Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.09.1967, Blaðsíða 7
TÍMINN nú bera TVÆ R bragðljúfar sigarettur ncf "ið CAMEL ÞVf CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN íí íii á*-..V. . ;? \........ r \ rVíi$teH e, I í (JC, A;EE í’Ti. " . iavo FRESH (A sjó off landi, sumar off vetur Ilmandi Camel - og allt ffenffur betur ÞRIÐJUDAGUR 26. sept. 1967. kunningja, sem einihver erindi áttu við fyrirtælki hans. Hann var sérstaMega ráðhollur maður, og hjálpsamur þeim, sem til han's leit uðu, og er það trú mín, að hann hafi verið skjólveggur æði margra. Kvæntur var Sigfús Rannveigu Ingiimundardóttur, hinni mestu ágætískonu, og áttu þau fjögur uppkiomin börn, íngimund, Sverri Siigfús og Margréti. Heimili þeirra hjóna var falle'gt, og þangað var gott að koma, enda 'gestrisni víð- kunn og heimiliisbragur aílur upp á það bezta. Það er erfitt að sætta sig við að flá ekki að sjá Sigfús Bjarna- son framar, en minningin um hann mun lifa hjiá þeim, sem, honum kynntust. Ég votta eigin konu hans, börnum, temgdabörn- um barnabörnum og öðrum ætt- mennum samúð mína, og síðast en ekki sízt öldruðum foreldrum, sem sjá nú á eftir elzta barni sínu yfir landamæri lílfs og dauða. Jón Snæbjörnsson. f f dag verður jarðsunginn friá Dómkirkjunni í Reykjavfk einn af kunnustu athafnamönn um þessa lands Sigfús Bjarnason, forstjóri, en hann andaðist að heimili sínu, Víðimel 66, að miorgni þriðjud. 19, þ.m. Sigfús var fæddur að Núpsdals- tungu í Miðfirði 5. maí 1913, sonur hjónanna Margrétar Sigfús dóttur og Bjarna Bj'örmssonar. For eldrar Bjarna voru þau Ásgerður Bjarnadóttir og Björn Jónsson, er um langt skeið bjuggu í Núps dailstungu, en Margrét er dóttir Sigfúsar Guðmundssonar bónda á Uppsölum í sömu sveit, og konu hans Imgibjangar Jónsdóttur, og eru miklar ættir komnar frá hivorum tveggja þessara merkis- hjóna. Sigfús ólst upp hjá f'oreldrum sínum, elztur 8 systkina, lengst á föðurleifð Margrétar, Uppsölum, og voru uppeldisskilyrðin þau sömu og sivo vel hafa reynzt mörgum íslendimgum, er vaxið hafa upp í skauti faigurrar, frjálsr- ar náttúru, á fjölmennu góðu sveitalheimili, umvafin ástríki for- eldra, við næg oig fjölbreytt þrosk- andi störf og lei'ki og sífellt ný viðfangsefnin, við hæfi aildurs og þroska. Snemma komu í ljós góðar gáf- ur Siigfúsar og hagnýtti hann vel þann takmarkaða skólatíma, sem börnum þarna í sveitinni stóð til boða, og naut hann þess ásamt systkinum sínum, að móðir þeirra ha'fði stundað barnakennsilu með mjög góðum árangri, áðvr en hún giftist. Urn tvítugsaldur dvaldi Siigfús við nám í héraðssikólanum að Reykjum í Hrútafirði, en fór svo til Reykjavíkur, þar sem hann átti heima æ síðan. Árið 1934 stofnaði hann heild- verzlunina Heklu, þá aðeins 21 árs gamall og sama ár kvæntist hann glæsilegri og góðri konu, Rannveigu, Imgimundardóttur, ætt aðri frá Djúpavogi í Suður-Múla- nýslu, er einnig hafði valið Reykja skóla til náms, þannig spinna ör lögin sína þræði, gefa og taika, eins og nú hefur svo berlega á sannazt. Það lýsir vel eðli og mann- kostum Sigifúsar, að hann svo' ung ur að árum og með öllu félaus skyldi á þessum tíma, er hin mikla heimskreppa þjáði allt við- skipta og athafnalíf, ráðast í að stofna heildsölufyrirtæki, nýkom- inn til höfuðborgarinnar og þar öllum ókunnur. En þetta bless aðist, ævintýrið varð að verulei'ka l.ann náði markínu, að -verða .einn af' umsvifamestu kaupsýslo- mönnum landsins, og átti þátt í irekstri margra fyrirtækja, þó jafn lan væri nafn hans traustast tengt hans fyrsta fyrirtæki, Heildverzl- uninni Heklu. Segir sú nafngjöf raunar sína sögu, það fræga nafn sómdi sér aðeins á e'inhverju' stóru og rismiklu. Hin mikla velgengni Sigfúsar, var engin tiíviljun, heldur eðlileg afleiðing hans góðu eðlishvata, ó- bi'landi viljaþreks og mikiUar startfsorku, samfara haigsýni og dirfsku. Allir sem við hann höfðu skipt, stór eða smá, fundu að þar var maður. sem treyista mátti, og það er .íka skýringin á því, að hann svo ungur og óþekktur fé'kk strax þá aðstöðu í peningastofn- unum, sem gerði honum kleift ð byggja upp fyrirtæki sín, sem með hverju árinu, sem leið, urðu traust ari og umfangsmeiri. Og margir eru þeir sem sótt hafa til hans holl ráð og margvíslega fyrir- greiðslu, og var það ætíð i té látið með þeirri ljúfmennsku og fáguðu framkomu. sem honum var svo eiginleg og allir sem honum kynntust muna bezt og lengst. Þó Sigfús nyti ekiki langrar skólaigöngu, var hann vel mennt- aður, í þess orðs beztu merkingu, átti mjög gott bókasafn, sem hann notaði eíns mikið og föng voru á, samfara annríki og um- svifum dagsins. Einnig hafði hann ferðazt víða meðal framandi þjóða og færði sér í nyt þá lærdóma, sem af því má hafa Siigfús var maður fríður sínum mikill vexti og vörpulegur og vakti traust strax við fyrstu sýn og duldist engum, að þar fór eng- inn meðalmaður. Þau hjónin, Rannveig og Sig- fús hafa lengst búið að Víðimel 66 og átt þar fagurt og vel búið heimili. enda er húsfreyjan 'st- hneigð og listfeng í bezta lagi. Hafa hinir mörgu vinir þeirra átt þar ótal ánægjustundir og notið einlægrar gestrisni á liðnum ár- um. Börn þeirra hjóna eru fjögur, Ingimundur, Iögfræðingur kvænt ur Valgerði Valsdóttur. Sverrir, skrifstofustjóri, kyæntur Stef- aníu Da'VÍðsdóttur. Sigfús, við- skiptafræðingur og Margrét, sem verið hefur við nám i Þýzkalandi. Ekki mun ég fjölyrða hver skaði það er, þá slíkir menn. sem minn kæri bróðursonur, Sig- fús Bjarnason, falla frá á bezta aldri, né um þann harm, sem kveðinn er að fjölskyldunm og nánustu ættingjum og venzla- mönnum, það liggur svo i augum uppi, heldur flytja aldurhnign- um foreldrum, systkinum og elskiulegri eiginkonu og oörnum, hjartanlegar samúðarkveðjur mín- ar og minnar fjölskyldu, með þökkum r'yrir alls vinsemd t'rá fyrstu kynnum, er verma hug ög hjarta er harmur þjakar. G.B. Dönsku hringsnúrurnar fynrliggjandi. með 33 m. snúrulengd- Þægilegar í msðferð. Verð kr. 1.470,00 — Postsendum Sími 33331 Skeiðavogi 143. RAFVIRKJUN Mýlagnir og viðgerðir. — Sinn 41871. — Þorvaldur Hafberg, rafvirkjameistari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.