Alþýðublaðið - 12.04.1988, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 12.04.1988, Qupperneq 1
Þriójudagur 12. apríl 1988 --------1 f9f9 | 67. tbl. 69. árg. 100 ÞING- MENN A ALÞINGI Óvenjumikiö hefurveriö um það í vetur aö varaþing- menn taki sæti aöalmanna á Alþingi. í gær tók Rannveig Guömundsdóttir, bæjarfull- trúi í Kópavogi, sæti á þingi sem varamaður Kjartans Jóhannssonar þingmanns í Reykjaneskjördæmi. Rannveig er 47. varaþingmað- ur sem sæti tekur á þingi í vetur og eins og menn muna var þingmönnum fjölgað í 63 í síðustu kosningum þannig að Rannveig á heiöurinn að því að vera eitthundraðasti þingmaðurinn sem sest í þingstól á þessu 110. löggjaf- arþingi þjóðarinnar. Alþingi kom aftur saman i gærdag eftir páskafri. Þingmennirnir virtust mæta til leiks léttir i lund enda veitir vist ekki af því fyrir liggur afgreiðsla margra mála. A-mynd/Róbert. Ostjórn í gámaútflutningi OHEFTUR UTFLUTNINGUR EN HRÁEFNISSKORTUR INNANLANDS Fiskvinnslufyrirtœki á Snœfellsnesi vantaði fisk á sama tímá og 2000 tonn voru seld fyrir lágt verð á Bretlandsmarkaði Um tvö þúsund tonn af óunnum íslenskum fiski voru seld á Bretlandsmarkaði í siðustu viku fyrir lágt verð á sama tima og fiskvinnslu- stöðvar og frystihús á Snæfellsnesi og viðar vant- aði hráefni. Gera má ráð fyrir að tugmilljónir hafi farið til spillis vegna óstjórnar á út- flutningnum, en útflutning- leyfi voru veitt án tillits til fyrirséðra markaðsaðstæðna. Um 50 króna meðalverð var greitt fyrir kíló af þorski. Talið er að kostnaður vegna gámaútflutnings sé um 18-19 krónur á kílóið. Kilóverð til skipta var þvi um 10 krónum undir verðlagsráðsverði. „Við höfum búið við hrá- efnisskort í marga mánuði og hefðum getað tekið við meiri afla,“ sagði Guðni Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Grundarfjarðar í samtali við Alþýðublaið. Svipaða sögu er að segja af öðrum fiskvinnslufyrirtækjum á Snæfellsnesi. „Það er búð að afhenda þetta vald í hendur á kvóta- eigendum, en þetta má ekki verða náttúrulögmál. Menn virðast einblína á stundar- hagsmuni, en átta sig ekki á því að þessi gegndarlausi út- flutningur kemur niður á okkur eftir örfá ár," sagði Guðni. Guðnisagðiaö á þessu máli væru nokkrar hliðar, og sú alvarlegasta e.t.v. sú hefð sem skapast hafi fyrir því að íslendingar útvegi fiskvinnslu í Englandi 60-70 þúsund tonn af fiski á ári. „Þessir aðilar eru orðnir háðir því að fá fisk héðan. Ég er viss um það, að í framtíðinni geti þetta orðið ásteitingar steinn milli Efna- hagsbandalagsins og ís- lands.“ Guðni sagðist oft hafa rætt við fiskverkendur á þessu svæði og þeir vektu gjarnan máls á því, hvað is- lendingar ætluðu að gera í framtíðinni varðandi útflutn- ing á óunnum íslenskum fiski. „Það gæti orðið súrt i broti fyrir okkur, eftir tvö til þrjú ár ef við förum að semja við Efnahagsbandalagið, að þá setji þeir skilyrði óheftan útflutning á óunnum fiski.“ Þá sagði Guðni að með þessum óhefta útflutningi væri sjálfkrafa verið að brjóta niður vinnsluna í landinu. Útvegsbankinn: BREYT- INGAR Á BANKA- RÁÐI Á aöalfundi Útvegsbanka íslands hf. sem haldinn er i dag má búast viö aö breyt- ingar veröi geröar á banka- ráöi. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagói Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra aöspurður aö hann gerði tillögu um fjóra menn í ráðið og fjóra til vara. Ekki vildi Jón tjá sig um hvort verið væri að skipta út fjórum mönnum fyrir nýja, en sagði að um breytingar yrði að ræða. ENN DEILT HJÁ SJÓN- VARPINU AF PETRI GAUT OG EINARI BEN 4 Eyjar og Skagi: AKUREYRAR- SAMNINGAR í BÍGERÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.