Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 7
Þriójudagur 12. janúar 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir MANNRAN AF TRÚARLEGUM ÁSTÆDUM Faðir gerir tilraun til að rœna uppkomnum syni sínum. Faðirinn er sannfærður um að sonur hans hafi verið heilaþveginn af of- stœkisfullum trúarbrögðum. Sonurinn hef- ur nýlega höfðað mál gegn föðurnum, þar sem hann kœrir föður sinn fyrir tilraun til ólöglegs mannráns. Henry Bruun de Neergaard var nýlega kæröur fyrir til- raun til mannráns, fyrir borg- arréttinum i Kaupmannahöfn. Þaö var sonur hans sem bar fram ákæruna. Þaö hljómar einkennilega, en þaö var son- urinn, sem meö naumindum slapp við mannránstilraun föðurins. Þetta samband á milli þolanda og geranda, gæti orðið til þess, aö frum- reglan um trúfrelsi falli í skuggann. Sonurinn, Lars Bruun de Neergaard er áhangandi í trúarhreyfingunni „Unifica- tion Church“, sem í Oan- mörku er þekktari sem „Tongil-hreyfingin". Faöirinn er sannfærður um, aö sonur hans hafi verið þvingaöur inn ( hreyfinguna, orðið fyrir eins- konar trúarlegum heilaþvotti og sé viljalaust verkfæri hreyfingarinnar. Faðirinn er sannfærður um að kenningar hreyfingarinnar séu falskar og ósannarog hafi ekki hið minnsta trúarlegt gildi. Marg- ir eru þessu sammála og samskonar tilráunir til mann- rána eru þekkt fyrirbæri víða um heim, ekki hvað síst í Bandaríkjunum, og oftast eru það foreldrar eða nánir ætt- ingjar sem hlut eiga að máli. „Aðvötnun heilaþvottarins“ Þegar þessi „mannrán" hafa tekist, hefst oftast af- vötnun heilaþvottarins, sem getur á stundum nálgast það að vera andleg kvöl og plna. Aðferðirnar eru oft þær, að reyna að brjóta þann heit- trúaða niður og hætta ekki fyrr en sá hinn sami hefur kastað trú sinni. Dæmi sem þessi hafa komið fyrir bæði I „Æðsti prestur" Moon-hreyfingarinnar, Sun Myung Moon og kona hans Haka Ja Hanare. Þýskalandi og Bandaríkjun- um og er stundum kallað „Faith breaking". Höfundur þessarar greinar Michael Rothstein sem er I stjórn fé- lags sem fjallar um trúar- brögö I sögulegu samhengi, segir engar sannanir vera fyr- ir því að heilaþvottur sé yfir höfuð mögulegur. Menn „frelsast“ og finna Ijós trúarinnar og það er öll- um Ijóst að maður sem hefur „frelsast" er allt annar maður en hann var. í þessu tilfelli sér faðirinn miklar breytingar á syni slnum og sættir sig ekki við og skilur ekki að menn frelsist af frjálsum og fúsum vilja. Nokkrum dögum eftir „mannránstilraunina", skrifaði sonurinn eftirfarandi um hina nýju trúarreynslu sína: „Við (Tongil-hreyfingin) höfum öðl- ast trúarsannfæringu og met- um gildi hennar I lífi okkar, og þess vegna reynum við að snúa þeim sem okkur þykir vænt um, til okkar trúar.“ Samúð með föðurnum I þessu tilviki, hverfur ef fólk trúir því fyrir fullt og fast að algjört trúfrelsi sé I landinu. Það vill oft fylgja þessum ofsatrúarhreyfingum, að þeir blandi pólitík inn I boöskap sinn og þá svo til undantekn- ingarlaust er þeirra pólitík hægra megin við hægri, (Extreme right). Þessar hreyf- ingar höfða gjarnan til þeirra sem telja vinstri menn svo maður tali nú ekki um komm- únista, vera útsendara Sat- ans og telja sig vopn gegn Satan og verkfæri Guðs. Þannig koma þessar hreyf- ingar sér oft I mjúkinn hjá auðmönnum sem kaupa sér sálarfrið meó fjárframlögum og alkunna er það að þeir sem hæst eru settir i mörgum slíkra hreyfinga lifa eins og milljónamæringar, svo ekki sé meira sagt. Sé litið á Tongil-hreyfing- una með venjulegum kristn- um augum finnst manni hún vera fráleit. (absurd.) Leiðtogi hreyfingarinnar kóreanski presturinn Sun Myung Moon, er talinn vera Jesús Kristur endurborinn, og að hann eigi að stofna Guðsríki á þessari syndum spilltu jörö. Hreyf- ingin heldur því fram að faðir Moon hafi fengið margar opinberanir frá Guði og að þessar opinberanir séu fram- hald og fullkomnun biblíunn- ar. Þeir segja að dauði Jesús á krossinum hafi ekki haft þá alheims þýðingu sem við kristnir höldum fram. Nei, nú fyrst, I gegnum föður Moon getur Guð farið að koma boð- skap sínum á framfæri við mennina! Víða virðast þessar hreyf- ingar vera meira viðskipti og pólitik en trúarbrögð. Sann- leikurinn er sá, að þetta er bæði viöskipti og pólitík en einnig trúarbrögð. (Det fri Aktuelt.) BOÐULLINN HÆKKABURI TIGN? Illrœmdur fyrir pyndingar og morð, hefur Alfredo Astiz undirforingi i Argentiska hernum, ekki aðeins verið sýknaður heldur verður hann jafnvel hœkkaður í tign. Hinn illræmdi Alfredo Astiz, undirforingi í flota Argentínu verður jafnvel hækkaður í tign við hinar ár- legu stöðuhækkanir innan hers og flota. A árunum 1967—1983, framdi hann gróf mannrétt- indabrot I skjóli herforingja — einræðisins. Hann var fundinn sekur um morð á Dagmar Hagelin, sænskargentískri stúlku, en sleppurvið hegningu fyrir þennan glæp og önnur afbrot sem hann framdi I pyntingar- klefum I húsakynnum sjó- hersins nálægt Buenos Aires. Þetta kemur I kjölfar nýrrar lagasetningar, um það sem menn framkvæma eftir fyrirskipunum, „eru að gegna skyldustörfum". Þessi fregn um mögulega stöðuhækkun Astiz, hefur komið af stað umræðum um mögulega uppgjöf saka flestra þeirra innan hers og flota, sem frömdu mannrétt- indabrot á dögum einræðis stjórnar herforingjaklíkunnar I Argentlnu. Gagnrýnendur þessarar sýknunar Astiz, kalla hann „böðul“ og líta á hann sem tákn spillingar og fólsku- verka á tímum herforingja- stjórnarinnar. Móðgun Ákærandinn I málinu gegn Astiz, Horacio Mendez Garreras hefur sent Raul Alfonsin forseta bréf, þar sem hann lýsir því yfir „að það væri móðgun við þjóðina að hækka I tign mann, sem stóð fyrir pyntingum I húsa- kynnum vélskóla sjóhersins". Þessi skóli var einn af mörg- um leynilegum gæsluvarð- halds búðum herforingja- stjórnarinnar. Argentlnska þingiö hefur tvisvar sinnum samþykkt lög, sem takmarka kærur og réttarhöld gegn mönnum innan hersins. Framfylgja fyrirskipunum í desember árið 1986, voru sett á lög, um sextíu daga tímatakmörk varðandi nýjar ákærur gegn mönnum innan hersins eða lögreglunnar, vegna mannréttindabrota. I júnl 1987 voru samþykkt lög um réttindi þeirra sem eru „að framfylgja fyrirskip- unum“. Þessi lög kveða á um, að allir innan hersins fyrir neðan ofurstatign, skuli sleppa við refsingu fyrir svo til öll mannréttindabrot. Þar með fækkaði málaferl- um úr 400 i tæplega 50, og efast gagnrýnendur um, aö þessum tæplega 50 ákærum verði fylgt eftir. Alfonsin forseti segist ekki var ánægður með seinni lagasetninguna, en að hún hafi verið nauðsynleg til að tryggja hið veikbyggða lýð- veldi I Argentínu. Hinni borgaralegu ríkis- stjórn Argentinu tókst árið 1985 að fá sakfellda æðstu leiðtogana á einræðistímabil- inu. Þetta voru sjö háttsettir herforingjar, þar á meðal tveir fyrrverandi forsetar, Jorge Eidela og Roberto Viola, sem afplána nú sinn dóm vegna mannréttindabrota. Þessi atburður vakti al- heims athygli og er talinn einstakur í mannréttindamál- um I Suður—Ameríku. Að minnsta kosti 9000 þús. manns og jafnvel allt upp I 30.000 þús. hurfu og eða voru myrtir af her og lögreglu, þegar „óhreina stríðið" svo- kallaða geisaði I Argentinu, en þá var herforingja einræð- iö við völd og allar tilraunir til frelsis og frjálsrar tjáningar miskunnarlaust barðar niður. Fyrir utan allan þann fjölda sem hvarf, voru margir fangelsaðir og pyntaðir og sumir urðu að flýja land. Mistök „Þessi lög um sakarupp- gjöf eru alvarleg pólitísk mis- tök. Vonir stóðu til um að sakborningar yrðu látnirtaka út slna refsingu og réttlæti næði fram að ganga, en þær vonir brugðust", segir Simon Lazara, varaformaður APDH, en það er félagsskapur sem berst fyrir mannréttindum I Argentínu. Hann vísar til kosningalof- orða Alfonsin forseta um að hinum seku verði refsað, og á dóminn yfir herforingjunum háttsettu sem eins og áður sagði eru I fangelsi að taka út sína refsingu. APDH eru breið samtök sem voru stofnuð árið 1975 og meðal stofnenda var Alfonsin forseti (núverandi). „Það er siðleysi hjá stjórn- málamönnum, að allir, sem gerast sekir um brot á mann- réttindum skuli ekki vera látnir sæta ábyrgð og þessi lög um að aðeins þeir sem gefa fyrirskipanir og eru fyrir ofan ofurstatign, skuli vera látnir svara til saka,“ segir Lazara. Lazara er ekki sammála stjórnmálamönnunum, sem segja þessi lög hafa verið sett af iilri nauðsyn til að tryggja frið innan hers og flota. Yfirmenn hers og flota þvemeita aö mannréttinda- brot hafi átt sér stað á tímum herstjórnarinnar og krefjast algjörrar uppgafar saka. Þeir segja að legið hafi við borg- arastyrjöld og að meðal hinna föllnu hafi verið margir úr her og lögreglu. Fæstir eru sammála þessu, en Juan Manues Cazella úr flokki radikala bendir þó á að mótmælendur og skæruliðar I „óhreina stríðinu", hafi einnig gerst sekir um brot á mannréttind- um. Cazella segir enga ástæðu til að varpa róman- tískum blæ á skæruliða því að á meðal þeirra hafi verið fasistísk öfl. Cazella segir ennfremur: „Við erum almennt þeirrar skoðunar, að öllum glæpa- mönnum beri að refsa, en pólitlskt séð eru alltaf ein- hver takmörk. Með lögunum um að verið sé að framfylgja skipunum hverfur glæpurinn ekki, heldur færist ábyrgðin yfir á þá hærra settu. Þeir lægra settu framfylgja skip- unum, eru „verkfæri". Það þarf aó vega og meta hvaó ber að gera til að ná settu takmarki og út frá pólitísku sjónarmiði hversu miklu megi fórna til þess að ná þvl takmarki," segir Cazella. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.