Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 6
TÍMINN MINNING SIGFUS BJARNASON FORSTJÓRI i. Vorið 1913 unnu þedr mála- færslumennirnir Sveinn Björns son (síðar forseti) og Eggert Claessen, af dæmaifárri ósér- plægni, framsýni og dugnaði að stofnun Eimskipafélags íslands. Var skorin upp herör um Land allt og meðal íslendingia í Vestur- heimi til að koona á fót þessu þjóðþrifafyrirtæki. — Þetta sama vor fæddist sá drengur í Húnaþingi, sem í dag er bor- inn til hinztu hvílu. Hann var á undanförnum v árum einn af stærstu viðskiptamönnum Eim skipaiféLagsins, en andaðist að- faranótt 12. þ. m. Sigfús Bergmann Bjarnason var fœddur að Núpsdalstungu í Miðfirði 4. maí 1913. Hann var Látinn heita eftir afa sínum í móðurætt, en fpreldrar hans voru frú Margrét Sigfúsdóttir Bergmanns Guðmundssonar að Uppsölum í Miðfirði og Bjarni Björnsson Jónssonar frá Sveðju- stöðum. Foreldrar Sigfúsar bjuggu á ýmsum stöðum, en lengst að Uppsölum. Þegar Sig- fús var rösklega tvítugur, keypti hann þá jörð handa foreldrum sínum, svo að þau þyrftu ekti Tengur að hrekjast úr einum stað i annan. Eftir að rakna tók úr efnalegri afkomu Sigfúsar, rétti hann foreldrum sínum áfram margvíslega hjálp, m.a. lét hann gera allmiklar jarðabætur á ábýlis jörðinni og byggja fjós og hlöð- ur. Síðar lét hann byggja þar upp eftir að bærinn brann, en þá voru foreldrar hans fluttir til Reykjavíkur. Þau hafa síðan átt hér heima og nutu jafnan margfháttaðrar fyrirgreiðslu og aðstoðar af hans hendi, sem þau munu ávallt minnast með þakk- látum huga. Móðir Sigfúsar hafði á unga aldri stundað um skeið nám við húsmæðraskóla á Blönduósi, og auk þess var hun á kennara- námskeiði í Reykjavíík að vori til um tveggja mánaða tarna, undir Handleiðslu Magnúsar Helga- sonar skólastjóra. Þegar hún kom aftur norður, að afloknu þessu námskeiði, stundaði hún farkennslu um tíma í Fremra- Torfústaðahreppi. Hún stóð því vel að vígi með uippfræðslu barna sinna. Sigfús, sem var elztur barna þeirra hjóna, fór sízt var- hluta af fróðleik og menntun móður sinnar, því að mestu kom það í hennar hlut að fræða börn in, þar eð hún hafði sjálf numið tii þeirrar fræðslu. Innan fermingaraldurs fór Sigfús að hjálpa til í vegavinnu á þeim tíma árs sem hún var framkvæmd, en að vetrinum stundaði hann amboðavinnu, srníð / aði þá orf og hrífur, sem hann seldi ýmist einstaklingum eða kaupfélaginu. Auk þessa smíð- aði hann og lagfærði fyrir for- eldra sína. Ein af nágrannakonum Sigfús- ar var húsfreyjan á Litla-Bakka, frú Margrét Jóhannsdóttir. Hún var 46 árum eldri en Sigfús. Þang áð kom hann iðulega. Húsfreyj- unni geðjaðist vel að honum, og var býsna glöggskyggn á það hvað í honum bjó. Spáði hún bví að hann mundi eíga eftir að verða kaupmaður á Hvamms- tanga, en það var ein hin æðsta virðingarstaða, sem hún gat hugs að sér að ætti fyrir ungum manni að liggja, að verða kaupmaður. Bað hún hann að muna eftir sér, er hann væri kominn í þá stöðu og gefa sér svuntuefni eða eitt- hvað þvíumlíkt. Húsfreyja þessi varð 100 ára fyrir stuttu síðan. í veizlu, sem henni var þá hald- in, filutti SkúLi alþingismaður Guðmundsson ræðu, sem var í Ijóðum. Þótt ekki ætti fyrir Sig- fúsi að liggja að verða kaupmað ur fyrir norðan, heldur stórkaupT maður í Reykjavík, gleymdi hann ekki gömlu vinbonu sinni á Litla-Bakka. Lét hann óskir henn ar rætast á rfflegri hátt en hún fór fram á. Það lék ekki á tveim tungum að snemmt hneigðist hugur hans að fésýslu- og verzlunarstörf- um. Á unglingsaldri varð ham sér úti um erlendan verðlista og pantaði eftir honum bæði fyr.r sjálfan sig og ýmsa aðra. Á þann veg jókst honum leikni og æfing í verzlunarstörfum. í febrúar 1931 fór Sigfús í héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði og stundaði þar nám í tvo mánuði. Var síðan í sama skóía skólaárið 1931—1932. Það skólaár höfðu nemendur sameig- inlegt mötuneyti. Var Sigfús einn af þrem nemendum, sem stjórn uðu þvi. Gaf það góða raun og reyndist nemendunum mikMl styrkur á þeim krepputímum, sem þá stóðu enn yfir hér á Landi. Ritföng og annað það, sem nem- endur þörfm-ðust, pantaði hann hjá Bókaverzilun Sigfúsar Ey- mundssonar í Reyfejavík. Deiidi hann þessum vamingi meðal skóLafélaga sinna. AðaLvinnan Lá þó vafalaust í þvd að afla mat- fanga tíl mötuneytisins. Samtíma SigMsi í Reykja- skóla var ung stúlka úr Reykja- vík, Rannveig Ingimundardóttir, sem hann varð mjög hrifinn af og þráði að eignast sem Iífsföru- naut, sem honum tófest nokkru sí^ar. Eftir skólasLit vorið 1932 fóru nemendur hver til síns heima. Næsta sumar var Sigfús heima í foreldrahúsum, en hugur hans leitaði æ faitar í suðurátt. Mun þar eigi hafa ráðið minnstu um, að stjarnan á framtíðar lífs- himni hams var þangað horf in aftur, en af henni viidi hann sízt af öRu missa. Tók hann sig því til og skrifaði ÓLafi Thors. Spurðist hann fyrir um það hjá honum, hvort KveLdúlfur mundi geta látið sig hafa eitthvað að gera, ef hann leitaði til Reykja- víkur, sem hann hafði mjög í huga. Nú vildi svo til, að Ólafur Thors lá veikur, er honum barst bréfið frá Sigfúsi. Safnaðist fyrir heill bunki af bréfum, meðan hann Lá sjúfeur. Þegar ÓLafur tófe að hressast fór hann að giugga í þau bréf, sem honum höfðu borizt meðan hann lá. Meðal þeirra bréfa, sem hann tók fráitil afgreiðslu, var bréfið frá Sigíúsi. Sagði Ólafur mér síðar, að sér nefði þótt skriftin á bréf inu svo falleg og bréfið að öðru leyti vel stílað og hógvært, að sig hefði langað að gera eitthvað fyrir piltinn. Tjáði hann hon- um því í svarbréfi, að honum væri ðhætt að leita suður, því að hann skyldi fá eitthvað að starfa hjá KveldúLfi. Sigfús hélt síðan tÖ Reykjavíkur haustið 1932 og hóf þá starf hjá MjólkurféLagi Reykjavífcur tiL að byrja með. Vann hann þar fáa mánuði. Síð- an dálítinn tíma hjá Kveldúlfi. Ré&t hann síðan til Vátrygging- arskrifstofu Sigfúsar Sighvatsson- ar og starfaði þar um stundar- sakir. BókfærsLu kenndi hann einnig hluta úr vetri. Fljótlega eftir komuna tiL Reykjavífcur kynntist Sigfús Kristjáni Gests- syni, verzlunarstjóra og æsku- lýðsíeiðtoga. Taldi hann verzlun- arþekkingu sána að mestu fengna gegnum viðtöl við hann og fræðslu um þau efjji. III. Ekki var það að skapi Sigfús- ar að stunda tiL iengdar tæki- færisvinnu, því að von bráðar, eða nánar tii tekið 20. desember 1933 stofnaði hann heiildsö'lu fyrirtækið Heklu, ásamt Magn- úsi Víglundssyni, síðar ræðis- manni, en honum hafði hann kynnzt, er þeir störfuðu saman hjá Kveldúlfi. Stjórnaði Sigfús heildsölunni hér heimia, en Magnús fór tl útlanda og ann aðist innkaup erLendis fyrir heild söLuna. f byrjun var að megin- hluta verzlað með ávexti. — Sam- vinna þeirra Sigfúsar og Magnús- ar stóð fremur stuttan tíma, því að Magnús stofnaði von bráðar verksmiðjuna Fram ásamt Helga Lárussyni frá Klaustri. Hætti Magnús þá jafnframt störfum hjá HekLu. Keypti Sig- fús þá hans hluta í fyrirtæk- inu. Árið 1940 var heilr1 söhifyrirtækið ggrt að hluta- félagi — og varð þá jafnframt einkaeign fjölskyldu hans. Um tíma rak Sigfús vinnufiata- verksmiðju á Seltjarnarnesi, kvenfatagerð í Reykjavík og þá jafnframt meðeigandi í leð- urvöruverksmiðju o.fl. , Á styrjaLdarárunum beindust viðskipti heiLdsölunnar að raf- magnsbeimilistækjum, ýmiss kon- ar vélum og bilum, svo og alls ifeonar varahlutum viðkomandi 'þessum innfLutningi. Þetta þróað- ist svo jafnt og þétt, stig af stigi, þar tii fyrir iáu árum að segja miá að heildverzlunin sé orðin sérverzlun með aiLs konar véLar og bíla. Þá eru og komin tii sögunnar tvö dótturfyrirtæki heiLdverzLunarinnar: Véla- og raf tækjaverzlunin Hekla h. f. og P. Stefánsson h.f. Aðalumiboð heildverzlunarinn- ar voru fyrir Caterpillar (land- og bátavélar), Land Rover bif- reiðar og Volkswagen, sem allir kannast við og gjarna vilja eign- ast. Heildverzlunin hafði enn- fremur urnboð fyrir mörg heims- þekkt fyrirtæki, svo sem Ken:i- wood hrærivélar og Servis þvotta vélar, auk margra annarra m- boða, sem of Langt yrði hér upp að telja. Fyrirtæki þetta var nú orðið eitt stærsta fjölskyldufyrir- tæki Landsins. 2. febrúar 1963 var tekið í notkun glæsilegt húsnæði að Laugavegi 170-172, sem Heild- verziunin HekLa haifði látið reisa. Sú bygging hefur staðið yfir frá því á árinu 1959. Þetta er lang- stærsta og glæsilegasta bilaverk- stæði hérlendis. Verkstæðið er á allan hátt útbúið eins og bezt gerist erlendis. Þar fara fram ým is konar tegundir viðgerða, bæði aðalviðgerðir, vélaviðgerðir og réttingar, eftit því sem mann- afli fæzt tiL Þá eru þar og mælitæki og rannsóknartæki til að kanna ásigkomulag bifreiðar og hreyfíls, bæði fyrir og eftir viðgerð. í byggingunni er stór verzlun með varahLuti í Volks- wagen og Land Rover, aulk vara- hluta CaterpiLlar. í hinum mörgu ferðutm tiL út- landa kynnti Sigfús sér rœkilega fyrirkomuLag, innréttingar og vinnuskilyrði slíkra bygglnga, sem hann reisti við Laugaveginn og naut í ríkum mseii fyrir- greiðslu og leiðbeininga sérfróðra manna um aUt þar að lútandi. Hjá þessu stórfyrirtæki gerð- ust þrír merkír viðburðir á ár- inu 1963. Hið fyrsta, að 2. febrú- ar það ár var tefcið í notkun eitt allra stærsta — ef ekki lang- stærsta húsnæði, sem reist hafði þá verið hér á landi til atvinnu- rekstrar, fimmtugsafmæLi aðalfor- stjórans 4. maí um vorið, ig loks 30 ára starfsafmæli fyrir- tækisins 20. desember sama ár. Eftir að flutt var í hin nýju húsakynni við Laugaveg, var fyr- irtækinu skipt í þrjáx aðaldeildir: Bifreiðadeiid, Véladeild og Heím ilistæfejadeild. Framkvæmdastjóri Bifreiða- deildar varð Árni Bjarnason, sem þá hafði um 20 ára skeið unnið 'hjá Heklu h.f. Framkvæmdastjóri VéLadeiLdar varð Sverrir SigMsson, sonur for stjórans. Framkvæmdastjóri HeimiLstækja deiLdar varð Lýður Björnsson. Þá ber og að nefna fjárLiags- og bófehaldsdeild, sem Sigfús veitti sjálfur forstöðu tiL að byrja með og hafði auk þess yfirum- sjón með öðrum deildum fyrir- tækisins og var tengiiiður meðal aLLra deildanna. En síðustu árin hefur Lýður Björnsson tefeið við þeim störfum af Sigfúsi, öðrum en yfirstjórninni. Lýður hafði einníg starfað hjá Heklu í rúm 20 ár. GjaLdkerastörfin annaðist Jó- hanna Tryggvadóttir og hafði hún þá gegnt þeim störfum um 10 ára skeið. Þetta fyrirtæki er nú orðið svo mikið að vöxtum og marghrotið, að manni dylst ekki, að hér hef- ur enginn meðalmaður að verki verið. Til að hrinda þessu í fram- kvæmd og stjórna með ráðsnilld og prýði, heMr þurft stórfhug, ger- hygii, bjartsýni, þolinmæði og óþrjótandi áræði, samfara glöggri verzlunarþekkingu og hagnýtri reynslu liðinna ára. Það mun ekki hvað sízt hafa hjálpað Sig- fúsi að geta komið jafn miklu í verk, að frá byrjun setti hann sér það mark að lofa aldrei meiru en hann fyllilega gat staðið við. En þeir, sem temja sér slíkt, vekja að jafnaði trauist samtíðar- manna sinna á sér og fram- kvæmdt.m sínum. Einnig kemur þar til greina lipurð og góð fyrirgreiðsla, en það hvoru- tveggja átti hann í ríkum mæli. Þá var Sigfús einn þeirra, sem stóðu að því að koana upp Toll- vörugeymslunni í Reykjavík og var um tíma í stjórn þess fyrir- tækis. Fyrir rösku ári síðan keypti Sigfús, ásamt Kristjáni Jóh. Kristjánssyni forstjóra o.fl. dag- blaðið Vísi. Gekk hann þar að verki með sama áihuga, dugnaði og framsýni um skipulagningu og traustan refestur, sem að öðr- um þeim málum, er hann !ét sig einhverju skipta. Sigfús og Rannveig gengu hjónaband 28. október 1934. ÞRIÐJUDAGUR 26. sept. 1967. ið, þriggja sona sem ailir starfa við fjölskyldufyrirtækið, og einn- ar dóttur, sem um skeið stund- ar aitvinnu í Aiusturriki. Syn- irnir eru: Ingimundur, sem stund að hefur lögfræðinám, Sverrir, sem veitir véladeildinni fonstöðu, og SigMs, sem stundað hefur nám í Sviiss og Biandaníkjunum, og Margrét, sem er yngst systkin- anna. IV. Strax við komvj Sigfúsar til Reykjavíkur kynntist hann mér og heimilisfólki mínu. Þau kynni urðu að vináttu, sem varað hefur meðan ævi hans ent- ist. Oft höfum við notið margra ánægjustunda með honum og fjöl skylda min vottum eftirlifandi hér í Reykjavík og á höfuðból- inu Þingeyrum, auk margra ánægjulegra bifreiðaferða. Þá er mér og ógleymanlegt, er hann fyrir 5 árum síðan veitti mér tæki færi til að ferðast til fjarlægra landa. í þeirri för auðnaðist mér að Mta marga af merkustu Og fegurstu stöðum Mið-Bvrópu fyrir hans tiIstiLLi. Ég og fjöl- skylda mín vottum eftirlifandi ástvinum hins framliðna okkar dýpstu samúð. Jón Þórðarson. f SLgfús Bjarnason forstjóri and- aðist að heimiLi sínu, Víðimel 66 að morgni 19. þ.m. Sigtfús fæddist að Núpsdalstongu í V- Húnavatnssýslu þann 4. maí 1913 og varð því aðeins 54 ára gamall. ÆviferiL SigMsar ■fhun ég efeki rekja, það mun verða gert af öðr- um. Ég kynntist honum fyrst fyrir rúmum 22 árum, og skömmu síðar réðst ég til bans sem starfsmaður og hef unnið við fyr- irtæki hans síðan. Sigfús var af- burða hæfileikamaður á viðskipta sviðinu, enda kom það snemma í ljós, bví að á mestu kreppu- árunum stofnsetti hann HeiLd- verzlunina Heklu og stjórnaði því fyrirtæki til dauðadags ásamt fleirí fyrirtækium sem hann hef- ur stofnsett, og hygg ég, að sú fyrirtækjasamsteypa sem hann og fjölskylda hans hefur átt og stjómað, sé nú með þeim stærstu hérlendis. Sigfús var góður húsbóndi að vinna hjá, enda hélzt honum vel á starfsfólki, og eru nokkrir, sem unnið hafa hjá honum milli 20 og 30 ár. Mér hefur verið það ljóst en þó aldrei eins og nú, þegar leiðir skilja, hve mikils virði það er að hafa kynnzt og starfað hjá slíkum manni. SLgfús var sérstakt ljúfmenni i allri daglegri við- kynningu, velgengni hans sté hon um ekkí til höfuðs, og hann hafði venjulega stund til viðræðu viS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.