Tíminn - 15.10.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1967, Blaðsíða 1
BLAÐ II Leiðir flestra langferða- manna, sem landleiðis fara um norðlenzkar byggðr, liggja um Öxnada/lsheiði og Öxnadal. Á vetrum er heiðin oft erfið vegna snjóa. Á sumrin er dal- urinn prýði íslenzkra sveita. Hann á mikla sögu. Eftir hon- um rennur Öxnadalsá er sam- einast Hörgá úr Hörgárdal og fellur til sjávar skammt Era bæjunum Skipalóni og Ósi, sem báðir standa skammt frá sjó. Á Skipalóni stendur enn smíð'askemma Þorsteins Daníel sens, mosagróin og merkileg af hinum kunna eiganda sín um. Önnur skemma, aðeins fárra vikna gömul, stendur uppi á Öxnadalsheiði, við sama veginn þó og eru meira an 50 km. þar á milli. Heitir sú skemma Sesseljubúð og a ?ð veita nauðstöddum skjól, en sú mosagróna á að minna á fortí'ðina. Betri vegir og hraðskreiðari farartæki eru kjörorð tímans og krafa þeirra, sem þó miða sínar ferðir einkum við jörð- ina. Það er því ekki undar legt þótt menn flýti sér eftir megni, og þótt sálin verði kannski ekki alveg viðskila á slíkum þveitingi, má fullyrða, að of fáir njóta nú ferða sem skyldi. Áfangasta'ðirnir og klukkan er þeim allt. Enginn tími að skoða byggðir. Þó niun enginn fara framhjá Hrauni eða Steinsstöðum í Öxnadal, að hann ekki minnist „listaskálds ins góða“ ef ferðamaðurinn er ÍSlendingur. Og þá koma í hjg ann fleiri eða færri ljóðlínur visur eða jafnvel kvæði Jónas- ar Hallgrímssonar, þar sem hann opnaði mönnum sýn á fegurð náttúrunnar. Vera má, að í hugann komi þá einnig aðeins fárra ára atburður og að menn sjái i huga sér flutn- ing jarðneskra leifa Jónasar heim að Bakka í húmi nætur og þaðan aftur undir lögreglu- vernd. Við veginn á einum stað er afgirtur reitur, Jónas- arlundur. Þar vex nú skógar- gróður og inni í honum er sjónskífa eða hringsjá, sem bendir ferðamönnum á fjöllin umhverfis og segir nöfn á þeim. Við himin ber Hraun dranga, undir þeim er Hrauns- vatn, sem úr rennur töluverð á og hverfur í jörðu niður. Á bökkum Öxnadalsár eru víða fagrar grundir og þar er mynd- arbýlið Hraun og „bændabýlin þekku“ bæði austan ár og vest- an, víðast reisuleg með mikl- um ræktarlöndum. En byggðin hefur breytingum tekið, kot- býli horfin en hin stækkað. Allt þetta á sér sína sögu. Einn dag um göngur datt mér í hug að bregða mér vest ur í Öxnadal í leit að ævin- týrum. En í þetta skiptið skyldi bregða vana nútímaferða manns og aka lítið hraðar en fyrr var farið á hestum. Til þess að sú ferð mætti takast á þann veg, að verða fróðleiks- för, fékk ég með mér gamlan Öxndæling, Ólaf Jónsson, Oddía götu 3 á Akureyri, sem lengi vann við Kaffibrennslu Akur- eyrar, eftir að hann hætti bú- skap í dalnum. Hann var fús til farar og voru á honum eng in ellimörk, þótt aldurinn sé orðinn hár, maðurinn kominn á níræðisaldur. Skjótur var hann í heimanbúnaði og stóð í dyrum úti er ég kom að sækja hann. Öxnadalur er hans dalur og Ólafur lék við hvern sinn fingur. Við nutum þess Veður var heitt og pilturinn sveittur og rykugur. Þor- steinn bauð honum að ganga i bæinn, enda var þar gestrisni. Um leið og þeir ganga fram hjá eldhúsdyrum kallar Þor- steinn til konu sinnar: Gefðu mér svilítið volgt vatn í litla balanum elskan mín. Ég ætla að þvo svolítið ‘fram- an úr honum Þorsteini. Það er að vaxa mosi á honum. Næsti bær er Hlaðir, þar sem Ólöf skáldkona bjó með Hall- dóri Guðmundssyni manni sín um í litlu húsi. Þar kom ég oft því að vinátta var í milli. Möðruveliir. Þá eru Björg, Litli-Dunhagi, Stóri-Dunhagi, en á milli þeirra var áður Dunhagakot, þá Þríhyrningur og Auðbrekkutorfan. í Auð brekku býr nú Stefán Valgeirs- son alþingismaður o.íl., og þar var bær, sem Sviri hét, allir þessir bæir handan ár og norð- an. Við lítum nú okkur nær og þar blasir við okkur Djúp- árbakki. Þar bjó einu sinni Stefan nokkur, sem margt skrít ið er eftir haf-t. Han-n sagði svo frá brunanum mikla á Möðruvöllum, þeim næst sí'ðasta, að þar hefði skaðinn Hraun í Öxnadat. (Liósmyndirnar tók E.D.) að vita gangnamenn í góðu veðri, en undruðumst hins veg ar hið einkennilega mistur, sem veðurfræðingar sögðu að væri verksmiðjureykur sunnan úr álfu, hvar tært skyggni er jafn fágætt og slíkt mistur er hér. Frá Akureyri liggur leiðin fyrst um Krækiingshllíð, þá yfir Moldhaugaháls og Þelamörk með Hörgsá á hægri hönd. Þegar komið er fnam að Bægis á, skiptist daiurinn í Hörgár- dal og Öxnadal og liggja þeir báðir mjög til suðurs en milli þeirra brött fjöll og há. Öxnadalur varð fyrir valinu, er gerður var akvegur til Skagafjarðar. Þegar við komum á Mold- haugaháls cr Skipalón blasti við, skammt frá ósum Hörgár sagði Ólafur eftirfarandi sögu af Þorsteini Daníeisen: Kirstj- án nokkur á Hamri á Þela- mörk kom eitt sinn í Skipalón með landskuildargemlingana. Halldór og faðir minn voru fermingarbræður, sagði Ólaf- ur, og munu hafa verið eitt- hvað skyldir. Litlu norðan við Tréstaði drukknaði Ólafur Davíðsson í Hörgá. En fáum metrum norðan við núverandi Hörgárbrú, þar sem heitir Stað arhylur, drukknaði Jón Jóns son frá Skriðu, ungur maður. Ilann, ásamt Stefáni Mars- syni, voru að fara yfir ána á hestum á veikum ís. Þetta mun hafia verið veturinn 1894—1895. Norðan Hörgár er Ós aust- ast, gamalt og gaimallegt stór- býli, þá Ásláksstaðir og Hof, fyrrum prestsetur. Þar bjó séra Davíð Guðmundsson prófastur, afi þjóðskáldsins, Davíðs Stef ánssonar og lengi síðan börn sépa Davíðs, þau Hannes og Valgerður. Nú er tvibýli á Hofi. Skammt þaðan eru Brekkurnar og Kotin, einnig nýbýlið Hofteigur, Þrastarhóll, Hallgilsstaðir, Spónsgerði og brunnið. Alit logaði, koltjaran, hrétjaran, hin tjaran og bikið. Við ökum nú framhjá Lauga landi á Þelamörk, þar sem mikið magn af heitu vatni rennur dag og nótt og engum ennþá til gagns, þótt lítill hluti þess hiti upp myndar- legan heimavistarskóla og bæi arhús Einars bónda og hrepp stjóra Jónassonar. Á Vöglum vex nú skógur í friðuðu landi. Þar bjó faðir minn, segir Ólafur. árið 1888— 1889. Umboðsmaður jarðarinn ar var Einar í Nesi. Hann byggði foreldrum mínum út, vegna þess að þau tóku í hús mennsku bláfátæk hjón, sem hvergi áttu samastað og gerðu það að umboðsmanni forspurð- um. En foreldrar mínir, Jón og Anna Miagnúsdóttir fluttu að Vöglum frá Varmavatnshólum. Reiddi móðir mín mig í fangi en hafði Jón bróðir minn, sem var tveim árum eldri, á baki. Vaglir var nytjagóð jörð. Þar bjó Sigurgeir nokkur úr Flljótum, langa búskapartíð. Sig-urgeir þessi var tvígiftur og man ég seinna brúðkaup hains, einkum frásögn Gríms Bjarna- sonar í Dunhagakoti, sem orð- aði þetta allt á allt annan og gróflegri hátt en ég hafði van izt að heyra um fólk. En þessi síðari kona Sigurgeirs var Ólöf Manasesdóttir. Þegar bíllinn rann um hlað- ið á Steðja, þuldi Ólafur sög- una um hrafnana, sem þar fundust eitt sinn blóðmarkaðir í húsi, teknir upp. í skuJd. Það er gömui saga og þeim óviðkomandi, sem þar hafa búið síöustu mannsaldrana. Ég kom oft á Steðja, segir Ólafur ennfremur, á meðan Snorri og Emma bjuggu þar. O.g eitt sinn komu þau hjónin heim í Skjald arstaði í heimsókn. Ég var þá einn heima, en sem betur fór var ég ýmsum húsverkum van ur, hafði lært af móður minni. Og í þetta sinn var ég búinn að baka lummur er gestina bar að garði og reyndi að bera mig ve'l Við ökum nú gégri um tún- ið í Skógum. Bær þessi stóð fyrrum miklu ofar en feögarn- ir Baldvin og Sverrir fluttu hann niður fyrir brekkurnar. En þessi miklu tún hér niðri á flatlendinu mun Marinó Stef ánsson hafa byrjað að rækta á meðan hann bjó þar með móður sinni og systkinum. Við Ólaifur nemum lítið stað ar, húsvitjum hvergi og þótt ÓLafur virðist þekkjia hverja þúfu, svo maður nú ekki tali um bæina og fólkið og ættir þess, er ekki támi til annars en stikla á stóru. _Hér var ég í fjögur ár, segir Ólafur þegar viö komum að Ytri Bægisá. Þar var að ýmsu leyti gott a& vera, og ekki vissi ég til þess fyrr eða síðar að séra Theodór prestur þar, ætti sér óviÆiBar- mann. Hann bjó fyrst með systur sinni og farnaðiat þá búskapurinn vel. Síðan kvænt- ist hann og tengdamóðir hans kom þangað líka. Þá varð þetta ósamstæðari hópur og gekk' á ýmsu. Stundum var pylsaþytur nokkur, en aidrei heyrði ég prest segja styggðaryrði og fannst þó stundum ástæða til. En hann gekk gjarnan um gólf og raulaði fyrir munni sér, þegar geðsvoiflur annars heim- ilisfólks feog-u útrás. Við prest- ur slógum oft af kappi, þvd hann var siáttumaður góður, einkum á s&áttu. En ég klapp aði fyrir hann Ijáiua og hann sat hjá mér á meðan og wra það ánægjulegar stundir. Einu sinni fór ég með honum í kaupstað, ríðandi. Það er sú skemmti'legasta kaupstaöarferð sem ég hefi farið. Þá sagði hann mér frá skóLaárum sín- um og ýmsu frá uppvaxtarár- unurn. Eftir það skiLdi ég hann betur og þótti meira til hans FramhaLd á bLs. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.