Tíminn - 03.10.1967, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 3. októbei 1967
Erlingur Davíösson, ritstjóri:
Á sorgarsaga mæðiveik-
innar að endurtaka sig?
Árið 1933 barst hingað til lands
áður óþekktur búíjársjúkdóin-
ur, með innfluttum nautpen-
ingi, hringartmurinn. Nautgrip-
ir þessir voru ' einangraðir, hafð-
ir í Þerney. En þar var þá eimnig
íslenzkur nautpeningur og sýkt-
ist hann. Þá var gripið til niður
skurðar alls búpeningis í eynni
og veikinni var þár með útrýmt..
Síðan eru 33 ár liðin án þess að
sjúkdómur sá, er hér um ræðir,
bærist til landsims á ný. Eimangr-
un landsins og mjög ákveðim bönn
við innflutnimgi búfjár báru
tilætlaðan árangur. Hins vegar
voru fluttir inn margir erlend-
ir fjósamenn um árabil, og í fyrra
sumar bar eimn þeirra sömu veik-
ina með sér að Grund í Eyjafirði.
íslendingar stóðu þá í annað sinn
frammi fyrir sama vandamálinu. í
fyrra skiptið tókst að sigra óvin
inn með niðurskurði og losa land-
ið í aldarþriðjung við þennan leiða
og nær ólæknandi búfjársjúk-
dóm, sem á Norðurlöndunum er
kallaður ringorm eða hringorm-
ur en yfirdýralæknir hér kallar
liringskyrfi.
Nú er meira en ár liðið frá
því að hri'ngormurinn barst öðru
sinni til landsins, en um mánaða-
mótin pkt. — nóv. á sl. hausti,
var sjúkdómsgreiningin staðfest,
og brátt var hringormaveikim bú-
in að sýkja nautgripi á 9 bæmda-
býlum, þar af á tveim bæjum i
Grýtubakkahreppi, austan Eyja
fjarðar, en þangað voru sýktir
gripir fluttir frá Grund, áður en
úcskurður barst um greininguna.
Nú skyldi maður ætla, að ís-
lendingar hefðu }>á þegar tekið
röggsamlega á málum. Þeir höfðu
reynsluna frá 1933 og farsælan
árangur af þeim aðferðum, sem
þá var beitt, fyrir augum sér.
Þeir höfðu einnig reymslu af því,
KENNSLA
l’ungumál, bókfærsla, reikn
ingui Áherzla lögð á tal-
æfingar Segulbandstæki
n-jtuð. sé þess óskað.
Skóti Haraldar Vilheimss.
Baldurg. 10. Sími 18128.
§»Íj1
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
KORNELÍUS
J0NSS0N
SKÓLAVORDUSTÍG 8 - SÍMI; 18588
þegar mæðiveikin barst til lamds-
ins, hvað Mauzt af seinlæti í vörn
um. Það var dauflheyrzt við að
vörunum og áskorunum um rót-
tækar ráðstafanir, — þangað til
sú veiki hafði náð þeirri
útbreiðslu, að við ekkert varð ráð-
ið. —Niðurskuirður á heillum hér-
uðum og landshlutum, jafnvel
hvað eftir annað, og gífurlegt fjár
hagslegt tjón bændastéttarinn
ar og þjóðíélagsins alls er það
gjald, sem greiða þurfti vegna
herfilegra mistaka í upphafi
En hvorki farsælar aðgerð'.r
gegn hringormiaveikinini 1933 né
sorgleg reynisla af mæðiveikinni
virðast hafa gert menn vitrari.
Höfðu menn ekkert lært eða öllu
gleymt?
Öllum dýralæknuan, sem ég hed
talað við um þessi mál, ber sam-
an um það, að niðurskurður naut
penings á Grund og í Grýtubakka
hreppi væri líklegastur til að út-
rýma veikinni að fullu og að sjélf-
sögðu meiri líkur til fulLs áramg-
urs ef strax hefði verið brugðið
á það ráð. Slíkar ráðstafanir eru
auðviitað harkalegar, en þegar það
er haft í huga, að ekkert afger-
andi læknislyf er til gegn sjúk-
dómi þessuim, sem er sveppas j úk
dómur og lækming því í rauminmi
nær útilokuð er niðurskurðarleið
im í fullu gilldi eins og hún var fyr
iir aldaifþriðjumgi. Því miður var
þessi leið ekki farin. En hvers
vegna var hún eKki farin? Þeir
svara því sem ábyrgir eru á þeim
dæanalausu feákaðferðum, sean upp
voru teknar og eru með þeim
hætti, að segja má, að öllum leið-
um sé haldið opnum fyrir sjúk-
dóminn til útbreiðslu. Kem ég að
því siðar. En hvernig er svo
þessi veiki, þessi nýi búfjársjúk-
dómur, sem slíkum vettMngatök-
um er tekinm?
Páll A. Pálssom yfiirdýralæknir
hefur lýst honuim í Frey og vís-
ast til þess. Er það samhljóða lýs-
ingu norskra og danskra dýra-
lækna á veikinmi. En í nágranma-
löndunum er veiki þessi landlæg
í mörgum héruðum, en miklu fé
og vinnu varið til að verja hin
ósýktu svæði. Hringormaveikin er
húðveiki, sem sveppar valda. Hún
leggst oft fyrst á höfuð skepnunn
ar, hárið dettur af á Mtlum blett-
um og eftir verður sár. Sjúkdóm-
urinn er ekki bamivænn, en hvim-
leiður og þrálátur. Engin meðöl
koma að fullu gagni en ýms þeirra
draga úr veikinni og græða sár.
Það þarf mikið af meðöium og
mikla vinnu við að nota þau. Hvort
tiveggja er dýrt. í áðumefndri
greim yfirdýralæknis i Frey í vor,
segir m.a.: „Ekki er óalgengt, að
fóik, sem vinnur í fjósum, þar sem
sýkt dýr eru, smitist. Oftast-
kemur smit á handleggi og and-
Mt. Lýsir hringskyrfi sér sem rauð
leitir, bólgmir, kringlóttir blettir,
oft með graftrarkenndri vilsu, er
frá Mður. Útbrot þessi eru leið og
langvinn, sérstaklega ef þau era
á skeggstæði eða i hársverði."
Niðurlagsorðin í greininni eru
þessi: „Vissulega er sjúkdómur
þessi það hvimleiður, að mínum
um við ósýkta, sjúk dýr skuli auð-
kenna o.s.frv. Ennfremur segir:
„Ekki má flytja burt af sýktum
býlum nein áhöld eða tæki, skó-
fatnaði, mjólkurbrúsa eða annað,
sem smithætta getur stafað af,
nema farið hafi fram rækileg sótt
hreinsun á þeim áður.“ Ennfrem-
ur þetta: „Oviðkomandi er óheim-
ffi aðgangur í hús og girðingar,
þar sem sjúk dýr eru geymd.“
'r
Sjúkur nautgripur.
dómi, þó ekfei sé hann banvæmn,
að ég tel réttast að freista þess
að útrýma honum með róttækum
ráðnm.“
Hinn nýi búfjársjúkdómur sýk-
ir einnig fólk og hefur það fram-
yfir flesta aðra. Það hafa Eyfirð-
imgar Mka fengið að reyna, því að
margt fólk hefur fengið veifeina,
Mklega 20—30 manns. Þeirra á
meðal héraðsdýralæknirinn, sem
var frá verkum í nokkrar vikur
af hen-nar völdum. Sumir bera
merki hennar ævilangt 'því svo Ijót
ör skilur hún oft eftir. Eyfirzkur
prestur lá mánaðartíma á sjúkra
húsi erlendis af völdum hringorma
veikinnar. í erlendum landbúnað-
arblöðum (norskum, sem Mggja
hér fyrir framan mig á skrifborð-
inu, ásamt bréflegri umsögn eins
af þekktustu norskum yfirdýra-
læknum) segir frá mörgum sijúk-
dómstilfellum fólks, sem vinnur í
sliáturhúsum, þar sem nautgripum
frá hringormasýktum svæðum er
lógað. Sumir hafa veikzt alvarlega.
Hinn nýi búf j ársjúkdómur er því
verri en flestir aðrir, að því leyti
að hann leggst Mka á fólk. Gerir
það útrýmingu hans enn nauðsyn-
légrL
í febrúarmánuði vár loks gef-
in út reglugerð um varnir gegn
hinum „smitandi hringskyrfi á
nautgripum og öðrum húsdýrum
■af völdum sveppa (fenmatomyc-
osis)“ Þar er lagt bann við sam-
gangi allra dýra af sýktum bæp
Síðan reglugerð iþessi var út gef
in hefur mjólk frá sýktum bæj-
um verið flutt með mjólk frá ó-
sýktum bæjum, í ósótthreinsuðum
mjiölkurbrúsum, hvern dag sem
drottinn gaf, eins og áður. Aðrar
reglur eru áMka vel haldnar.
Eyfirzkir bændur hötfðu almennt
efeki ,yáhuga“ á því, þótt eitthvað
af háram dytti af Grundarkúnum
eða þótt kaun fyndiust í húð naut-
gripa þar. Fréttamenn fundu jafn
vel ekkent fréttaefni í þessu og
eru þó margir þefnaéínir og þeir
sem betur máttu vita og ábyrgð
bára á meðferð búfjársjúkdóma,
voru eins og svefngenglar, og
myinduðu þagnarmúr um málið og
Mðu svo mánuðir að enginn tók
undir þau aðvörunarorð, sem eitt
norðlenzkt blað, Dagur, flutti öðru
hverju.
Búnaðarlþing samlþykkti þó á-
lyktun um máMð, áður en það
lauk störfum.
í maí í vor samþykktu svo ey-
firzkir samvinnumenn á aðalfundi
Kaupfélags Eyfirðinga áskorun til
landbúnaðarráðuneytisins og yfir
dýralækni að beita öMum tiltækum
ráðum til að kveða niður hinn
nýja búfjársjúkdóm, síðan sam-
þykkti búnaðarfélag í Skriðu
hreppi aðra ályktun og óskaði
fjöldafundar til að rökræða mál-
ið, þar sem mættir yrðu, landbún-
aðarráðherra, yfirdýralæknir og
framkvæmdastj. Búfjárveikivarna.
Búnaðarsamband sýslunnar boð
aði sMkan fund. Hann var mjög
fjölmennur, en ekki létu þeir
sunnanmenn sem sérstaklega
hafði verið óskað að kæanu, sjá
sig þar. f sumar samþykktu svo
sýslunefndSr Þingeyjarsýslna skel-
egga áskoran til yfirvaldanna og
nefndu hlutina réttum nöfnum.
En það sem gerðist á Grand o,g
á hinum tveim sýktu bæjutn í
Grýtuibakkahreppi var þetta — og
að fyrirskipun stj ómarvaidanna.
Settar voru upp girðingar
í kriing um sýktu bæina. Veikina
skyldi lækna. Enn þann dag í dag
eru girðingar þessar ekki fullfrá-
gengnar og vantar ennþá að mestu
eina Miðina í aðalgirðinguna. Bú-
peningur hefur og gengið út og
inn um aðalhMð girðingarinnar á
þjóðveginum, sem stundum era
skffin eftir opin. Hliðvörður hefur
enginn verið, rör eða rimlar ekki
á vegi og ekki girt meðfram veg-
inum svo sem vera þyrfti öðrum
kosti, ef um „alvörugirðingu" væri
að ræða.
Hið opinbera mun nú loks hafa
ósfeað opinberrar rannsólcnar i
því hversu hafa verið haldin boð
og bönn í Grundarplássinu, varð-
andi hringormaveikina. Má segja,
að betra er sednt en aldrei, ef
það er ekki þegar orðið of seint,
að endurbæta varnirnar.
En margir munu vilja fá skýr-
ingu á því, bvers vegna ekki var
gripið til sama ráðs nú og gert
var í Þerney árið 1933 gagnvart
sömu veikinni i nautpeningi, með
hinum æskilegasta árangri þá. Nei,
nú skyldi farið öðruvisi að og
einfaldlega lækna sjúkdóminn,
eftir að hafa girt hann af með
gaddavír — vitandi þó að engin
afgerandi íæknislyf eru til við þess
um sjúkdómi, sem til mála kem-
ur að nota við dýr, sökum kostn-
aðar. — Vitamdi einnig, að niður-
skurður var og er mifelu Mklegri
til fuMs áranguns. Hvérs vegna v-ar
næst bezta leiðin vailin en efcki sú
bezta? Þeir svari sem svara ber.
En ég tel það glapræði, að efeki
var strax gripið til niðurskurðar
alls búþeningB á sýktum bæjum,
eins og áður er að vikið. Þessi
leið er enn opin og Mklegrf en
lækningakák og gaddavír til að
bera íullan árangur, þótt seint sé.
Með lækningakáki á ég ekki við
það, að sá eyfirzkur dýralæknir,
sem um þessi mál fjaMar einkum
geri ekki það sem hann getur,
hieldur á ég þar Við, að hinn þrá-
láti húðsjúkdómur er nær ólækn-
andi, vegna þess að hann lækna
engin lyf. Reynslan segir sína
sögu þessu til staðfestingar. Það
er nú búið að bjástra við þessar
lækningar nálega í heilt ár. Hver
er niðurstaðan? Veikin Mfir enn
góðu lífi þótt fcostnaðurinn við
varmir og lœkn-ingar feti sig
óðflug-a upp eftir ammarri millj-
óninni. Bændastétt landsins verð-
ur að rísa upp og krefjast þeirra
aðgerða gegn hinum nýja búfjár-
sjúkdióm, sem bezt megi duga.
Það kostar mokkurt átak, en mik-
ið má til vinna, að losa íslenzkan
landbúnað við landlægan, nær ó-
læknandi og mjög leiðan sjúkdóm
sem liklegt er að ella flæði yfir
landið. Þessu til viðbótar vil ég
svo að lokum tilfæra orð eins
hinna norsku dýralækna, sem um
þessa veiki hafa skrifað. Hana
segir: Búfjáreigendur verða ár-
lega fyrir miklu fjárhagslegu tjóni
þar sem hringormurinn hefur náð
fótfestu.
HAFNARFJÖRÐUR
HAFNARFJÖRÐUR
STÓR BÓKAMARKAÐUR í GÓÐTEMPLARAHÚSINU í HAFNARFIRÐI — Opið frá kl. 1 — 10 e. h.. JUörg hundruð
bókatitlar og mjög lágt verð. — Notið þetta einstæða tækifæri.
BÓKAMARKAÐURINN í GÓÐTEMPLARAHÚSINU í HAFNARFIRÐI.
(