Tíminn - 26.10.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.10.1967, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 26. október 1967. Mikið af flöskunum brotnaði á hafi úti OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Leitað er enn að smygluðu áfengi sem haldið er að kornið hafi verið undan úr farmi þeim, sem Áismundur GK 30 kom með til iandsins. Skipverjar hafa verið yfirheyrðir í dag, en ekkert er látið uppi um rannsóknina að svo stöddu. Þeir sem að rannsókninni standa álíta að enn sé nokkuð af áfeng- inu óíundið, en ekki mikið miðað við það magn sem fundizt hefur, senniiega eru innan við 100 kass TVÖ KJÖRDÆMiS- ÞING Kjördæmisþing Framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið í Miðgarði við Varmahlíð sunnudaginn 5. nóv. og hefst kl. 2 e. h. hinsmenn flokksins í kjördæminu mæta á þinginu. S'.jcin kjördæmissambandsins. Kjöirdæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Akureyri laugardaginn og sunnudaginn 11. og 12. nóvember. Þingið hefst kl. 14 og fundirnir verða að Hótel KEA. Formenn Framsóknarfélag anna í kjördæminu eru sérstak- lega minntir á þingið, og vinsam lega beðnir að sjá um, að fulltrúa kjör fari fram sem fyrst. Tilkynn ingar um kjörna fulltrúa óskast sendar til skrifstofu Framsóknar flokksins á Akureyri. Kjördæmis- ar olundnir. Víst er að báturinn tók miklu meira magn um borð í Ostende en komið er í leitirn- ar. En á leiðinni heim lenti bát- urinn í ófsaveðri, Ikílega á Norð- ursjó. og kastaðist þá til í lest- inm og mikið af genever-flöskun- um hefur brotnað. Nokkrum dögum áður en Ás- mutndur fannst í Hafnarfjarðar- höfn hafði Landlhelgisgæzlan svip azt um eftir bátnum, fyrir austan og vestur með suðurströndinni. Skipulögð leit var ekki hafin en varðskipin leituðu eftir bátnum á peim leiðum sem þau áttu er- indi um. Voru menn farnir að verða áhyggjufullir vegna bátsins, því vitaö var hvenær hann héU úr höfn í Belgíu og átti hann að vera komin fram við íslands- strendur nokkrum dögum áður en hann fannst'. Þá var talið víst að Áfsmiundur hafi lent i ofsaveðr- inu sem gekk yfir Vestur-Evrópu á þessum tíma og fórust þá nokk ur skip. En Ásmundur skilaði sér til lands eins og aliir vita nú. Hörpukonur Hafnar firði Garða- og Bessastaðahreppi halda fund að Strandgötu 33, Haf.i arfirði í kvöld,, fimmtudak kl. 8,30. Fundarefni 1. Félags- mál. 2 Frú Sigríður Knstjáns dóttir húsmæðrakennari talar um frystingu matvæla og fieira 3. kvikmyndasýning 4 kaffi. Mætið vel og takið með ykkur riýja fé- KRÝNING í ÍRAN Framhaid aí bls. 1 hátíðarhöild, bæði í Teheran Qg öðrúm bæjum. Er þar bæði urn að ræða skrautsýninga.r, úti hátíðir, sýnin.gar og fLugelda- sýningar. Krýningin fer fram á 48. af mæilisdegi keisarans, og hann mun sjálfiur setja á höfuð sitt 10.500 karata kórónuna. Jafn framt mun hann tilkynna, að sonur stnn, sjö ára gamall, verði næsti keisari landsins. Keisarinn var sjálfur sjö ára gamal'l, þegar hann var gerðair krónprins árið 1925. Keisarinn mun einnig setja kórónuna á höfuð konu sinnar. Kóróna keisaraynjunnar er gerð úr 1.6 kílóum a.f platínu og skreytt þrem stórum og 36 litlum smarögðum, 499 demönt u.m, 36 rúibínum og 105 perl um. ---- ■ i i FJÖGUR BÍLSLYS Framhald af bls. 3. sinn og hélt með 'hana áleiðis til Reykjavíkur, en þegar hann mætti sjúkrabílnum á leið á slysstaðinn var konan færð yfir í hann. Ástæða er til að benda mönnum á sem koma að slösuðu fólki að láta það liggja kyrrt og reyna að hjúkra því eftir föngum, eftir að þeir hafa tilkynnt réttum aðilum um hvernig ástatt er og bíða eftir sjúkrabíl og lögreglu. Klukkan liðlega 13 varð aniað slys á móts við Hesthól. Ökumaður inn var einn í bílnum og meiddist hann lítið og lítilsháttar skemmdir urðu á farartækinu. Rétt um kl. 17 valt enn oíll á beygjunni við Eyri. Slys urðu ekki á fólki og litlar skemmdir á bíln um. Skæringur Ilauksson, lögrogíu þjónn í Mosfellssveit, hefur með rannsókn allra þessa mála að gera Sagði hann Tímanum í dag að ekkert þessara slysa hafi orsaikazt af of hröðum akstri. Hálkukaflar hafi verið á /eginum og var mjög erfitt að varast þá. ísing myndaðist á veginum nótt- ina áður og þar sem sól náði ekki að skína um daginn var glerhálka. Ekki bætti úr skák að ómögulegt "ar að sjá hvar hálkukaf!arnir voru, virtist aðeins að vegurinn væri blautur á þessum köflum. 16 VITNISBURÐIR .... Framhald af bls. 3. berlega, og telst hún því ensk ur ríkiisborgari sem áður. Síðdegis í dag komu hingað til lands tveir banraverndar- ráðsimenn Færeyja, frú Malla Samuelsson og formaðurinn Jakob Alduk. Eru þaiu hingað komin gagngert vegna máls Marjun Gray. Blaðamanni Tím ans cókst að hafa tal af þeirn í kvöld. Á hinn bóginn vildu þau ekki segja neitt um fyrir ætlanir sinar hér, en þau voru þráspurð um, hvort þau hygðust taka stúlkuna með sér til Færeyja. — Við erum hingað komin til að tala við þá a'Siila, sem með málið fara, og ger-a þær ráðstafanir, sem Marjun Gray eru fyrir beztu að okkar dómi, — sögðu þau. — Við álítum að það séum við, eða barna verndarnefndin í Færeyj-um, sem höfum vald y.fir stúlkunni. Það kom á dáginn í þessu vi'ðtali, sem. og hefur fram komið í Tímanum, að Barna- verndarnefnd Færeyja hafði iSSrei og alls ekki samráð við Barnavcrndarráð né held.ur neina af barnaverndarnefndum íslands um vistun Marjun Gray á skóil'aheimiilinu að Bjargi. Engir aðrir íslenzkir aðilar en Hjá'lpræðisherinn áttu þar hlut að móli. Barnaverndarmennirnir sögðu, að vel heíði verið fylgzt með Marjun eftir að hún kom hingað, þrisvar til fjórum sinn um hefði hún verið heimsótt af nefndarmönnum, og hefði hún ekki haft yfir neinu að kvarta. Hefði ekki verið nein ástæða til að ætla annaö, en aiMit væri með felldu og formað ur tók það fram, að vistarheim iilinu að Bjargi hefði einungis verið lagt gott orð af þeim að- ilum, sem þar hefðu til þekkt og hann hefði rætt vi'ð. Fróðlegt verður að vita, hvaða stefnu miál þetta tekur. Verður Marjun Gray flutt með valdi til Færeyja. eða geta ís- lenzkir aðilar komið í veg fyr ir það? BARN FYRIR BÍL Framhald af bls. 3. eldri, með sér inn í verzlun við Laugaveginn. neðan við Kiapparstíg. En börnin fóru út úr verzluninni án þess að eftir væri tekið. HILupu þau út á miðja götuna, utan gang brauta. í því bar þar að lítinn sendiferðabíl, sem ók upp Klapparstíginn og ók hann á grænu ljósi er barnið hljóp fyrir bílinn. Drengurinn slapp hins vegar. Telpan lá undir bilnum þegar að var komið, en við rannsókn kom í Ljós að^ún var óbrotinn og virtist ekki al- varlega slösuð FRÖNSK MYNDLIST Framhald af bls. 3. eftir ósk Ragnars Jónssonar, for- stjóra Helgafells, og eru þær eins konar yfirlit yfir franska málara list í eina öld. Flestar eru eftir franska málara. Á sýningunni eru verk flestra höfuðsnillinga málaralistarinnar, svo sem Monet, Renoir. Césanne, Van Gogh, Picasso, Gauguin, Miro Braque og fleiri. Myndirnar eru allar til sölu nú þegar, en ástæða er til að vekja athygli á því, að aðeins er eitt eintak til af hverri mynd. Sýningin verður aðeins op- in eina viku. Ragnar Jónsson skýrði frétta- mönnum frá því að önnur sýning yrði haldin síðar, þó yrðu þar ekki sömu myndir og nú, og yrði ágóðanum af þeirri sýningu varið til byggingar nýja Listamanna- skálans á Klambratúni. ÞETTA KOSTAR . . . Framhalo al ois lb bessu kemur hlutfallsleg skipt ing þátttakenda í neyzluathug- uninni vei heim við raunveru- lega skiptingu kvæntra karla a þessar starfsstéttir“. i ljós kemur, að tala ein- staklinga i úrtakinu var þessi: Hcimilisfeður 100. heimilismæð ur ±00 og börn 198, samtals 398 einstaklingar. Að meðal- taii er því um að ræða fjöi- skyldu, sem er minni en vísi- tölufjölskyldan. i tilkynningunni segir, að „með neyzlurannsókninni og með uppsetningu hins nýja grundvallar var stefnt að því, að fá sem réttasta mynd af raunverulegum neyzluvenjum láunþegafjöiskyldna í Reykja- vík án tillits til tekna fjöl- skyldu barnatölu og annars bcss, er áhrif hefur á heildar- neyzlu og neyzluval. Hinn nýi v'isitölugrunnur er því meðal- tai af útgjöldum. sem í hverj- um flokki fyrir sig geta verið oæði miklu hærri og lægri en pað meðaltal. sem í grunnd- völlinr er sett. BRUTTÓTEKJUR Mlðað við framtaldar brúttó- tekjur árið 1964, var tekju- ireifing hinna 100 fjölskyldna sem hér segir: ráð. laga. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir til allra ættingja og vina, sem auðsýndu mér vináttu á sjötíu ára afmælinu 20. okt. s.l. Eggert Guðmundsson, Bjaryi Sorgarnesi. Hjartans þak'kir til allra, sem minntust mín með gjöfum og heimsóknum, eða a annan hátt, á 75 ára afmæli mínu hinn 16. sept. s.l- Albert Bergsveinsson, Krossi, Berufjarðarströnd. Útför eiginmanns míns, Guðmundar 5veinssonar fulltrúa, Suðurgötu 6, Sauðárkróki, er lézt fimmtudaginn 19. þ. m. fer fram frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h Fyrir mína hönd og annarra vanda- manna, Dýrieif Árnadóttir. Jarðarför Margrétar Hallgrímsdóttur frá Hvammi f Vatnsdal, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 10.30 27. þ. m. og verður útvarpað. Hiimár Valdimarsson, Ásta Sölvadóttir, Helga Sigurðardóttir, Daníel Óskarsson, Theódóra Hallgrímsdóttir, Guðjón Hallgrímsson, Aðalheiður Hallgrimsdóttir. Gróa Einarsdóttir, Vestmannaeyjum, lézt 16. þ. m. jarðarförin fer fram frá Krosskirkfu Austur-Land- eyjum, laugardaginn 28. október kl. 2. siðdegis. Vandamenn. 1. 10 tekjulægstu frá 2. 10 næstu 3. — — 4. — — 5. — — 6. — — 7. — — 3. — — 9. — — þús. kr. 85—134 135—151 151—164 164—176 177—193 194—212 212—234 234—252 253—276 10. 10 tekjuhæstu frá 283—370 Framtaldar meðalbrúttótekj- ur þessara fjölskyldna voru, að þvi er segir í tilkynningunni, 202 þúsund á árinu 1964. Þegar samanburður er gerður á þessu og niðurstöðum neyzlurannsókn arinnar, verður að hafa í huga, miðaðar við annars vegar 1. að tölurnar í rannsókninni eru íebrúar 1966 og 1. ágúst 1967, og i þessu tímabili hefur orðið nokkur hækkun á launuim i krónutölu Um samsetningu þessara nundrað fjölskyldna segir svo: 17 fjölskyldur voru bamlausar, 20 voru með eitt barn, 28 með tvö börn, 22 með þrjú börn, 9 með fjögur börn og 4 fjöl- skyldur með fimm börn. Onnur atriði en tekjur og barnafjöldi, sem hafa mikil á- hrif á skiptingu neyzluútgjalda eru m.a. þau, hvort fjölskylðan á bifreið eða ekki og hvort hún býr í eigin húsnæði eða akki. Af þessum 100 fjölskyld- um áttu 55 fjölskyldur bifreið. 66 fjölskyldur voru í eigin húí næði. en 34 í leiguhúsnæði. í tiikvnningunni segir, að við akvörðun húsnæðisliðsins hafi orðið að taka tillit til fleiri at- nða, en fram komu í neyzlu rannsókninni, en það ekkert útskýrt nánar. | _ Á alþingi í dag voru upp- lýsingar þær, sem hér liggja fyrir, lagðar fram er fjármála- ráðherra svaraði fyrirspurn um hetta efni. BARINN í HÖFUÐIÐ Framhals af bls. 1. una, sem þar réði húsum. Þegar hanm kom aftur . sá hann hvar maðurinn lá silas aður á gólfinu. Lét hann lögregluna þegar vita. Var maSurinn fluttur á Landa kotsspítala en lögreglan tók konuna í sína vörzlu, svo og mann sem var í ibúðinni. Höfuðkúpubrotni maður inn og konan hafa búið sam an s. 1. sjö mánu'ði. Eru þau bæði dry'kkfeld og hefur hús ið sem þau búa í lengi ver ið samastaður drykkjiufólks og lögreglan oft þurft að hafa afskipti af í'búum og gestum þeirra þar. í gær voru nokkrir aðilar gestkomandi í húsinu og allsvallsamt. Eitthvað lenti þeim saman konunni og sambýlismanni hennar fyrr um daginn. Við yfirheyrslur bar konan að sambýlismaður hennar hafi ráðizt á sig og ætlað að berja sig, en hún hafi orðið fyrri til og lamið hann í höfuðið með stólfót, með fyrrgreind um afleiðingum. Einn gesta var eftir þegar þeir hinir fóru. Svaf hann værum svefni þegar barsmíðin átti sér stað og getur engar UPP lýsingar gefið um málið. Ber fyirgreindur bílstjóri að gestur þessi hafi sofið fast og verið í sömu stelling'Um í sama stól þegar hann kom í íbúðina bæði í fyrra og seinna sinnið. Eins og eðlilegt er 'hefur ekki verið hægt að yfir- heyra slasaða manninn en konan hefur verið úrskurð uð > gæzluvarðhald á meðan rannsókn málsins stendur yf ir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.