Tíminn - 24.10.1967, Page 9

Tíminn - 24.10.1967, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. október 1967 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN I ^ . Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktssoó Ritstjórar: Þórarinn 1 Þóra-rinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: S-teingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- búsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingasimi' 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. f. „Sannleikurinn sigrar“ Alþýðublaðið flutti þau heigidagstíðindi í forustugrein, að sannleikurinn hefði sigrað í persónu Gylfa Þ. Gíslason- ar, því að nú væri deginum ljósara, ,,að Gylfi sagði sann- leikann og ekkert annað“. Menn eru að síðustu varáðir við að „véfengja orð hans” þvi að „sannlei'kurinn sigrar alltaf“. Það er ekki ætlun Tímans að gera lítið úr þessum síð- asta sigri sannleikans né draga nokkuð úr honum, heldur miklu fremur að reyna að bæta svolitlu við þennan vitn- isburð um sigur sannleikans. I lok ræðu sinnar um fjánagafrumvarpið á dögunum sagði Gylfi, að s-1. vetur hefði venð sérstök ástæða til þess að fresta því að láta kjaraskerðing-una koma fram. í þess- um orðum er mikill sannleikur eins Qg allir sjá og skilja nú, og er skýringin einföld, Ef kjaraskerðingin, sem orð- in var, hefði ekki verið falin, hefði verið alveg vonlaust að stjórnarflokkarnir héldu meirihluta Þess vegna var sannleikanum „frestað“ í vor af „sérstakri ástæðu.” Þá sagði Gylfi einnig í sömu ræðu, að kjaraskerðingin væri ekki að s'kella á núna, nún hefði verið orðin. í þeim orðum er einnig mikll sannlekur, en honum var líka frestað fram yfir kosningar af „sérstökum ástæðum”- Einnig skýrði Gylfi frá því nú. að fjárfestingarútgjöld- um hefði verið haldið mjög mðn undanfarin ár. Þarna er sapálekurinn enn á ferðinm, en hann átti ekki upp á pallborðið 1 fyrra fyrir kosningarnar, þegar Framsóknar menn voru að deila á ríkisstjórnma fyrir niðurskurð á fé til skóla, vega, hafna eða sjukrahúsa. Þá neitaði stjórn in ætíð, að naumlega væri skammtað. En það er rétt, sem Alþýðublaðið segir, að „sannleikurinn sigrar alltaf“, jafnvel þó að sigri hans sé frestað af sérstökum ástæðum. Þá uppgötvaði Gylfi einnig bann sannleika í þéssari ræðu, að „niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum væru of háar — allt of háar”. En það var ekki talað um slíkt, þeg- ar stjórnin var að setja þessar „aiit of háu“ niðurgreiðslur á til þess að „fresta kjaraskerðmgunni” fram yfir kosn- ingar. Nú er allt í einu brýn nauðsyn að afnema það, sem þótti mikið þjóðráð fyrir kosningar. Ekki leynir sann- leikurinn sér í því. Loks sagði Gylfi, að á undamornum mánuðum hefði almenningur verið varinn fyrir verðhækkunum með því að nota ríkisfé til þess, en nú væri það ekki hægt lengur. Að vísu er lítill sannleikur í þessum orðum, því að hvernig var hægt að „verja almenning fyrir verðhækkun- um“ með því að taka féð til þess með álögum á almenning bæði fyrir og eftir á. Hins vegar birta þessi orð eigi að síður meginsanplekann um það hvernig stjórnin háði kosningabaráttuna — með botnlausri hræsni, blekkingum og svikum á eftir- Þá opinberar hagfræðingurinn Gylfi Þ. Gíslason þau sannindi í nefndri ræðu, að mestu máli skipti að „hafa stjórn á kjaraskerðingunni“ og sú stjórn hefur verið á þá lund, svcusem játningar hans nú bera með sér, að „fresta“ verðhækkunum með „ailt of háum” niðurgreiðsl um fyrir kosningar, en skella þeim síðan margföldum á bamafjölskyldur eftir kosningar. En þegar á allt er litið nefnr sigur sannleikans um kosningablekkingar stjórnarinnai verið mikill, og þjóð- inni er orðið fullljóst, bæði aí orðum og játningum ráð- herranna sjálfra og ekki síður aí verkum sem tala, hve skemmilegum brögðum og blekkingum þjóðin var beitt í þessum kosningum og hve hár sá kosninga- víxill er, sem hún var flekuð til að skrifa upp á, og nú er fallinn og innheimtur misxunnarlaust með lögtaki. TÍMINN FRÉTTABRÉF FRÁ NEW YORK: 44 ríki skora á Bandaríkin að hætta árásum á Norður-Vietnam Frá yfirlitsumræðunum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna New York 18. okt. ALLS-HiSlU'- it ’iNC r ej o uðu þjóðanna liefst hver!u sihni :neð einskonar yfirlitsum ræðum, þar sem utanríkisráð- berrar eða sendiherrar þátt- tökuríkjanna gera grein fynr afstöðu viðliomar.di ríkis- stjórna til þeirra mála, sem e.-: efst á baugi. Að þessu sinni stóðu þessar umraiður í þrjár vikur og voru fluttar ræður ai hálfu 109 þáthökuríkja. en þau eru 122 ails. Að sjálfsögðu bar mörg mál á góma í þessurr. umræðum Ekkert mál var oftara nefnt en Vietnamstyrjöldin. Hún veldur mönnu-m nú tvímæla- laust mestum áhyggjum. Af fréttamönnum var líka fylgzt mest með því, sem ræðumenn höfðu að segja u-m hana. ATHYGLI fréttamanna beindist vitanlega mjög að því, hvort ræðumenn t.ekju ákveðna afstöðu til styrjaldar- innar, þ. e. deildu beinl á ann- anhvorn aðilann. Athugun, sem „The Christian Science Monitor“ og ftleiri olöð hafa gert á ræðunum, er talin leiða í ljós, að 27 ríki hafi tekið ákveðna afstöðu gegn Banda ríkjunum og deilt á þau fyrir yfirgang og heimsveldisstefnu í sambandi við styrjöldina. Þrjú ríki eru talin hafa teKið í sama streng, en með miklu hóflegra orðalagi. í hópi þessara ?,0 ríkja eru að sjálfsögðu ö-il kommúnistaríkin og svo flest Arbaaríkin, sem eru ••eið, Bandaríkjunum vegna stuðn- ings þeirra við ísrael. Þau ríki, sem hins vegar studdu mál- stað Bandaríkjanna eindregið. eru talin 17, og 2 eru talin til viðbótar, en þau gerðu það þó meira óbeint en beint. Þannig má segja, að 30 ríki hafi tskið afstöðu á móti Bandaríkjunum. en 19 ríki með þeim. Meirihluti þeirra ræðu- manna, sem tóku þátt í umræð unum, létu ýmlst enga skoðun uppi á þessu atriði eða leiddu alveg hjá sér jð rainnast á styrjöldina. Þeir ræðumenn, sem ekkert minntust á styrjöld ina, voru þó ekki nema 9. Fimmtán ræðumanna, sem minntust á styrjöldina, tóku enga afstöðu til þess hverju.m hún væri að kenna og forðuð- ust ádeilur á annan hvorn stríðsaðilann. í þessu-m hópi var að finna mörg ríki. sem annars fylgja Bandaríkjunum oftast að málum, t. d. '-flest Nato-ríkin og ýms ríki Suður- Ameríku. Fulltrúar þessara ríkja létu sér yfirleitt nægja að vara við þeirri hættu, sepi stafaði af styrjöldinni, og hvöttu síðan eindregið til, að ekkert yrði látið ógert til þess að koma á friði. Allmargir minntust á vopnahléssamning- ana frá 1954 sem heppilegan viðræðugrundvöll. AÐ DÓMI ..The Christiar Science Monitor" og fleiri blaða, var það athyglisverðast í sambandi við þessar umræður, að mun fleiri hvöttu nú til þess en á allsherjarþinginu, að Bandaríkin stigu fyrsta skrefið í friðarátt með því að hætta loftárásum á Norður-Vietnam Á allsherjarþinginu í fyrra skoruðu 28 ríki á Bandaríkjn að hætta loftárásum, en nú gerðu 44 ríki það. Þau ríki sem hafa bætzt í hópinn, eru flest talin vinsamleg Banda ríkjunum. Meðal þeirra ríkja, sem skoruðu á Bandarikin að hætta loftárásunum, voru fimm Natoríki eða Kanada. Holland, Noregur, Danmtírk og Frakkland. í þessum hópi voru líka þrjú af fimm stærstu ríkjumim í Asíu eða Indland. U THANT Indonesia og Pakistan. Öll þrjú ríkin, sem skipa alþjóðlegu eftirlitsnefndina í Vietnam samkvæmt vopnahléssamning- unum frá 1954, hafa nú skorað á Bandaríkin að hætta loftárás unum á Norður-Vietnam, en þessi ríki eru Indland.'Pólland og Kanada. Meðal annarra landa, sem skoruðu á Bahda rikin að hætta loftárásunum, voru Svíþjóð og Finnland Ótvírætt er það mikill styrk ur fyrir þau öfl i Bandaríkjun um, sem berjast fyrir því, að umræddum loftárásum sé hætt, að 44 ríki skuli skora á Bandaríkin að gera það Eink um hefur þetta þó áhrif vegna þess, að í þessum hópi er að finna mörg ríki, sem eru vin- veitt Bandaríkjunum. Ótrúlegt er líka annað en að þetta hafi áhrif á afstöðu Bandaríkja- stjórnar, þótt það verði ekki al- eg strax. Allmargir ræðumanna fóru lofsamlegum orðum um við- leitni U Thants til þess að koma á samningaviðræðum í Vietnam. U Thant hefur hvað eftir annað lýst því sem skoð un sinni, að hætti Bandaríkja menn loftárásunum, muni við ræður hefjast fljótlega á eftir NÆST Vietnamstyrjöldinni. bar deilur ísraelsmanna og Araba mest á góma. Flestir ræðumanna minntust á þær meira og minna. Meirihluti ræðumanna lögðu áherzlu á tvennt eða í fyrsta lagi. dð ísraelsmenn færu burcu með her sinn frá herteknu lands svæðunum, og í öðru lagi, ið ísrael fengi sjálfstæði sitt við urkennt og tryggt. Þetta er mjög í anda þeirrar tillögu. sem Suður-Ameríkuríkm báru H fram á aukaþingi Sameir.uð') jj Þjóðanna í sumar. Það er hins 9 vegar auðveldar að segja þetta 9 en að framkvæma það ísraels B menn segjast vilja fá öryggi sitt tryggt áður en þeir flytja herinn burtu. Arabar segjast hins vegar ekki vilja ganga frá neinum samningum fyrr en fsr aelsmenn séu á burtu með her lið sitt. Nokkra athygli vakti það, að málflutningur Araba vat mun hógværari en oftast áður Svo virðist, sem þeir hafi komizt að raun um, að betra sé að beita rökum en stóryrðum og tilfinningamáli á alþjóðlegum vettvangi. Á allsherjarþinginu þurfa þeir líka að eiga í höggi við óvenjulega slyngan Keppi- naut, þar sem er Abba Eban. utanríkisráðherra ísraels. AF ÖÐRUM máluni, sem mest bar á góma, ber fyrst að nefna viðskiptin milli ríku landanna og fátæku landanna eða árekstrana milli suðurs og norðurs, eins og sumir ka-lla þetta. Um sextíu ræðumenn gerðu þetta mál að meira eða minna umræðuefni. Þeir bentu á, að bilið milli ríku og fátæku landanna fapri vaxandi, en ekki ] minnkandi. Þetta stafaði ra. a H af því, að fátæku löndin fram g leiddu aðallega hráefni, en ■ verðlag á þeim færi ýmist lækk fi andi eða hækkaði miklu minna g en verð á unnu iðnaðarvörun- um, sem ríku ,öndin seldu til fátæku landanna í staðinn fyrir hráefnin. Fyrir tatæku töndi.) kæmu því oft að litlu haldi að fá efnahagslega hjálp, ef við skiptastaðan héldi áfram að versna. Þess <egna skipti hót uðmáli að koma cetri sktpar. á viðskiptin milli suðurs og norð urs. í framhaldi af þessum uro ræðum í þinginu. hefur þetta mál verið ítanega rætt\ i svo kallaðr’ annarrt nefnd þirgs ins, en hún ‘iallar fyrst og fremst um efnahagsmál. Af hálfu fuutxúa Afríkuríkj anna var mikið rætt um kyn þáttamálin i Suður-Afríku og Rhodesiu og urn nýlendur Pórt úgala suður þar Ef ekki tekst að leysa þessi mál fljótlega munu þau eiga eftir að valda vaxandi erfið'e'kum í sambúð hvítra manna og svartra. Þá bar á góma mörg stað- bundin deilumál. T. d. deildtu Indverjar og Pakistanir um Kasihmírmálið að vanda og hörð orðaskipti urðu milli full- trúa Ítalíu og Austurríkis um Suður-Tyról. Þ.Þ. -------------t

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.