Alþýðublaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 8
MBUBLOID
Þriðjudagur 15. mars 1988
„Flóttamaður 1986“ og Rauði Kross íslands:
ÞANNIG VAR
SÖFNUNARFÉNU RÁÐSTAFAÐ
Hinn 27. febrúar var liðiö
eitt ár síðan forseti islands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, af-
henti fulltrúa Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóð-
anna 6 milljónir isl. kr. sem
safnast höfðu er Rauði kross
íslands gekkst fyrir fjársöfn-
un tii styrktar flóttamönnum í
heiminum undir kjörorðinu
„Flóttamaður 86“
Það var fljótlega ákveðið
að fénu skyídi varió til hjálp-
arstarfs meðal flóttafólks í
Súdan. Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna hefur
gert áætlun um umfangs-
mikla aðstoð við flóttamenn í
Súdan og var fénu varið til
framkvæmda samkvæmt
þessari áætlun sem m.a. fel-
ur í sér eftirtalda þætti:
1. Heilbrigði/heilsugæsla
sem miöar að því að auka
heilbrigði meðal kvenna í
hópi flóttafólks frá Eþíóp-
íu með því að veita full-
nægjandi hjúkrunar- og
læknishjálp og standa að
fyrirbyggjandi aðgerðum
innan almennrar heilsu-
gæslu svo og með nauð-
synlegum uppbótum á
næringarrýru fæði í flótta-
mannabúðum í Austur
Súdan.
Áhersla hefur veriö lögð á
fyrirbyggjandi heilsugæslu
sem krefst mikillar þátt-
töku af hálfu kvenna í hópi
flóttafólks. Hún hefur
reynst áhrifarík að því leyti
að smitsjúkdómar hafa
ekki komið upp í neinum
flóttamannabúðanna. Slík-
ir sjúkdómar leggjast yfir-
leitt á börn. Sömuleiðis
hefur fjölgað þeim sem
njóta matargjafa í hópi
þeirra sem eru í mestri
hættu, þ.e. barnshafandi
kvenna og þeirra sem eru
með börn á brjósti, barna
og gamalmenna. Allar
svæðisskrifstofur hafa til-
kynnt að þær hafi nógar
birgðir nauðsynlegra lyfja.
Dánartíðni er þó enn veru-
leg á sumum svæðum
vegna árstíðarbundinna
rigninga sem hafa í för
með sér aukna tíðni sjúk-
dóma sem berast með
vatni s.s. lungnaberkju-
sjúkdóma og malaríu.
2. Býflugnarækt í smáum
stíl. Markmiðiö er að
Rauði kross íslands safnaði 6 milljónum kr. til styrktar flóttamönnum
i heiminum undirkjörorðinu „Flóttamaður1986‘. Ákveöið hefur nú veriö
aö verja söfnunarfénu til hjálparstarfs meðal flóttafólks í Súdan.
kenna 30 eþíópiskum
flóttamannafjölskyldum að
stunda arðbæra býflugna-
rækt og sölu á hunangi.
Fjölskyldur þessar eru í
flóttamannabúðum - Es-
Suki og Hawata í Súdan
Þjálfun í býflugnarækt var
veitt í Hawata. Nú eru bý-
flugnabúin orðin 32 í Es-
Suki og 28 i Hawata. Tals-
verðar tekjur eru nú þegar
af sölu á hunangi sem selt
er í gegnum samvinnu-
samtök sem kennd eru við
Es-Suki flóttamannabúð-
irnar.
3. Menntun. Annarsvegar er
greitt fyrir menntun eþíóp-
ískra flóttamanna í
menntaskólum og öðrum
framhaldsskólum í Súdan,
s.s. tækni- og verkmennta-
skólum, verslunar- og bún-
aðarskólum með því að
leggja til húsbúnað og sjá
um viðgerðir á húsnæði.
Hinsvegar er u.þ.b. 120
nemendum úr hópi flótta-
manna veitur námsstyrkur
til náms í Tækni- og verk-
menntaskólum í Port Sud-
an
Unnið var að smíði, við-
haldi og viðgerðum á hús-
gögnum, tækjum og hús-
næði á 22 stöðum. Um
80% af skólabygginga-
smíði er nú lokið þrátt fyr-
ir vandkvæði við útvegun
efnis. Að því er tæki og
húsgögn varðar er lokið
smíði um 60% þess sem
ráðgert var og það sem á
vantar er í vinnslu á verk-
stæðum sem rekin eru af
flóttamannastofnun SÞ.
Níu námsmenn úr hópi
flóttamanna hlutu styrki til
náms við Tækniskóla Dar-
es-Salaam í Port Sudan.
200 nemendur héldu áfram
námi í Comboni-skólanum
á framhaldsskólastigi, til
verslunarprófs o.fl. og 60
námsmenn stunduðu nám
í ýmsum öðrum skólum
þar sem þeir hlutu verk-
mennta- og tæknifræðslu
4. Heimilismatjurtagarðar.
Markmiðið er að tryggja
að 250 fjölskyldur sem
konur eru í forsvari fyrir
geti aflað aukatekna með
grænmetisræktun og jafn-
framt bætt fæði fjölskyld-
unnar með því að leggja
henni til hollt og næring-
arríkt grænmeti til neyslu
Framleiösluhópar kvenna
sáu um framkvæmdirnar í
flóttamannabúðunum. Það
er nú orðið Ijóst aö auka
má framleiðslu heima-
ræktunar innan hennar
væri einnig gert ráð fyrir
áætlun um vatnsveitu eða
geymslu á vatni fyrir
þurrkatímabilið. Til þess
þarf leyfi stjórnvalda til
vatnsnýtingar og hefur
þegar verið lögð fram
beiðni um það. Til að leysa
þetta vandamál hefur skrif-
stofa Flóttamannaaöstoð-
ar SÞ farið fram á það við
staðaryfirvöld að þau láti
af hendi landssvæði sem
þegar hafa veriö felld und-
ir vatnsveituframkvæmda-
áætlanir með því skilyrði
að innfæddir Súdanbúar
þarna njóti einnig þess
árangurs sem næst.
5. Kúabúskapur. Áformað er
að tryggja að a.m.k. 1725
fjölskyldur séu sjálfum sér
nógar um fæðuöflun og
hafi auk þess tekjur af
kúabúskap, alifugla- og
grænmetisrækt.
Flóttamennirnir hafa hlotið
þjálfun í kvikfjárrækt
þannig að þeir gætu fram-
leitt nóg til daglegra þarfa
af mjólk, kjöti og eggjum.
Samanlagður kostnaður
vegna þessara verkefna
fyrstu 9 mánuði s.l. árs
nam sem svarar 29 millj.
ísl. kr.
Hannes Hauksson, framkvœmdastjóri
Rauða kross íslands
.ÁSTANDIÐ ER
VERSTí
Rauði kross íslands gekkst
fyrir Flóttamannasöfnuninni
hér á íslandi i samvinnu við
Flóttamannastofun Samein-
uöu þjóðanna. Framkvæmda-
stjóri Rauða kross íslands er
Hannes Hauksson. Alþýðu-
blaðið náði sambandi við
Hannes og spurði hann aö
því hvers vegna Súdan hefði
oröið fyrir valinu? Ástandið
er, að minnsta kosti eins og
er, verst í Súdan. Og hlutur
konunnar þar er ekki góður.
Regntíminn hefur enn ekki
komið. Alit starf er erfitt
vegna mikilla hita, erfitt fyrir.
— Hvers vegna urðu þess-
ir ákveðnu þættir fyrir val-
inu?
„Þetta er bara hluti af
miklu stærra verkefni, sem
Flóttamannastofnun Samein-
uðu þjóðanna var með. Það
er tekið miö af ýmsu og þá
m.a. frumheilsugæslu, því
það er mjög mikilvægt að
þau þrífi sig og noti hrein ílát
og noti vatn rétt. Þegar þetta
kom svo til tals hér þá var
okkur bent á þetta tiltekna
verkefni og okkur leist mjög
SÚDAN“
vel á það en við sáum ekki
um neina skipulagningu.“
— Eruö þið ánægð með
árangur söfnunarinnar?
„Við erum ekki ánægð með
hvað safnaðist litið, þetta var
mun minnaen við bjuggumst
við. Við erum aftur á mót
mjög ánægð með hvernig þvi
fé, sem við höfum sent, hefur
verið ráðstafað."
— Verður söfnun sem
þessari haldiö áfram?
„Flóttamannasöfnun sem
þessi verður líklega ekki aft-
ur í bráð, því þetta var sér-
stakur samningur sem
Flóttamannastofnunin gerði
við Rauða kross félögin á
Norðurlöndum og ég get ekki
séð að það verði endurtekið
næstu árin, Við erum aftur á
móti að fara af stað með þró-
unarverkefni í Eþlópíu, sem
miðast að því að vernda
vatnsból, planta trjám og
jafnframt að kenna fólki und-
irstöðu heilsugæslu og þess
háttar. Samhliða þessu verk-
efni veröur farið af stað með
söfnunarherferð, nú í byrjun
maí.
■8H
□ 1 2 3 r 4'
■
6 □
9
10 □ n
□ 12
13 jaj
Krossgátan
Lárétt: 1 með, 5 vaxa, 6 aftur, 7
tala, 8 væskil, 11 fiskur, 12
hyggja, 13 kaka.
Lóðrétt: 1 óskir, 2 hljóð, 3 eins, 4
bátur, 5 henda, 7 skekkja, 9 fjör-
ugt, 12 kind.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 fláði, 5 hrat, 6 lak, 7 án,
8 jukust, 10 óó, 11 nóa, 12 sukk,
13 asann.
Loðrétt: 1 frauó, 2 lakk, 3 át, 4
inntak, 5 hljóða, 7 ásókn, 9 unun,
12 SA.
Genqið
Gengisskráning 51 - 14. mars 1988
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 38,800 38,920
Sterlingspund 72,024 72,247
Kanadadollar 30,905 31,001
Dönsk króna 6,1175 6,1364
Norsk króna 6,1641 6,1832
Sænsk króna 6,5707 6,5910
Finnskt mark 9,6662 9,6961
Franskur franki 6,8770 6,8983
Belgiskur franki 1,1166 1,1201
Svissn. franki 28,3688 28,4565
Holl. gyllini 20,7982 20,8625
Vesturþýskt mark 23,3763 23,4486
itölsk lira 0,03155 0,03165
Austurr. sch. 3,3255 3,3358
Portúg. escudo 0,2839 0,2848
Spanskur peseti 0,3469 0,3480
Japanskt yen 0,30563 0,30658
• Ljósvakapunktar
•RUV
21.45 Árni Snævarr og
Guðni Bragason fréttamenn
stjórna Kastljósi um erlend
málefni.
• Rás 1
22.30 Leikur að eldi. Þetta
er gamanleikur eftir August
Strindberg. Þýðandi og leik-
stjóri er Jón Viðar Jónsson.
Leikendur Baldvjn Halldórs-
son, Þóra Friðriksdóttir, Karl
Ágúst Úlfsson, Ragnheiður
Tryggvadóttir, Harald G.
Haraldsson og Sigrún Edda
Björnsdóttir.
• rót
18.00 Námsmannaútvarp-
ið. Fjallað um ýmis hags-
munamál.
Bylgjan
12.10 Ásgeir Tómasson
dustar rykið af....