaumur gefinn ávana- og fíkniefnamálum segir í álykt- uninni. Al-Anon fimmtán ára Fimmtán ára afmælisfund- ur Al-Anon samtakanna verð- ur haldinn í Langholtskirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 13.00 og eru allir velkomn- ir. í frétt frá samtökunum um fundinn segir að Al-Anon hafi einmitt verið stofnað í Lang- holtskirkju 18. nóvember 1972. Síðan þá hefur deildum fjölgað ört, eru 14 á Reykja- víkursvæðinu og alls 42 á landinu. Al-Anon eru félagsdeildir ættingja og vina alkóhólista sem reyna f sameiningu aö leysa vandamál sín. Al-Anon samtökin eru opin hverjum þeim sem telja að líf sitt hafi orðið fyrir áhrifum af drykkju einhvers annars. Það er að- eins einn tilgangur með sam- tökunum, að hjálpa aðstand- endum alkóhólista, segir í til- kynningunni. Alateen er hluti af Al-Anon og er fyrir táninga sem orðið hafa fyrir áhrifum vegna drykkju t. d. vina eða ætt- ingja. Það eru aöeins þrjár Alateen deildir á landinu, ein í Reykjavik ein á Akureyri og ein á Olafsfirði. ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti Kvöldvaktir-Bítibúr Óskum eftir starfsmanni á kvöldvaktir í býtibúr. Vinnutími frá kl. 16.30—21.00. Unnið er í 7 daga í senn og frí í 7 daga. Upplýsingar gefur ræstinga- stjóri í síma 19600-259 frá kl. 10.00—14.00 daglega. Reykjavík 18. nóvember 1987 TILBOÐ Til sölu Þönglabakki 6, Reykjavík Kauptilboð óskast í byrjunarframkvæmdir ásamt lóðarréttindum eignarhluta ríkissjóðs í fasteigninni, Þönglabakka 6, Reykjavík. Sökklar hafa verið steypt- ir að um 800 fm. grunni. Kaupandi erskuldbundinn ásamahátt og fyrri lóðar- hafar af öllum bygginga og skipulagsskilmálum, sem um ióðina gilda, þar með talin þátttaka í sam- eiginlegum framkvæmdum með öðrum lóðarhöfum í Mjódd. Skrifleg kauptilboð er greini kaupverð og greiðslu- skilmála berist skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík fyrir kl. 11.30 f.h. fimmtudaginn 26. nóv. n.k., en þá verða kauptilboð opnuð. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, simi 26844 t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar míns, bróður, mágs og tengdasonar, KRISTINS PÁLSSONAR, Hryggjarseli 6. Gerður Siguröardóttir, Páll Kristinsson, Ingveldur Kristinsdóttir, Páll Kristinsson, Helga Pálsdóttir, Þórir Eyjólfsson, Ingveldur Kjartansdóttir, Siguröur Jónsson. REYKJMJÍKURBORG 'V Jlau&vi Stixáci Sálfræðingar — unglingadeild Unglingadeild félagsmálastofnunar Reykjavikur- borgar auglýsir eftir sálfræðingi í fullt starf. Skilyrði er að viðkomandi hafi að minnsta kost 2ja ára starfs- reynslu sem sálfræðingur. Starfið felst meðal annars í meðferð, ráðgjöf við starfshópa og þátttöku í stefnumótun og skipulagningu unglingastarfs. Umsóknarfrestur er til 8. des. Upplýsingar veita Snjólaug Stefánsdóttir deildar- stjóri unglingadeildar í síma 622760 og Gunnar Sandholt yfirmaður fjölskyIdudeiIdar í síma 25500. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna óskar eftir að ráða mann til starfa fyrir nefndina. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu á sviði hagfræði, viðskiptafræði, tölfræði eða talnavinnslu. Um getur orðið að ræða ráðningu í hlutastarf eða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember n. k. Umsóknum skal skilað til: Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna b/t fjármálaráðuneytið Arnarhvoli Reykjavík KRATAKOMPAN Afmælishátíð kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldin í Skútunni 21. nóvember n.k. kl. 20.00. Dagskrá: Húsið opnað kl. 19.00 með fordrykk Hátíðin sett Matur Nokkrar góðKpnnar Alþýðuflokkskonur flytja sögu félagsins Einsöngur: Kristín Viggósdóttir, undirleikari Sigurður Jónsson Hátíðarræða: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra. Gamanvisur: Sérstaklega ortar um fimmtugar krata- konur eftir Hörð Zophaníasson sungnar af Guðmundi Einarssyni Ávörp gesta Dans: Hljómsveitin Kaskó, leikur til kl. 02.00. Tryggið ykkur miða þeir eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 29244. Vala sími 51920, Bára sími 651515, Maggý sími 651529, Jonný sími 50967, María Ásgeirsdóttir, 51527. Miða- verð kr. 2.300.00. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Ferðahappdrætti krata Dregið var 10. nóvember. Söluaðilar hafa ekki allir se.nt inn uppgjör., þess vegna voru vinningsnúmer innsigluð og verða birt 24. nóvember n. k. Skrifstofa Aiþýðuflokksins. Kaffihús Reykjavíkurkrata á þriðjudögum og fimmtudögum milli ki. 17.—'19. er kaffi á könnunni og opið hús I félagsmiðstöð Jafnað- armanna á Hverfisgötu 8—10. Við hvetjum sem flesta til að lita við til að ræða pólitíkina. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.