Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 12
( 12 ÍÞRÓTTiR TÍMINN ÍÞRÓTTIR MtlÐJUDAGUR 26. sept. 1987. = ' " ;; ^ Framarar sækja að Vals-markinu í úrslitaleiknum á surtnudaginn, en Þorsteinn Friðþjófsson (nr. 3) tekst að skalla frá. Eini sóknarmaður Fram, sem sést á myndinni, er Ágúst Guð- mundsson, og er hann á miðri myndinni. (Tímamyndir: Gunnar). Vítaspyrnan réði úrsiitum, þeg- m..................... ........................ Skemmtíleguni og góðum úrslitaleik Islandsmótsins lauk með 2:0 sigri Vals yfir Fram. Alf-Keykjaivík. — Valsmenn urðu íslandsmeistarar í knatt- spymu 1967, er þeir sigruðu Fram í úrslitaleiknum á Laugardalsvell inum 2:0. Valsmenn voiru betri aðitinn — en ekki miklu betri — og þeir áttu skilið að vinna. En það var hreinasta synd, þeirra vegna, að úrslit leiksins skyidu ráðast á vitaspymu, sem orkaði tvímælis. Það var vissulega nóg fyrir Valsmenn að vinna titilinn á siðasta ári á vafamarki. En svona endurtekur sagan sig. Að vísu var það örlítil uppreisn fyr- ir Valsmenn að þeim tókst að skora 2:0 aðeins tveimur mínút- um fyrir leikslok, en þó getur það mark aldrei breytt neinu um það, að það var fyrst og fremst markið, sem Iteynir Jóns- son skoraði úr vítaspymu á 32. mínútu fyrri hálfleiks, sem réði úrslitum leiksins. Var það réttmæt vítaspyrna sem Magnús Fétursson, dómari, dæmdi á Baldur Soheving, þegar hann stjakaði við Hermanni Gunnarssyni út við vítateigslínu oig Hermann sneri baki í mark- Bikarinn og íslandsmeistararnir. 'Frá vinstrl: Ingvar, Hall'dór, Gunnsteinn, Hermann, Sigurjjón, Bergsveinn, Sig urður ., SigurSur J., Þorsteinn, Reynir og Árni. ið? Já, sá dómiur stenzt, en hann orkar tvímtælis, þégar það er haft í huga, að fyrr í hálfleiknum lét Magnús dómari nægja að dæma aukiaspyrnu, þieigar Einari Árna- syni, hægri útherja Fram, var brugðjð á- vítatei’gslínu. Var Ein- ar þó á fullri ferð í átt að marki með kriöttinn. Vítateigsliína til- heyrir vítateLgnum og þamd átti Magnús að dæma vítaspyrnu — og ekkert annað — ef hann ætl- aði að vera samkvæmur sjólfum sér í dómum. Valsmenn voru með titrandi taugar fyrir leikinn, þegar frétt- ist, að Magnús ætti að dæma. Þeir töldu að hann hefði tekið af þeim stig í leiknum gegn Akureyri fyr- ir norðan. En hafi Magnús tekið eitthvað af Valsmönnum í þeim leik, borgaði hann það til baka með vöxtum í leiknum á sunnu- daginn. En nóg um það og snúum okk- ur að gangi leiksins, sem dró sex þúsund áJhorfiendur að. Leik- urinn verður ógleymanlegur fyr ir það, að hann var leikur tæki- færanna, leikur spennunnar og yfirleitt góður leikur. Valsmenn réðu miðvallarspilinu. Það fyrsta, sem kom í Ijps í leiknum, var það, að Valsmenn virtust staðráðnir í að ráða mið- vaillarspilinu. Og það tókst þeim fyrir tilstilli Sigurðar Jónssonar, sem sýndi sinn bezta leik á sumr- iriu. Sigurður var mjög ákveðinn Oig vann hvért einvígið á fætur öðru — og tókst að byggja upp. Bergsveinn aðstoðaði Sigurð eftir mætti, en aðra sögu var að segja um tengiliðina hjá Fram. ÖU vinnan lenti á Baldri Seheving til að byrja með, því að Erlendur Maignússon var eins og fiskur á þurru' landi. Það var ekki fyrr en síðar í leiknum, að Erlendur komst í gang, en það var þá um seinan. Fyrir það, að Valur réði miðj- unni í byrjun, náði liðið undir- tökunum, og þess var e'kki langt að bíða, að Fram-markinu yrði ógnað. Hermann skapaði liættu. Fyrsta hættulega tækífærið skapaðist á 25. mínútu, þegar Her mann Gunnarsson komst fram'hjá Antoni Bjarnasyni — og stefndi að marki. En á síðustu stundu kom Hrannar Haraldsson aðvíf- andi og tókst að stela knettinum af tám Hermanns og bjarga í 'horn. ^ Sjö minútum síðar er innkast við vítateig Fram. Upp úr því fékk Hermann knöttinn, þar sem hann stóð rétt fyrir innan víta- teigslínu. Baldur Seheving hafði augun með Hermanni og hljóp í áttina til hans til að stöðva hann. En kapp er bezt með forsjá. Á mjög klaufalegan hátt kom hann aftan að Hermanni og stjakaði óþyrmilega við honum. Magnús dómari flautaði umsvifalaust og benti á vítapunkt. Úr vítaspym- spyrnunni skoraði Reynir örugg- lega. Og Valur hafði tekið for- ystu. Sigurður Dagsson varði meistara lega. Það var fyrst eftir markið, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.