Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 19
Láugardagur 16. apríl 198'8
19
Með
Tónleikar
Stjórnandi: Gilbert Levine,
einleikari: Mischa Maisky.
Efnisskrá: Leifur Þórarinsson:
Haustspil (tileinkað minn-
ingu Valdimars Pálssonar).
Richard Strauss: Don
Quixote, sinfónískt Ijóö.
Beethoven: Sinfónía nr. 7 í A-
dúr, poco sostenuto-vivace,
Allegretto, Presto, Allegro
con brio.
„Haustspil" sem Leifur
Þórarinsson samdi fyrir fimm
árum siðan var opnunarverk
tónleikanna. Ekki fannst mér
þetta vera merkileg tónsmíð,
allavega ekki eins og ég
bjóst við af Leifi. Hljóðfæra-
skipanin var góð en það vant-
aði meiri fjölbreytileika í
verkið.
í Don Qoixote eftir Richard
Strauss mátti heyra tvo
afbragðs einleikara, þá
Mischa Maisky sellóleikara
sem túlkaði Don Qoixote og
Helgu Þórarinsdóttur víólu-
leikara sem túlkaði þjón hans
Sancho Panza. Báðir þessir
Betur
Það væri synd að segja að
ekkert væri að gerast í tón-
leikabransanum hér á landi
um þessar mundir. í hverri
viku má berja fjölda hljóm-
sveita augum viðsvegar um
borgina. Og gildir þá einu
hvort um er að ræða innlend-
ar eða útlendar hljómsveitir.
Fimmtudagskvöldið 7. apríl
spilaði hljómsveitin Shark
Taboo frá London fyrir gesti
og gangandi í veitingahúsinu
Lækjartungli.
Upphitunarhljómsveit
þetta kvöld var Mússólíní
sem skipuð er fjórum ungum
drengjum héðan úr Reykjavík.
Undirritaður varð þeirrar gleði
aðnjótandi að sjá þá og heyra
á músiktilraunum i fyrra og
leist mér þá mjög vel á sveit-
ina. En nú var annað uppá
teningnum og olli Mússólíní
mér sárum vonbrigðum.
Spilagleðin og húmorinn sem
einkenndi þá í fyrra heyrist
mér vera horfinn úr tónlist
þeirra. í staðinn hefur myrkur
og drungi færst í tónsmíðar
þeirra. Tónlistin er vægast
sagt tormelt og torskilin.
Lögin voru mjög keimlik og
það var eins og einhvern
neista vantaði í allan flutning
sveitarinnar. Einnig mega
þeir vanda sig mun betur og
allt er það spurning um æf-
ingu og samþjálfun. Minnis-
stæðasta lagið er John
Merrick sem Purrkur Pilnikk
sálugi þrykkti svo ógleyman-
lega á plast á sinni fyrstu
plötu, Tilf. Mússóliní er
hljómsveit ung að árum og
eiga þeir margt ólært. Þeir
eiga líka eftir að taka út tón-
listarlegan þroska þannig að
ekki er öll von úti enn.
Lundúnasveitin Shark
Taboo hefur hinsvegar tekið
út megnið af tónlistarlegum
þroska sínum nú þegar. Þau
spila nýbylgjurokk, breskt
mjög, og er þaö vel. Hljóm-
sveitin er ekki með öllu ‘
ókunnug íslandi því að í
ágúst í fyrra kom hún hingað
slakara móti
Sinfóníuhljómsveitarinnar 14. apríl
FORVAL
Póst- og símamálastofnunin mun á sumri komanda
láta leggja Ijósleiðarastreng frá Akureyri til Sauöár-
króks alls u.þ.b. 115 km. Niðurlagning strengsins
hefst utan þéttbýlismarka Akureyrar og Sauöár-
króks.
Þeir sem kynnu að hafa áhuga á aó (gera tilboð í
lögnina) vinna verkið sendi stofnuninni upplýsingar
um vélakost og einingaverö þeirrafyrir26. apríl 1988.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tækni-
deildar, Landsímahúsinu vió Austurvöll 19. apríl
1988.
„Virtist í essinu sínu,“ segir Eirík-
ur um bandariska hljómsveitar-
stjórann Gilbert Levine.
einleikarar skiluðu hlutverk-
u.m sínum með stakri prýði
sérstaklega þó sellóleikarinn
Mischa Maisky, sem lék aðal-
hlutverkið ( verkinu. Aftur á
móti fannst mér hljómsveitin
vera með slakara móti þetta
kvöld, og þá sérstakleg í
þessu verki.
Beethoven blessaðurvar
náttúrlega síðastur á dagskrá
eins og endra nær, þessi
Beethoven sinfónía fannst
mér best flutta verkið hjá
hljómsveitinni, en þó hefði
hún getað gert betur. Það var
gaman að fylgjast með
stjórnandanum, Gilbert
Levine, á þessum tónleikum,
sérstaklega ( síðasta verkinu,
en þávirtist hann i essinu.
Næstu tónleikar Sinfóní-
unnar verða 21. apríl. Stjórn-
andinn verður Páll P. Pálsson
og einleikararnir verða Ursula
og Ketill Ingólfsson ásamt
dætrum þeirra, Judith 13 ára
og Mirjam 12 ára. Á efnis-
skránni verða A-dúr fiðlu-
konsert Mozarts, Rococco til-
brigði Tsjækovskys og
Sprengidagur dýranna eftir
Saint Saéns. E.S.
má ef duga skal
til lands og spilaði í Reykja-
vík og á Akranesi. Shark
Taboo byrjaði dagskrána á
kröftugu og þrælgóðu lagi
sem kallast Catch me en því-
næst var keyrt í I cry for you.
Titillag dvergbreiðskífunnar
(Mini LP) Ev’ry one’s a Freak
var næst á dagskrá. Þetta er
hið allra skemmtilegasta lag
þar sem mest ber á hráum
Bresk nýbylgja, skemmtilegur
söngur en vantar meiri sér-
einkenni.
gítarleik sem reyndar er
aðalsmerki Shark Taboo eins
og svo margra annarra ný-
bylgjusveita. Greinilegt var
að heyra á viðstöddum að
þeir þekktu vel áðurnefnt lag
og klöppuðu þeir hressilega i
lok þess. Sumir voru jafnvel
byrjaðir að dansa af miklum
móð enda lagið vel dans-
hæft. í næsta lagi, Game, var
hægt á ferðinni. Ekki var ég
nú allskostar sáttur við það
lag og fór frekar blæbrigða-
laus hljómborðsleikur í taug-
arnar á mér. Minnti mig á
Baraflokkinn af þeirra fyrstu
plötu. Næstu tvö lög,
Disputed words og Touch &
Glow, fannst mér ég hafa
heyrt bæði áður og oftar en
einu sinni. Þetta geröi þao ao
verkum að þau runnu mér
fljótt úr minni. Kuldalagið,
Coming from the Cold vakti
hinsvegar athygli mína sök-
um ágætrar laglinu og
skemmtilegs söngs söng-
konu sveitarinnar, Gill Dwyer.
Shark Taboo spilaði tvö lög
til viðbótar og var svo klöpp-
uð upp. Varð þó nokkur bið á
þvi að uppklappslögin yrðu
spiluð því bassaleikarinn
sleit streng í hljóðfærinu og
hafði gleymt aukastrengjun-
um heima. En allt reddaðist
þetta fyrir horn og flutti
sveitin fjögur aukalög enda
var hún klöppuð upp í annað
sinn. Tónlist Shark Taboo er
eins og áður hefur verið
minnst á, bresk nýbylgja. Það
er ekki hægt að segja að hún
færi fram nýjungar í tónsmíð-
um sínum og eru þær undir
sterkum áhrifum frá hljóm-
sveitum eins og Comsat
Angels, Siouxie & the
Banshees og jafnvel Ultravox.
Shark Taboo er alls ekki
slæm hljómsveit en að mínu
mati vantar meiri séreinkenni
og persónulegri stil til þess
að hún eigi von um að skapa
sér nafn i hinum stóra heimi
breskrar dægurtónlistar.
Póst- og símamálastofnunin
AUGLÝSING
frá Tilraunastöðinni á Keldum um
breyttan opnunartíma.
Tilraunastöö háskólans í meinafræði verðuropin frá
1. maí n.k., mánudaga - föstudaga kl. 8-12 og 13-16.
KRATAKOMPAN
Alþýöuflokksfélag
Garðabæjar og
Bessastaöahrepps
Aöalfundur og bæjarmálaráðsfundur veröur haldinn
að Goðatúni 2, Garðabæ mánudaginn 18. apríl kl.
20.30.
Stjórnin
SUJ í líkamsrœkt
Hittumst í sturtunni
í Engihjalla!
Ungkratar eru þeirrar skoðunar að
heilbrigð sál þrifist best í hraustum
líkama. Þess vegna hefur verið
ákveðið að hittast reglulega i
Æfingamiðstöðinni í Engihjalla,
klukkan 12 á laugardögum. (I sama
húsi og Kaupgarður).
Bjarni P. Magnússon, borgarfull-
trúi, verður sérstakur heiðursgarpur
á fyrstu æfingunni á laugardaginn
kemur.
Opinn fundur
um umhverfismál
í Alþyðuhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 16. apríl kl.
14.00.
Frummælendur:
Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar, formaður heilbrigðis-
ráðs Hafnarfjarðar, formaður Náttúruverndarnefnd-
ar Hafnarfjarðar og fulltrúi Skógræktarfélags Hafn-
arfjarðar og Garðabæjar.
Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfiröi.
Vorfagnaður hjá
Alþýðuflokksfélögum
í Kópavogi
verður í Félagsheimili Kópavogs Fannborg 2, laugar-
daginn 23. apríl. Samkoman hefst með borðhaldi kl.
20.00. Miðaverð 2.300.00
Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síma 42429
eða 45051.
Kær kveðja
Skemmtinefndin.