Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. sept. 1967. ÍÞRÓTTIR TBMINN wnrnpnT!i 13 ró- O'g o sóknarmenn Fram fóru að láta kveða að sér. Hratt upphlanp þeirra á sömu mínútu endaði m*C markskoti Grétars Sigurðs- sonar, skoti, sem Sigurður Dags- son réði e'kki við. En línuvörður- inn, Baldur Þórðarson, veifaði réttiiega á rangstöðu. Þetta var eina markskot Fram í leiknum, sem Sigurður Dagsson réði ekki við. Hann átti eftir að verja meistaralega síðar í leikn- um, t.d. fiórum mínútum síðar, þegar Helgi Númason komst fram hjá Vals-ivörninni o-g skaut föstu skoti af stuttu1 faeri. Og aftur varði Sigurður vel — og næst óskiljan- Xega — skot frá Helga, sem Grét ar Sigurðsson stýrði á síðasta augnabliki í annað horn marks- ins. Það var eins og Sigurður væn með vœngi, þegar hann snarsneri sér ög sló knöttinn í horn. Eftir þessar hættulegu sóknar- lotur Fram, ógnaði Hermann veru lega á 43. mínútu, þegar hann skaut framihjá Halikeli, markye“,c; Fram, sem hijóp út á röngu augnabliki. Knötturinn rúilaði lega rétt fram'hj á stöng _ — Ingivar Eiísson stóð ,,frosinn“ ^ ‘horfði á, en hann var í mjög góðri aðstöðu til að fylgja eftir og breyta stefnu knattarins. Valsmenn í vörn. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli þjálf ara síns um að leika sóknarleik í síðari hálfleik, óhlýðm.ðust lei'k menn Vals þeim fyrirskipunum — alla vega einn leikmaður, Reynir Jónsson, sem dró sig til baka og lék sem þriðji tengiliður. Þetta aupveldaði Fram að leika sóknar leik í siðari hálfleik, þótt liðið notfærði sér þetta engan veginn til Mítar. Vals-markið komst nokkrum sinnum í bráða hœttu, t.d. komst Helgi í gott færi á 5. mínútu, en Sigurður Dagsson varði skot hans. Þá áttu bæði Grétar og Ágúst góð marktækifæri, en brást bogalistin. Og á 25. mínútu skall aði Helgi Númaison í stöng. Valsmenn áttu einnig sín tæki- færi, en þau voru mun færri Hættulegasta tækifærið skapaðist á Í5. minútu, þegar Ingvar Elís- son komst einníg í gegn, en fast skot hans hafnaði í stöng og út. Þarna skall hurð sannarlega nærri hælum við Fram-markið. Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þrátt fyrir no'kkuð þunga sókn tókst Fram ekki að jafna. En rétt fyrir leikslok bættu Valsmenn öðru marki við, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar ljóst var að hverju stefndi á síð- ustu mínútunum lögðu lei'kmenn Fram oifurkapp á sóknina og hirtu lítt um vömina, eins og oft vill verða. Vörnin var mjög illa á verði, þegar Reynir sendi á Her- mann þar sem hann stóð óvaldað- ur inni í vítateig. Og Kallkell í markinu1 réði ekki við frekar laust skot hans, sem hafnaði í vinstra horninu. Og þannig inn- siglaði Valur sigurinn. Vals-liðið heilsteyptara. Va-ls-liðið var heilsteyptara en Fram-liðið, en munurinn á liðun- um er lítill. Það, sem niest mun- aði um, var miðjuspilið. Þar réðu Valsmenn lengst af lögum og Íof- um. Vörn liðsins, Árni Njálsson, Halldór Einarsson, Sigurjón Gíslason, Þorsteinn Friðþjófsson — og að ógleymdum Sigurði Dags syni, slapp mjög vel. Sigurður Dagsson hefur ekki áður í sumar leikið jafnvel og í þetta skipti. í framlínunni voru Hermann og Ingvar atkvæðamestir, en annars komu Reynir og Gunnsteinn, þó seinn sé, sæmilega frá léiknum. Góð frammistaða Framara, þrátt fyrir allt. Þó að Fram-liðið hafi tapað Framhald á bls. 15. Sjóveikir Víkingar slógu „Gullaldarmennina" út! Víkngur átti eitt upphlaup í s. h. og skoraði mark! Alf-Reykjavík. — Þeim leið ekki allt of vel sumum af leikmönn um Víkings á leiðinni tU Akra- ness með Akraborginni í sv-roki s. 1. laugardag. Skipið veltist mik ið — á mælikvarða okkar land- krabbanna — og sumir urðu sjó veikir. Samt stóðu Víkingar sig vel í bikar-leiknum gegn „Gullald armönnunum“ og slógu þá út í keppninni. Veður var afleitt til keppni á A'kranesi á lauigardaginn, stormur af suðvestri og rigning. Leikið var á malarviellinum og kusu Vík imgar að leika undan vindinum. Strax á 5. mínútu skorað Hafliði Pétursson 1:0 fyrir Víking með áigætu skotd — og á 17. mínútu skonaði Ólafur Þorstcinsson úr homspymu, sem Helgi Daníielss'on sló reyndar inn í eigið mark. Tvcgigja marka forskot í hálf- leik virtis't ekki mjög svo glæsilegt „Ég heiti áá „Gróðir vallargestir, ég heiti Biidur Jónsson“. Með þessum orðum rauf okkar merkilegi vailarstjóri úrslitaleik Vals og' Fram, þegar 6 mínútur voru til leiksloka. Síðan romsaði hann út úr sér i hátalarann, að verð íann yrðu afhent strax eftir leikinn og bað fólk að ryðjast ekki inn á völlinn. Þessi framkoma vallarstjóra er • fyllsta máta ámælísverð. Lcikurinn var á hápunkti spenn unnar. Annað liðið hafði eitt mark yfir — og hitt reyndj ailt sem það gat til að jafna. En svö tilkynnir vallarstjóri, að veiðlaun verði veitt eftir leik- inn, þótt engan veginn væri víst, að annað iiðið færi með sigur af hólmi. Eftir leikinn sögðu nokkrir leikmenn undir- ruuðum, að þeir hefðu hálf- vegis hæt. að leika og lagt við hlustirnar. Pað má margt gott segja um vauarstarfsmenn, en svona framkomu er erfitt að þola. Vallarstjón hefði getað komið þessum skilaboðum áleiðis í halfleik, og hefði það raunar verið lang eðlilegast. — alf. fyrir hið umga Víkings-lið, því að Skagamenn höfðu sýnt ágæt til þrif í fyrri hálfleik og virtust til alls líkleigir, þegar þeir höfðu vind inn með sér. En Víkingar sýndu mjög gott keppnisskap í síðari hálfleik, dyggileiga studdir af áhangendum sínurn, sem sungu í kór á áhorf endiapöllunum. Þeim tókst reynd ar ekki að koma í veg fyrir, að Rík'ha'rður skoraði mark fyrir Akranes á 14. mínútu. En svo skeði það óvænta, að Víkinigur skoraði mark, 3:1, á 29. mínútu — úr eina upphlaupi þeirra, sem kaliast getur, í síðari hálfleik. Hæ'ttan virtist samt ekki mikil og Krisitinn Gunnlaugsson, miðvörð ur Akraness, náði kneittinum, en vár of seinn að koma honum frá sér. Jón Karlsson, innherji i Vík inigs-Iiðinu, renndi sér að hlið hans og náði knettinum. Og það skipti engum togum, að Jón lék upp að ma.rki og skoraði glæsiliega. Vel af sér vikið hjá Jóni, sem anniairs er of villtur leikmaður og gæti eflaust náð mun lengra með yfirvegað'ra spili. Skagam.enn reyndu allt til þess að jafna á siðusitu mínútum, en það viair erfitt að finna smugu á Víkinigs-vörninni. Boltiarmir, sem Framhald á bls. 15 Víkingar mættu ekki tii leiks og Eyjamenn urðu fslandsmeistarar Alf—Reykjavík. — Vestmanna- eyingar urðu fslandsmeistarar í 4. flokki í knattspyrnu — án þess að leika úrslitaleikinn gegn Vík- ing. Leikurinn átti að fara fram í Veslmannaeyjum á Iaugardag- inn, en Víkingar mættu ekki til leiks, Dómari úr Reykjavík, Bald ur Þórðarson, var sendur til Vest- mannaeyja, þrátt fyrir að vitað var, að Víkingar ætluðu ekki að senda lið sitt til Eyja. Flautaði Baldm til leiks — og hélt síðan til Reykjavíkur aftur. Ástæðan fyrir því, að Víkingar sendu ekki lið sitt til Vestmanna- eyja er sú, að þeir töldu, að leik- urinn ætti að fara fram á hlut- lausum velli. Sendu þeir móta- nefndínni bréf og báðu um skýr- ingu a því. hvers vegna ætti að leika i Vestmannaeyjum. Kváð- ust beir ekki fara með liðið til Eyja, fyrr en skriflegt svar hefði borizt. Það hafði ekki borizt á laugardaginn, sama dag og leik- urian átti að fara fram. Þeita mun sennileg vera í fyrsta skipti. að úrslitaleikur í yngri flokkunum er gefinn, en með því að mæta ekki til leiks gáfu Vík- ingar ieikinn Þrjú lið voru í úr- slitum, Vestmannaeyingar, KR og Víkingur. Áður hafði Vestmanna- Úrslit leikja í ensku deildakeppn inm s.l. laugardag: 1. deild: Arseual—Manc. City 1—0 Ooventry City—West Bromw. 4—2 Fulham—West Ham. Utd. 0—3 Leeds Utd.—Leicester C. 3—2 Liverpool—Everton 1—0 Manciii Utd.—Tottenham 3—1 Nottíng'h. For.—Ohelsea 3—0 Sheff'ieid Utd.—Newcastle 2—1 Stoke City—Soutlhampton 3—2 Sundsrland—Sheffild W. 0—2 Wolverhampton—Burnley 3—2 2. deild; Aston. Villa—Crystal Palace 0—1 Blackburn—Bolton 2—1 Blackpool—Birmingham 1—0 Cardifi C.—Derby County 1—5 Carlisle Utd.—Huddersf. 2—1 Huli City—Middlesbrough 0—2 Ipswieh—Norwich 0—0 Millwaii—Bristol City 1—1 Plymouth—Preston 1—2 Portsmouth—Rotherham 1—1 Q.P.Ií.—Oharlton 2—1 Staðan í 1. deild: eyjaiiðið unnið KR 2:1. íslandsmeistarar 4. flokks, Vestmannaeyingar, ásamt þjálfara sínum, Sævari Tryggvasyni Liverpool 9 6 12 15—4 13 Arsenai 9 6 12 17—8 13 Sheff Wedn. 9 6 1 2 16—12 13 Nottto. For. 9 5 13 19—10 11 Manch City 9 5 13 18—11 11 Tottenham 9 5 13 16—18 11 Manch. Utd. 8 3 4 1 13—10 10 Leeds Utd. 8 4 2 2 10—8 10 Stoke City 9 3 4 2 13—11 10 Soudiampton 9 4 1 4 20—17 9 Woiverhampt. 9 4 14 17—20 9 Bur.-iey i % 3 2 4 21—18 8 Sunderland 3 2 4 11—15 8 Newcastle 9 3 2 4 14—19 8 Everton 9 3 15 11—10 7 Wes Ham Utd. 9 3 1 5 20 21 7 Oovéntry 9 2 3 4 16—20 7 Fulham 9 3 15 11—19 7 Ohelsea 9 2 3 4 13—23 7 Wes; Bromw 9 2 2 5 12—19 6 Sheít Utd. 9 2 2 5 13—21 6 Leicester 9 2 16 15—17 5 Scaðan í 2. deild: Queen’s Park R 9 7 1 1 18—5 15 Blackburn 9 6 2 1 12—5 14 Blackpool 9 6 2 1 15—7 14 Crysta' Palace 8 5 2 1 16—5 12 Derby County 8 6 0 2 18—9 12 Ipswch 9 3 5 1 14—5 11 Portsmouth 7 4 3 0 14—8 11 Birmingham 8 3 4 1 16—8 10 Cariisle Utd. 9 4 2 3 13—10 10 Millwall 9 2 5 2 10—8 9 Bolton 9 3 3 3 17—15 9 Prestar: 9 3 2 4 7—9 8 Cardiff City 8 2 3 3 14—17 7 Norwich City 9 3 15 9—14 7 Huddersfield 9 2 2 5 12—19 6 Middlesbro 8 14 3 5—9 6 Oharlton 7 1 3 3 7—9 5 Rotlierham 8 2 15 9—19 5 Plymouth 9 2 1 6 6—15 5 Asten Villa 9 2 0 7 6—15 4 Bris .ol City 9 12 6 7—20 4 Huii City 9 1 2 6 7—21 4 Sundæfingar Vetraræfingar sundfélaganna í Reykjavík í Sundtoöll Reykjavíkur hefjasi 2 október n.k. Verður niðurröðun æfinganna, sem nér segir: Sundæfingar: rránudaga: ÍR og Ægir briðjudaga: KR og Ármann miðvikudaga: ÍR og Ægir íimmtudaga: KR og Ármann föstudaga: Öll félögin (keppnisflokkar). Sundknattleiksæfingar: mánudaga og' miðvikudaga; ÍR og Ármann. þriðjudaga og fimmtudaga: KR og Ægir S.R.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.