Tíminn - 26.10.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1967, Blaðsíða 2
1 / TÍMINN FTMMTUDAGUR 26. október 1967. Útför Daníels Fjeld- sted læknis gerð í dag í dag verður gerð frá Dómkirkj unni útför Daníels V. Fjeldsted læknis, sem lézt hinn 20. þessa mánaðar. Daníel Fjeldsted var fæddur hinn 6. nóvember 1894 í Ferjukoti í Borgarfirði, sonur hjónanna Vernharðs Daníelssonar Fjeldsted bónda þar og konu hans Vigdísar Pétursdóttur. Hann var ungur settur til mennta og útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavjk 1915. Cand med. frá Háskóla ís- lands 1921. Stundaði síðar Þ-am- haldsnám í, læknavísindum í Noregi og Danmörku. Var setiur héraðslæknir á nokkrum stöðum hér á landi næstu árin — en var starfandi læknir í Reykjavík 1924 —1926, en næsta ár í Hafnarfirði. Þá gegndi hann læknisstörfum í Kjós, Kjalarnesi, Mosfellssveit og Reykjavikurhéraði utan kaupstað arins með styrk úr rikissjóði frá 1927 og einnig í Þingvallasveit frá 1935. En segja má, að aðalstarf sitt sem læknir hafi Daníel heitinn unnið í Álafosshéraði, en þar var hann héraðslæknir frá 1941 til 1960, en eftir það stundaði hann að mestu læknisstörf hér í Reykja vík. Daníel Fjeldsted var tvíkvænt- ur. Fyrri konu sína, Fjólu Stefáns dóttur, matreiðslukennara, missti hann 1949 — en þremur árum síðar gekk hann að eiga Margréti Bessadóttur. Új hinu nýja trésmíðaverkstæði Stefáns Teitssonar á Akranesi. Trésmiðjan Akur í nýju, glæsilegu húsnæði NAUÐUNGARUPPBOÐ \ sem auglýst var í 50. 51. og 52. tbl. Lögbirtingar- blaðs 1967, á hraðfrystihúsi, fisikmjölsverksmiðju og fiskmóttökuhúsi norðan hafnargarðs á Sauðár- króki, þinglýstum eignum Guðmundar í>órðar- sonar, fer fram að kröfu Jóns Hjaltasonar hrl., Brunabótafélags íslands og Halldórs Þ. Jónsson- ar hrl., á eignunum sjálfum þriðjudaginn 31. okt. 1967 kl. 10,30 f.h. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki- NAUDUNGARUPPBOD sem auglýst var í 50. 51. og 52. tbl. Lögbirtingar- blaðs, á m-s. Gullbjörgu VE 89, talin eign Guð- mundar Þórðarsonar, fer fram að kröfu Stofn- lánadeildar sjávarútvegsms. Samábyrgðar íslands á fiskiskipum, Vélbátatryggingar Reykjaness, Bæjarfógetans Vestmannaeyjum og Fiskveiða- sjóðs íslands, við skipið siálft í Sauðárkrókshöfn, þriðjudaginn 31. október 1967 kl. 10 f.h. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. j Jeppaeigendur! Sendibílaeigendur! Hafið bílinn notalegan \ / , i Verjist kuldanum Einangrum og klæðum aiia jeppa og sendibíla- Klæðum alla bíla. Pantið tima. BÍLAKLÆÐNING H.F. Höfðatúni 4. Sími 22760 GB-Aikranesi. Trésmiöjan Akur h. f. á Akra nesi flutti s. 1. laugardag í ný húsakynni. Gólfflötur byggingar innar er 1100 fermetrar. Bygging arframkvæmdir hófust 23. apríl s. 1. og er nú lokið. Var verkið að mestu unnið af starfsmönntum fyrirtækisins: Aðaleigandi og framkvætmda- stjóri Akurs h. f., Stefán Teits son, sýndi fréttamönnum, bæjar stjórn og fleiri yestum, ásamt starfsliði fyrirtækisinis hin nýju húsakynni. Er óhætt að fullyrða, að þetta sé eitt glæsilegasta tré- smíðaverkstæði landsins, bæði hivað snertir húsakynni, véla- hiHIIJil STEINEFNA x VÖGGLAR COCURA 4 er fosfórauð ug steinefnablanda, sem ætluð er til notkunar allt árið og miðuð við venju- leg skilyrði. COCURA 5 er sérstök blanda með miklu magni um magni og ætluð til notkunar um það leyti sem kýrnar fara á beit. örfá grömm af COCURA á dag tryggja auknar af- urðir. meiri frjósemi, og betra heilbrigði búfjár- ins. COCURA er fyrir kýr. sauðfé og hesta. COCURA ei bragðgott og vellyktandi. COCURA rýrnar lítið — rykast lítið. COCURA auðveldar gjöf í húsi og á beit. COCURA er ekki raka- sjúgandi. COCURA er auðleyst og meltist, vel. Skrífið eftir fullkomnum upplýsingum SÖLUSTAÐIR - Kaup félögin um land allt og Miólkurféi. Reykjavíkur. kost og alia aðstöðu til vininuhag ræðingar. Verkstæðið hefur getið sér mjög gott orð fyrir vandaða framleiðslu á góðu verði og bera þau mikl-u venkefni sem framund an eru hjá fyrirtækinu þess vott. Mun hin nýja aðstaða enn auka samkeppnishæfni þessa fyrir- t^kis sem er að verða meðal stærstu atvinnurekenda á Akra- nesi. Sérstöku el'dvarnarkerfi er kom ið fyrir í vinnusölum og efnis- geymslu, eru það 3 brunaslöngur á tilheyrandi rúllum auk kolsýrl inigstækja. Gólfflötur hinnar nýju byggingar er 1100 ferm. og eru það 3 megin salif, en au'k þess verður 1. hæð eldri byggingar not uð sivo og hluti 2. hæðar, þar sem sikrifstofa fyrirtækisins er. Húsnæðið skiptist þannig: 1. Móttaka efnis og efnisgeymsla ásamt þurrkklefum og spóna- geymslu. 2. Vélasaiur, — stœrstu vélar þar eru spónapressa og sjálfvirk kantlímingarvél en auk þess e.ru þar 17 aðrar almennar trésmíða vélar. 3. Vinnusalur til samsetningar og frágangs. 4. í eldra húsi, 1. hæð, kyndi- stöð, kaffistofa starfsmanna og fataherbergi, laikbherlbergi og pökkun. Verfcefni Trésmiðjunnar Aikurs h. f. hafa verið fjöliþætt m. a.: Húsbyggingar, — en einu stærsta verkefninu á þvi sviði er nú ný- lokið, er það fjórbýlishús við Garðabraut, sem reist var fyrir Byggingarsj'óð Akraneskaupstað- ar. Innréttingar íbúða. Fram- leiðsla á veggþiljum. Húsgagna- framleiðsla. Nú er að hefjast vinna við stórverkefni, sem er skápasmíði í Brei'ðholtsbyggingarnar, á vegum Framkvæmdanefndar byggingar áætlunar ríkisins. í dag vinna við trésmiðjuna 32 starfsmenn. Yfirverkstjóri er Gfisli Sigurðsson, en verkstjóri í véia sal Jón Helgason, og verkstjóri í vinnusal Sigurbjörn Jónsson. Nýr ambassador Hinn nýi ambassador Brasilíu, herra Jayme de Souxa-Gomes af henti í dag forseta íslands tnínað arhréf sitt Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að viðstöddum ut anríkisráðherra. Reykjavik, 19. októbar, 1967. Skrifstofa Forseta íslands. Tónleikar í amer- íska bókasafninu FiSluleikarinn Ruiben Varga heldur cónleika í Ameríska bóka safninu laugardaginn 28. október kl. 5 e. h. á vegum Upplýsinga þjónustu Bandaríkjanna. Aðgang ur er ókeypis og er hægt að fá miða á bókasrfninu til kl. 9 e. h. á föstudag. Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Bach, Sonata í C major, Varga, Sonata í G Minor, oig „Nel oor piú non mi sento“. til brigði eftir Paganini. Ruhen Varga leikur einleik með Sinfóniuhl'jómsveitinni í kvöld. Varga er fæddur í Israel, en gerðist innflytjandi til Banda ríkjanna. Hanh gekk í Franz Liszt Academy Budapest og Julliard tónlistarskólann í New York. Galdra-Loftur Galdra-Loftur, Jóhanns - Sigur- jónssonar, hefur verið sýndur 10 sinnum að þessu sinni í Þjóðleik húsinu. Eins og fynr segir er þetta í fimmta skiptið, sem að Loftur er settur á svið í leikhús um höfuðstaðarins og . mun láta nærri að hann hafi verið sýndur hér á 10 ára fresti. Enn á þetta þjóðlega leikrit djúp ítök í hugum leikhúsunnenda og virðist áhugi leikhúsgesta ekki fara minkandi með árunum, þótt nú sé liðin meira en hálf öld, frá því höf undurinn lauk við þetta vinsæla leikrit sitt. Næsta sýning Þjóðleik hússins á leiknum verður í kvöld. Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Val Gíslasyni í hlutverkum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.