Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagur 23. mars 1988
SMÁFRÉTTIR
Amnesty
Fangar
mánaðarins
Mannréttindasamtökin
Amnesty International vilja
vekja athygli almennings á
máli eftirfarandi samvisku-
fanga í mars. Jafnframt von-
ast samtökin til að fólk sjái
sér fært að skrifa bréf til
hjálpar þessum föngum og
sýna þannig [ verki andstöðu
sína gegn því að slík mann-
réttindabrot séu framin. ís-
landsdeild Amnesty gefur
einnig út póstkort til stuðn-
ings föngum mánaðarins og
fást áskriftir á skrifstofu
samtakanna.
Ungverjaland: Zsolt Keszt-
helyi er 24 ára gamall ritstjóri
óháðs tímarits. Hann var
handtekinn í febrúar 1987 og
dæmdur ( 3 ára fangelsi fyrir
að neita að gegna herþjón-
ustu. Zsolt neitaði að gegna
herþjónustu af pólitískum
ástæðum. Amnesty telur að
allir menn eigi að eiga rétt á
að þjóna landi sínu á annan
hátt en með herþjónustu.
Sýrland: Riad al-Turk er 58
ára gamall lögfræðingur.
Hann var aðalritari hjá komm-
únistaflokknum, en sá flokk-
ur er bannaður. Hann var
handtekinn í október 1980 og
hefurverið haldið í einangrun
síðan, án þess aö hafa hlotið
ákæru eða dóm. Hann hefur
verið lagður fjórum sinnum
inn á sjúkrahús vegna mis-
þyrminga. Hann er nú alvar-
lega veikur. Hann þjáist af
illa meðhöndlaðri sykursýki
og var m.a. meðvitundarlaus í
25 daga í desember s.l.
Chad: Mardié Ibrahim og
Mabrouka Houni Rahil eru
mæðgur. Mardié var á tán-
ingsaldri þegar hún var hand-
tekin einhvern tímann á árun-
um 1983-1985. Hún var hand-
tekin vegna aðgerða móður
sinnar, sem sá um að útvega
matarbirgðir handa hernum á
árunum milli 1979 og 1982.
Herinn átti á þeim tíma í úti-
stöðum við vopnaða and-
spyrnuhreyfingu. Forystu-
maður þeirrar hreyfingar er
nú við völd. Þegar hann
komst til valda 1982 fór móð-
urin, Mabrouka, úr landi.
Dóttirin var þá sökuð um að
flytja upplýsingar til and-
stæðinga stjórnarinnar og
hún handtekin. í júli 1987
snéri Mabrouka aftur til Chad
eftir að hafa fengið loforð um
að dótturinni yröi þá sleppt.
Svo varð þó ekki og nokkru
seinna var Mabrouka hand-
tekin ásamt öðrum fjöl-
skyldumeðlimum. Mardié og
móðir hennar eru ennþá í
haldi án þess að hafa hlotið
ákæru eða dóm.
Þeir sem vilja leggja mál-
um þessara fanga lið, og þá
um leið mannréttindabaráttu
almennt, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við
skrifstofu íslandsdeildar
Amnesty, Hafnarstræti 15,
Reykjavík, sími 16940. Skrif-
stofan er opin frá 16-18 alla
virka daga. Þar fást nánari
upplýsingar sem og heimilis-
föng þeirra aðila sem skrifa
skal til. Einnig erveitt aðstoð
við bréfaskriftir ef óskað er.
Sameinast um
leitaraðgerðir
og fjáröflun
Þrjár stærstu björgunar-
sveitir landsins, Slysavarnar-
félag íslands, Landssamband
hjálparsveita skáta og Lands-
samband flugbjörgunar-
sveita, hafa nú komið sér
saman um sameiginlega fjár-
öflunarleið, og eru farnir að
gefa út saman „Lukkutríó“.
Fyrsti vottur af samvinnu
þessara þriggja aðila var þeg-
ar sameinast var um skipu-
lagðar leitaraðgerðir. Það'var
fyrir tæpum tveimur árum og
var þá skipuð landsstjórn.
Fulltrúum frá þessum þremur
aðilum kom siðan saman um
að í hverri einustu aðgerð
sem einhver af þessum þrem-
ur tækju þátt í þá kæmu nú
alltaf fulltrúar frá þeim öllum.
Að sögn Birgis Ómarsson-
ar, hjá Landsambandi hjálpar-
sveita skáta, hefur þetta sam-
starf brotið blað i sögunni og
gefist mjög vel en á sam-
starfið hefur reynt í öllum
þeim leitum sem gerðar hafa
verið sl. 2 ár.
Samstarf um fjáröflun
hófst upp úr áramótum og
komu fyrstu „Lukkutríómið-
arnir“ út um miðjan febrúar.
„Þetta hefur gefist mjög vel
og er greinilega framtíðin í
þessu“ sagði Birgir Ómars-
son.
Vinnuhópur
um sifjaspell
Vinnuhópur um sifjaspella-
mál hefur opnaö skrifstofu að
Vesturgötu 3, Reykjavík. Sara
Karlsdóttir er þar við frá kl.
13.00 -17.00 alla virka daga og
einnig svararhún í síma21260.
Þær konur sem vilja komast í
sjálfshjálparhóp geta annað
hvort hringt skrifað eða komið
á skrifstofuna.
í tilkynningu frá vinnuhópn-
um segirað þarséu konursem
hafa áhuga á að vinna gegn
sifjaspelli og styðja þær sem
sárt eiga um að binda af þeim
sökum. Hvern hóp leiða fé-
lagsráðgjafar og kona með
reynslu.
Úrslit hjá
Bridsfélagi
Sigiufjarðar
Sveit Þorsteins Jóhanns-
sonar sigraði í hraðsveitar-
keppni Bridsfélags Siglu-
fjaröar, og hlaut 1799 stig, í
öðru sæti varð sveit Valtýs
Jónassonar meö 1798 stig og
í þriðja sæti varð sveit Bjark-
ar Jónsdóttur með 1786 stig.
í sigursveitinni voru auk
Þorsteins Jóhannssonar,
Rögnvaldur Þórðarson, Jón
Sigurbjörnsson og Ásgrímur
Sigurbjörnsson.
Boranir
fjarri
Bockall
Vegna frétta i íslenskum
fjölmiðlum að undanförnu
um að olíuleit BP félagsins
náigist Hatton-Rockall
svæðið vill utanrikisráðu-
neytið taka fram eftirfarandi:
Samkvæmt upplýsingum
breskra stjórnvalda hafa
Bretar ekki framkvæmt
neinar boranir né veitt leyfi
til slíks á svæðum sem eru
umdeijd milli þeirra annars
vegar ísiendinga og Dana
hins vegar. Þær boranir, sem
nefndar hafa verið í fréttum,
fara fram á svæði norðvestan
Skotlands, sem engir aðrir en
Bretar gera tilkall til og liggur
fjarri Hatton-Rockall svæð-
inu.
Erlingur Kristens,
„EKKI GIRNILE
STARFIMED I
Erlingur Kristensson, 34 ára Hafnfirðingur, var kosinn formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna á sérstöku aukaþingi í haust.
Erlingur hefur síðustu ár verið virkur félagi í FUJ í Hafnarfirði og
tekið þátt í öflugu starfi í bœjarmálum. Hann er fyrsti varamaður í
bœjarstjórn og formaður byggingarnefndar sundlaugar. Árið 1986
gegndi hann formennsku í FUJ í Hafnarfirði. Það er reyndar ekki
bara pólitíkin sem heillar hann því eins og margir aðrir Hafnfirð-
ingar hefur hann brennandi áhuga fyrir íþróttamálunum og þjálfar
m.a. tvo flokka í handboltanum hjá FH. Erlingur er kvœntur Gyðu
Ulfarsdóttur og eiga þau tvo syni, Elfar 11 ára og Ulfar 8 ára.
„Ég er fæddur Hafnfirðing-
ur. Foreldrar mínir eru báðir
Vestfirðingar, bjuggu á ísa-
firði, en fluttu til Hafnarfjarð-
ar á fimmta áratugnum. —
Ég er reyndar svo frægur að
vera skyldur honum Jóni.“
— Ef allt væri eðiilegt,
ættir þú sem sagt að vera
krati í bak og fyrir. Ég hef
hins vegar heyrt að þú hafir
verið hallur undir íhaldið á
unglingsárunum?
„Það byggðist kannski
frekar á persónudýrkun held-
ur en stefnu. Maður leit upp
til Bjarna Ben. Eftir að hann
féll frá fór maður kannski
fyrst að hugsa um pólitik."
— Er kannski draumsýnin
viðreisn, eins og sagt er um
suma krata?
„Nei, hún er það ekki í
dag, þó að þetta fari vissu-
lega mikið eftir þeim mönn-
um sem starfa innan flokk-
anna. Eins og íhaldið hefur
hagað sér á undanförnum ár-
um, þá finnst mér alls ekki
girnilegt að vera i samstarfi
með þeim né Framsókn."
— Það hefur stundum
komið í Ijós að ungliðar í Al-
þýðuflokknum lendi í and-
stöðu við fiokksforystuna.
Þetta hefur veriö mest áber-
andi varðandi afstöðunni til
Nato og veru herliðsins í
Keflavík. Hvernig getur þetta
komið heim og saman?
„Ég held að það séu ef til
vill frekar kynslóðaskipti
varðandi afstöðu til hermála
og stríðsreksturs. Þegar ís-
land gekk j hernaðarbanda-
lag þá voru allt önnur viðhorf
til hermálanna, en eru i dag.
Það voru ekki þessi vopn,
sem eru fyrir hendi í dag. Við
skulum gera okkur grein fyrir
því að unga fólkið krefst
þess að friður sé í heiminum.
Okkar afstaða markast meira
af friðsemi. Við viljum ekki
hernaðarbandalag, heldur
byggja upp heim án kjarn-
orkuvopna. Þannig teljum við
að öll viðleitni í þá átt, séu
skref sem eigi hiklaust að
taka. Kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd er t.a.m. skref
sem sýna vilja í þessa átt.
Það má þvi segja aö þeir sem
eru hlynntir hernaðarbanda-
lögum í dag, séu dálítið á eft-
ir timanum.
Okkar stefna er alls ekki
öfgakennd eins og t.d. Al-
þýðubandalagsins, sem end-
urspeglast í þvi að vera bara
móti vestrænni samvinnu og
öllu sem heitir amerískt. Ég
held að okkar stefna sé öllu
mildari og manneskjulegri.
Við viljum bara frið og erum
á móti hernaðarbandalögum.
Það má hins vegar ekki
gleyma að innan okkar raða
eru nokkuð skiptar skoðanir
um útfærslu á þessum meg-
insjónarmiðum."
— Þú kynntir þér starf-
semi Samtaka herstööva-
andstæðinga um tíma, áttir
sæti í miöstjórn. Hvers
vegna starfar þú ekki einnig
á þeim vettvangi?
„Þessi samtök, eins og
þau eru í dag, eru ekki starfs-
vettvangur fyrir okkur jafnað-
armenn. Þó aö það sé margt
gott fólk þarna inni, þá eru
öfgarnar svo yfirgnæfandi.
Ég sá engan tilgang i þessu
og tel að það væri betra aö,
við jafnaðarmenn hefðum
okkar eigin friðarhreyfingu.
Ég starfaði reyndar ekki mik-
ið í miðstjórninni, var þarna í
smá tíma eftir landsfund.“
— Hvaö finnst formanni
SUJ um þátttöku Alþýðu-
flokksins i þessari ríkis-
stjórn?
„Við verðum fyrst að gera
okkur grein fyrir því sem á
undan fór. Það var reynt ann-
að stjórnarmynstur, sem ekki
tókst. Bæði Kvennalistinn og
Alþýðubandalagið voru þar
inni, en því miður tókst ekki
að mynda stjórn með þess-
um félagshyggjuflokkum.
Varðandi samstarf við ihald-
ið, þá fannst mér það ekki
hægt nema yrði uppstokkun
á ráðherraliði flokksins. Það
má segja að það hafi nokk-
urn veginn orðið. Hins vegar
sitjum við uppi með menn
eins og Jón Helgason, sem
mér finnst að hefði mátt fá
frí.
Okkar staða innan stjórnar-
innar er sterk. Þessar aðgerð-
ir eins og söluskatturinn á
matvæli er auðvitað óvinsæl
aðgerð, en fyrst og fremst
vegna þess að þetta mál var
illa kynnt. Stjórnarandstaðan
hefur reynt að gera þetta tor-
tryggilegt í augum almenn-
ings og orðið ágengt vegna
þess að ekki hefur verið
nægilega kynnt hvert stefnt
sé rneð slíkum ráðstöfunum.
Á meðan skattlagningin er
tæki til tekjujöfnunar, þá er
allt í sómanum að mínu mati.
Það kanna að vera að ein-
hverjir verði verr fyrir barðinu
en ætlast er til, en þá er líka
sá möguleiki fyrir hendi að
lagfæra og endurskoða.
Þó að þessi skattur hafi
verið nefndur matarskattur
og fengið nýtt nafn, þá er
þetta ekkert nýtt. Það var
söluskattur áður á þessum
matvælum fyrir nokkrum ár-
um síðan, þó það væri ekki
kallað matarskattur þá. Það
hefur einnig gleymst að
minnast á að í þá daga fór
skatturinn ekki til tekjujafn-
andi aðgerða eins og nú.“
— Engu aö síður eru ýms-
ir til í aö gagnrýna flokkinn
og áherslurnar i stjórnarsam-
starfinu, að félagslegu
áherslurnar vanti?
„Að það vanti mannlega
þáttinn? Já, ég myndi segja
að ýmislegt væri til í því. Við
vitum aö jafnaðarstefnan er
mannúðarstefna, en við vit-
um líka að við breytum engu
með einu pennastriki. Því
miður eru hins vegar okkar
stefnumál, sem við komum
með inn í þessa ríkisstjórn
meira og minna sundurtætt.
Það eru partar hér og hvar og
meðan ekki er hægt að fram-
fylgja heilsteyptri jafnaðar-
stefnu, þá er ekki von til að
við verðum fyllilega sátt. í
svona samsteypustjórn er
ekki við miklu að búast, sér-
staklega ekki þegar um er að
ræða svona samstarf með
hægrimönnum."
— Er einhver von til þess
aö vinstrimenn og jafnaöar-
menn geti unnið saman á
raunsæjan og heiöarlegan
hátt í landsstjórninni?
„Það hefur sýnt sig, a.m.k.
hér í Hafnarfirði að Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur-
inn geta unnið saman. Það
eru margir ágætir jafnaðar-
menn í Alþýðubandalaginu.
Því tel ég t.d. ekki rétt, þegar
menn eru að tala um að
byggja upp öflugan vinstri
flokk, mér finnst nær að tala
um að byggja upp öflugan