Alþýðublaðið - 12.01.1988, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.01.1988, Síða 3
Þriðjudagur 12. janúar 1988 3 FRÉTTIR Starfshópur um byggingu álvers í Straumsvík: 200 ÞÚSUND TONNA ALBRÆÐSLA HAGKVÆM Lokið er nú við athugun, sem sérstakur starfshópur hefur unnið að að undan- förnu, um byggingu 200 þús- und tonna álbræðslu við Straumsvík. Niðurstöður athugunnar benda til að ál- bræðsla sem þessi gæti orð- ið hagkvæm. Flest þeirra fyrirtækja, sem sýnt hafa áhuga á að taka þátt í ál- bræðslunni, eru í iöndum sem eru aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu og hefur málið því verið kynnt sérstak- lega fyrir stjórn Efnahags- bandalagsins. Er ráðgert að framkvæmdastjóri iðnaðar- mála innan Efnahagsbanda- lagsins komi til íslands i sumar til þess að kynna sér málin betur. Iðnaðarráðuneytið skýrði frá þvi í september sl. að sér- stakur starfshópur heföi fengið það verkefni að gera frumhagkvæmisathugun á byggingu 200 þúsund tonna álbræðslu, er reist yrði I áföngum við Straumsvík. Starfshópurinn hefur nú lokið þessari athugun og benda niðurstöður hennar til þess, að 180 þúsund tonna ál- bræðsla gæti orðið hag- kvæm í rekstri. Því hefur ver- ið ákveðið að kynna niður- stöður þessar fyrir þeim fyrir- tækjum í Evrópu, sem höfðu fyrr á síöasta ári lýst áhuga sínum á að kanna þátttöku í uppbyggingu áliðnaðar hér á landi. Einnig hefur verið óskað eftir þvi að könnunarviðræð- ur geti hafist við þá aðila, sem áhuga sýna á málinu, i febrúar eða mars. Tilgangur þeirra viðræðna yrði að kanna grundvöll fyrir stofnun sérstaks undirbúningsfélags, sem tæki að sér að gera lokaáætlanir um byggingu sliks álvers. í tilkynningu frá Iðnaðar- ráðuneytinu segir ennfremur að áhugi á þátttöku í nýrri ál- bræðslu á Islandi sé fyrst og fremst að finna hjá álfyrir- tækjum á meginlandi Evrópu og Bretlandi. Flest þessara fyrirtækja eru í löndum, sem eru aðilar að Efnahagsbanda- lagi Evrópu og hefur því mál- ið verið sérstaklega kynnt fyrir stjórn þess. Atti m.a. Iðnaðarráðherra fund með framkvæmdastjórn iðnaðar- mála innan Efnahagsbanda- lagsins nú í haust. Er ráðgert að framkvæmdastjórinn komi í heimsókn til íslands í júnl n.k. til að kynna sér þessi mál. Kvótafrumvarpið að lögum: NIÐURSTAÐAN ÁSÆTTANLEG segir Halldór Ásgrímsson Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráöherra segir aö fljót- lega verði nefnd kölluð sam- an, sem samkvæmt bráða- birgðaákvæðum í lögum um stjórn fiskveiða er ætlað að vinna að endurskoðun fisk- veiðistefnunnar. Halldór seg- ir að allt starfsfólk ráðuneyt- isins sé þessa dagana að vinna að því að koma lögun- um í framkvæmd, en þau tóku gildi á föstudag. Eftir þá vinnu verður, að sögn Halldórs, hægt að hefj- ast handa við nefndarstörfin. Hann vildi þó aðspuröur ekki segja til um ákveðinn tíma. Halldór Ásgrímsson. Samkvæmt bráðabirgða- ákvæðinu munu fulltrúar þingflokkaog hagsmuna- samtaka eiga sæti í nefnd- inni. Eins og flestum er kunn- ugt voru miklar deilur um kvótafrumvarpið áður en það varð að lögum. Ágreiningur var ekki einungis bundinn við stjórnarandstöðu heldur voru djúpar óánægjuraddir hjá ýmsum þingmönnum stjórn- arflokkanna. Það var ekki fyrr en samkomulag hafði tekist um töluveröar breytingar á frumvarpinu, þar á meðal 10. grein sem litur að smábátum, sem meirihluti náðist um framgang frumvarpsins á Al- þingi. Halldór sagðist telja niður- stöðuna ásættanlega. „Ég vona bara aö það eigi eftir að ganga vel að framkvæma lög- in. Þetta er hins vegar búið að taka alltof langan tíma og valda heilmiklum erfiðleikum. En það eru skiptar skoöanir og verða alltaf um þetta mál, — enda er ekkert sjálfsagt í þessum efnum,“ sagði Hall- dór Ásgrimsson. Guðmundur J. og Karvel í fundaherferð: ERUM AÐ STILLA STRENGINA segir Karvel. „Svo hœgt verði að þjappa fólki sem best saman ef til átaka kemur. “ „Það er verið að fara þessa ferö fyrst og fremst til þess að ná tengslum við bæði forystumenn í félögunum og hinn almenna félagsmann. Þá erum við að stilla streng- ina saman svo hægt verði að þjappa fólki sem best saman ef til átaka kemur, sagði Karvel Pálmason varaformaö- ur Verkamannasambandsins i samtali við Alþýðublaðið í gær. Á fundi framkvæmda- stjórnar Verkamanna- sambandsins á föstudag var aKveoið að fresta fyrirhuguð- um formannafundi sem átti að halda 15. janúar. Þess i stað var ákveðið að Guð- mundur J,- Guðmundsson, formaður sambandsins og Karvel Pálmason varaformað- ur færu í fundaherferð til við- ræðna við formenn í félögun- um og hinn almenna félaga. Ekki hefur veriö ákveðið hvenær lagt verður af stað né hvar fyrstu fundir verða haldnir. Karvel sagðist hins vegar eiga von á því að fundaherferðin hæfist upp úr næstu helgi. Lárus Ýmir Óskarsson: HLAUT MENNINGAR- VERÐLAUN í SVÍÞJÓÐ Lárus Ýmir Óskarsson, kvikmyndagerðarmaður, hef- ur hlotið menningarverðlaun, er eitt stærsta síðdegisblað í Svíþjóð veitir, fyrir mynd sína „Hástens Öga.“ Var hún tal- inn besta ieikna efnið í sjón- varpi. Auk þess hefur myndin fengið alþjóðleg verðlaun á sjónvarpshátið í Tékkó- slóvakíu. Urn þessar mundir er Lárus Ýmir staddur á ís- landi og vinnur að gerð kvik- myndar á vegum Listahátíðar sem verður frumsýnd í vor. „Hástend öga“ 1 jallar um 14—15 ára strák sem býr í sveit en veröur að flytja til borgarinnar að ósk föður síns. Strákurinn er ekki sem ánægöastur með það þar sem hann hefur augastað á folaldi sem hann vill kaupa og gera að góðum hesti. I borginni hittir hann stelpu, á svipuðu reki, og lenda þau I ýmsum ævintýrum er þau reyna að afla peninga til aö kaupa folaldið í samtali viö Alþýöublaðið sagði Lárus Ýmirverðlaun þessi sambærileg við menn- ingarverðlaun er síðdegis- blað hér heima gæti veitt, og þýddu því i rauninni ekki neitt nema nafnbótina. Hins vegar vonaði Lárus að ein- hver af þeim fjölmörgu þjóð- um er sóttu sjónvarpshátíð- ina i Tékkóslóvakíu, myndu kaupa myndina til sýningar. Hvort „Hástens Öga“ kæmi til sýningar hér heima sagð- ist Lárus ekki geta sagt þar um sem hún væri eign sænska sjónvarpsins og auk þess væri það sjónvarps- stöðvanna hér að ákveða hvort þær vilja efni af þessu tagi. Lárus Ýmis hefur nú dvalið á íslandi síðan I vor og er að vinna að gerð tíu mínútna kvikmyndar á vegum Lista- hátiðar. Þrír aðilar fengu verð- laun fyrir handrit að kvik- mynd, sagði Lárus og ég var einn af þeim. „Þetta er stutt mynd, gerð á 35 mm filmu og fjallar um konu er kemur heim til sín um nótt. Myndin verður frumsýnd á listahátíð í vor." Sjóslysið á föstudag: MANNANNA ENN SAKNAD Enn er leitað að mönnun- um tveimur sem saknað er síðan Bergþór KE 5 sökk út af Garðskaga á föstudag. Mennirnir tveir heita, Magnús Geir Þórarinsson, skipstjóri og eigandi Bergþórs og Elvar Þór Jónsson, matsveinn. Magnús er fæddur 20. sept- ember 1937, til heimilis að Óðinsvöllum 1 Keflavík. Hann er kvæntur og á þrjú upp- komin börn. Elvar Þór er fæddur 18. janúar 1957, til heimilis að Tunguvegi 10, Ytri-Njarðvík. Elvar er í sam- búð og á 2 börn og eina fóst- urdóttur. Fjárfestingarlánasjóðir: LÖGIN ENDURSK0ÐUÐ Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til aö endur- skoða löggjöf um fjárfest- ingarlánasjóði. Skipun nefnd- arinnar er i samræmi við stefnuyfirlýsingu og starfs- áætlun rikisstjórnarinnar. Nefndinni er m. a. ætlað að fjalla um starfshætti og stjórn fjárfestingarlánasjóða, eignarhald og rikisábyrgð þar sem viö á. Nefndina skipa Baldur Guðlaugsson, hrl., sem jafn- framt er formaður, Halldór Guðbjarnarson, viðskipta- fræðingur fyrrum bankastjóri Útvegsbankans, Ingi Tryggva- son, fyrrverandi alþingismað- ur, Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda, og Stefán Reynir Kristinsson viöskiptafræðingur. Leiðrétting vegna fréttar í helgarbiaði: 0RL0F ER SKATTLAGT í helgarblaði Alþýðublaðs- ins segir í frétt á bls. 5 að orlof sé ekki skattlagt. Hjá rikisskattstjóra fengust hins- vegar þær upplýsingar að orlof væri skattlagt er því leiðréttingu hér með komið á framfæri.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.