Tíminn - 24.10.1967, Qupperneq 3
ÞRIÐJCDAGUR 24. október 1967
TfMINN
NORÐMENNtRMIR FUNDN
IR NYRIT / ALASKA
GI-Reykjavík, mánudagur.
Norðmennirnir þrír, sem týnd-
ust á freðmýrum Norður-Alaska
fyrir skömmu, er flugvél þeirra
hlekktist á, eru nú fundnir heilir
á húfi. Þeir ætluðu að fljúga frá
Anchorage í Alaska, yfir norður-
heimsskautið til Osló og voru ckki
langt að komnir er samband rofn
aði við flugvélina og spurðist síð
an ekkert til þeirra fyrr en í dag.
Nú eru liðnir níu dagar síðan flug
BÁTUR BRENN-
UR 06 SEKKUR
Eiginkona flugstjórans stígur um borð í leitarflugvél frá kanadiska hernum
KB'G-Sby kkishólimi, mánudag.
Á 13. timanum á laugardag kom
upp eldur í vélbátnum Straumnesi
frá Stykkishólmi, sem var á lúðu-
veiðum 8 sjómílur úti af Elliðaey.
Bátsverjar, sem voru þrír, reyndu
að slökkva eldinn, en skömmu síð
ar varð sprenging í vélarrúminu,
og komu mennirnir sér þá í gúm-
bát, og var þeim bjargað til lands.
Vélbáturinn sökk nokkrum klukku
stundum síðar.
Tíðindamaður blaðsins í Stykik-
ishólmi hafði tai af bátsiverjum
rétt eftir komuna til lands. Sagð-
ist þeim svo frá, að þeir hefðu
lagt upp í róðiur snemma um morg
uninn og hefðu rétt lokið vi® að
leggja haukalóðarnar, þegar eld-
urinn kom upp. Þeir voru staddir
inni í iúfear að snæðingi, þegar
iþeir urðu varir við eldglampa og
Þrennt slasast í árekstri
OOdlcykjavik, mánudag.
Tvær konur og einn kai-lmaður
slösuðust í bílaárekstri, sem varð
í gær. Slysið vildi til á fimmta
tímanum á Ánanaustum, rétt sunn
an við gatnamót Mýrargötu. Það
voru tveir fólksbílar sem óku sam
an.
Annar bíliinn var á leið að
höfninni en hinn var a® koma
Ffokksstjórn
Sósíalista
að þynnast
EJ-Reykjaivík, mániuidag.
Enn virðist þynnast liðið
í Sósíalistaf 1 okknum. Fyrir
nokkrun mun Björn Jóns-
son á Afeureyri hafa gengið
úr flokknum, og nú á dögun-
um gerði Jóhann Hermanns-
son á Húsaivík slífet hið
samia.
I Jóhann er í flokksstjórn
Sósíaiistaflokksins, og var
hann nýlega boðaður á
flokksstjórnarfund. Mun
hann hafa svarað þvi til, að
sér nægði að vera í einum
flokki, þ. e. Aiþýðubanda-
laginu, og hefði ekkert við
Sósíalistaflokkinn að gera.
•Jóhann hefur átt sæti í
bæjarstjórn Húsavíkur um
afflangt skeið fyrir Alþýðu-
bandalagið Er hann nú eini
fulltrúi Alþýðubanda'l'agsins
í bæjarstjórn. \
frá henni. Bfflinn, sem var á leið
til hafnarinnar, var að fara fram
úr híi og því á hægri vegarhelm-
ingi götunnar. 1 sama mund kom
bíM á móti og skipti engum tog-
um, að þeir óku framan á hvorn
annan. í bílnum, sem var að taka
fram úr, voru hjón og slösuðust
þau bæði, en konan meira. Kast-
aðist hún á framrúðu bílsins og
var höggið svo mikið, að rúðan
brotnaði og fór höfuð konunnar
gegnúm hana. Skarst konan ffla
aí brotnu glerinu. Ma®ur hennar
var minna meiddur eftir árekstur
inn. í hinum bílnum meiddist
stúlfea á fæti og handlegg.
Um klukkan þrjú aðfararnótt
sunnudags var bíl ekið á stein-
vegg, sem er við húsið nr. 49 við
Hólmigarð. Var áreksturinn svo
harður að veggurinn brotnaði.
Fólk í húsum þarna í grenndinni
vaknaði við hávaðann. Rétt á eft-
ir kom stúlka inn i næsta hús við
það, sem brotni veggurinn er um-
hveríis og fékk a® hringja þar
eftir aðstoð og sagði fóíki þar, að
hún kæmi næsta morgun til að
gera upp tjónið á veggnum.
En í kvöld, mánudag, hefur
enn ekki spurzt til stúlfeunnar eða
annarra í sambandi við veggbrot-
ið. Er það ósk rannsóknarlögregl-
unnar, að stúlfean gefi sig fra-m.
Öruigigt má telja að miklar
skemmdir hafi orðið á bí-lnum,
sem ók á vegginn.
HEYBRUNI AÐ
GARÐSAUKA
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Eldur k-om upp í stórri hey-
hlöðu að Garðsaúka í Hvolhreppi
í gær. Brunnu 2—300 hestar af
heyinu áður en tókst að slökkva
eldinn en í hlöðunni voru ^JOOO
hestar af heyi.
Þegar Timinn hafði sambanö
við Jón Einarsson, bónda í Garðs
auka, var hann hinn hressasti og
kveðst hafa sloppið vel að mtssa
ekki allt heyið. Eldurinn logaði
einkum í súgþti rkunarstokki og
komst niður með dyra-töfum á
gafli hlöðunnar. Eldsins varð fyrst
vart um hádegisbi', og kviknaði í
heyi sem lá efst i hlöðunni sem
hafði hitnað. Slökkviliðið á Hvols
velli kom fljótlega á vettvang og
einnig drifu að nágran.nar til að
$ aðstoða við slökk'/istaríið Sagði
Jón, að þarna hafi mestu dugnaðar
fantar verið á ferð og hafi þeir
þrælast við að bera heyið út
og koma í veg fyrir að eldurinn
næði að breiðast medra út. Að
fjórum klukkutímum ’.iðnim var
búið að ráða niðurlögum eldsins
og fóru þá allir þeir sent að
slökkvistarfinu unnu í kaffiboð að
Hvolsvelli.
Jón sagði að það hefði verið
mikið lán að eldurinn skyldi hafa
kviknað að degi til og hve snemma
hans varð vart. Áfast við hloðuna
er 40 kúa fjós, og var byrjað að
hleypa þeim út áður en tekið var
til við slökkvistarfið. Einnig náði
Jón dráttarvél og blásat;a ú' ú.
hlöðunni en h-voru tveggja var
geymt í þeim enda sem eldurinn
logaði.
héldu því tafarlaust niður í vélar-
rúm. Þar var alelda, en þeir
reyndu að s-lökkva eldinn., Mjög
skömmu síðar varð mifeil spren-g-
in-g í vélarrúminu, og biðu þeir
þá ekfei boðanna heldur komu s-ér
í gúmfoát og forðuöu sér. Trfflu-
bátinn Felix bar þar brátt að, og
tók hann mennina um borð, en
vélbáturinn HjaManes, sem einnig
var þarna skammt frá kom á vett-
-vang, tófe mennina og flutti tii
Stykkishólms.
Síðar kom varðskipið Aib-ert að
brennandi bátnum og var leitazt
við að slökfeva eldinn, en án ár-
angurs. Báturinn sökk skömmu síð
ar og segir sjónarvottur, að senni
lega hafi orðið önnur sprenging,
þvi að rétt áður en skipið sökk í
sj'óinn hafi stýrishúsið lyfzt af.
Straumnesið var 36 tonna eikar-
bátur rúmlega 20 ára g-amall, smíð
aður í Danmörku. Hanin var í
eigu Frosta s.f. í Stykkiishólmi, og
meða.1 eigenda voru ailir bátsiyerj
ar, Ólafur Si-ghvatsson skipstjóri,
Einar Magnússon og Erl-ingur
Viggósson. Báturinn hafði um
skeið stundað veiðar á haukalóð-
um.
Ekfei er vitað, hver u.pptök elds
ins hafa verið, en talið er, a®
sprengingin hafi stafað frá því,
að gasfeútur í vólarrúminu hafi
ofihitnað og sprungið.
DAGS S.Þ.
MiNNZT
f tilcfni dags Sameinuðu Þjóð-
anna sem er í dag, hefur orðið
samkomulag milli Félags Sam-
einuðu Þióðanna á íslandi og Her
ferðar gegn hungri að síðarnefnd
ur aðili annizt kynningu í skólum,
blöðum, útvarpi og sjónvarpi þenn
an dag. Aðalræðuefni dagsins
verður vandamál þróunarlandanna
og aðstoðin við þau.
Kynning þessi á hungurvanda-
málinu er sú fyrsta s-em Herferð
gegn hungri efnir til í skólum
landsins og jafnframt ein mesta
fræðslustarfsemi um einstakt mál,
sem haldin hefur verið hér á
landi. Með þessari kynnincu hefst
fyrir alvöru annar megimþáttur
i starfi Herferðar gegn hungri.
sem er upplýsingastarfsemi
Sérstök skólanefnd hefur starf
að á vegum HGH, að undirbúningi
á bæklingum þeim sem sendir
hafa verið í skólana Fjórir mis-
munandi flokkar hafa verið gerð
ir og fara tveir flokkar í barnaskól
ana og tveir flokkar eru ætlaðir
Framhaic á 15 síðu
mennirnir týndust. Þeir voru
aldrei taldir af, og Ieitinni var
haldið áfram af kappi, því að svo
framarlega, sem þeir hefðu ekki
farizt í lendingu, var von til að
þeir væru enn á Iífi, þar eð þeir
voru vel undir heimsskautavist
búnir, höfðu nokkrar vistir, hitun
artæki og skjólföt ætluð fyrir
slíkar aðstæður.
Flugvélin fannst í Richardson
fjöllunum, um 600 kílómetra suð
vestur af Inuvik, sem er nyrzt í
Alaska. Mannabyggð er engin á
mörg hundruð kílómetra svæði
þar í kring, og öll aðstaða til björg
unar mjög erfið. Ekki bætir það
úr, að illviðri geysar nú þarna á
norðurslóðum, og urðu flugvélar
þær sem sendar voru í dag til
bjargar Norðmönnumim að snúa
við, vegna veðurs, og verður því
að fresta frekari björgunartilraun
um til morguns.
Framsóknarmenn,
Mýrarsýslu
Aðalfundur Framsóknarfélag-
'anna í Mýrarsýsl'U verður haldinn í
fundarsal KB í Borgarnesi, n. k.
laugardag kl. 2 e. h.
Að aðalfundarstörfum loknum
verður almennur stjórnihálafund
ur, frummælendur verða Jónas
Jónsson ráðunautur og Halldór E.
Sigurðsson, alþingismaður.
Jónas
Halldór
FELAG FRAMSOKN-
ARKVENNAí
REYKJAVÍK
heldur aðalfund sinn miðvikudag
inn 25. október n.k. í samkomusal
Hallveigarstaða (kjallara). kl. 8.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundar
störf. Rætt um fundarstað fyrir
vetrarstarfið o. fl.
Stjórnin.
FundurFUF
* Revkjavík
Félag ungra Framsóknarmanna
í Reykjavík
gengst íyrir
almennum fundi
fimmtudaginn
26. okt n. k.
Fundarefni er
tillögur rík-
isstjórnarinnar
í efnahagsmál
um. Frummælandi er Einar Ag
ústsson alþingismaður og mun
hann jafnframt svara fyrirspurn
Um en einnig verða almennar um
ræður á eftir.
Fundurinn hefst kl. 8.30 síðd.
í Framsóknarhúsinu við Fríkirkju
veg, uppi. Stjórn FUF.