Tíminn - 03.10.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.10.1967, Blaðsíða 13
NYLON DRENGJASKYRTUR. Hvítar og mislitar NYLON HERRASKYRTUR. Mislitar DRENGJASPORTSKYRTUR 95.00 krónur 135,00 krónur 118,00 krónur GERIÐ KJARAKAUP ÞRTOJUÐAGUR 3. október 1967 ÍÞRÓTTIR TÍMINN Valsmenn halda áfram! Valur leíkur í 2. umferð Evrópubikarkeppni meistaraliða ásamt 15 beztu knattspyrnuliðum Evrópu, eft ir jafnteflisleík í Luxemburg, 3:3. Valur hafði öll tromp á hendi, en missti leikinn niður í jafntefli. Valsmenn höfðu öll tromp á hendi, 5 mínútur til leiksloka og staðan 3:1 þeim í vil. Áhorfendur í borginni Esch í Luxembuvg virtust líka vera búnir að sætta sig við tap heimamanna fyrir fslendingum. En lokaminútumar eru oft örlagaríkar og það hryggi lega skeði, að Valur tapaði for- skotinu niður á þessum síðustu minútum og lauk leiknum 3:3. En þrátt fyrir þetta slys, eru Valsmenn komnir í 2. tunferð Evrópubikarkeppni meistaraliða Þeir skoruðu fleiri mörik á úti- velli en Luxemburgarmennirnir __ og það veitir þeim rétt til áframhaldandi þátttöku. x Þetta er í fyrsta sinn, ■ sem tslemzkt lið kemst í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í knatt- spyrnu, og er fylista ástæða til að óska Valsmönnum til ham- ingju með áramgurinn, jafnvel þótt vitað sé, að mótherjar þeirra voru ekki af sterkari endanum, a.m.k. þegar mi|Sað er viffi önnur meistaralið Eivropu. Þegar 1. um- ferð Evróputoeppninnar er lokið, verða 16 beztu liðin etftir. Og Vakrr er á roeðal þeirra. Hverpir verða næstu mótherjar Vals, e.t.v. Maachester Utd? Valur og Man- chester Utd. eru einu liðin, sem eru sloppin í gegnum 1. um- íatföna — í bili, en næstu daiga LiS Vais, sem nú er í hópl þeirra 16 liSa, er berjast munu um Evrópubikarinn. (Tímamynd: Gunnar). leifca flest liðin síðari leiki sína í umferðinni. Vafasöm vítaspyrna. Það var vítaspyrna á síðustu sekúndum leiksins, sem tryggði Luxemburgar-mönnunum jafn- ■tefli, vafasöm | vítaspyrna, að ' þvr er ÓIi B. JÓnssoSV1 þjálfári ValsT hieíur upplýst. Þvaga myndaðist við miark Vals og Sigurður Dags- son blandaði sér í baráttuna um knöttinn — og sló hann niður En hinn franski dómari í leikn- um áleit, að einn af va.marmör>n um, Vals hefði verið þapna að verki og dæmdi vítaspyrnu. Furðulegur dómur, t.d. gat i- þróttafréttamaður útvarpsins á staðnum ékki séíí, hveís ^ AtenS; vításþýrha vár dæimd. Úr þéssár'i vítaspyrnu var jafnað — og Va!s- menn höfðu ekki tíma til ið hefja leik á miðju að nýju. BBC bauð 120 milljómr - fékk neitun AS því kemur vafalaust á sín- mn tíma, að íslenzka sjónvarpið þarf að semja við knattspymu- forystuna hér um beint sjónvarp frá knattspymukappleikjum og er því fróðlegt að fylgjast með því, sem gerist erlendis á þessu sviði. Á vegum Knattspyrnuisam- bamds Evrópu er stanfandi nefnd 4 manna, sem hefur m.a. það verkefni, að semja um greiðsiur fyrir sjónvarp frá stórlei'kjum, sem fram fara undir stjóm Knattspyrnusambands Evrópu (XJEFA). Björgvin Schram, for- maður KSÍ, á sæti í nefnd þess- ari og er hann nýkominn heim frá Genf, en þar fóru fram samn- iingaumræður miUi nefndarinnar og fulltrúa frá samtökum sjón- varpsstöðva Bvrópu, um sjónvarp frá helztu leikjum á árinu 1966. Tii marks um, hve hátt sjón- varpið metur beinar útsendingar frá knattspyrnukappleikjum, má g.eta þess, að samtök sjiónvarps- stöðva í Vestur-Evrópu buðu sem svarar 10 millíónum isl. króna fyrir rétt til að fá að sjónvarpa frá tvedm úrslitaleikjum á næsta ári, þ.e. úrslituiþ í keppni meist- araliða og bikarmeistara. Þao skiiyTði fylgir tiilboðinu, að öll knattsipyrnusambönd þeirra landa (15 lönd alls), sem hlut eiga að máli, leyfi beint sjón- varp frá þessum úrsiitaleikjum. Tiiboð þetta er nú til athugunar og mun verða borið undir við- komandi knattspyrnusambönd á næstunni. Þá má geta þess til fróðleiks, að BBC sjónvarpið í Englandi mun hafa boðið 120 milljónir £sl. kr. fyrir rétt til að fá að sjón- varpa beint frá 25 kappleikjum í ensku deildarkeppninni nú í vetur. TiJboði þessu var hafnað, þar sem það var ekki taliC að- gemgilegt. Valur skoraði 2 mörk í fyrri hálfleik. Valsmenn náðu ágœtu forskoti í fyrri hálfleik. Reynir Jónsson skoraði fljótlega 1:0 og Herma.m Gunnarsson, sem ekki gekk heill til skógar í þessum leik, bætti öðru marki við. Voru þetta einu mörkini sam" skoruð voru í fyrri hálfleik. Allan tíimann ..voru Va.s menn sterkari aðilinn, þótt mun- urinn væri ékki mi'kiil. Luxemburgarmenn skora — og Valur svarar. Þegar u.iþ.b. 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komust Luxemiburgarmennirnir loksins á blaið og skoruðu sitt fyrsta mark. En um miðjan hálfieikinn svör- uðu Valsmenn fyrir sig, þegar Reynir skoraði 3:1. Luxemburgar mennirnir beittu rangstöðutaktik sem brást í þetta skipti, en ann- ars notfærðu Valsmenn sér það alit oif lítið. Staðan var orðin 3:1 fyrir Val og hún hélzt óbreytt þannig, þar tii 5 mínútur voru eftir. Talsvert var sótt að ís- lenzka markinu, en Sigurður Dagsson bjargaði oft meistara le.ga. Frambald á 15. síðu Hvað ger- ir Valur? Hvað gerir Valur? Þetta er spuming, sem margir hafa velt fyrir sér eftir að ljóst varð um úrslUin Luxemburg. Önnur umferð Evrópubikarkeppninnar get- ur ekki hafizt fyrr en síð ari hluta þessa mánaðar — og búið er að loka okkar eina grasvelli í höfuð’borg inni, LaugardalsveHÍBuma Persónulega finnst mér ekki koma til greina, að Valur fari að leika báða leikina erlendis. Það er hlægUegt að tala um, að heimaleikurinn geti ekki farið fram á Laugardalsvell inum. Auðvitað á hann að fara þar fram um einhverja helgina í október eða nóv- ember. Og Valsmenn þurfa örugglega ekki að óttast lélega aðsókn, þótt þeir yrðu óheppiib' með veður. Fari svo, að Valur bíði fjárhagsiegt tjón af þátt- töku sinni, eru tU leiðir til að jafna þann mismun. Tak mark Valsmanna á að vera að leika heiinaleikinn á heimavelli. — alf. „GULLALDAR- MENNIRNIR” UNNU, 6:1 Á laugardaginn fór fram á Akra nesi leikur á milli „Gullaldarliðs- ins“ og Fram-liðsins frá 1957. Unnu „GuUaldarmennirnir“ stór- an sígur, 6:1, sem er þó í stærsta lagi miðað við gang leiksins. Veð- ur var mjög óhagstætt tU knatt- spyrnuiðkana á Akranesi á laug ardaginn. viku varan % r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.