Tíminn - 19.10.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1967, Blaðsíða 14
✓ 14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 19. otí&uw ltffi EPLIN Framhald al bls. 16 „Á s. 1. ári fluttu íslendLngar inn um 2000 lestir af eplum,,en af því miágni voru aðeins um 146 lestir frá Danmörku eða um. 7%. Finnst Dönum^ a@ þeir ættu að geta selt íslend ingum talsvert meira magn, einkum (þegar á það er litið, að Danir hafa að ýimsu leyti betri aðstöðu en margar þjóðir aðr ar, er hafa þó selt meira magn til ísiands af þessari vöru. Danir bjóða til dæmis lægra verð en aðrir, skipaferðir eru tdðari milli íslands og Dan- merkur en nokkurs annars liands, sem selur íslendingum epli, flutningsgjöld eru i lág marki milli landanna, og loks hefir dönskum eplaræktar- mönnum tekát aö rækta ýmsar tegundir, sem áður þekktust þar ekki, og tekizt það mjög vel. fslendingar geta því sparað dýr mætan gjaldeyri með því að leggja meiri áherzlu á slík kaup í Dammörku. En hafa verður fleira í huga en gjialdeyrissparnað ein- an, og menn verða einnig að at huga, hver gæði þeirrar vöru eru sem keypt er til landsins og síð an boðin til sölu. Þær húsmæður, sem lagt hafa leið sína í Hallveigarstaði að und anförnu, geta bezt um það dæmt, að þær eplategumdir, sem þar hafa verið notaðar við matargerð og fconum jafnfrámt verið gefinn toostur á að bragða, eins og ávöxt urinn kemur af trjánum, eru hin ar beztu og ódýrustu, sem fást til matargerðar og áts. Það er líka staðreynd, að loftslag í Dan mörku — hæfileg umskiþti skins og stoúrs — er mjög heppilegt til eplaræktar. Að vísu fá danskir eplaræktarmenn ekki eins mikla uippskeru af hverri einingu lands og starfsbræður þeirra I ýmsutn öðrum löndum, en af því að ávöxt urinm vex hægar í hinni mildu veðráttu Danmerkur, verður hann þrungnari enn meiri safa og bragðgæðum en ella. Fjölmargir Danir rækta epli til heimilisneyzlu, en undanfarinn manmsaldur hefir eplarækt orðið að sjálfstæðum atvinnuvegi þar í landi, og fer mikilvægi hans ört vaxandi. Eru margvislegar á- stæður fyrir því skjóta gengi, sem þessi atvinnuvegur hefir átt að fiagna, svo að hann er orðinn ár, viss þáttuf í gjaldeyrisöflun þjóð arinnar. Meðal anmars er sú stað reynd, að af þvr að danskir epla ræktendur hafa farið nokkuð seint og hægt af stað, hafa þeir getað hagnýtt sér reynslu annarra., til einkað sér fullkomnar ræktunar aðferðir og varnir gegn alls kon ar sjúkdómum og skaðlegum skor dýrum, sem hrjáð hafa eplarækt með öðrum þjoðum. Ávaxtamat er einmig mjög strangt hjá Dönum, en það hefir aftur leitt til þess, að þeir hafa getað unnið sér markaði beggja vegná jámtj alds — og í báðum markaðsbandalögum. Hins vegar er því ekki að leyna, að markaðs myndunin hefir bakað þeim margs konar vamda, og þess vegna leit ast þeir við að auka eplasölu til þeirra landa, sem standa utan bandalaganna — svo sem íslands. Þar við bætist, að ísland þarf ekki að vernda neina ávaxtarækt fyrir útlendum aðilum. í Danmörku gera menn greinar mun á áteplum og matargerðar- eplum, þar sem sumar tegundir eru einkum heppilegar tii áts eins og þær koma af trjánum, en aðrar þykja betri til notkun ar við matargerð. Enn er svo um að ræða tegundir, sem eru ágætar, hvor notkunin sem höfð er í huga.“ Helztu eplategundir þær, sem Danir framieiða, eru GrSsten, Cox Orange, Lobo, Ingrid Marie, Belle de Boskoop og Golden Delicious. Eru þessi epli til reiðu í sýning arsölunum í Hallveigarstöðum. Chr. Thomsen kom hingað til lands í gærkvöldi og fer utan á föstudaginn. Hefur hann m. a. farið í verzlanir í borginni og eins rætt við framámenn íslenzks landbúnaðar, svo sem þá Þorstein á Vatnsleysu, Halldór Pálsson, búinaðarmálastjóra, og Svein Tryggvason, f ramkvæmdastj óra i^ramleiðsluráðs. RÍKI5STJÓRNIN l,'ralmii » - A fundi BSRB var ákveðið að kaila saman aukaþing Banda lagsins, og mun það væntanlega koma saman uim miðja næstu viku. V J fundi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja var einn- ig samþykkt mótmælayfirlýs- ing, jg fer hún hér á eftir, en síðan birtast yfirlýsingarnar frá Einingu á Akureyri, Iðju í Reykjavík og Trésmiðafélaginu. í frétt frá BSRB um ákvarð anir stjórnarfundarlns segir svo: „Á fundi stjórnar BSRB í dag var eftirfarandi ályktun sam- þykkt með öllum atkvæðum: Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harðlega þeim ráðstöfunum í efnahags- máium, sem boðaðar eru í fjár- lagafrumivarpi og fram koma í frumvarpi til laga um efnaihagis- aðgerðir. Kaupmáttur launa opinberra starfsmanna hefur ekki aukizt á undanfömum árum í hJutfalli við auknar þjóðartekjur. Ailar þær verðhækkanir, sem af þessum ráð stöfunum leiða, munu valda beinni, stórfelldri kjaraskerðingu launiþega, þar sem þær fást ekki bættar í kaupgjaldsvísitölu, en meginþorri hinna nýju álaga eru verðhækkanir á brýnustu neyzlu- vörum og nefekaltar og koma því þyngst niður á þeim lægst laun- uðu og fjölmennum fjölskyldum. Þeirri tekjuöfiun ríkissjóðs sem nauðsynleg er vegna ríkjandi á- stands í efnahags- og atvinnumál- um þjóðarinnar ,ber að mœta með öðrum ráðum. Á sama fundi stjórnarinnar var ákveðið að kalla saman aukaþing bandalagsin.s um miðja næstu viku til að fjalla um kjaramálin með fcliðsjón af nýjum viðhorf- um. ‘ Stjórn Einingar á Akureyri sam þykkti einróma eftirfarandi yfir- lýsingu 16, okt. s.l.: ..Stjórn Verkalýðsfélagsins Ein ingar mótmælir harðlega þeim rniklu verðhækkunum á nauðsynja vörun. sem nýlega hafa orðið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og fordæmir frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi og gerir ráð fyrir stóraukinni skattheimtu, hækkui. vöruverðs, en stöðvun dýrHfiaruppbóta á laun. Stjörnin vill benda á, að með þessum ráðstöfunum eru núgild- and' kjarasamningar verkafólks að engu gerðar og að verkalýðs- samtókin nljóta að snúast til varn ar nn þegar Vill stjórnin í því sambandi taka undir ályktun mið stjórnai 4SÍ um þessi mál og skorar á stjórn heildarsamtak- anna að skipuleagja aðgerðir til að hrinda árás þessari. S-iái ríkisstjórnin ekki önnur úrræði til að mæta fjárþörf ríkis sjoð1 en pau að þrýsta lífskjörum hiniio lægst launuðu niður á al- gert hungursstig. ber henni að segj? -af sér tafarlaust" Áfc’ktun Iðju er svohljóðandi: ..Fundur haldinn í stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykja- vík, miðvikudaginn 18. okt. 1967, mólmælir þeim efnahagsráðstöf- unum. sem hæstvirt ríkisstjóm hefur boðað. en þær valda m.a. miklum verðhækkunum á brýn- ustu íífsnauðsynjum láglaunaðs iðnvnkafólks. Iðnverkafólk hefur í ár búið við skertar atvinnutekjur og á nú yfirvoiandi atvinnuley.si vegna lé- legrai afkomu iðnfyrirtækja, en það má aftur rekja til skefja- lausrar innflutnings á fullkomn- um íðnaðarvörum. Fyrir þvi vill fundurinn benda á, aö hæsti' ríkisstjórn og Alþingi æt.tu 'yrst og fremst að draga úr þjóðhagslega óskynsamlegum framkvæmdum og gæta sparnaðar í hvívetna tii þess að afgreiða greiðsiuhallalaus fjárlög Fundur- inn vili beina þeim tilmælum til hæstv. ríkisstjórnar, að teknar séu upp viðræður við verkalýðshreyf- inguna um þær efnahagsráðstaif- anir sem verkalýðshreyfingin gæ’’ sætt sig við. N'áist ekki samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar, skorar stjórn Iðju a verkalýðssamtökin að beita ölluni tiltækum ráðum tii að koma í vee fyru að kjaraskerðingin nái iram afc ganga“ Trésmiðafélagið samþykkti eft- irfarandi ályktun: ,Félagsfundur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur haildinn 17. okt. 1967 mótnnælir harðle.ga þeirri vald- níðsiu ríkisstjórnarinnar að rifta einhliða grundvallaratriði kjara- samninga verkalýðshreyfingarinn ar. er ríkisstjórnin sjálf stóð að, um greiðslu vísitöluuppbótar á kaup Kjaraskerðingu þeirri sem ríkis stjórnin hefur boðað og kemur þyngst niður á efnaminnstu þegn um Ojóðfélagsins, mótmælir fund urinn eindregið, sem ranglátri og ástæöulausri ráðstöfun, sem frá- leitt. sé að verkalýðshreyfingin uní. Þá iýsir fundurinn furðu sinni á markleysi yfirlýsinga ríkis- stjórnarinnar um svokallaða „verð stöðvun‘“, sem augljóslega hafi haft þann helzta tilgang að koma í veg fyrir kauphækkanir til laun þega. Funaurinn hvetur eindregið sam tök verkalýðsins til samráðis og einhuga samstöðu til varnar því að rikisvaidið brjóti þannig gerða samninga við verkaíýðshreyfing- una og til sóknar fyrir því að dag vinnutekjur einar nægi til menn ingarMfs“ HVAÐ LÍÐUR .... Framhald at Ols 3. framan, er þegar kominn til framkvæmda og hve um- fangsmikil er hún? B. Á hvaða stigi er undir- búningur skv. 2. og 3. lið? C. Hefur verið ákveðið að hve mikfcu leyti húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar verði nýtt fyrir aldraða sjúklinga, þegar Borgar- sjúkrahúsið kemst í notk- un?“ STEFÁN JÓHANN Framhald af bls. 16 indi m.d. með afstöðu í utan- ríkismálum í forsætisráðherra- tíð Stefáns. Verður ekki ann- að skilið af frásögninni, en mönnum ha.fi jafnvel komið í hug að víkja dr. Gylfa úr Al- þýðuflokknum fyrir „vinstri villu“. Þetta kemur fram í frásögn af miðstjórnarfundi sem hald- inn var 2$. maí 1949. Kom fram tillaga, þar sem Iíannihal var gert að ákvanða hvort hann vildi heldur vera í Þjóð- vörn eða Alþýðuflokknum. Um þetta segir Stefán, að hann hafi 'eftir þennan ' fund ákveðið að láfa mál þeirfca Hannibais og Gylfa liggja í þagnargildi, í von um að þeir sæju sig um hönd. En síðan segir, að vera megi að hann (Stefán) hafi sýnt meira um- burðarlyndi en rétt hefði ver- iið. Það var svo Hannibal, sem felldi Stefán við fdrmannskjör ið 1952, og nú 19W eru horf- ur á því að dr. Jöylfi verði næsti formaður Atþýðuflokks- ins. Það má því segjia að helztu andstæðingar Stefáns Jó hanns á árunum 1947—1949, bafi komizt til nokkurra virð- inga innan Tlnkksins, og varla verður dr. Gylfi sakaður um „vinstri viUu“ í dag, þótt Hannihal virðist ólæknandi. Fjölmörg atri'ði önnur eru í þessu fróðlega verki. sem les- endum munu þykja tíðindi, þótt ekki sé kurteist að rekja þau hér. Og Minningar Stefáns Jóhanns hafa vegna sjálfra sin aukið veg hans í íslenzkum stjórnmálum og þær hafa fært okkur alveg að þröskuldi þeirr ar oninskáu frásagnar, sem eft irlaunamenn stjórnmála vetða að temja sér til að sannleik- urinn megi bjargast í bækur. SPARISKIRTEINI F’-amhalo aí bls. 3 upipbót, sem miðast við hækkun byggingarvísitölu frá útgáfudegi tií hlutaðeigandi innlausnargjald- dtaga. Þetta gefur sfcírteinoinum sarna öryggi gegn hugsanlegum verðhækkunum og um fasteign væri að ræða. Hins vegar hljóta spariskírteinin í mörgum tilfell um að v©ra miklu hieppilegri fjár festing, þar sem þeim fylgja hvorki fyrirhöfn né áhyggjur og eru skatt- og framtalsfsjáls. Eins og stendur eru spariskírteinin eina verðtryggða sparnaðarform- ið, sem fyrir hendi er. 2. Innleysanleg eftir þrjú ár. Eigandi skírteina getur hvenær sem er, að þremur árum liðnum frá útgáfu fengið sklrteini sín inn leyst að fullu. Það fé, sem í skír teinin er lagt, verður þvf aðeiþs bundið til skamms tíma, ef eig- andi skyldi þurfa á andvirði þeirra að halda. Skírteini eru ekki innleyst að hluta. Hins vegar skiptir Seðlahan'kinn stærri bréfa stænðum í minni bréf, sem getur verið hentugt, þegar þörf er inn lausnar að hluta biréfaeigniar. Eig andi á hins vegar val á því, að hialda bréfunum allan lánstíma.nn og njóta þar með fullra vaxta og verðtryggingar allt tím'ahilið. Vaxtakjör. Vextir og vaxtavextir leggjast við höfuðstól skírteina, þar til inmlausn fer fram. Tvöfaldast höf uðstóll þeirra á 12 árum, en það þýðir 6% meðalvexti allt láns- tímaibilið. Ofam á innlausnarfjár hæð skírteinis, sem er höfuöstóll, vextir og vaxtavextir, bætast full ar verðbætur skv. vísitölu bygg- mgarkostniaðar. 4. Skattfrelsi. Spariskírteiní njóta alveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði og eru þannig undan- þegin öllum tekju- og eignar- sköttum og tekju- og eignaút- svari, svo og framtalsskyldu. 5. Bréfastærðir. Þær eru hentugar. Yfirleitt 500, 1000 og 10.000. Nú eru til sölu sérstök gjafastoírtcini, 500 krón- ur, í fallegum umibúðum, sem henta til tækifærisgjafa til barna og unglinga. Ástæða er til að benda stjórn- endum sjóða og félaga sérstaklega á það, að spariskírteini ríkissjóðs henta þeim mjög vel til ávöxtunar á slíkum sjéðum. Sala spariskírteinanna fer fram við banfca, sparisjóði, hjá nokkr um verðbréfasölum og hjá Seðla- bankanum, Ingólfshvoli, Hafnar- stræti 14. Innlausn þeirra á sin- um tíma verður hjá Seðlabankan um og hjá bönkum og sparisjóð um. Spariskírteini eru gefin út til handhafa. í því sambandi ber þess að geta, að eigendur, gegn framlagningu kaupnótu og skír- teina, geta fengið þau skráð á sín nöfn hjá Seðlabankainum. Einn ig er vert að geta þess, a® bamk ar og sparisjóðir taka að sér geymslu og innheimtu hvers kon ar verðbréfa, þ. m. t. spariskír- teina, gegn vægu gjaldi. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum. Út boðsskilmálar verða einnig póst lagðir til þeirra, sem þess óstoa, ef hringt er í sáma 20500, inmanhús sími nr. 53. Sérstök upplýsingaþjónusta um spariskírteinin verður látin í té í Seðlabankanum fyrst um sinn. Verður lögfræðingur til viiðtaiis í bankahúsinu, Austurstræti 11. 3. hæð, á afgreiðslutímum, sími 16312. 19. október 1967. Seðlabanki íslands. ÞAKKARÁVÖRP A'lúðarþakkir fyrir hlýjar kveðjur, gjafir og vinarhug á áttatíuára afmælisdegi mínum. Árni Tómasson, Stokkseyri. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, Bergþór Bergþórsson, fyrrverandi bóndi frá ÖlvaldsstöSum, Borgarhreppi, lézt i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 17. október. Ásgerður Þ. Skjaldberg, börn, tengdabörn og barnabörn. MóSir okkar, Anna Þórðardóttir, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 20. október, kl. 1.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir Kristín Ingvarsdóttir, Steinþór Ingvarsson. Útför eiginkonu minnar - Jónasínu Sveinsdóttur, Holtakotum, sem lézt á Sjúkrahúsi Selfoss 13. þ.m., fer fram að Torfastöðum, Biskupstungum laugardaginn 21. október n. k. kl. 2 e. h. Bifreið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11 f.h. Einar J Hetgason, Holtakotum. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.