Alþýðublaðið - 04.12.1987, Qupperneq 8
MMBUBLMB
UREVFIil
68 55 22
Föstudagur 4. desember 1987
Félagsmálaráðherra:
HÆKKA VEXTI
SKYLDUSPARNADI
Lögum um skyldusparnað breytt fljótlega eftir áramót
Jóhanna Siguröardóttir fé-
lagsmálaráðherra stefnir að
því að leggja fram frumvarp
til breytinga á skyldusparn-
aðarkafla húsnæöislaganna
fljótlega eftir áramót. Ráð-
herrann segist m.a. ætla að
beita sér fyrir hækkun vaxta
á skyldusparnaði. Jafnframt
telur hún rétt að stefna að
því að fækka undanþágum í
skyldusparnaði og lækka
skyldusparnaðarprósentuna,
sem og að tryggja skilvísari
innheimtu skyldusparnaðar.
Þetta kom m.a. fram í svari
félagsmálaráðherra á Alþingi
í gær við fyrirspurn frá Finni
Ingólfssyni.
Jóhanna sagðist telja, að
það þurfi að breyta þeirri
ávöxtun á skyldusparnaði
sem nú er boðið upp á, því
sú ávöxtun væri óviðunandi
miðað við aðra ávöxtun á
sparifé, sérstaklega þegar
skattahagræði fellur niður
eins og ráðgert er með stað-
greiðslukerfinu um áramnt
I haust skipaði Jóhanna
starfshóp til að skoða ákveð-
in atriði varðandi skyldu-
sparnað og koma með tillög-
ur þar að lútandi. Starfshóp-
urinn hefur þegar skilað
skýrslu og hafa m.a. þegar
nokkrir valkostir verið skoð-
aðir varðandi ávöxtun skyldu-
sparnaðar. Ráðherrann sagði
hins vegar að engin ákvörðun
lægi enn fyrir.
í núverandi kerfi er skyldu-
sparnaðarprósentan 15%.
Talið er að þróast hafi um-
fangsmikið undanþágukerfi
vegna þessarar háu prósentu.
Starfshópurinn leggur því til
að prósentan verði 8%. Jafn-
framt er lagt til að undanþág-
urtil greiðslu skyldusparnað-
ar verði einungis vegna 1)
íbúðarkaupa- eða bygginga,
2) Ef um er að ræða ein-
stæða foreldra, sem njóta
mæðra eða feðralauna frá
Tryggingastofnun, 3) Vegna
andláts.
Varðandi ávöxtunina benti
Jóhanna á að fyrstu niu mán-
uði yfirstandandi árs hefur
skyldusparnaðarreikningur
með 3.5% vöxtum gefið
23.5% ávöxtun. Verðtryggður
bundinn reikningur í 6 mán-
uði með 7% vöxtum hefði
gefið 27.2% heildarávöxtun.
Jóhanna sagði hins vegar að
engin ákvörðun lægi fyrir um
ávöxtunina, en ýmsir mögu-
leikar hefðu verið kannaðir.
Miðbœjarskipulagið:
BREYTTUR
UPPDRÁTTUR
Tveir uppdrættir eru til af
Miðbæjarskipulaginu og er
sá sem félagsmáfaráðherra
hefur til umfjöllunar ekki sá
sami og samþykktur var i
borgarstjórn og hjá skipu-
lagsstjórn. Afrit hafði ekki
fengist afhent í gær þegar
blaðið kannaði málið, en
ráðuneytisstjóri segir að það
stafi af erfiðleikum við að
Ijósrita uppdráttinn. Fjaliað
var um málið í borgarstjórn í
gær.
Að sögn Harðar Erlings-
sonar hjá samtökunum
„Tjörnin lifi“, eru til tveir upp-
drættir af Kvosarskipulaginu.
Annar þeirra er sá sem fjall-
að hefur verið um á öllum
stigum skipulagsmála fram
að þessu og samþykktur er
með óljósri punktalinu út í
Tjörnina til að sýna hvar ráð-
húsið er fyrirhugaö. Hinn
uppdrátturinn, sá sem félags-
málaráðherra hefur til athug-
unar sem endanlegur ákvörð-
unaraðili, er með ráðhúsinu
inn á. Er það skjal sem aldrei
hefur verið samþykkt. Á þeim
uppdrætti eru allar dagsetn-
ingar og undirskriftir þær
sömu og á þeim gamla, en
aldrei hefur verið fjallað um
þann uppdrátt.
Sagði Hörður að tveir full-
trúar minnihlutans í borgar-
stjórn og aðili frá „Tjörnin
lifi“ hafi séð þennan upp-
drátt. Hefur verið farið fram á
að skjalið verði gert opinbert,
en það hafi ekki fengist af-
hent.
Alþýðublaðið hafði sam-
bandi við Hallgrím Dalberg
ráðuneytisstjóra og sagði
hann að umrædd breyting
hafi átt sér stað. Varðandi
það að ráðuneytið hafi synj-
að um að afrit fengist af upp-
drættinum, sagði hann að
það væri ekki rétt. Máliö hafi
snúist um það að ráðherra
hafi aðeins þrjá uppdrætti
undir höndum og vandamálið
hafi verið hvernig hægt væri
að Ijósrita svona stóran upp-
drátt. Það væri að leysast og
þá fengist það afrit afhent.
„Ég vil ekki svara því,“
sagði Hallgrímur er hann var
spurður að því hvort þetta
teldist vera sama skjalið enn-
þá.
Fyrirspurn varðandi upp-
dráttinn var lögð fram á borg-
arstjórnarfund í gærkvöldi.
Vilborg Einarsdóttir tekur við farseðli til Genfar úr hendi Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsstjóra.
VILBORG FÉKK VERÐLAUN
Vilborg Einarsdóttir blaða-
maður hlaut í gærmorgun
Evrópuverðlaun fyrir tillögu
að sjónvarpshandriti ásamt 9
öörum evrópskum höfundum.
Evrópubandalag útvarps- og
sjónvarpsstöðva stendur fyrir
þessari keppni og tilnefndi
Ríkisútvarpið tiliögu Vilborg-
ar.
Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti Islands var formaður
dómnefndar og afhenti hún
verðlaunin við hátíðlega at-
höfn í Genf i gær.
Mörg hundruð tillögur bár-
ust í undankeppni í hinum
ýmsu V-Evrópulöndum í sum-
ar. Sjónvarpsstövarnar 16,
sem standa að samkeppn-
inni, send 41 tillögu fyrir
dómnefndina, sem starfaði
um síðustu helgi í Genf undir
forsæti Vigdísar Finnboga-
dóttur, forseta íslands.
Dómnefndin valdi 10 bestu
tillögurnar og fá höfundar
þeirra 675.000 kr. í starfslaun
hver. Höfundar munu á næst-
unni vinna fullnaðarhandrit
að sjónvarpsleikritum eftir til-
lögum sínum og verða í þjálf-
un hjá sjónvarpsstöðvunum.
Endanlegu handritin verða
síðan metin til verðlauna
næsta haust og verða þá
tvenn aðalverðlaun veitt að
upphæð 800.000 kr. og
540.000 kr.
Meðfylgjandi mynd var tek-
in á þriðjudaginn er Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri,
tilkynnti Vilborgu Einarsdótt-
ur um niðurstöðu dómnefnd-
ar og afhenti henni farseðil
til Genfar.
□ 1 2 3 n 4
5 □
6 □ 7
8 9
10 □ 11
□ 12
13 ' _ □
• Krossgátan
Lárétt: 1 fljótir, 5 utar, 6 hátíö, 7
umdæmisstafir, 8 sífellt, 10 átt,
11 spýja, 12 mjög, 13 greinar.
Lóörétt: 1 blóm, 2 dans, 3
snemma, 4 glufur, 5 andskota, 7
stofa, 9 lágfóta, 12 einnig.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 brátt, 5 hrun, 6 væg, 7
kg, 8 ööling, 10 Sl, 11 ásaki, 12
ómað, 13 uglan.
Lóðrétt: 1 bræði, 2 rugl, 3 án, 4
tuggið, 5 hvössu, 7 knáan, 9
ilma, 12 ól.
Gengið
Gengisskráning 2. desember 1987
Kaup Sala
Bandarikjadollar 36,760 36,880
Sterlingspund 66,310 66,526
Kanadadollar 27,992 28,083
Dönsk króna 5,7397 5,7585
Norsk króna 5,6970 5,7156
Sænsk króna 6,1129 6,1329
Finnskt mark 8,9988 9,0282
Franskur franki 6,5091 6,5303
Belgiskur franki 1,0571 1,0605
Svissn. franki 27,0056 27,0937
Holl. gyllini 19,6735 19,7378
Vesturþýskt mark 22,1379 22,2102
ítölsk lira 0,03002 0,03012
Austurr. sch. 3,1452 3,1555
Portúg. escudo 0,2713 0,2722
Spanskur peseti 0,3278 0,3288
Japanskt yen 0,27564 0,27653
• Ljósvakapunktar
• Rás 1
Tekiö til fóta kl. 18.03. -
Umsjón Hallur Helgason,
Kristján Franklín Magnús
og Þröstur Leó Gunnars-
son.
• RUV
Biómynd kvöldsins, Ást-
ríðuþungir reimleikar, hefst
kl. 22.35. Ung hjón flytja í
glæsilegt hús við hafið.
Konuna dreymir ástríðufulla
drauma og teiknar mynd af
manni sem hún hefur aldrei
séð áður. Brátt verður hún
vör við að þau hjónin eru
ekki ein í húsinu.
• Rás 2
Eftirlæti kl. 19.30. Valtýr
Björn Valtýrsson hefur um-
sjón með þættinum.
• Útrás
Tóbías í turninum kl.
19.00. Umsjón Þorbjörg M.
Ómarsdóttir. Þátturinn er
frá Menntaskólanum við
Hamrahlið.
BB