Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 7

Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 7
Laugardagur 16. apríl 1988 Alþýðuflokkurinn hamast viö að svara spurningum, en gleymir að spyrja... Guömundur Einarsson er framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins. Frami hans á stjórnmálavettvangi var skjót- ur. Háskólakennarinn í l(f- fræði, varð á einni nóttu að loknum kosningum 1983 þingmaður fyrir Bandalag jafnaðarmanna, og sat á þingi þar til í fyrra. Guð- mundur færði sig yfir í Alþýðuflokkinn skömmu fyrir lok siðasta kjörtimabils og var í framboði fyrir flokkinn í Austurlandskjördæmi 1987 en átti erfitt uppdráttar aust- ur þar eins og fleiri kratar fyrrum. Hvers vegna kaus Guð- mundur að gera út á Alþýðu- flokk eftir fjöruga en róstur- sama dvöl í BJ? Er hljómgrunnur fyrir rót- tæka stefnu í anda BJ í sós- íaldemókratískum flokki? Hvaða augum lítur Guð- mundur á stjórnarsamstarf- ið? Hvernig er sambúðin innan garðs í Alþýðuflokki og hvaö gerir framkvæmdastjóri gamals og gróins flokks dags daglega? Mig langaði einfaldlega að fá svör við áleitnum spurn- ingum og bankaði þess vegna upp á hjá Guðmundi, þar sem hann býr á miðjum Laugaveginum. Stjórnmálaflokkur velur sér ekki tíma til að vakna á morgnana — Er þetta ekki bévítans vandræðagangur i dag í Al- þýðuflokknum að vera i hlut- verki viðgerðarmannsins? „Stjórnmálaflokkur getur ekkert valið sér tímann þegar hann vill vakna á morgnana. Alþýðuflokkurinn er firna ábyrgur. Hugsaðu þér hvað flokkurinn hefur lagt til. Hugsaðu þér, Gylfi Þ. Gísla- son leggur til auðlindaskatt löngu áður nokkrum manni datt í hug að peningum eöa auðlindum væru takmörk sett og Gylfi varar við offram- leiðsu í landbúnaði á hárrétt- um tíma. í atkvæðasnatti dagsins í dag geturðu ekki sagt að tillögur Alþýðu- flokksins í dag um aðgeröir í skattamálum, húsnæðismál- um, dómsmálum, bankamál- um o.s.frv. séu til að gæta stundarhagsmuna.“ — Hafa menn tima til að skilgreina jafnaðarstefnuna um leið og hamast er i að leiðrétta kúrsinn i þjóðfélag- inu og stokka upp í stjórn- kerfinu? Hvernig i ósköpun- um á fólk að skynja að þetta sé jafnframt i anda jafnaðar- stefnu? „Viö erum sammála um að eitt hafi brugðist hjá Alþýðu- flokknum í vetur, að hann hefurekki útskýrt nægilega fyrir sjálfum sér og öðrum hvað hann er í raun að gera: Hvers vegna er gengið svona hart fram í skattkerf- inu? Það er vegna þess að viljum við hækka laun hjúkr- unarfólks og kennara, þurfum við peninga til þess. Við þurf- um að efla réttlæti í skatt- kerfi m.a. með þvi að koma í veg fyrir skattsvik — og til þess aö stemma stigu við skattsvikum þurfum við að einfalda skattkerfiö. Þetta hafa forystumenn flokksins sagt, en alls ekki nógu oft og víða. Alþýðuflokkurinn er að tala um enduruppskiptingu, og þú getur það ekki nema hafa einfalt, réttlátt og skil- virkt tekjuöflunarkerfi. Það er verið að reyna að koma þessu að meðal fólks en nú er bara því miður fjöldi fólks búinn að gera upp hug sinn. Þetta sé eitthvað ójafnaðar- legt. Staðreyndin er sú að breytingarnar nú stefna að miklu meiri jöfnuði. Alþýðuflokkurinn hamast við að svara spurningum, en gleymir að spyrja spurning- anna sem fólkið kýs að heyra. Hann leikur ekki hlut- verk fréttamannsins að spyrja en svara ekki eins og fulltrúar Kvennalistans kom- ast upþ með æ og sí.“ — Er nógu sannfærandi /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.