Alþýðublaðið - 05.03.1988, Síða 2
2
Laugardagur b. mars 1988
LITILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
AF HAGNÝTRI GUÐFRÆÐI
Á fertugasta degi varð
hann upp numinn.
(Post.1.kap.9.vers).
Amma mín kenndi mér þaö ungum, aö
maður ætti aö trúa því möglunarlaust sem
stendur í heilagri ritningu.
— Þaö sem stendur í Biblíunni er heil-
agur sannleiki, sagöi hún — og vertu svo
ekki að spögléra meira í því.
Þegar ég svo komst á efasemdaaldurinn
og sagðist trúa því svona rétt mátulega aö
Guö heföi skapað himin og jörð, sól, tungl
og allt sem lífsanda dregur á sex dögum og
tekið sér frí á þeim sjöunda, svaraöi hún því
til, aö þaö væri bara moöhausar sem væru
að velta vöngum yfir þessari augljósu staö-
reynd. Dagarnir heföu verið dulítiö lengri
þegar Guö var aö koma þessu í kring, í den-
tíö og þar lægi hundurinn grafinn.
Síðan hef ég trúaö sköpunarsögunni
einsog nýju neti.
Þó ég geti ef til vill ekki talist óhóflega
kirkjurækinn, kemur fyrir aö ég fer í kirkju
og oftar en hitt undrast ég, hvaö blessaöir
prestarnir eru stundum ólukkulegir með
ritninguna einsog hún er og hvað þeir eyöa
mikilli orku í þaö að sýna söfnuðinum
hvernig hún ætti aö vera.
Um daginn heyröi ég prest, í stólræðu, af-
neita Guöi gamla testamentisins, já og því
sem hann kallaði guö Jóhannesar skírara
(ef ég man rétt).
Blessaður kennimaöurinn vildi bara trúa
á sáttfúsan, góöan og mildan Guö kærleik-
ans og kallaöi hann Guö Frelsarans.
Helst var á kennimanninum að skilja aö
„guðsótti“ væri af hinu illa.
Mér fannst þetta alveg þrælgott hjá
presti og fór að skellihlæja í miöri stólræð-
unni, af því mér datt hún amma í hug. Og ég
hugsaði sem svo:
— Þetta heföi henni ömmu þótt vond teó-
lógía.
I Mósebók20. kapítula1-4. versi segirsvo: -
— Ég er Drottinn Guö þinn..... Þú skalt
ekki hafa aöra Guöi en mig.
Þetta var manni kennt sem fyrsta boðorð-
iö, aö trúa á einn Guö, en ekki marga.
Og svosem allt í lagi meó þaö.
Nú fannst mér, þarna í kirkjunni, ég alltí-
einu vera kominn aftur í heiöni og aö mér
væri gefinn kostur á aö velja mér þann guö
sem mérfélli best viö. Ekki fýlupokann, ekki
þrasarann, ekki hinn hefnigjarna og ekki
hinn reiða. Nei-nei, bara hafa þetta nógu
næs og kósí og vera meö þann Guö í kring-
um sig sem ekki truflar mann of mikið og
reyna aö afla honum þeirra vinsælda sem
eru nauösynlegarfyrirþásem ætlaaö koma
sér áfram í dag.
Trúa bara á notalega og hagnýta partinn
af Guði.
Mér er sagt aö þetta sé kallað nýguöf ræöi
og Guð láti gott á vitaeöasextándi parturaf
honum.
Þegar íslensk trúabragöasaga veröur
skráö mun þaö væntanlega tíundaö, aö ís-
lendingar hættu aö trúa á marga guöi og
fóru að trúaáeinn Guö. Svo fóru þeirað trúa
á hálfan Guð, svo fjórðapart, áttundapart,
sextándapart og svo koll af kolli þar til vin-
sældirnar voru búnar.
Aðeins trúað á þann hluta af Guði sem
fellur í kramiö hverju sinni.
Svo má gleyma honum.
Mér er sagt að Biblían sé gömul bók og
líklega er þaö rétt. Trúlega er þaö kennt í
prestaskólanum aö boðskapur hennar falli
illa aö nútímakröfum neyslusamfélagsins.
Auðvitaö er miklu einfaldaraaö breyta Biblí-
unni en samfélaginu og þess vegna virðist
þaö oröin þjóöaríþrótt hjá prestum aö út-
listaekki aöeins ritningunaeftireigin höföi,
heldur líka að gera hana boðlega fyrir sam-
tímann.
Flytja fólki þann boöskap, sem notalegt
er aö hlusta á, því allir vilja vera góöir og
hafa það gott, ótruflaðir af reiðum og refsi-
glööum Guði.
Hafa aö leiöarljósi þaö í ritningunni sem
fellur í kramið hverju sinni.
Síöasta dæmiö um sveigjanleika Biblí-
unnar er það aö nú er farið aö aðlaga hana
kröfum vinnuveitenda, sem auðvitað erekki
nema sjálfsagt þar sem búiö er aö reyna til
þrautar, og án árangurs, aö laga kröfur
vinnuveitenda aö kenningum Biblíunnar.
Nú á aö færa uppstigningardag aftur um
fjóra daga, hafa hann á mánudegi í staðinn
fyrir fimmtudag.
í Postulasögunni er frá því sagt aö Frels-
arinn birtist lærissveinunum lifandi í fjöru-
tíu daga eftir krossfestinguna pg talaöi um
þaö sem Guðsríki heyrir til. Á fertugasta
degi „varö hann upp numinn, aö þeim ásjá-
andi og ský nam hann frá augum þeirra“.
(Post.1.kap.9-10.vers).
Til aö stuðla aö lágmarks vinnuhagræö-
ingu á jslandi hefur nú veriö ákveðið að
Frelsarinn hafi veriö fjörutíuogfjóra daga
með lærissveinunum eftir pínudauðann og
framaö upprisunni.
Og getur tæplega talist nein goögá.
Þegar þetta smotterí hefur veriö leiðrétt í
Biblíunni verður þaö lýðum Ijóst aö Jesús
Kristur varö ekki upp numinn á fimmtudegi
fjörutíu dögum eftir krossfestinguna, held-
urstaldraði hann viö hjá lærissveinunum yf-
ir helgina til hagræðingar fyrir hraöfrysti-
húsiönaöinn á íslandi í dag.
í framtíöinni veðrur því haldiö uppá upp-
stigningardag mánudaginn eftir uppstign-
ingardag.
Þetta finnst öllum gráupplagt, nema
blessuðum biskupnum, sem sagði í sjón-
varpinu eitthvaö á þá leið að svonalagaö
þyrfti aö taka fyrir á kirkjuþingi.
Næsta haust veröur því væntanlega, á
kirkjuþingi, tekin ákvöröun um fjölda hér-
vistardaga Frelsarans í dentíö.
I siðustu kjarasamningum var vinnandi
stéttum gert þaö Ijóstaðekki yröi lengurvið
það unaö að sumardagurinn fyrsti væri þar
sem hann er, semsagt fyrsti dagur í Hörpu.
En þarsem sumardagurinn fyrsti eraftanúr
heiöni, þarf sennilega aö tala við Sveinbjörn
alsherjargoöa um aö færa hann til.
Sagt er að mönnum hafi helst komiö til
hugar aö hafa sumardaginn fyrsta um jóla-
leytiö og flytja jólin framá góuna.
Sumardagurinn fyrsti gæti þá verið
mánudaginn eftir þorraþræl og svo kæmu
jólin.
Páskana mætt svo hafa þar sem jólin voru
áður, þaö erað segjaef kirkjuþing geturfall-
ist á þá skipan mála, sem það auðvitað gerir
ef heill vinnuveitenda og þjóðarhagur er aö
veöi — já og ef Biblían og himnafeðgarnir
veröa vinsælli fyrir bragðið.
Næst gæti svo kirkjuþing — svona til að
aukaávinsældir kirkjunnar — tekiö sér þaö
fyrir hendur aö breyta, tildæmis boðorðun-
um. Nema þau burt sem eru óvinsælust,
einsog: „Þú skalt ekki girnast konu náunga
þíns.“
Og meö þjóöarhag aö leiðarljósi og til
hagræöiogar fyrir viöskiptahei11 íslensku
þjóðarinnar, mætti láta það athæfi óátalið
að bera Ijúgvitni og stela.
Semsagt, ef boðskapur Biblíunnar sam-
rýmist ekki uppara-hugmyndum samtím-
ans, þáerfljótlegraað breytaguösoröi held-
uren mangarasamfélaginu.
Lög eftir
Theoorakis
frumflutt á
íslensku
Sif Ragnhildardóttir, söng-
kona, hefur nú farið af stað
með söngdagskrá sem ein-
göngu er byggð á lögum
gríska tónskáldsins Mikis
Theodorakis, sem er höfund-
ur Zorba.
Auk þess sem hún syngur
kynnir hún tónskáldið, Ijóða-
smiðinn og mannréttinda-
baráttumanninn Mikis Theo-
dorakis, en hann er einna
helst þekktur hér á landi sem
höfundur lagsins „Dans
Zorba“ úr grisku kvikmynd-
inni Zorba. Hann er þó ekki
síður heimskunnur fyrir
baráttu sína gegn hvers kyns
ofbeldi og misrétti. Fyrir þá
baráttu þurfti hann að gjalda
dýru verði, fangelsi, pynting-
ar og stöðugar ofsóknir voru
hlutskipti hans um langt
skeið.
í fangelsum er taliö að
hann hafi samið mörg feg-
urstu Ijóða sinna og tón-
verka. Hann hefur samið lög
bæöi fyrir kvikmyndir og ieik-
hús, yfir 700 sönglög og tiu
Ijóðabálka svo eitthvað sé
nefnt.
Ljóðin viö lög Theodorakis
voru sérstaklega þýdd fyrir
þessa dagskrá af Kristjáni
Árnasyni, rithöfundi, svo hér
er um frumflutning á ís-
lensku að ræða.
Undirleikarar Sifar eru þeir
Jóhann Kristinsson, píanó-
leikari og Þórður Árnason,
gítarleikari. Dagskráin tekur
um 25 mínútur í flutningi.