Alþýðublaðið - 05.03.1988, Síða 15
Laugardagur 5. mars 1988
15
ÍÞRÓTTIR
Umsjón:
Halldór Halldórsson
Körfubolti — 4. flokkur A-riðill:
Jón Arnar efni
í leikmann á
heimsmælikvarða
Um síðustu helgi fór fram í
íþróttahúsi Vals næst síðasta
umferð íslandsmótsins í
körfubolta A-riðils 4. flokks.
Haukastrákarnir komu mjög
sterkir til leiks og sigruðu í
öllum sínum leikjum. Þeir
hljóta þvi að teljast sigur-
stranglegir í úrslitunum sem
fara fram um næstu mánaðar
mót. Það kom í hlut Akurnes-
inga að falla í 2. deild en
mjótt var á mununum því
aðeins 3 körfustig skildu þá
frá Val, en liðin fengu bæði 2
stig.
Eins og áður segir voru
Haukar með lið í algerum
sérflokki. Athygli vekur mikill
uppgangur í körfuboltadeild
þess félags. í fyrra sigruðu
Haukar í 3., 4. og 5. flokki og
virðast vera til alls líklegir í
yfirstandandi íslandsmóti.
Grindvíkingar og Keflvík-
ingar mættu og með röska
sveit, en einhvern veginn
fannst manni að Njarðvikur-
liðið ætti að geta betur. Vals-
liðið lék af mikilli seiglu og
náðu því takmarki að halda
Haukastrákarnir i 4. fl. stóðu uppi sem sigurvegarar i næst síðustu umferð íslandsmótsins í körfuboita
A-riðils, um síðustu helgi. Strákarnir fara i keppnisferð til Svíþjóöar nánar tiltekið á Scania Cup, og að sögn
þjálfara strákanna, Ingvars Jónssonar þá mæta þar til leiks sterkustu körfuboltalið Norðurlanda. Mót þetta
fer fram um páskana og mun Alþýðublaðiö segja nánar frá árangri strákanna i Sviþjóð. AB-mynd HH.
sæti sínu í úrslitakeppninni.
Akurnesingar komu mjög á
óvart með góðri frammistöðu
þrátt fyrir fall í B-riðil. Síðasti
leikur þeirra gegn Grindavfk
var bæði skemmtilegur og
tvísýnn og skildi aöeins ein
karfa liðin að, 48-50.
Úrslit leikja:
Haukar-UMFG 58-56
ÍBK-Valur 65-57
ÍA-UMFN 40-38
Haukar-ÍBK 74-56
Valur-ÍA 57-51
UMFG-UMFN 36-33
Haukar-ÍA 68-36
UMFN-Valur 56-48
IBK-UMFG 48-46
Haukar-UMFN 75-41
UMFG-Valur 49-45
ÍBK-ÍA 58-53
ÍBK-UMFN 61-44
ÍA-UMFG 48-50
Haukar-Valur 73-38
Handbolti:
Drengja-
landsliðið
æfir stíft
fyrir
Benelux-
mótið
Drengjalandsliöiö í hand-
knattleik undir 16 ára æfir nú
þessa dagana af fullum krafti
þvi framundan er þátttaka í
sterku móti sem kallast
Benelúx-Cup. Þátttökulönd
veröa Belgía, Holland, Lúx-
emburg og svo náttúrlega ís-
land.
Guðmundur Þórðarson er
þjálfari íslenska liðsins og
kvaðst hann hafa undir hönd-
um stráka hvaðanæva af
landinu. Hann sagði og að
strákarnir væru fullir áhuga á
að standa sig í komandi
móti: „Sjáðu núna til dæmis.
Á þessa æfingu eru mættir
milli 20 og 30 strákar á laug-
ardagskvöldi klukkan hálf
ellefu. Þetta er til marks um
áhugann, og er virkilega
gaman að starfa með þeim,
— því það er greinilegt að
þeir hafa sett markið hátt
þessir peyjar, — og að min-
um dómi eru I þessum hópi
margir mjög efnilegir leik-
menn“, voru orð Guðmundar.
Benelúx-mótið verður I
byrjun april
•: - < ■
; t .!-vi t- *
■
’ "
■■■Mi
• •
'■ ' I •: -
■-<■:•:•,> >, t x
■
:■ • ■■;<: - ■ i::
Drengjalandsliðið í handknattleik 1988. Myndin er tekin á æfingu í iþrótahúsinu að Varmá í Mosfellssveit. — AB-mynd HH.
Leikfimi í
barnaskólum
Guðmundur Þórðarson þjálfari.
Leikfimi i barnaskólum er
sú námsgrein sem skólayfir-
völd hafa hvaö minnst sinnt.
Um þessar mundir stendur
þó yfir endurskoðun á náms-
efninu en litiö heyrst um
hvernig þau mál standa.
Næstkomandi laugardag
verður hreyft við þessu brýna
verkefni á íþróttasíðu Alþýðu-
blaðsins og hugað nánar að
mikilvægi þessarar kennslu-
greinar í barnaskólum.
„Eg verð að fara á næsta þjálfara-
námskeið... Þetta gengur ekki
lengur svona...“