Alþýðublaðið - 16.04.1988, Side 15

Alþýðublaðið - 16.04.1988, Side 15
Laugardagur 16. apríl 1988 15 FRÉTTASKÝRING Kristján Þorvaldsson skrifar SÍS í hörkuvörn í kaffibaunamálinu: RANN- SÓKNAR- LÖGREGLAN VÍXLADI SKEYTUM Sambandið hefur undirbúið vörn í heilt ár, og fengið umsagnir ýmissa opinberra stofnana: Ríkisendurskoðunar, tollstjóra, Gjald- eyriseftirlits, Verslunarráðs, lagadeildar og viðskiptadeildar Háskóla Islands. Málið tekið fyrir í Hœstarétti 4. maí nœst komandi. Það hlakkaði i mörgum fjandmanni SÍS fyrir rúmu ári síðan, þegar dómur i kaffi- baunamálinu var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur. Mál- ið þótti mikill áfellisdómur yfir Sambandinu og æðstu mönnum þess þar sem sann- að var að um fjársvik hafi verið að ræða. Erlendur Ein- arsson fyrrum forstjóri var sýknaður að fullu en talið ósennilegt að hann hafi ekki vitað betur. Hjalti Pálsson, þá fram- kvæmdastjóri Verslunardeild- ar SÍS hlaut 12 mánaða fang- elsisdóm, þar af 9 mánaða skilorðsbundin. Þrir aðrir starfsmenn hlutu dóma, þeir Sigurður Árni Sigurðsson, 7 mánaða dóm, Gísli Theódórs- son, 3ja mánaða dóm og Arnór Valgeirsson, 2ja mán- aöa dóm. Refsing þremenn- inganna var skilorðsbundin til tveggja ára. Allir áfrýjuðu þeir til Hæstaréttar, þar sem málið verður tekið fyrir 4. mai næst komandi. Fjársvik Eftir að dómurinn var kveð- inn upp í Sakadómi var að frumkvæði Guðjóns B. Ólafs- sonar forstjóra SÍS og Vals Arnþórssonar stórnarfor- manns ákveðið að fá utanað- komandi aðila til þess að greina viðskipti Sambandsins Kaffibrennslu Akureyrarog NAF, Noræna samvinnusam- bandsins. Til þess að vinna aö málinu var fenginn Guð- mundur Einarsson verkfræð- ingur, og í dag liggur fyrir 256 blaðsíðna skýrsla þar ,..l I* .l.i'jhjist f»* J 'fd * sem viöskiptin umdeildu eru rakin og fengnar umsagnir ýmissa aðila til að varpa Ijósi á heiðarleika í viðskiptunum. í niðurstöðum Sakadóms um sök, þar sem fjallað er um innflutning sem SÍS ann- aðist á árunum 1979-1981 á hrákaffi fyrir KA (Kaffi- brennslu Akureyrar) er komist að þeirri meginniðurstöðu að SÍS hafi gegnt umboðsskyld- um gagnvart KA, og því hafi KA borið fulla hlutdeild í af- slætti. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Alþýðublaðsins þá hefur þessi ferilgreining Guðmundar, að fengnum um- sögnum ýmissa opinberra aðila og Norræna samvinnu- sambandsins, leitt í Ijós að ekki hafi verið um umboðs- viðskipti að ræða heldur venjuleg viðskipti. Samband- ið hafi því keypt kaffi og endurselt Kaffibrennslunni, en ekki keypt i umboði Kaffi- brennslunnar eins og gengið er út frá í forsendum dóms Sakadóms Reykjavikur. Eðli viðskiptanna voru því verls- unarkaup, en ekki umboðs- viðskipti, aö mati skýrsluhöf- undar. „Fram er komið, að KA greiddi SÍS umboðslaun vegna hrákaffi viðskiptanna. Telst SÍS þvi hafa borið að gegna umboðsskyldum gagn- vart KA,“ segir í niðurstöðum Sakadóms um sök. „Eðli við- skiptanna breyttist ekki þó SÍS fjármagnaði hrákaffi- kaupin, enda gat 3. aðili annast það að óbreyttu sam- bandi SÍS og KA. Þáði SÍS sérstaka þóknun fyrir þessa þjónustu, og var þessi þjón- usta SÍS ekki þess eðlis að nokkru breytti um réttarstöðu aðila.“ Þá segir orðrétt í niður- stöðum: „Tengsl fyrirtækj- anna leystu SIS ekki undan þeirri skyldu að uppfylla um- boðssamninga þeirra á milli, enda hefur SIS með stofnun hlutafélags umleið undir- gengist ákvæði laga og reglugerða um viðskipti tveggja lögaðila. Það er þvi að mati dóms- ins að sannað sé, að um hafi verið að ræöa umboðsviö- skipti, sem SÍS hafi innt af hendi fyrir KA. Fyrir þetta reiknaði SÍS sér umboðslaun. Ekki voru hrákaffikaupin færð í bækur SÍS sem inn- kaup og síðan sem bein sala til KA.“ Síðan segir, að miðað við gang þessara mála sé það mat dómsins, að KA hafi borið allur afslátturinn. Þá þykir notkun tveggja vöru- reikningaog sú leynd, sem hvíldi yfir viðskiptunum sýna að þeim sem stóðu að þess- um gerðum, hafi verið Ijóst, að SIS ætti ekki óskorað til- kall til afsláttarins. Eðlileg viðskipti Það sem Guðmundur Ein- arsson átti að gera var að svara hvernig þessi viðskipti hefóu átt að fara fram, fyrst þau voru dæmd ólögleg. Hann kemst að þeirri niður- stöðu samkvæmt staðfest- ingu NAF, að viðskiptin hefðu ekki getað átt sér stað nema a milli Sambandsins og Norræna samvinnusam- bandsins. Samkvæmt reglum NAF verður það að semja beint við eigendur sína. Kaffi- brennslan hefði því ekki getað verið samningsaðili við NAF. Málið verður auðvitað býsna flókið vegna þess að Sambandið er aðili að NAF auk þess að eiga 49% í Kaffi- brennslu Akureyrar. Aðrir eig- endur kaffibrennslunnar eru KEA með 49% og síðan tvö prósent sem skiptast á milli Vals Anrþórssonar, stjórnar- formanns SÍS, Jakobs Frí- mannssonar, Guðmundar Guðlaugssonar og kaffi- brennslunnar sjálfrar. Þó Ijóst sé að Sambandið er þarna stór aðili, þá er sam- kvæmt skýrslunni talið aö Kaffibrennslan geti ekki verið viðskiptaaðili við NAF, vegna reglna þess um beina við- skiptaaðild. Til að fá svör við ýmsum spurningum leitaði Guð- mundur til ýmissa opinberra aðila eftir umsögnum. Þannig eru í skýrslunni umsagnir aðilaeins og Ríkisendur- skoðunar, gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, Tollstjóra, Verslunarráðs, laga- og við- skiptadeilda Háskóla Islands. Skeytum ruglað Þá hefur Alþýðublaðið eftir áreiðanlegum heimildum að í skýrslunni komi fram, að mál- ið hafi í upphafi fengið mis- skilda meðferð hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna þess að skeytum hafi veriö ruglað í tímaröö. A þessu atriði er talið að dómurinn hafi gengið út frá röngum forsendum í veigamiklu atriði. Þetta mun NAF stað- festa, samkvæmt skýrslu Guðmundar. Þannig mun Rannsóknar- lögregla ríkisins hafa ruglað saman tilboöi NAF til SIS og hins vegar svari SIS við til- boðinu. Svar SÍS lítur því út sem fyrirmæli um það að hækka verð á ákveðinni hrá- kaffisendingu. Rétta tímaröð skeytanna hefur NAF staðfest. Skeytið sem kom frá NAF var klukku- stimplað, hitt skeytið ekki, en NAF treystir sér til að stað- festa vegna þess að það var móttökustimplað. Þessi skeyti gengu á milli sama dag, en skeytið frá SÍS barst eftir lokun og var ekki mót- tökustimplað fyrr en næsta vinnudag. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins mun skýrslu- höfundur einnig hafa fengið það staðfest hjá löggiltum skjalaþýðanda, að viö rann- sókn málsins.hafi ekki Itr- ustu nákvæmni verið beitt við þýðingu skeytanna. Þann- ig mun allt skeyti SÍS hafa verið þýtt, en aðeins ein setning úr skeyti NAF. í vitnaleiðslum telja Sam- bandsmenn málin hafa verið flækt og hið rétta hafi ekki komist upp á yfirborðið. Þá er ennfremur bent á að breyt- ingar hafi verið á mannavali og ýmsir starfsmenn sem hiut áttu að máli hafi i raun inni ekki skilió eðli viðskipt- anna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.