Tíminn - 15.10.1967, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.10.1967, Blaðsíða 10
22 2 ára ábyrgð RCAVtCTOR^^... O M bjoSum við á R C A siónvarpstækjum sem ein- göngu eru ætluð fyrir íslenzka sjónvarpið- Allar nánari upplýsingar veittar hjá R C A - umboðinu, Georg Ámundason & Co., Suðurlandsbraut 10- Símar 35277 og 81180 Sovézk bókasýning Sýning á sovézkum bókum að Laugavegi 18, — dagana 17.—30. október. MÁL OG MENNING MEZHDUNARODNAJA KNIGA • Þar sem háir Skólabörn í síldarvinnu? FrajnhaW af bls. 24. kynningu ráðuneytisins að leyfið sé bundið því að hlutaðeigandi skólanefndir og skólastjórar æski þess. Kristján Ingólfsson, skólastjóri á Eskifirði. sagði Tímanum í dag ag skólastjórar fyrir austan hafi rætt þessi mál sín á milli og kom ist að sameiginlegri niðurstöðu. Fundur þessi hafi farið vel fram og æsingalaust. Kvaðst hann harma þann anda sem fram kem ur í frétt um fundinn sem birtist í Þjóðviljanum i morgun, þar sem verið sé að gera þetta að æsingamáli. Samþykktin sem gerð var á fundinum er ekki árás á menntamálaráðherra, eins og látið er í veðri vaka. Líta má á þetta vandamál frá tveim hliðum og ekki komi til mála að skólastjórar á Austurlandi gerist frumkvöðlar að því að loka skólum, og segi þeir i þvi efni eingöngu þá skoð- un sína. Skólastjórar framhaldsskóla á Austurlandi héldu með sér fund á Reyðarfirði í gær, þar sem til- kynning menntamálaráðuneytisins var til umræðu. Samþykktu skóla stjórarnir eftirfarandi ályktun. Vegna tilkynningar menntamála- ráðuneytisins, þar sem það heim ilar fyrir sitt leyti, að skólanem endur framhalds- og unglinga- skóla á þeim stöðum, sem skortur er á starfsfólki til síldarsöltunar getur fengið leyfi frá skólavist til vinnu, ef hlutaðeigandi skóla nefndir og skólastjórar æskja þess vilja skólastjórar unglinga- og framhaldsskóla á Austf jörðum taka það fram, að með tilliti til velferðar stofnana þeirra, er menntamálaráðherra hefur falið þeim að stjórna, sjá þeir sér ekki fært fyrir sitt leyti að æskja þess við hið háa ráðuneyti að heimild fyrrgreindar tilkynningar komi til framkvæmda. Á það skal bent, að möguleikar austfirzkra unglinga til framhald andi náms að loknu unglingaprófi hafa farið þverrandi undanfarin ár sökum framhaldsskólaskorts fjórðungsins. Prófárangur hefur verið*látinn ráða um skólavist í framhaldsskólum. Skerðing skóla tímans hlýtur að þýða lakari náms- árangur og þar með lá'kari sam- keppnisaðstöðu. Enn skal á það bent að hæstvirtur menntamála- ráðherra, svo og ýmsir aðrir framámenn skólamála, hafa oft- lega látið í ljós þá'skoðun að menntunin sé bezta fjárfesting sem völ er á. Fundurinn lýsir sig samþykkan þeim skoðunum og tel ur því hvers konar truflanir á skólahaldi óæskilegar. Það hefur löngum verið siður á Norðurlandi að gefa skólanem endum frí á síldarsöltunarstöðum, þegar mikill afli berst að og fólk vantar til söltunar. Enn virðist þessi siður í góðu gengi fyrir norð an. Tíminn hafði í dag tal af skóla stjórum unglingaskóla. á nokkrum síldarstöðum á Norðurlandi og gefa þeir allir frí í skólum sín- um þegar þörf er á vegna síldar söltunar. Guðmundur Eiríksson, skóla- stjóri Barnaskólans á Raufarhöfn, en við þann skóla eru tvær ungl ingadeildir, sagði að kennsla i barnadeildunum hafi byrjað á réttum tíma, en hann sæi sér ekki fært að hefja kennslu í unglinga deildunum fyr en eftir vikutíma. Unglingarnir eru allir í síldar- vinnu, en það verður ekki lengur en fram að veturnóttum, sagði Guðmundur, og vil ég láta ungl ingana koma í skólann um næstu helgi. Annað er það að hér skort ir kennara og er ekki hægt að hefja skólahald í framhaldsdeild- unum fyr en hann kemur. Sigurjón Jóhannesson. skóla- stjóri Gagnfræðaskólans i Húsa- vík, sagði að þar hafi síldarsöltun verið heldur dræm undanfarið og TÍMINN Framhald af bls. 14. brekku , bjó sáðast Jón Brynj ólfsson. Þar litlu ófar er Þver-. brekkuvatn og í því er silung ur. Bæjarlækur rennur við bæ inn í Þverbrekkú. Gróf hann frá sér, og komu þar upp mannabei.n, m.a. mjög heilleg hauskúpa. Kristinn Gíslason, sem þar bjó þá, sagði, að ekki hefði maður sá haft tannpínu, svo heilar voru tennurnar. Mun hann hafa komið haus- kúpunni í vígða mold. Hrauns- fcófði, þar var síðast bóndi SteindórPétunsson. Frammi í Öxnadal austan- verðum ,,eru þessi eyðibýii tal- ið frá Bægisá: Neðstaland, og mun Jólíannes Öm Jónsson, síðar á Steðja, hafa búið þar síðast, Miðland, þar bjó síðast Sigurður Eggerts frá Hrauni, nú á Efstaiandi, Geirhildar garðar, en þar bjó síðast Krist jan Kristjánsson, Fagranes og Gloppa. Friðjón Rósantsson bjó síðast i Gloppu, en þeir feðgar Haraldur og Tryggvi siðast í Fagranesi eða ef til vill maður að nafni Frið- rik um skéið áður en jörðin fór í eyði. Að síðustu má svo nefna bæinn í Vaskárdal. Hans saga er dularfuil og á þá leið að þangað hafi strokið maður og kona úr Eyjafirði, yfir fjöll ín. En þau engu ekki að eig- ast. En pilturinn hét Vaskur og segir frá þessu í gömlum ritum. Mér skilst að þú hafir á mörgum stöðum búið? — Já, fýrst á Skjaldarstöð- um, méð'móður minni ug sysiruim 1910—1913. En 1910 var )ón bróðir lengi ve-ikur. Síðan fluttist ég til Theodors prests á Bægisá og var þar í fjögur ár, fyrst ráðsipaður eða vinnumaður en síðast bjó ég á parti af jörðinni. í millitíðinni var ég þó eitt ár á MöðruvöB- u:n. Ég kvæntist árið 1915. Við bjuggum 1920—1921 í Hallfríðarstaðakoti og eftir það í Miðlandi í sjö ár, síð- an níu ár í Hraunshöfða. Það var 1928—1937. Þaðan flutt- ist ég svo til Akureýrar og fór ekki glaður úr Öxnadal segir Óiafur og hefur nú haldið fyr- írlestur bæði mikinn, langan og einkar fróðlegan, þótt ekki sé hann allur skráður. En eins og sjá má af framansögðu er byggðin orðin gisin i fram- Öxnadalnum. Fremstu byggð- ir bæir eru Engimýri og Háls. Vi® Ólafur ökum hægt og rólega heim dalinn. Upp eru rifjaðir atburðir bæði gamlir því ekki þörf á að gefa frí í skól anum til þess að nemendur geti farið í söltun nema rétt einstaka sinnum. Hitt væri annað að sjálf sagt væri að hlaupa undir bagga ef síldarhrota kemur og gefa frí dag og dag þegar þörf er á vinnu krafti. Þó yrði ekki gefið frí nema í eldri bekkjunum en stúlk ur þar eru flektar alvanar síldar söltun. Hins vegar kæmi ekki til mála að gefa landsprófsdeild frí til síldarsöltunar. Skólastjgri Gagnfrieðaskólans á Siglufirði, óJóhann «iJóhannesson sagði, að síldarsaltendur hafi farið fram á að skólanum yrði lokað um tíma meðan síldársöltun stend ur yfir. Ekki kemur það þó til mála, en sjálfsagt er að reyna að liðka til í þessum efnum eins og hægt er, og gefa frí til söltunar þegar mildð berst að/jSuma daga eru allt að 60 skólanemendur á Siglufirði í fríi og vinna þá við söltunina. Engin söltun var í gær eða í dag svo að allir nem endurnir eru í skólanum. og nýir. Stór tíðindi hafa oft geizt í dalnum, bæði ill og góð. Til .hi.nna válegri teljast t.d. þjm er þar urðu 1871, er bóndínn á (Jili, með aðstoð drengs frá Bakkaseli rak hross í Grjótárdal og fórust þau. Hrossin voru úr Skagafirði og leituðu mikið í tún og engjar Gilsbóndans. Af þessu er mik il saga og hefur margt veri® um þetta skráð. Em um það bil hálfri öld fyrr dó unglings piiturinn Þorkell Pálsson, að eins 16 ára, smali á Þver- brekku af mannavöldum. Mála ferli spunnust af þessu eins og von var, og þó einkum 15 ár- um síðar, er málið var á ný tekið fyrir. — Þú varst að sögn góður glímumaður, Ólafur, en hvern ig mátti það vera þar sem þú ert svo hailtur og annar fótur- inm mun skemmri en hinn? Von er að þú spyrjir, maður. Ég fókk illt í fót er óg var innan við fermingu og þá gekk bein út úr ristinni á vinstra fæti. En sama veturinn veiktist ég í mjöðm, hægra megin. Þetta olli miklum þjáningum sjúkrahúslegum og _ æfilangri föflun að nokkru. Ég glím^i þegar ég skreið samain úr mestu veiikindunum og þrosk- aðist. En mikill glímumaður varð óg auðvitað aldrei, sem ekki var von. Lítið gat ég hlíft mér við vinnu, þótt ég væri haltur. Við glimdum í Strákafélaginu, sem var stofn að 4. júní aldamótaárið og síð at váf gefið nafriið Ungmenna félag Öxndæla og enn lifir. Stelpurnar komu fljótlega í félagið, þótt nafnið benti ekki til þess, að það væri þeim ætl- að. — Komstu nokkru sinni í bland við tröll eða huldufólk? — Ekki trölil að minnsta kosti. Og skyggn hefi ég aldrei verið. Hinsvegar sá ég einu sinni þá sýn, sem mér líður seint úr minni og hefi ég aldrei skilið. Við vorum þrjú að snúa heyi sunnan og neð- an við Ytri-Bægisá. Þá verður mér Litið í Miðhálsstaðaháls. Sé ég þá að Kristmundur Kláus son óg Kristín kona hans eru að taka upp mó og þar skammt frá eru börn að leik. Segi ég þá við konurnar, sem með mér voru, konu mína og Sigríði prestsdóttur, að nú sé Kristmundur heppnari en Lár us (bóndi, sem bjó þar áður) og hafi fundið mó í Litlaflóa. Þær litu þangað og sáu það sama og ég. Litlu síðar hvarf sýnin. Þessi sýn var svo skýr og glögg, að við sáum þetta fólk margfalt skýrar en þótt þessi hjón hefðu þarna verið. En bangað höfðu þáu ekki komið. jafnvel litina á fötum Kristínar man ég og sá þá eins, glöggt og ttún stæði ör- skammt frá méi Á hálsi þess- um vex nú skógur, sem nú býr sig undir vetrardavla. Drauga hefurðu þó séð, eða ekki trúi ég öðru, segi ég nú við Ólaf. O, það getur varla heit-ið. því mér var aldrei sú gáfa ge-fin, að sjá nokkurn 9kapaðan hlut, sem aðrir sáu ekki. Og svo var ég aldrei myrkfælinn. '‘Auðvitað sá ég bæði eitt og annað, en mér var venjulegast ann-að ofar í huga en draugar, ef ég skyldi ekki hvers kyns var. Ég man það c.d. ein-u sinni, að ég sá vofu a Bægisá og það höfðu reyndar fleiri séð og sumir orðið hræddir. Já, svo sá eg vofuna einu sinni. Hún leið inn í kirkjugarðinn og hv-arf SUNNUDAGUR 15. október 1967. hólar j>ar. Ég sá bana á eftir henni. Ég varð meira en lítið hugsi og þótti illt aö missa þessar- ar veru, ef hún ætti við mig eitthvert erindi, því ekki ótt- aðist ég, að hún færi að troða við m-ig neinar ilisakir. En sem ég stend þarnia og brýt heilann, í stað þess að hlaupa i-nn og segjia frá dularMlmn atburði, fékk ég skýringuna. Það hafði ve-rið færður til olfu lampi með ljósi á, inni í hús- inu og það var Ijósgeisli en ekki vofa, sem ég sá. Þannig hefur það oftar verið. IHns- vegar er ég ekki frá því, að eitthvað hafi forðað mér frá því nokkrum sinnum að týna lífinu, og þetta eitthivað kann ég ekki að skýra. Ég fneástað- ist t.d. eitt sinn til að stökkya yfir árspræn-u milli kletta. Ég gerði mér ekki grein fyrír bvi fyrr en á eftir, a® þetta var hreinn kjánaskapur eða óðs manns æði, því lengra var á milli klettanna en ég hugði. Það var eins og stutt væri við bakið á mér í stökk-inu og yfir komst ég heill á húfi. Við Ó-lafur höfum nú öðru hvoru farið sporliðugt, en oft numið staðar. Nú minnist ég þess, að eitthvað er til drykkj ar í gftursætin-u og seilist í kaffihrúsann. Þá erum við komnir að Jóna-sarluindi. Það er sjálfsa-gt að fara þangað og drekka kaffið. Það er ofur- lítil hlý sunnangola, la-ufvind- arnir. Víða eru lyngbrekkur orðnar rauðbrúnar á litinn, gna-sið farið að fölna í byggð, en geir-ar enn fag-urgrænir upp til fjallanna, þar sem gróður inn hefur verið að vaxa fram á haust og þar sem sauðféð hefur gætt sér á ný-græðingn- um fram að gön-gum. Við velj- um okkur skjól við beinvax in birkitré inni í lundinum. Punturinn nær okkur í mitti, Ólafur v-aldi þennan stað á sín-um tíma, ásamt öðrum á hugamönnum, þegar ákveðið var að búa tii Jónasarlund. Ljóð Jónasar renna nú af vör- um hans í hrifningu. Þá stund og aðra á skammdegiskvöldi, er Davíð S-tefánsson frá Fiagra- skógi las mér miidum rómd n-okkur ljóð Jóniasar, hefi ég komizt næst þ-eim töfrasprota Jónasar Hallgrimssonar, er hann lauk upp augum fólks- ins með og gerði það sjáandi á dásemdir náttúrunnar og unnendur hennar fram á þenn an ^ag. D'egi hallar óðum og ég vík talinu að bændum sveitarinn- ar og fræðist enn um menn og málefni daisins nú og fyrr, sem væri efni í heila bók, frern- ur en blaðagr-ein. Og ég fræð- ist um það um leið, án þess •að orði sé að því vikið, að þ-essi öldnngur, sem komdnn er yfir áttrætt og bjó löngum við fremur þröngan hag í þessari sveit flest sín mann dómsár, fatlaður maður frá æsfeu eða ein.s og hann sjálf- ur sagði „haitur o-g skakkur, eins og hvert annað viðund- ur veraldar," skuli bregða ann arri eins birtu á frásagnar efni sitt. Að þar skuli ebki votta fyrir kaia tii nokkurs manns eða neitt skorta á fulla virðingu og vinsemd. Hdn erfiða ganga hans sjálfs hef- ur hvorki smækkað hann eða gert hann bitran í lund. Öxna- salurinn er honum kær, sam- ferðafólkið vinir hans og efcki þanf daiurinn að bera kinn roða fyrir þennan aldna en síunga fóstursyni BJD. $

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.