Alþýðublaðið - 12.01.1988, Page 2

Alþýðublaðið - 12.01.1988, Page 2
2 Þriðjudagur 12. janúar 1988 MÞYBUBLM9 Útgefandi: Framkvæmdasfjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaðs: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúöur Stefánsdóttir. Þórdls Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. FRUMHLAUP133 LÆKNA Bjórmálið svonefnda hefur mikiö veriö í umræðunni síðustu vikur enda málið í meðförum Alþingis. Athygli vakti ennfremur yfirlýsing 16 prófessora í læknisfræði við Háskóla íslands sem skoruðu á alþingismenn að skoða hug sinn vel áður en þeir tækju ákvörðun um bjórfrumvarpið. Þá vakti ekki síður athygli yfirlýsing 133 lækna sem voru á öndverðum meiði við lækna- prófessorana og komust að þeirri niðurstöðu, „að ekki sé ástæða til að ætla að þjóðin missi fótfestuna í áfengismálum þótt leyfð verði salabjórs.11 Guðsteinn Þengilsson læknirereinn þeirra fjölmörgu manna sem eru furðu lostnir yfir yfirlýsingu læknanna 133. í stórfróðlegri grein sem birtist þ. 6. janúar sl., bendirdr. Guösteinn á, að hjáeinni virtustu stofnunum heims á sviöi vímuefnarannsókna, Addiiction Research Foundation of Ontorio, sé staðhæft að í landi sem áfengur bjór hefur ekki verið leyföur áður, muni hann bætast við heildarneyslu áfengis eða auka hana stórlega. „Samt geta 133 læknar skrifað undir fullyrð- ingu þess efnis, að það sé órökstutt að neysla áfengs bjórs eða öls bætist við eða auki heildarneysluna. Þetta er alveg furðu- legt,“ skrifar Guðsteinn Þengilsson læknir. Guðsteinn Þengilsson læknir bendir ennfremur á að i ályktun læknanna 133 sé þvi haldið fram, að faraldslegar rannsóknir um skorpulifur á íslandi sýni, að tíðni sjúkdómsins hafi minnkað á sama tíma og heildarneysla áfengis hafi aukist i landinu. Dr. Guðsteinn skrifar: „Skorpulifur er sjaldgæfur sjúkdómur hér á landi, sérstaklegaef miðaðer við þau lönd, þar sem áfengur bjór og neysla léttra vína efla sídrykkju manna. Línurit yfir algengi sjúkdómsins hérlendis getur því ekki gefið neinar vísbendingar um áhrif áfengis á hann til eða frá. Auk þess má benda á, að ein- ungis þriðjungur tilfella með skorpulifur er talinn tengjast áfengisneyslu hér á landi. Það er því hæpið að draga ályktanir af þessari faraldsfræði og tæpast sæmandi þeim, sem eru agaðir við vísindaleg vinnubrögð." Dr. Guðsteinn bendirennfremuráað ekki sé raunhæft að bera saman hlutfall drykkjusjúkra á íslandi og í Bandaríkjunum vegna þess að hérlendist er drykkjufólk lagt inn mun fyrr en í Bandaríkjunum. .Guðsteinn Þengilsson læknir ályktar réttilega að alvarlegasta hliðin við yfirlýsingu læknanna 133 sé sú, að í ályktuninni felist að bornar séu brigður á álit færustu sérfræðinga íslands á sviði vímuefnamála. Dr. Guðsteinn skrifar: „Þó að um ályktunina fjalli sérfræðingar, sem allireru góðirog gegnir hverásínu sviði, hafa flestir þeirra álíka þekkingu að reynslu í meðferð drykkjusjúkra og sá sem þessar línur ritar. Samt þykir þeim ástæða til að mót- mæla því, sem virtir vísindamenn hafa að segja um áhrif og út- breiðslu vímuef na, einkum áfengis, og því sem þeir hafa að segja um áfengan bjórog afleiðingar þess, ef hann yrði til sölu héreins og títtnefnt frumvarp gerir ráð fyrir. Hérer um menn að ræðasem hafa stundað umfangsmiklar rannsóknir hér að lútandi árum saman. Á öðrum vettvangi hafa kollegar með geysimikla reynslu í meðferð vímuefnaeytenda látið í Ijós álit sitt á afleiðingum þess, ef bjórfrumvarpið yrði samþykkt, kollegar sem eru sér- fræðingar á þvi sviði. En hafa sérfræðingarnir sem undirrituðu margumtalað ávarp hugleitt, að með því eru þeir að saga sundur upp viðtrjábolinn greininasem þeirsitjaá? Þeirhafaborið brigð- ur á álit færustu sérfræðinga okkar á sviði vímuefnamála. Hvernig geta þeir ætlast til þess framvegis, að nokkur læknir taki mark á því, sem þeir skrifa um sína sérgrein? A.m.k. ekkert umfram það, sem ég eða mínir líkar kynnu að hafa að segja.“ Frumhlaup læknanna 133 er því óbeint brot á siðalögum gagn- vart eigin stétt og gagnvart þjóðinni. Heilbrigðismál eru nefni- lega ekki aðeins heilsufar og sjúkdómafræði, heldur menning og líöan þjóðar, líkamleg sem andleg. Aukin áfengisneysla leiðir til aukinnarneyslu annarraog hættulegri vímuefna. Bjórneyslan er hvati til aukinnar áfengisneyslu. í ávarpi læknanna 133 er lögð blessun yfir bjórdrykkjuna og þar af leiðandi hafa sömu læknar tekið á sig ábyrgð sem fagmenn að hampa þeirri gæðayfirlýs- ingu að bjórdrykkja sé skaölaus. Guðsteinn Þengilsson orðar það á þann veg að nú geti menn drukkið að læknisráði. Við skul- um vona að þetta frumhlaup læknanna 133 hafi verið fljótræði sem fljótt fyrnist yfir. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Með skemmtilegri pennum Þjóðviljans er tónlistar- gagnrýnandi blaðsins, Sigurður Þór Guðjónsson. Sl. laugardag gaf að lesa nokkuð undarlega tónlistargagnrýni þar sem gagnrýnandinn lýsir því yfir að hann sé 75% ör- yrki sem breytist í varúlf. Þessi sjónarmið eru dálítið nýstárleg, þótt það sé ekki gömul þekking eða ný að pennar ÞjóðviIjans breytist I varúlfa öðru hverju á síðum blaðsins. En lesum hvað tón- listargagnrýnandi Þjóðviljans hefur til málanna að leggja: „Hafiö þið reynt að komast af á 30.000 krónum? Hefur fjármálaráðherrann reynt það? Eða menntamálaráð- herrann? Slikir fátæklingar sækja ekki tónleika. Menn- ingin er svo fjandi dýr. Eða réttara sagt: Þetta fólk er svo fjarska fátækt. í síðasta mán- uði var boðið upp á marga frábæra tónleika: Messías á 1000 kr., Jólaóratóriuna á 900 kr., landnám íslensku hljóm- sveitarinnar á 1100 kr. og jólakonsert Kammersveitar- innar á 500 kr. Þetta eru samtals 3500 kr. fyrir utan alla aðra tónleika sem haldn- ir voru i desember. Búist þið viö, aö þeir sem draga fram lífið á 30.000 kr. á mánuði hafi heyrt þessa tónleika? Það vill svo til að tónlistar- gagnrýnandi Þjóðviljans veit mjög vel hvað hann syngur í þessum efnum (eins og reyndar ýmsum öðrum). Hann er sjálfur öryrki upp á 75% af völdum smá kvilla, er lýsir sér þannig að á mið- nætti á fullu tungli breytist hann í varúlf. Standa læknar landsins ráðþrota og skelf- ingu lostnir frammi fyrir þessum hamskiptum gagn- rýnandans. Þó er þetta gam- alt vandamál í fræðunum, en á miðöldum geystust varúlfa- flokkar eins og ýlfrandi fár um álfuna. Heitir þetta lycanthropy. Tónlistargagn- rýnandi Þjóðviljans er því ekki, hvað sálargöfgi, gáfna- far og siðferðisstyrk snertir, nema fjórdrættingur á við hvaða 100% meðalmann sem er, eins og t.d. Jón Baldvin, Birgi ísleif og Steina Páls. En það sem bjargaði afkomu hans á dögum neyðarinnar, var einungis sú staðreynd að hann lifði svo lítillátu, reglu- sömu og háandlegu lífi, að það er flestu fólki gjörsam- lega óskiljanlegt. Halda margir að hann sé hinsegin. En siðan Þjóðviljinn uppgötv- aði hann sem menningarvita, lifir hann eins og blóm í eggi og leyfir sér þann munað að eta tvær máltíðir á dag. En þessi dýrð stendur fráleitt lengi. Öryrkjar eru nefnilega eina „stétt“ landsins sem fær lögskipaða kauplækkun því hærri sem tekjur þeirra verða. Og eru allir stjórn- málaflokkar einhuga um að þetta dularfulla efnahagslög- mál sé undirstaða friðar og framfara i landinu. En mikill vill alltaf meira. Nú er varúlfurinn i gagnrýn- andanum orðinn svo grimmur og gráðugur, að til þess að lifa „mannsæmandi lífi“ í Siguröur Þór Guöjónsson, tón- listargagnrýnandi Þjóöviljans heldur þvi fram aö hann breytist i varúlf ööru hverju og sé þess vegna 75% öryrki. Hér er mynd af honum í öryrkjaham.... framtíðinni, sér hann ekki fram á annað, en hann neyð- ist til þess fjanda að skrifa bækur aftur, þó hann telji sig á engan hátt þess umkominn að vinna slíkt vandaverk. Auk þess er varla pláss fyrir hann á ritvellinum þar sem ekki er hægt að þverfóta fyrir furðu- legustu stilsnillingum ungum jafnt sem afgömlum. Meira að segja fegurstu konur í heimi og sterkustu menn í heimi, sem enginn hélt að hefðu heila, setja saman tor- ræð meistaraverk. En helst af öllu vildi gagnrýnandinn vera fjármálaráöherrann. Hann býr með hyski sinu í húsi sem er jafn stórt og húsið þar sem ég á heima. En í því eru sex íbúðir. Hver var matarreikn- ingurinn hjá þeim hjónum um hátiðarnar? Þau áttu í það minnsta afgangsaura til að sjá Vesalingana á frum- sýningu annan dag jóla í Þjóðleikhúsinu. Þar sat líka forsætisráðherrann og mal- aði eins og köttur af ham- ingju yfir eymd og áþján þessara löngu dauðu vesa- linqa á sviðinu. Þetta finnst þeim þeim gaman. Þeir fylgj- ast klökkir af samúð með kúgun vesalings „góða fólks- ins“ og hleypur kapp i mjúka kinn af réttlætiskennd vegna fantabragða „vonda fólksins“ við að kúga.“ En varúlfurinn er ekki bú- inn. Næst snýr hann sér að vesalingunum í Reykjavík — bæði í slömmhverfum borg- arinnar og þeim finni: „Á leiksviði. í söngleik. En ...og hér er mynd áöur en hann breytist i varúlf... þeim dettur ekki í hug að ganga í hýbýli vesalinganna i Reykjavik nú á dögum þar sem gamalt fólk hirist um- hirðulaust, vannært og jafn- vel löngu rotnað. Þeir skilja ekki samhengi sögunnar og stöðu sína i nútimanum. Þó fátæktin sé ekki eins hrika- leg og áður og ofríki hástétt- anna ekki jafn ósvífið, lýtur þjóðfélagið i meginatriðum sömu lögmálum. Misréttið er óskaplegt. Yfirstéttin situr við alsnægtaborð vellystinga og gerir það sem duttlungar bjóða. Fjölmenn millistétt daðrar við andlausan smá- borgaramunað. Loks er stór hópur hinna útskúfuðu sem er sviptur öllum rétti til lífs- ins umfram brýnustu likams- þarfir. Og jafnvel ekki einu sinni það. Andlegar nautnir koma ekki til mála. Fína fólk- ið sem dekrar við hégómleik- ann í sálinni með því að fylla Þjóðleikhúsið á frumsýningu á öðrum i jólum, er „vonda fólkið" í þjóðfélagssöngleik raunveruleikans, sem nú er sunginn á íslandi og gerir allt sem í þess valdi stendur til að troða vesalings „góða fólkið" niður í skítinn. Það er forsendan fyrir því að fína fólkið geti áfram verið fína fólkið. En þetta stafar ekki af mannvonsku, heldur eigin- gjörnum stjórnmálaskoðun- um sem ganga i þá átt að tryggja hagsmuni hinna sterkustu í þjóðfélaginu." Þessi texti er nú f sjálfu sér efni i söngleik. Einn með kaffinu Eiginkona sölumanns hafði oft þungar áhyggjur af tíðum ferðum manns síns og stundum grunaði hana að hann fengist ekki einungis við sölu í fjarvistum sínum. Kvöld eitt þegar maðurinn var ekki kominn heim á til- settum tíma, sendi eiginkonan fimm bestu vinum mak- ans skeyti sem öll voru orðuð eins: „Er maðurinn minn hjá þér?“ Seint um nóttina kom eiginmaðurinn heim, vel við skál og sofnaði fljótlega. En árla næsta morgun bárust hins vegar fimm svarskeyti sem ollu uppnámi við morgunveróarborðið. Aðeins eitt orð stóð í öllum skeyt- unum: „Já.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.