Alþýðublaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 23. mars 1988
SMÁFRÉTTIR
5 milljóna tap
hjá Flugfélagi
Norðurlands
Aðalfundur Flugfélags
Norðurlands hf. var haldinn
föstudaginn 18. mars s.l.
Heildarveltan 1987 nam kr.
105.485.795,00 og var hagnað-
ur af reglulegri starfsemi.
Vegna sölutaps af Mitsu-
bishiflugvél, sem seld var á
árinu varð hins vegar tap á
rekstrinum, sem nemur kr.
5.267.231,00.
Á árinu voru fluttir samtals
24.490 farþegar, 620 tonn af
vörum og 190 tonn af pósti.
Vélar félagsins flugu samtals
5.093 flugstundir og voru
flugtök og lendingar samtals
14.608.
Félagið stundar alla venju-
Iega flugstarfsemi, þ.m.t.
áætlunarflug til 11 ákvörðun-
arstaða með bækistöð á
Akureyri. Grænlandsflug var
sem fyrr stór liður í rekstr-
inum eða sem svarar 28% af
heildarveltunni 1987. 101
sjúkraflug voru flogin á árinu,
en auk þess var fjöldi sjúkl-
inga fluttur með áætlunar-
flugi.
Flugfélag Norðurlands hf.
á 8 flugvélar: 3 19 sæta, Twin
Otter — 2 9 sæta, Chieftain,
1 5 sæta Aztec og 2 Toma-
hawk kennsluflugvélar.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Félagsfundur
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund
í veitingahúsinu Glæsibæ kl. 20.30 fimmtudaginn
24. mars.
Fundarefni: Ný gerðir kjarasamningar.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
BRÉFBERA
hjá póst- og símstöðvunum í Garðabæ og Hafnarfirði
Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með álagi frá
kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00.
Upplýsingar hjá stöðvarstjórum, í Garðabæ í síma
656770 og í Hafnarfirði í símum 50555 og 50933.
FÉLAGSFUNDUR
Félagsfundur hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks verður
haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, fimmtudaginn
24. mars n.k. kl. 5 síðdegis.
Fundarefni:
Kjarasamningarnir.
Iðjufélagar fjölmennið.
Stjórn Iðju.
SÖLUSKATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1988,
hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaóan virkan dag eftir eindaga uns þau eru
orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir tii
viðbótarfyrirhvern byrjaðan mánuó, talið fráog með
16. apríl.
Fjármálaráðuneytið.
Félagið annast sjálft allt
viðhald flugvéla sinna og
reyndar margra annarra í
1863m2 flugskýlum sinum á
Akureyrarflugvelli.
Hjá félaginu vinna 23
starfsmenn í fullu starfi, þ.a.
10 flugmenn, 6 flugvirkjar.
Kvennalisti
enn á uppleið
Samkvæmt skoöanakönn-
un sem DV birti á mánudag
hefur Kvennlistinn enn á ný
unniö mikið fylgi. Samkvæmt
könnuninni hefur Kvennalist-
inn mest fylgi í dag, ívið
meira en Sjálfstæðisflokkur-
inn.
Af þeim sem afstöðu tóku
fékk Kvennalistinn 29.7%,
Sjálfstæðisflokkurinn 28,4%,
Framsókn 17,6%, Alþýðu-
flokkurinn 9,3%, Alþýðu-
bandalagið 7,8% og Borgara-.
flokkurinn 4,7%. Önnur fram-
boð fá minna, en fram kemur
að Þjóðarflokkurinn bætirvið
sig frá könnun I janúar fékk
nú 1,6% en fékk 0,6% í janú-
ar.
Samtök
verslunarinnar
andmæla
skattlagningu
Nokkur samtök verslunar-
innar skrifuðu forsætisráð-
herra bréf þann 21. mars s.l.
varðandi skattlagningu á
verslun. Bréfið er eftirfarandi:
„Við undirritaðir samnings-
aðilar að kjarasamningum
verslunarmanna skorum á
ríkisstjórn íslands að hún
beiti sér nú þegar fyrir þvi að
skattlagning á verslun verið
samræmd því sem gerist um
aðra atvinnuvegi.
Einkum er hér átt við
launaskatt og sérstakan
skatt á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði.
Ljóst er að ofsköttun versl-
unarinnar vinnur gegn kjör-
um þeirra sem við verslun
starfa og rýrír samkeppnis-
hæfni hennar gagnvart iðnaði
og erlendri verslun.
Þess er fastlega vænst að
viðeigandi ráðstafanir verði
gerðar á yfirstandandi Al-
þingi og geti komiö til fram-
kvæmda eigi síðar en í byrj-
un árs 1989.
Óskað er skriflegs svars
svo fljótt sem auðið er.“
Undir bréfiö rituðu fulltrúar
eftirfarandi samtaka: Lands-
samband íslenskra verslunar-
manna, Verslunarmannafélag
Reykjavíkur, Vinnumálasam-
band samvinnufélaganna,
Samstarfsráð verslunarinnar,
Félag verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri.
Skelltu hvorki
skuld á hálku
eða myrkur.
Þaö ert fití sem
situr við stýriö.
UMFEROAR
RÁÐ
Lyfsöluleyfi
er forseti íslands veitir.
Lyfsöluleyfi Vesturbæjar Apóteks í Reykjavík er
auglýst laust til umsóknar.
Fráfarandi lyfsalaerheimilað að neytaákvæða 11. gr.
laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi húsnæði
lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala (húseignin Mel-
hagi 20-22).
Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1.
janúar 1986.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 18. apríl
1988.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
17. mars 1988
Hafnarfjarðarbær —
Áhaldahús
Oskum að ráða vélvirkja eða bifvélavirkja. Góður
vinnutími, góð vinnuaðstaða, mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefnar í síma 652244.
Yfirverkstjóri
KRATAKOMPAN
Fundur á Akureyri
Opinn fundur með Jóhönnu Sigurðardóttur, félags-
málaráðherra og Árna Gunnarssyni, alþingismanni
verður haldinn miðvikudaginn 23. mars n.k. kl. 20.30
á Hótel KEA.
Alþýðuflokkurinn
Reykvíkingar
Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir
og Jón Sigurðsson verðaáopnum fundi áHótel Loft-
leiðum fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30.
Alþýðuflokkurinn
Kratakaffi í Reykjavík
Næsta Kratakaffi verður miðvikudagskvöldið 13.
apríl n.k. Nánar auglýst síðar.
Alþýðuflokkurinn
Alþýðuflokksfélögin
í Hafnarfirði
Opið hús í Alþýðuhúsinu öll mánudagskvöld og
fimmtudaga frá kl. 17.30-19.30.
Næstkomandi fimmtudag verða bæjarfulltrúarnir
Valgerður Guðmundsdóttir og Jóna Osk Guðjóns-
dóttir að taka á móti gestum og gangandi.
Allir velkomnir.
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði
Flokksstjórn —
Sveitarstjórnarmenn
Laugardaginn 26. marz n.k. verður haldinn sameigin-
legur fundur Flokksstjórnar og sveitarstjórnarmanna
Alþýðuflokksins.
Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum frá kl. 11-16.
Dagskrá:
Kl. 11-12, Stjórnmálin í dag - næstu verkefni. Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð-
herra.
Kl. 12-13, Léttur hádegisverður.
Kl. 13-16, Samskiþti ríkis og sveitarfélaga. Freyr
Ófeigsson, bæjarfulltrúi.
Almennar umræður.
Alþýðuflokkurinn.