Alþýðublaðið - 15.03.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 15.03.1988, Page 6
6 Þriðjudagur 15. mars 1988 SMÁFRÉTTIR Myndin er tekin í nýju verslun Sjónvarpsmiöstöövarinnar aö Laugavegi 80. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Hreinn Erlendsson, RagnarGunnarsson, Elisabet Pálsdóttir verslunarstjóri og Arthur Moon. Hreinn og Arthur eru eigendur Sjónvarpsmiöstöðvarinnar Sjónvarps- miðstöðin færir út kvíarnar Nýverió opnaöi Sjónvarps- mióstööin h.f. verslun að Laugavegi 80. Sjónvarpsmiö- stööin verður einnig áfram til húsa í Síðumúla. Aö sögn aóstandenda er markmiö hinnar nýju verslun- ar aö auövelda viðskiptavin- um aö skoða hiö mikla úrval bíltækja, sjönvarpstækja, og hljómtækja sem verslunin hefur upp á að bjóöa. Sjónvarpsmiðstöóin hefur lengi verið í fararbroddi í þjónustu og sölu á loftnets- efni, sjónvörpum, bíltækjum og hljómtækjum, svo eitt- hvaö sé upptalið. Jónas ráðinn Stjórn Samtaka sveitarfé- laga á höfuóborgarsvæðinu hefur nýlega ráðið Jónas Eg- ilsson, framkvæmdastjóra samtakanna. Jónas er M.A. í alþjóðastjórnmálafræði frá University of San Diego i Kaliforníu. Jónas var ráðinn til starfsins frá og með deg- inum í gær, mánudegi 14. mars. Einar lætur af starfi útvarpsstjóra Þær breytingar verða nú á stjórnun útvarpsstöðva l’s- lenska útvarpsfélagsins hf. að Einar Sigurðsson, sem lagði grunninn að skipulagi Bylgjunnar og Ljósvakans, undirbjó og stýrði daglegum rekstri þeirra frá upphafi, læt- ur af starfi útvarpsstjóra. Hann tekurvið ýmsum sér- verkefnum fyrir stjórn ís- lenska útvarpsfélagsins hf. Við útvarpsstjórastarfinu tekur Páll Þorsteinsson, sem hefur verið dagskrárstjóri Bylgjunnar og einn af burðar- ásum stöðvarinnar frá upp- hafi. Páll hefur langa og fjöl- breytta reynslu úr starfi við útvarp. Eins og fyrr segir hef- ur hann verið einn af lykil- mönnum i starfi og stjórnun Bylgjunnar og starfaði áður við báðar rásir Ríkisútvarps- ins. Páll er tónmenntakennari að mennt og hefur í starfi sínu aflað sér þekkingar á öllum þáttum útvarpsrekstrar. Hann er kvæntur Rögnu Páls- dóttur og eiga þau eina dótt- ur. Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Þaö ert ýcí sem situr við stýriö. yag™ S| Frá Skólaskrifstofu \|| Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa aö flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, miövikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 10 — 15 báöa dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjast til Reykja- víkur eóa úr borginni, koma úr einkaskólum eóa þurfa aó skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Þaö er mjög áríðandi vegna nauösynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu aö öll börn og unglingar sem svo er ástatt um veröi skráö á ofan- greindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla, þarf ekki aö innrita. Fjármálaráöuneytiö óskar eftir að ráða fólk til starfa. í boöi eru fjölbreytileg störf sem snerta m.a. eftirtal- in viöfangsefni ráðuneytisins: Skattamál Tollamál Kjara- og launamál Starfsmannamál Skýrslugerð og tölfræöi Áætlanagerð Rekstrareftirlit Lifeyrismál Menntun í lögfræði, hagfræði eðaskyldum greinum er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum skal komiö til fjármálaráðuneytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavik fyrir 28. mars n.k. Fjármálaráðuneytið Frá og með 1. mars er áskriftarverð Alþýðublaðsins kr. 700 pr. mán. Dálksentimeter i auglýsingum er kr. 465. KRATAKOMPAN Alþýðuflokkskonur Norrænt kvennaþing Norrænt kvennaþing verður haldið i Osló 30. júlí — 7. ágúst n.k. Þaö er haldið að frumkvæði Norður- landaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Alþýðuflokkskonur verða með verkefni á þinginu í samvinnu við systraflokka okkar á Norðurlöndum. Verkefnið köllum við „Konur og vinnutími“. Kynningar- og undirbúningsfundur verður haldinn í Alþýóuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði fimmtu- daginn 17. mars n.k. kl. 20.30. Mætið vel og takið þátt í undirbúningnum og komið sem flestarmeð til Osló. Allarvelkomnarsem áhuga hafa á málefninu, hvort sem þær eru ákveðnar í að fara eða ekki. Samband Alþýðuflokkskvenna. Alþýduflokksmenn á Vesturlandi Góugleði Alþýðuflokksfélögin á Akranesi og í Borgarnesi halda Góugleði í Kiwanishúsinu á Akranesi laugar- daginn 19. mars n.k. Húsið verður opnaó kl. 19.30 og verður á boðstólum matur, drykkur, söngur, glens og gaman. Diskótekið Dísa stjórnar dansinum. Þátttakatilkynnisteigi síðaren 15. mars ísíma11306 (Edda), 11470 (Gíslína), og 71791 (Jóhanna). Stjórnirnar. Opið hús — Umhverfis- mál í Félagsmiðstöðinni Hverfisgötu 8-10, miðvikudag- inn 16. mars kl. 20.30. Að þessu sinni verður fjallað sérstaklega um umhverfismál. Efni fundarins: 1. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræð- ingur flytur fyrirlestur sem nefnist skipulag. 2. Meðlimir umhverfismálanefndar Alþýðuflokks- ins stýra umræðum um umhverfismál. Mætum öll. F.U.J. í Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn I Bókarkaffi (Garðastræti 17) fimmtudaginn 17. mars kl. 20.30 (hálf níu). Dagskrá: 1. Kosning í nefndir 2. Starfsemi félagsins 3. Önnur mál Allir F.U.J. meðlimir hvattir til að koma. Stjórnin. Flokkstjórn — Sveitarstjórnarmenn Sameiginlegur fundur flokkstjórnar og sveitar- stjórnarmanna Alþýðuflokksins verður haldinn á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 26. mars n.k. kl. 11-16. Fundarefni: Samskipti ríkis og sveitarfélaga. Skrifstofa Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.