Alþýðublaðið - 16.04.1988, Qupperneq 18
18
Laugardagur 16. apríl 1988
TÓNLIST
Eiríkur Stephensen
og Gunnar Ársælsson
skrifa
...Fengið prýðisgóða rödd i vöggugjöf
Tekið að birta...
Þaö verður ávallt mikiö
havarí og læti þegar útlendar
poppstjörnur koma hingað til
lands. Fjölmiölar keppast viö
aö auglýsa viökomandi upp
og alltaf fær maður aö vita
„allt“ eða „sannleikann" um
hlutaðeigandi. Engin undan-
tekning var á þessu þegar
strákgreyiö hann Boy George
kom hingaö I kuldann I siö-
ustu viku til þess aö syngja
fyrir okkur laugardagskvöldiö
9. apríl I Laugardalshöll.
Núna veit ég líka allt um
George Alan O’Dowd, alias
Boy George. Hvað hann var
óþekkur í skóla þegar hann
var minni og meö appelsínu-
gult hár í þokkabót. Herma
fregnir aö skólameistarinn
hafi orðið brældur yfir háralit
piltsins og sparkað honum
heim „med det samme“. En
viö lifum í nútímanum og síö-
an þetta gerðist hefur mikið
vatn runnið til sjávar hjá/frá
Boy George. Hann lenti í
arnarklóm fikniefnanna meö
hræðilegum afleiöingum sem
ekki veröa tíundaðar hér
enda komið nóg af slíku.
Stráksi slapp meö skrekkinn
og er nú aftur mættur til
leiks, reynslunni ríkari eftir
aö hafa gengið i gegn um
helvíti á jörö.
Og allt í einu var kappinn
kominn til íslands. Efnt var til
keppni áðuren hann kom um
þaö hver liktist honum mest.
Og þaö vann víst einhver þá
keppni þótt sumir liktust
meira Fjalla-Eyvindi en Boy
George. Sigurvegarinn fékk
meira að segja að kynna nýj-
asta myndbandið með goð-
inu f íslenska listanum á
könnuðust áheyrendur litið
við þau lög. Hinsvegar könn-
uðust þeir betur við ballöð-
una Victims, slagarana Do
you really want to hurt me, I
would do anything og Miss
me sem var lokalag tónleik-
anna. Þegar þessi lög voru
flutt tók mannskapurinn
hressilega við sér. Nýju lögin
hans Boy eru líka hin ágæt-
ustu og mætti nefna Do you
deal in black money og Sold
sem dæmi. Það eru sterk
soul áhrif í þeim og ekki
laust við aö nafninu Simply
Red skjóti upp í huga manns.
Það kemur mér reyndar ekki
á óvart því um helmingur
hljómsveitarinnar eru svert-
ingjar. Þetta er firnagott band
sem hann Boy hefur nælt sér
í og þótti mér mest koma til
gítar og bassaleikarans
(báðir svartir) sem voru með
Boy í framlínunni. Þeir voru í
mikiu fjöri út allan þann tíma
sem tónleikarnir stóðu yfir
og reyndar Boy lika sem lék
við hvern sinn fingur. Aðrir
meðlimir hljómsveitarinnar
stóðu sig einnig með mikilli
prýði og allir lögðust á eitt
með það að gera þessa tón-
leika að hinni bestu sam-
komu. Frammistaða Boy
George þetta kvöld var líka
eins og best var á kosið. Það
er deginum Ijósara að hann
hefur fengið prýðisgóða rödd
í vöggugjöf. Hann getur
sungið vel og það gerði hann
svo sannarlega. Ég held að
það sé tekið að birta yfir lífi
Boy George að nýju. Hvort
hann nær sömu frægð og
áður, það er svo aftur annað
mál. G.H.Á.
Stöð 2. Váá!!! Svo rann stóra
stundin upp. Dyr boltahallar-
innar voru opnaðar uppá gátt
og nýríkur fermingalýðurinn
ruddist inn með alla vasa
fulla af fermingarseðlum frá
hinu og þessu fólki héðan og
þaðan. En áður en að strákn-
um kom þurfti þessi sami
lýður (ekki í niðrandi merk-
ingu) aö hlýða á Geira Sæm
og hljómsveit hans Hunangs-
tunglið. í stuttu máli sagt var
unun að heyra Geíra og
félaga. Þeir spiluðu öll sín
bestu og þekktustu lög s.s.
Hasarinn og Rauður bíll og
létu áhorfendur vel I sér
heyra þegar það byrjaði að
hljóma. Einnig voru ný lög á
lagalistanum og mætti nefna
Alex og Aftur til fortíðar sem
bæði eru þrælgóð og situr
það síðara þó heldur meira í
mér en hið fyrra.
Hunangstunglið er einstök
hljómsveit hér á landi. Hún
spilar framsækið rokk undir
áhrifum frá hljómsveitum
eins og King Crimson, Japan
og e.t.v. fleiri sem ekki tekur
aö nefna hér. Tónlist Hun-
angstunglsins er þó ekki
þung og tormelt heldur mjög
áheyrileg. Pottþétt sveit
bæði hvað varðar lagasmíðar
og hljóðfæraleik enda ungir
og metnaðarfullir menn (hér)
á ferð. Þegar Geiri Sæm og
félagar höfðu lokið sér af
kom allangt hlé. Þá var rótað
mikið til á sviðinu og fram-
koma Boy George undirbúin
af mikilli kostgæfni. Pétur
Steinn Bylgjutappi hamaðist
við að þeyta skífum fremst í
hægra horni sviðsins og var i
feikna stuði enda fær hann
borgað fyrir það.
Seinni hálfleikur tónleik-
anna var leikinn undir stjórn
írans Boy George. Öskur og
píkuskrækir kváðu við þegar
strákur stökk á svið. Áður
hafði hljómsveitin, The
Review, komið sér fyrir með
miklu minni hávaða. Boy
söng vel á annan tug laga en
þess má geta að bakraddar-
söngkonan söng einnig eitt
lag undursamlega á meðan
stjarnan skipti um galla.
Meginuppistaðan í dagskrá
Boy George var nýtt efni sem
er væntanlegt á plötu frá
honum á þessu ári. Eðlilega