Tíminn - 08.10.1967, Side 9

Tíminn - 08.10.1967, Side 9
SUNNUDA€HJR 8. okt. 1967. TÍMðNN 70 ára í dag: Guðrún Narfadóttir Ég ber ei um haustsirus hag hiugarvil né gróðalíkur. Nég að gera oig glaðan dag gefðu mér, þá er ég ríkur. Stephan G. Guðiaug Narfadóttir er fædd í Haf-narfirði 8. öktóber 1897 og fyOílir því í dag sjöunda áratug- inn. Foreldrar hennar voru Narfi JÓhannesson, sjómaður og kona hans Sigríður Þórðardóttir, mikil sæmdar hjón. í Hafnarfirði ólst Guðlaug upp f fcreldraranni og myndarlegum systkina hópi. En löngu eru nú liðin bernsku- og æskuórin með fegurð sinni og yndisleik. horfið einnig aesikuheimilið hennar, Bali, þar sem foreldrarnir bjuggu og undu glaðir við sitt. Það er svo margt, sem straumar framtíðar- innar bera á haf út og þarfir vaxandi bæjarfélags krefjast nýs skipulags og eira þá sjaldn- ast til lengdar nokkru því, sem hindra framgang þess. Lágreist býli kunna þá stundum að verða að falla og friðisæll reitur, sem blúð var að a£ alúð, hverfa und- ir ný og veglegri mannvirki. Nú bendir því Guðlaug mér á götur og húsþök og segir: Sjáðu hér var Bali! En líf einstaklingsins nemur ekki staðar. Og síðan þetta gerð- ist hefur litla, glaða og tápmikla Stúlfcan frá Bala skráð með lífi sí»u og starfi merka og marg- þætta lífssögu. Guðlaug giftist 1919 Halldóri Bachmann, járnsmið, Jónssonar. Mann sinn missti hún eftir tæp- lega tveggja ára sambúð frá tveim börnum. Hún giftist öðru sinni1 árið 1926 Hirti Níelssyni Breið- fjörð Gíslasonar, ættuðum úr Breiðafirði, og varð þeim fimm barna auðið. Þau Guðlaug stund- uðu búskap í 20 ár, fyrst 3 ár á Nesj avöllum í Grafningi og síð an 17 ár í Gaulverjaribæjarhreppi þar af 15 ár í Dallbæ. Árið 1947 brugðu þau búi og hafa síðan átt heimili í Reyfcjaivík. Ætla mætti, að húsfreyjustörf í bæ og byggð og uppeldi 7 barna sé ærið starf hverri konu. Og því fremur þar sem Guðlaug mun sjaldan eða líklega aldrei hafa getað leyft sér þann munað að kaupa sér aðstoð við heimilis- störfin. En að því rak fyrr en vænta mátti, að þessi þröngi en umsvifamikli verkahringur nœgði á engan hátt starfsþrá og starfs- getu Guðlaugar Narfadóttur. Hún var frá unga aldri mjög félags- lynd kona, svo sem verið hafði móðir hennar, — sem lét jafnvel leiða sig blinda síðustu æviárin á fundi í stúkunni sinni í Hafn- arfirði, — og hvar sem góður mál staður sæfcir fram, þar hefur hún og bosið að leggja fram sitt liö. Og ekki hafa skort verkefnin þar frekar en á heimilinu. Hún var í fyrstu stjóm Verkaibvennafélafs ins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, formaður frœðslunefndar Gaul- vexjahæjarhrepps og formaður hjálparnefndar stúlkna, skipuð af menntamálaráðherra. En aðalstörf Guðlaugar á vett- vangi félagsmálanna hefur hún unnið að bindindis- og bvenfélags málum og hvergi af sér dregið enda hið bezta starfsfús og starf- hæf í öllu, sem að félatgsmálum lýtur. Tíu ára gömul fór hún í barnastúku og hefur síðan verið templar og löngum sístarfandi. Hún var umboðsmaður stórtempl- ars í stúkunni Samtíðinni í Gaul- verjabæjarhreppi og gæalumaður barnastúku þar. Þá var hún og þingtemplar í Þingstúbu Ámes- þings, líklega eina konan, sem gjegnt hefur þvi starfi hér á landi. Mest starf hefur Guðlaug þó lagt af mörkum í þágu bindindis- og mannúðamála síðan hún settist að í Reykjavík og er þar enn ekk- ert lát á. Auk - þess, sem hér hefur verið frá skýrt, átti Guðlaug sæti í stjórn Áfengisvarnamefndar kvenna í Reykjavik og Hafnar- firði í 19 ár, þar af stjórnarfor- maður í áratug. Er mér kunnugt um, að þar vann hún mikið starf og fórnfúst sem ég veit, að fé- lagssystur hennar kunna vel að meta. Þá hefur Guðlaug verið í Á fengisvarnaráði frá stofnun þess 1954, einn fjögurra þingkjörinna fulltrúa og hafa leiðir okkar leg- ið þar saman síðan. Þeir eru fáir fundirnir í Áfengisvarnaráði í 13 ár, sem Guðlaug hefur ekki mætt á, ef til vill tveir, varla flleiri en þrír. Og jafnan kemur hún stund- víslega, glöð í bragði og með .-í- kvifcan áhuga. í brjósti. Þekking hennar á bindindis- og áfengis- máluim‘ ér mifcil, starfsreynsla hennar traust. Hún á auðvelt með að túlka hugsanir sínar og skoðanir og hefur ætíð gott til málanna. að leggja. Sæti Guðlaugar er vel skipað í Áfengisvarnaróði, og vænti ég þess að samstarf okkar þar megi haldast enn um sinn. Öll árin, sem ráðið hefur starf- að, hefur Guðlaug gegnt nokkuð erindrekastörfum á þess vegum. Hefur hún einkurn starfað meöal kvenþjóðarinnar, mætt á fundum og þingum kvennasambanda her og þar og flutt erindi um áfeng- isvarnamál. Ég ætla að ekki sé ofsagt að þetta starf hennar hafi borið góðan árangur. Eins og þessi frásögn sýnir, hefur Guðlaug Narfadóttir víða komið við sögu bæði sem hús- freyja og þátttafcandi í félagsmála störfum ýmiss konar. Lífssaga hennar er orðin marg þætt og harla viðburðarálk. En þegar upp eru talin helztu störf- in, sem Guðlaugu hafa verið fal- in í félagslífinu og bent á verka hring hennar sem eiginkonu og móður, má það ekfci gleymast með hvaða hugarfari hún hefur gengið að verki. Margir þebkja Guðlaugu og enn fleiri eiga við hana erindi. Það eru ekki sizt þeir, sem eiga um sárt að binda vegna áfengis- ins, annað hvort sjálfir eða vin- ir þeirra, og leita þá liðveizlu þeirra, sem þekkja eða treysta bezt. Sporin, sem Guðlaug hefur stigið fyrir þetta harmkvælafólk, verða ekki talin, né heldur tím- inn og alúðin, er það kostar að reyna að leysa þessi erfiðu vanda mál. En allt er það heldur ekki eftirtalið. Guðlaug hefur aldrei hvitmiðað líf sitt við gróðalíkur, og víl og vai er fjarri huga hennar. Mér finnast orð Klettafjallaskálds- ins eins og út úr hjarta hennar gripin: Nóg að gera og glaðan dag gefðu mér, þá er ég ríkur. Eg flyt afmælisbarninu árnaðar kveðjur og þakkir Áfengisvarna- ráðs á merkisdegi í lífi hennar. Og þá ósk veit ég að mér er óhætt að bera fram í nafni bind- indishreyfingarinnar á íslandi, að hún megi, meðan kraftur og fjör endist, öðlast í rífcum mæli þá auðlegð að hafa „nóg að gera.“ Guðlaugu verður að hitta í dag kl. 3—6 í veitingaisal Læknahúss- ins (Domus Medica) við Egils- götu. Kristinn Stcfánsson. í vor fóru konur í Félagi Fram sóknarkvenna í Reykjavík í skemmtiferð austur að Laugar- vatni. Staðn,æmzt var við hellana á Laugardalsvöllum og svipazt um. Svo tylltum við obkur í brekk una sunnan við hellismunnann og Guðlaug Narfadóttir fjutti ljósa og lifandi frásögn af !fjöl- slcyldunni, sem eitt ^inn bjó1 sér heimili í hellunum og háði þar harða lífsbaráttu um skeið. Marg- ar fleiri frásagnir flutti Guðlaug Okkur í þessari ferð, ýmist byggð ar á eigin reynslu eða fengnar úr sjóði genginna kynslóða. Fró því að kynni tókust með okkur Guðlaugu, hefur frásagn- argáfa hennar og margháttaður fróðleikur, sem hún kann vel að miðla pðrum, laðað mig hvað mesf að henni. Fyrir hennar tii- sti'lli hef ég fræðzt um menn og málefni, bæði af því að lesa og hlusta á frásagnir hcnnar, því Guðlaug kann ekki síður að tjá sig í rituðu en mæltu máli, og hún er prýðilega hagmælt. Vart er þó ofmælt, að ekki hafi sá tími alitaf verið mikiill, sem Guðlaiug hafði aflögu frá dagsins önn, ti'l að þroska þessa sérgófu sína. Hún á margar skemmtilegar endurminningar frá bernsku- og æskuórum sin- um í Hafnarfirði og frá sveita- dvöl og kaupavinnu sunnan lands og norðan, en görnul hefur hún varla verið, þegar hún fór að taka hendi til verks, bæði heima og heiman. Rösklega tvítug giftist hún Halldóri járnsmið Bachmann, en missti hann eftir tæpra tveggja ára sambúð og var þá vanfær að öðru barni sínu. Getur hver einn getið sér til um, hve létt voru kjör ungrar ekkju með böm á framfæri á þeim árum. ■Sex árum eftir andilát Halldórs, giftist Guðlaug Hirti Nielssyni, og bjuggu þau fyrst að Nesja völlum í Grafningi, síðan á bveim ur stöðum í Gaulverjabæ, en fluttu til Reykjavíkur fyrir tutt- ugu árum. | Jáfnah hefúr. Guðlaúg skyggnzt rjlengra en í búr og bæjardyr, hvort sem hún hefur átt heimili í sveit eða bæ og jafnvel meðan börn hennar voru í bernsku, tók hún virkan þátt í ýmsum félags- málurn og má ótrúlegt heita, hve miklu starfi hún hefur get- að afkastað. Einna óspörust hef- ur hún verið á krafta sína i Iþjónustu bindindishreyfingarinn- ar. Hefur hún átt sæti í Áfengis- varnarráði og Áfengisvarnar- nefnd kvenna og lengi gegnt þar formennsku og annast hjálpar- starf á vegum nefndarinnar. Ekki mun hún hafa lagt í vana sinn að dómfella með hörðum orðum þá, sem til hennar hafa leitað með vandamál sín og sinna, held- ur leitað úrræða til að styðja þá og styrkja. Hún hefur einnig skipað formennsku um mörg ár d nefnd, sem menntamálaráðu- neytið skipaði til að aðstoða ungl ingsstúlkur, sem óskað hefur ver- ið að vista á skólum og fóstur- heimilum hérlendis og erlendis. í mörg ár hefur Guðlaug verið í stjórn Félags Framsóknar- kvenna og einkum gegnt ritara- störfum með sérstakri prýði. í Styrktarfélagi vangefinna er hún ógætur liðsmaður og innan Kven félagasamfoands íslands hefur hún margt gott til mála lagt. Um önn ur félagsstörf hennar er mér síð- ur bunnugt, því að það er á þess- um vettvangi, sem leiðir okkar hafa legið saman. Jafnan hetfur mér virzt Guð- laug vera kona skapheit, við- kvæm og tilfinningarík. Mótlæti og lífsharmur leggst þyngra á fólk með þeirri skapgerð en þá, sem með bæruleysi geta leitt hjá sér vandamál einstaMinganna og samfélagsins. En henni hetfur þá lika gefizt á móti spaugskyn, glað lyndi og eiginleikinn að blanda hiklaust geði við sína samferða- menn. Með linum þessum árna ég Guðlaugu velfarnaðar á sjötugs- atfmælinu, þakka henni viðkynn- inguna og þann góða skerf, sem hún hefur lagt til framgangs þeim máletfnum, sem við hötfum starf- að saman að. Sigríður Thorlacius. trcjlofunarhringar Fljót afgreiSsla. Sendum gegr» póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður. Bankastræfi 12. og. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS ' Á þriðiudag verður dregið í 10. flokki 2.400 vinningar að fjárhæð kr. 6.900.000,00 Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja Happdrætti Háskóla ísiands 10. flokkur. 2 á 500.000 kr. 3 á 100.000 — 112 á 10.000 — 320 a 5.000 — 1.960 á 1.500 — Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 2.400 1.000.000,00 200.000,00 1.120.000,00 1.600.000,00 2.940.000,00 40.000 kr. 6.900.000,00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.