Alþýðublaðið - 10.12.1987, Síða 2
2
Fimmtudagur 10. desember 1987
MMIUBLMII
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Umsjónarmaður
helgarblaðs:
Blaðamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Jón Danlelsson
Þorlákur Helgason
Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir, Kristján
Þorvaldsson og Sigriöur Þrúóur Stefánsdóttir.
Þórdls Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaöaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
YFIRVINNUREIKNINGUR
FLUGSTÖDVARINNAR
Skýrsla ríkisendurskoöunar um byggingu fiugstöövar
Leifs Eiríkssonarhefurveriö lögðfram á Alþingi. Jón Baid-
vin Hannibalsson fjármálaráöherra óskaöi eftir því í byrj-
un ágústmánaðar aö gerö yrði sérstök úttekt á byggingar-
kostnaði flugstöðvarinnar og hefur nú komið í Ijós aö
framkvæmdakostnaðurvið fullgeröaflugstöö nam 2 millj-
örðum og 992 milljónum króna þegar hann hefur veriö
framreiknaöurtil verðlags í september 1987 en upphafleg
kostnaðaráætlun nam 2 milljöröum 121 milljón króna,
framreiknuö með sama hætti. Mismunurinn nemur 871
milljón króna. Bygginganefnd flugstöðvarinnarhefursent
frá sér athugasemdir vegna skýrslu ríkisendurskoðunar
og ein aöalályktun bygginganefndar er sú að byggingar-
kostnaður hafi farið 3% fram úr áætlun. Formaður bygg-
inganefndar segir í viðtali við Morgunblaðið að skýrsla
ríkisendurskoðunar sýni að ásakanirnar sem nefndin hef-
ur legið undir eigi sér ekki stoð. Þetta eru undarlegar at-
hugasemdir. Þrjú prósentustigeru ef til vill lágtalaen þeg-
ar 3% þýða 871 milljónir er dæmið allt annað. í skýrslu
ríkisendurskoðunar segir að byggingarkostnaður fari 871
milljón krónafram úráætlun vegnaþess að verkið hafi far-
ið úr böndunum, vegna skorts á heildaryfirsýn, bæði fjár-
hagslega og framkvæmdarlega og vegna þess að áætl-
anagerð og eftirfylgni hafi verið ábótavant. Auðvitað er
það gagnrýnisvert að slík vinnubrögð eins og skýrslan lýs-
ir, eigi að kosta skattgreiðendur 871 milljón krónur.
r
Ihugum aðeins þessa „litlu“ tölu, 871 milljón krónur. Ef
við berum hana saman við framlag ríkisins til menningar-
mála samkvæmt fjárlögum 1988 kemur í Ijós vinnubrögð-
in í flugstöðinni kostuðu skattgreiðendur 181 milljón
krónum meiraen þeir leggja að mörkum til allrar menning-
arstarfsemi í landinu á fjárlögum fyrir næsta ár. Á fjárlög-
um fyrir 1988 er ráðstafað 700 milljónum króna til safna,
lista og allrar annarrar menningarstarfsemi. Á fjárlögum
1987 — sama ár og flugstöðin var byggð — var ráðstafað
580 milljónum til allrar menningarstarfsemi á landinu. Ef
við berum aðra gjaldaliði á fjárlögum 1987 saman við „yfir-
vinnureikninginn" fráflugstöðinni, sjáum við að 708 millj-
ónir runnu til allra félagsmála félagsmálaráðuneytisins ef
frá eru talin húsnæðismálin. „Yfirvinnureikningurinn" er
hærri er flestallir útgjaldaliðir fjárlagafrumvarpsins 1987;
iðnaðarráðuneytið fékk 326 milljónir til iðnaðarmála og
637 milljónir til orkumála. Fjármálaráðuneytið fékk 517
milljónirtil Iífeyrissjóða, styrktarfélaga og fleira, utanrík-
isráðuneytið fékk 93 milljónir til löggæslu á Keflavíkur-
flugvelli, 173 milljónir til sendiráða og 103 milljónir til al-
þjóðastofnana. Fyrir „yfirvinnureikning11 flugstöðvarinnar
væri hægt að fimmtánfalda framlagið I Kvikmyndasjóð
sem nú er 60 milljónir. Og svona má áfram telja. En engu
að síður heldur bygginganefndin áfram að malda í móinn
ogtalsmenn hennarsegjaaðskýrslan sýni aðásakanirnar
eigi sérekki stoð. Það verðurað teljast furðurleg viðbrögð.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ALÞÝÐUBANDALAG-
IÐ hefur verið að basla við
aö koma saman einhverju
óábyrgu plaggi sem heitir
„fiskveiðistefna Alþýðu-
bandalagsins." Aöalröksemd-
in í því plaggi er að fiskimiö-
in séu sameign allrar þjóðar-
innar. Þessu striti hefðu alla-
ballar alveg getaö sleppt, þvl
að Alþýðuflokkurinn er lögnu
búinn að fá þessa klásúlu inn
I nýja frumvarpiö um fiskveiöi
og það er reyndar fyrsta
greinin í frumvarpinu. En
hvað um það, allaballar eru
sem sagt búnir að taka upp
þessa höfuðáherslu krata og
kalla hana fiskveiöistefnu Al-
þýðubandalagsins, að við-
bættum áherslum um byggð-
arkvóta sem þegar er inn-
byggt i tillögur krata.
Olafur Ragnar Grlmsson,
hinn nýi formaöur Alþýðu-
blaðsins, viröist ekki hafa
meiri áhuga á hinu nýja mál-
gagni sínu Þjóöviljanum en
svo, að þegar hann kynnir
fiskveiðistefnu allaballa, þá
velur hann staðinn í Dagblað-
inu/Vísi. í gær birtist í blað-
inu grein eftir hinn nýja for-
mann sem ber hið frumlega
nafn „Fiskveiðistefna Alþýðu-
bandalagsins." Þar er skrifað
upp og niður um stefnuna og
lítum aðeins á lokaorð Ólafs
Ragnars:
„Alþýðubandalagið hefur
sett fram nýja fiskveiöi-
stefnu. Hún er í senn raun-
hæf og róttæk. Hún sýnir
hvernig framkvæmdin getur
tekið mið af þeirri grundvalar-
stefnu að fiskmiðin séu sam-
eign allra íslendinga. Hún
setur hagsmuni byggðarlag-
anna í öndvegi og afnemur
brask með veiðikvóta. Hún
feiur í sér opnun, endurnýjun
og sveigjaleika í stað læstrar
miðstýringar og veitir sjávar-
útveginum nauðsynlegan
þróunarkraft.
Alþingi og þjóðin geta nú
valið milli tveggja leiða. Ann-
ars vegar er tillaga ríkis-
stjórnarinnar um að fram-
lengja gamla kerfið með öll-
um þess stóru göllum. Hins
vegar er hin nýja, róttæka og
raunhæfa fiskveiðistefna Al-
þýðubandalagsins.
Námslánin hafamikið
verið til umræðu I gegnum
árin og sjaldnast hafa náms-
menn fengið þær sjálfsögðu
lánaveitingar sem þeim ber. I
DV í gær skrifar nemi I hjúkr-
unarfræði I Svlþjóð að hún
skammist sína að vera ís-
lendingur og ástæðan er hin
slæma fyrirgreiðsla hvað
námslán áhrærir. Guðrún
Kristin Einarsdóttir, en svo
heitir hjúkrunarfræðineminn,
segir í niðurlagi greinar sinn-
ar:
„Þökk sé Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna og þeirri
pólitík sem rekin er varðandi
framfærsluna sem er svo
skammarlega lág að náms-
menn eiga ekki lengur
nokkra möguleika á því að
framfleyta sér á námslánun-
um. Þeir fá jafnvel aðstoð frá
erlendum félagsmálastofnun-
um til að draga fram lifið,
eins og mitt dæmi sannar.
Allaballar eru búnir að sjóða
saman fiskveiðistefnu úr stefnu-
málum krata og nýi formaðurinn
hefur kynnt stefnuna fyrir kjós-
endum sínum í DV.
Helena Hannesdóttir seqir að
viðhorfið í Reykjavík til fisk-
verkunarfólks sé ekki upp á
marga fiska.
Kannski er hæstvirtur
menntamálaráðherra stoltur
af þessari pólitík og því sem
hún hefur í för meö sér. Ör-
birgð íslenskra námsmanna
erlendis og það að þeir skuli
lenda i þeirri aðstöðu að
skammast sín fyrir þjóðerni
sitt sökum þess að þeir þurfa
að leita ásjár erlendra félags-
málastofnana, vinna ólöglega
vinnu og eiga á hættu að
verða vísað úr landi, búa í
fátækrahverfum stórborg-
anna þar sem enginn er
óhlutur um líf sitt, allt þetta
til að geta stundað nám eða
þá bara hreinlega að hætta
námi sem verður nú hlut-
skipti æ fleiri námsmanna.
Skyldi hæstvirtum mennta-
málaráðherra líða vel heima í
fínu stofunni sinni vitandi
þetta? Eða neitar hann að sjá
þessar augljósu staðreyndir?
Eru námsmenn kannski ein-
ungis tölur á blaði i hans
huga sem ekki ber að líta á
sem fólk? Myndi hæstvirtur
menntamálaráðherra kannski
vilja vita af sínum börnum i
námi erlendis og búandi í
einhverju fátækrahverfanna
þar sem allt veður i glæpum
eða þá það sem er þó
skömminni skárra, leltandi á
náðir erlendrar félagsmála-
stofnunar vegna þess að ekki
eru til peningur fyrir mat þó
svo að lifað hafi verið á ein-
tómum hafragraut í tvær til
þrjár vikur?
Það skyldi þó aldrei vera
að hæstvirtur menntamála-
ráðherra sjái í hugtakinu jafn-
rétti til náms að sumir skuli
vera jafnari en aörir. Þannig
er alla vega stefna hæstvirts
menntamálaráðherra í fram-
kvæmd. Sumir hafa meira
jafnrétti til náms en aðrir og
þannig verður það þar til
framfærslan hefur verið leið-
rétt. Þökk sé hæstvirtum
menntamálaráðherra, Birgi
ísleifi Gunnarssyni, sem ber
á þessu alla ábyrgð.“
ATHYGLISVERÐ sjónar-
mið ungrar konu er að finna í
nýútkomnum Samvinnufrétt-
um. Helena Hannesdóttir
heitir hún og vinnur hjá Hrað-
frystihúsi Stöðvarfjarðar.
Blaðið spyr Helenu um við-
horfin til þeirra sem vinna við
fiskverkun og Helena svarar:
„Það er nú fljótsagt, að nú
orðið virðist manni að litið sé
niður á okkur sem vinnum í
fiski, einkanlega á höfuð-
borgarsvæðinu. Mér finnst
einnig að fjölmiðlar ýti undir
þennan hugsunarhátt. í
Reykjavík virðist manni við-
horfið vera það að maðurinn I
vídióleigunni sé mikilvægari
en þeir sem vinna í fiskverk-
un að gjaldeyrisöflun, sem
veldur því að fólk fer siður að
vinna við þetta, ef það hefur
einhverja aðra möguleika.
Það telur að þaö sé ógeðs-
legt og leiðinlegt að vinna
við fisk.“
— Hvað finnst þér sjálfri?
„Ég væri nú ekki að vinna
við þetta ef mér fyndist það
ógeöfellt á einhvern hátt. Ég
held reyndar að svona nám-
skeiö geti hjálpað fólki að
skynja, að það er að vinna
við mikilvæga hluti. Nám-
skeið sjávarútvegsráðuneytis-
ins fyrir verkafólk I frystihús-
um tel ég að hafi haft mjög
góð áhrif I þessaveru. Fólk
verður meövitaðra og metur
það ef því er sýndur einhver
áhugi, eins og gert er meö
sllku námskeiðahaldi," sagði
Helena Hannesdóttir, verk-
stjóri í Hraðfrystihúsi
Stöðvarfjarðar.
Einn
með
kaffinu
Fyrir nokkrum árum ákvað dagblað eitt hér í borginni
að senda blaðamann niður á Alþingi til að taka viðtal
við elsta þingmanninn. I Ijós kom að sá var sjálfstæðis-
maðurog rammasta íhald. Blaðamaðurinn spurði
margra spurninga og hinn aldni þingmaður sagði marg-
ar skemmtisögur af störfum sínum á þinginu. Að lokum
spurði blaðamaðurinn kurteisisspurningar:
— Þú hlýtur að hafa orðið vitni að mörgum breyting-
um gegnum tíðina?
íhaldsmaðurinn roskni svaraði þegar f stað, stuttur I
spuna:
— Já, og ég hef barist á móti þeim öllum!