Alþýðublaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 3
I.-- ? ^ • . r ( l » r r I r
C'í'f I i ‘ 1 > • ' I ) J s _ .. ' J i i J
Laugardagur 16-. aprfl-1988 -
Gerður G. Ólafsdóttir og dr. Ólafur Proppe eru frummælendur á ráð-
stefnu um kennaramenntun sem hófst í Reykjavik í morgun.
Ráðstefna um kennaramenntun í kjölfar
skýrslu OECD:
..ENGAR FRAMFARIR
MEÐAN LAUNIN
ERU SVONA LÁG‘‘
í morgun hófst í Reykjavík
ráðstefna um kennaramennt-
un á íslandi. Frummælendur
eru Gerður G. Óskarsdóttir,
kennslustjóri i uppeldis- og
kennslufræðum i Háskóla Is-
lands og dr. Ólafur Proppe,
kennslustjóri við Kennarahá-
skóla íslands.
Á Alþingi hefur verið lagt
fram frumvarp um Kennara-
háskólann, en ráðstefnan
núna er haldin i kjölfar
skýrslu OECD um íslenska
skóla. í skýrslunni er skóla-
kerfið krufið til mergjar, en
skólamönnum þykir mörgum
fátt nýtt koma fram.
„MaOur þóttist vita þetta
allt áður,“ segir Gerður
Óskarsdóttir, „en það er
ágætt að þessu er safnað á
einn stað. Að vísu er það slá-
andi að skýrsluhöfundar
segja það aftur og aftur að
það þýði ekkert að tala um
framfarir í íslenskum skólum
meðan launin eru svona lág.“
í stjórnarfrumvarpinu um
Kennaraháskólann er lagt til
að kennaramenntun fyrir
grunnskólakennara verði
lengd I 4 ár, en það er nú 3 ár.
Gerður segir að eðlilegt sé
að menn velti þvi fyrir sér
hvort ekki sé lika eðlilegt að
lengja kennaramenntun
þeirra sem starfa I framhalds-
skólum úr 4 árum I 5 ár sem
það er nú.
Háskólanemi sem hyggst
kenna í framhaldsskóla verö-
ur miðað við núverandi
ástand að Ijúka BA prófi I Há-
skóla íslands (3-4 ára námi)
og leggja slðan stund á
kennslufræði og annað sem
er nauðsynlegt til að hljóta
tilskilin réttindi. Gerður
Óskarsdóttir telur eðlilegra
að flétta það nám inn i há-
skólanámið og hverfa frá því
fyrirkomulagi sem nú er að
Ijúka réttindanáminu sér að
loknu fagnámi. Fyrir nokkrum
árum var nauðsynlegt há-
skólanám til muna lengra í
faggreininni, en með samn-
ingum ríkisvalds og kennara-
samtaka var þvi breytt og fag-
nám stytt. Gerði kennslu-
stjóra þykir tilhlýðilegt að
hverfa að nokkru að því kerfi
aftur með því að lengja há-
skólanám. En hvers vegna?
„Þaö er greinilegt að mörg-
um finnst það ekki nóg að
Ijúka BA prófi,“ segir Gerður.
„Þetta á sérstaklega við um
þá sem kenna a efri stigum
framhaldsskólans. Að sumu
leyti er þetta líka afturför frá
því sem var, þegar íslensku-
kennari hafði töluvert meiri
fagmenntun en krafist er í
dag.“
Gerður vill líka að námið
verði fjölbreyttara en það er
núna. „Námið verður að veita
meiri möguleika, því að það
eru svo mörg önnur störf í
skólunum en kennsla." Nefn-
ir hún m.a. námsefnisgerð
kennara. Alls kyns námsefni
sé á markaðnum sem sé ætl-
að til kennslu, en sumt af því
reynist óhæft vegna þess að
höfundar kunni ekki nægi-
lega til verka.
„Það er margt annað gert í
skólum en kennt. Það er t.d.
alveg makalaust að ekki skuli
vera hægt að mennta sig til
þess að stjórna skólunum."
Háskóli Islands hefur lagt
tillögur fyrir menntamála-
ráðuneyti um endurmenntun
framhaldsskólakennara, en
kostnaður er að sjálfsögðu
ærinn.
Ólafur Proppe annar frum-
mælenda á ráðstefnunni seg-
ir í viðtali við Alþýðublaðið
að nauðsynlegt sé að tengja
betur rannsóknir og kennslu í
uppeldisstofnun eins og
Kennaraháskólanum. Um það
sé fjallað I stjórnarfrumvarpi
um skólann sem liggi fyrir
Alþingi.
„Kennarháskólinn verður
að þjóna betur kennurum af
landsbyggðinni og þeim sem
eiga ekki auðvelt með að
leggja vinnu á hilluna tíma-
bundið og demba sér í fullt
nám,“ segir Ólafur Proppe.
Fyrir stuttu hófu 100 „leið-
beinendur" nám í Kennarahá-
skólanum. Eru það kennarar
sem hafa ekki tilskilin rétt-
indi til kennslu I grunnskól-
um. Beitt er fjarkennslu að
hluta og búist við að náminu
Ijúki 1991-1992. Telur Ólafur
Proppe að ekki sé ósennilegt
að einhverjir þessara kennara
vilji þá halda námi áfram til
þeirrar prófgráðu sem skól-
inn menntarsitt námsfólk
eftir að skólanum var breytt í
háskóla, sem var fyrir rúmum
hálfum öðrum áratug. Stefnt
er að því að styðjast við fjar-
kennslu í almennu námi skól-
ans, sem er 3 ára háskóla-
nám. Kæmi það sér vel fyrir
þá sem ekki eiga heiman-
gengt I dagskóla í Reykjavík.
„Fólk tengir Kennarskól-
ann gamla almennri fræðslu i
landinu," segir Ólafur
kennslustjóri, „og það mikil-
vægt að skólinn ræki áfram
þær skyldur. Þó að skólinn
sé orðinn háskóli megum við
aldrei gleyma því að almenn-
ingsfræðsla og kennara-
menntun eru samofin heild í
okkar landi.“
SAGAN
UMSIGVALDA
OG FfÓRHJÓLEÐ! *
Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira
né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf
í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, efþað væri ekki staðreynd að Sigvaldi
ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og
dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag.
Þetta byrjaði með miða...
Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í
fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. Þú
þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er
alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því
að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema
tvo miða.
Vinningur í maí
Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í-happdrættinu.
Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85,
kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfsmenn
eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki.
Happdrættismiði til sölu
Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti
segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera
félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja
happdrættismiðann.
„Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í
hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina
milljón í vasanum!
Peningarnir á fast...
Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu.
Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur
á móti svaf eins og ungabarn - með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór
hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði
honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin.
Þremur árum síðar...
Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í
lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifstofuna hjá
Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau
kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985.
... nýr bíll og meira til!
Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur
fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fýrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna
fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af
Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað
spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki
Toyota Corolla bíl fýrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti
hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum
splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem
hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit
allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefnilega Kjarabréf.
• Þetta er alveg satt. Sögunni og nöfnum hefur að vísu verið breytt - af augljósum ástæðum!
FJÁRFESriNGARFÉlAGIÐ
__Kringlunni 123 Reykjavík 0 689700_
ósarfslA