Tíminn - 10.10.1967, Side 3
MtlÐJUDAGUR 10. október 1967.
TÍMINN
íbúðarhúsiB að ífri-Hömrum /
*
Asahreppi brann sl iaugardag
SR-Berustöðum, mánudag.
Á laugardagskvöld s. I. kom upp
eldur í íbúðarhúsinu að Efri-Hömr
um í Ásahreppi. Fór húsið, sem
var járnvarið timburhús, mjög illa
í brunanum og er talið nær ónýtt.
Eldsins varð vart um kl. 20. Var
þá svo mikill reykur í íbúðinni að
ekki var hægt að komast að sím
anum til að hringja á hjálp. Var
ekið á næsta bæ og hringt í
slökkviliðið. Fjöldi manna úr ná-
grenninu kom fljótlega á vettvang
og litlu síðar slökkvilið frá Hvols
velli O'g Selfossi. Var gerð stýfla í
bæjarlækinn og vatni dælt þaðan
á eldinn.
Slökkvistarfið gekk seint þvi
Fjórir nýir umferða-
málaklúbbar stofnaðir
í s.l. viku stofnaði Baldvin p.
Kristjánsson á vegum Samvinnu-
trygginga fjóra nýja umferðar
máiaklúbba, sem kallast Örugg-
ur akstur — til viðbótar þeim 25
víðsvegar á landinu, er áður
höfðu verið myndaðir af sömu
aðilum.
Sá fyrsti _þessara fjögurra sfð-
ustu — Klúbburinn öruggur akst-
ur á Siglufirði — var stofnaður
þar á Hótel Höfn mánudaginn 2.
okt. s.l. Fundarstjóri stofnfundar
S ins var Jóhann Þorvaldsson k^nn
ari, formaður Kaupfélags Sigl-
firðinga, en fundarritari Hjálmar
Stefánsson gjaldkeri. Stjórn
.Siglufjarðarklúbbsins skipa þess
ir bifreiðastjórar: Sigurjón Steins
son, formaður, Jón Þorsteinsson
ritari, Jóhannes Jósefsson, með-
stjórnandi.
í varastjórn klúbbsins eru: Eg-
ill Stefánsson kaupmaður, Anton
V. Jóhannsson kennari. Árni
Magnússon bifreiðarstj.
Annar í röðinni — Klúbburinn
Öruggur akstur á Ólafsfirði — var
stofnaður þar í Félagsheimilinu
Tjarnarborg, þriðjudaginn 3. okt.
Fundarstjóri stofnfundarins var
Ármann Þórðarson kaupfélags-
stjóri, en fundarritari Stefán B.
ÓLafsson, múrari.
Stjórn klúbbsins skipa þessir
menn: Guðmundur Gíslason,
kranastjóri, Ólafsfirði, form. Ár-
Framhald á bls 14.
Jón Árnason skoðar sild á Rauf-
arhöfn. Tímamynd—Kári.
Síldin er komin
á Rauða torgið
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Síldargangan norðaustan úr
hafi er nú komin svo nærri
íslandsströndum að Iitlum erf
iðleikum er bundið að ná til
síldarinnar og koma henni
ferskri í land og vel söltunar
hæfri án þess að þurfa að ísa
hana eða geyma í saltpækli.
Síldin er yfirleitt stór og feit
og góð til söltunar.
Mikið barst á land af söltun
arsíld fyrir og um helgina og
var saltað á öllum söltunar-
stöðvum á Austurlandi og flest
öllum á Norðurlandi. í dag var
hins vegar ekki mikið saltað,
en mörg síldarskip voru búin
að tilkynna að þau væru á leið
til lands með afla, bæði áhafnir
á Norðurlandi og Austurlandi,
og var tekið til við söltun aftur
I kvöld.
í morgun var síldin um 100
mílur frá landi og stefndi á
veiðisvæði það sem kallað er
„Rauða torgið“ og hefur reynzt
mjög fengsælt undanfarin
haust. Er sjómenn og síldar-
saltendur mjög bjartsýnir á að
síldveiðin standi yfir í allt að
tvo mánuði enn, en um þetta
Ieyti í fyrra var mjög farið
að draga úr síldveiði, ag sumar
söltunarstöðvarnar hættar starf
semi. En þá kom síldin líka
nær tveim mánuðum fyrr upp
að landinu. Geta má þess að á
undanförnum tveim vikum hef
ur verið saltað jafnmikið á
Siglufirði og í allt fyrrasumar,
eða nær 10 þús. tunnur.
Það háir mjög söltuninni að
ekki er hægt að fá nógu marg
ar síldarstúlkur á söltunarstöðv
arnar. í þessum efnum er
ástandið sérlega slæmt á Aust
urlandi og á Raufarhöfn. Þótt
helzt vanti síldarstúlkur til
Seyðisfjarðar, er einnig mikill
hörgull á þeim á öðrum síldar
plássum á Austfjörðum. Tals-
vert hefur komið af fólki þang
að frá Héraði, en hvergi nærri
nóg. Liggur nærri að stöðvarn
ar þurfi helmingi fleiri sildar
stúlkur en nú starfa við sölt
un. Verður fólkseklan enn til-
finnanlegri þegar á haustið líð
ur, en á næstunni er búist \áð
mikilli síldarhrotu, ef veður
versnar ekki til muna.
Nokkuð er misjafnt hve mik
ið söltunarstúlkur fá fyrir að
salta í hverja tunnu, fer það
eftir stærð síldarinnar og hvort
þær þunfa sjálfar að haus-
skera og slógdraga síldina, en
að jafnaði fá þær um 70 kr.
fyrir hverja tunnu.
Á Siglufirði eru nú brettán
söltunarstöðvar. Ekki hefur
borið mikið á fólksskorti þar,
en mgrgt hefur komið úr nær-
sveitum til að vinna við síld
ina, nú eftir að hún fór að
berast að svo nokkru nemi
VILJA NÝJAN
ENDURTRYGG-
INGA SAMNING
Getur kostað borgarbúa
hundruð þúsunda
EJ—Reykjavík, mánudag.
Brunabótafélag íslands hefur
ritað borgarstjórn bréf, þar sem
tilkynnt er uppsögn á endurtrygg
ingarsamningi við Húsatryggingar
Reykjavíkur — en sá samningur
er gerður við Storebrand í Noregi.
Hefur Storebrand farið fram á
algjöra endurskoðun samningsins
— sem síðast var framlengdur án
breytinga —vegna þeirra miklu
bruna, sem orðið hafa í Reykja
vík á árinu — þ. e. brunarnir í
Lækjargötu og í Borgarskálum
Eimskipaféiags fslands.
Mál þetta var tekið fyrir á síð-
asta fundi borgarráðs og forstöðu
manni Húsatrygginga og ráðuneyti
þeirra í tryggingamálum falið að
taka upp viðræður um nýjan
samning. Má búast við, að hinn
nýi samningur feli í sér hækkuð
gjöld fyrir borgina, sem kunna að
nema hundruðum þúsunda eða
milljónum.
eldurinn var aðallega í einangrun
hússins. Þegar loks tóks að ráða
niðurlögum eldsins var húsið að
hálfu brunnið og allt mikið
skemmt af vatni og reyk. Eins
varð að rífa mikið af þiljum húss
ins til að komast að eldinum.
Nokkru tókst að bjarga af inn-
anstokksmunum, en húsgögn öll
urðu fyrir miklum skemmdum.
Fyrst í stað var haldið að kviknað
hefði í út frá kolaofni, en þegar
búið var að slökkva eldinn og far
ið að rannsaka eldsupptökin nánar
var jafnvel haldið að kviknað hafi
í út frá rafmagni, þó ekki vitað
með fullri vissu hvað olli brun
anum.
Bóndi á Efri-Hömrum er Óskar
Magnússon og hefur hann orðið
fyrir tilfinnanlegu tjóni.
Stal 22
þúsundum
KJ-Reykjavík, mánudag.
Ungur maður hefur verið hand
tekin í Reykjavík fyrir að stela
22 þúsund krónum frá gömlum
manni í Stykkishólmi. Þeir höfðu
verið við skál samaní vestur í
Stykkishólmi, og ungi maðurinn
stungið af með flugvél til Reykja
víkur með fenginn. 12 þúsund
krónur af fengnum fundust á
manninum, þar af 9 þúsund sem
hann hafði falið í sokkunum.
FUNDU 25
KINDUR ÚR
FLUGVÉL
GS-lsafirði, mánudag.
Þorsteinn Ólafsson, bóndi, fór f
flugvél að leita kinda nú á dögun
um. Með honum var, auk flug-
mannsins, Bragi Ragnarsson, for-
stjóri á ísafirði. Fundu þeir 25
kindur fyrir utan Flæðareyri í
minni Leirufjarðar. Vélbáturinn
Stígandi fór í gær til að ná í kind
urnar.
Er þetta í fyrsta sinn hér um
slóðir, að flugvél er notuð til fjár
leitar.
Framsóknarmenn Bolungarvík
Aðalfundur Framsóknarfélags Bolungarvíkur verður haldinn
n. k. sunnudag og liefst kl. 4 e. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfund-
arstörf. 2. Ræða; Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri.
— Páll Þorgeirsson, erindreki, mætir á fundinum Nánar auglýst
í götuauglýsingum. — Stjórnin.
Freyjukonur Kópavogi
Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, heldur aðalfund í félags-
heimilinu Neðstutröð 4. fimmtudaginn 12. október kl. 8,30 síðdegis.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.-