Alþýðublaðið - 10.12.1987, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1987, Síða 1
 STOFNAÐ 1919 Fimmtudagur 10. desember 1987 237. tbl. 68. árg. Guðmundur J. Guðmundsson: SVORT MYND FRAMUNDAN VEGNA VERDHÆKKANA — Verkamannasambandið skorar á sambandsfélögin að knýja fram leiðréttingar fyrir þá sem ekki hafa notið launaskriðs síðustu mánaða. Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamanna- sambandsins segir ískyggi- lega mynd vera framundan vegna verðhækkananna sem dynja yfir og hafa dunið yfir frá þvi laun hækkuöu síðast 1. október. í samtali við Al- þýðublaðið i gær sagði hann að búast mætti við því að um áramót hafi framfærsluvísi- talan hækkað um 10% frá síðustu launahækkunum. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands hefur skor- að á félögin innan sambands- ins að láta á það reyna, hvort atvinnurekendur neita með öllu að leiðrétta laun þess fólks, sem hefur orðiö undir í launaskriði undanfarinna mánaða. Guðmundur segir hins vegar að formenn sam- bandsfélaganna verði ekki kallaðir saman fyrr en fyrri hluta janúar, til þess að ræða heildarkjarasamninga. Kjarasamningar verða laus- ir um áramót. Fram að þeim tíma koma engar launahækk- anir til og þær verðlagshækk- anir sem framundan eru verða ekki metnar inn ( laun- in nema til komi samkomu- lag við vinnuveitendur. Að Guðmundur J. Guömundsson mati Framkvæmdastjórnar Verkamannasambandsins hefur kaupmáttur lægstu launa þegar lækkað um allt að 5% frá því laun hækkuðu síðast i október. Guðmundur sagði Ijóst að verðbólgan væri á ferðinni og vitað að nokkrar opinberar stofnanir færu á næstunni fram á töluverðar gjaldskrár- hækkanir. „Þróunin er þvi ískyggileg og allsvört mynd framundan ef ekki verður gripið í taumana." Guð- mundur sagði ennfremur að þegar væri umræða í gangi á milli ýmissa sambandsfélaga og vinnuveitenda. Á fundi framkvæmda- stjórnar VMSÍ, s.l. mánudag, var mótmælt öllum fyrirhug- uðum skattabreytingum, sem koma til með að valda hækk- unum á matvælum og öðrum brýnustu nauðsynjum. Guð- mundur sagði að þessi mót- mæli bæri ekki að túlka sem allsherjarmótmæli við tolla- breytingar og skattkerfis- breytingar rikisstjórnarinnar, heldur út frá því grundvallar- atriði að ekki væri verið að skattleggja brýnustu nauð- synjar heimilanna. Geðdeild Landspítalans: MISMUNANDI LAUN FYRIR SÖMU VINNU Ófaglært starfsfólk geð- deilda er i tveimur verkalýðs- félögum og með þrjú starfs- heiti og er launamismunur verulegur. Starfsfólk er farið að huga aö aðgerðum. For- maður annars félagsins seg- ist vonast til að bilið verði brúað um áramótin. Hjúkrun- arforstjóri geðdeilda Lands- spítalans segir að ekkert rétt- læti þennan mun í launum og það sé réttlátt að fólk hafi sömu laun fyrir sömu vinnu. Á geðdeildum Landspítal- ans er ófaglært starfsfólk i tveimur verkalýðsfélögum BSRB og Sókn. Töluverður munur er á launum þessa fólks þó það vinni sömu störf hlið við hliö. Meðlimir BSRB bera starfsheitið gæslumenn, en Sóknar starfsmenn. Raun- ar bætist enn eitt starfsheit- ið inn í meðferðarfulltrúar og eru þeir á hæstu laununum. Alþýðublaðið hafði sam- band við launadeild ríkis- sþítalana og kom þar í Ijós að byrjunarlaun hjá starfs- mönnum eru 29.975 á mánuði en gæslumenn hafa 30.941. Bilið eykst síðan jafnt og þétt, og eftir 6 ára starf hafa starfsmenn i Sókn 32.754, en gæslumenn í BSRB 35.818. Þetta eru grunnlaun, en auka- vinna miðast við 1% af mánaðarlaunum, þannig að með aukavöktum verður bilið enn meira. Meðferðarfulltrúar á barna- geðdeild fá byrjunarlaun 31.869, en geta komist í 37.999. í samtali við blaðið sagði starfsmaður á geðdeild Lands.'pítalans að undir- skriftasöfnun væri í gangi til að knýja á um úrbætur.'Fólk ynni hlið við hlið en bæri mjög misjafnt úr býtum. Þetta kæmi verst niður á konum í Sókn þar sem þær eiga verra með að vinna eins mikið og karlarnir og nauð- synlegt sé að vinna töluverða aukavinnu til að hafa mann- sæmandi laun. Leiðrétting þessara mála væri líka hags- munamál fyrir stofnunina, þar sem hæft starfsfólk héld- ist betur í vinnu ef laun væru skárri og mismununin ekki slik sem raun ber vitni. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar sagði það vera rétt að þeirra félags- menn hefðu lægri laun en BSRB fólk í sömu störfum. Vonaðist hún til að bilið yrði brúað nú um áramótin. Varð- andi það að fólk sé í tveimur stéttarfélögum við sömu störf, sagði hún að skiþtingin væri frá þeim tíma er stéttar- félög voru kyngreind. Síðar hafi veriö ákveðið að nýtt starfsfólk yrði ráðið í Sókn, burtséð frá kynferði, en mis- brestur hafi orðið á í þeim ráðningum. Þeir sem einu sinni hafi verið i BSRB séu ráðnir sem slíkir aftur. „Það má líka segja að það sé mjög skrýtið af ríkisins hálfu að semja við tvo hópa og mis- muna þeim.“ í máli hennar kom einnig fram að lífeyrissjóður BSRB væri mun betri en þeirra. Á móti kæmi að Sóknarfólk ætti kost á mun fleiri og fjöl- breyttari námskeiðum sem Bættu kjörin nokkuð. í samn- ingum i sumar bættist við námskeið upp á 100 stundir, í umönnun geðsjúkra, vangef- inna og aldraðra sem vinni upp mismuninn í launum. Vonaði hún að námsgögn yrðu tilbúin fljótlega og gætu þá námskeiðin hatist. „Það er ekkert sem réttlæt- ir þetta, mér finnst það rétt- lát krafa að einstaklingar séu á sömu launum við sömu störf,“ sagði Þórunn Pálsdótt- ir hjúkrunarforstjóri er Al- þýðublaðið innti hana álits. Sér þætti mun eðlilegra að semja við eitt félag, en þetta væri á milli þessara tveggja félaga. Varðandi meðferðarfulltrúa starfsheitið sagði hún að enginn munur væri á þeim störfum, og störfum gæslu- manna og starfsmanna. Að sínu mati væri ekkert sem réttlætti launamismuninn. Þetta væru leifar frá því að Hringurinn stofnaði barna- geðdeild, þá hafi starfsfólkið sótt námskeið er gaf þetta starfsheiti, en það sé ekki til staðar lengur. .flí , r ■ , . UPPELDI TIL FRIÐAR 8 SJÓBÍLARNIR AUÐKENNDIR? 3 RAÐHERRANN SAMÞYKKTI ÁN SKOÐUNAR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.