Alþýðublaðið - 16.04.1988, Side 20
20
Laugardagur 16. apríl 1988
IN MEMORIAM:
Frú Gerður Björgmundsdóttir
frá Kirkjubóli í Valþjófsdal.
Fædd 25. maí 1945 — dáin 7. apríl 1988
„Hvert mannsbrjóst áein-
hvern innsta róm, sem orð
ekki fann að segja“.
Lífshlaupið er sem sólar-
gangurinn. Þar skiptist á skin
og skuggi, enginn okkar
kemst hjá því að myrkvun
sorgarinnar sæki á sálu og
skapi skammdegi í okkar
innsta umhverfi, í okkar
innsta sjálfi.
En Skugginn verður skelfi-
legur, dimmur, kaldur og van-
máttarkenndin kæfir allar
hlýjar tilfinningar til tilver-
unnar, þegar samferðamaður
á miðjum starfsdegi — móðir
ungra barna og stálpaðra
sem eru að hefja starfsdag
sinn — eiginkona og félagi
er kölluð burt og hverfur bak
móðunnar miklu.
Skugginn sem skapaðist
og varð að niðamyrkri varð
ekki numinn burt — sjúk-
dómurinn ógnvægilegi hafði
sigrað.
Hver láir okkur þótt spurt
sé og efast um tilgang alls
þessa, þótt vitundin um bjart-
ari lífsvang sé huggun í
harmi — eru ómar efans í
huga og heyrn sárir.
En skáldið heldur áfram:
„En þögn vora meistarinn
dregur i dóm
en dauðann knýr sér að
hneigja.
Allt býr hann i liti, Ijós og
hljóm.
Lífsríkið hugirnir eygja.
En jörðin öll er í eyði og tóm,
er ómarnir síðustu deyja.“
Gerður Björgmundsdóttir
var fædd að Kirkjubóli í Val-
þjófsdal Önundarfirði, dóttir
Ágústínu Bernharðsdóttur og
Björgmundar Guðmundsson-
ar, bónda þar.
Á Kirkjubóli ólst hún upp í
hópi systkina sinna við hefð-
bundin sveitastörf og leik.
Skólagangan hófst í Ön-
undarfirði en framhaldsnám
sótti hún í Reykjanesskóla
við ísafjarðardjúp. Þar kynnt-
ist hún Kristjáni Grétari
Jónssyni frá Stöðvarfirði,
sem upp frá því var hennar
samferðamaður.
Gerður fór ung frá fööur-
garði með sínum samferða-
manni og síðar eiginmanni
og stofnaði sitt heimili á
Stöðvarfirði, sem alla tíö bar
merki hug og handar vest-
firskrar ættar og uppruna,
sem Gerður var stolt af.
Geröur og Grétar byggðu
stórt á Stöðvarfirði og var
ánægjulegt að sjá hversu
samtaka þau voru viö þær
framkvæmdir, en stærst var
þó barnalán (oeirra, en þau
eiga fimm börn:, Ágústa
Björg, f. 1967, Drífa Jóna f.
1969, Jón Valdimar f. 1978,
Steinunn Gerður f. 1982 og
Anna Sigríður f. 1985.
Heimili þeirra var oft fjöl-
mennt af ættingjum og vin-
um, það virtist alltaf vera
pláss hjá Gerði og Grétari.
Gáski og glaðværð réði þar
löngum en festa húsmóður-
innar brást þó aldrei börnum
og búi. Hjá þeim var gott að
vera hvort sem stormur
stæði í fang eða tilveran
björt og blíö.
Þegar Grétar gerðist starfs-
maður Rarik árið 1971 sem
rafveitustjóri á Stöðvarfirði,
Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík
varð Gerður ólaunaður stað-
gengill hans við símavörslu,
skilaboðsstjóri, svo nútíma-
hugtak sé notað. Skrifstofa
Rarik var löngum á heimili
þeirra með öllu því ónæði og
átroðningi sem það olli.
Heimili þeirra var ávallt op-
ið starfsmönnum Rarik, kaffi
á könnu eða máltíð á diski
var til reiðu dag og nótt.
Ég bar virðingu fyrir Gerði
Björgmundsdóttur, hún var
sönn dóttir Vestfjarða, skap-
gerð og viðmót hennar
einarölegt en hlýtt, dugur og
djarfhugur lýstu sér í orði og
athöfn — greind og skoðana-
föst var Geröur en lét aðra
um sinar skoðanir.
Rafmagnsveitur ríkisins og
starfsmenn á Austurlandi
vilja þakka allar bjartar
stundir, gestrisni og vináttu-
þel, sem Gerðurveitti fyrir-
tækinu og starfsmönnum
þess.
Sjálfur vil ég kveðja með
oróum skáldsins:
„En þar brástu vængjum á
fagnandi flug,
sem frostnætur blómin
heygja.
Þar stráðirðu orku og ævidug
sem örlög hvern vilja beygja.
— Mér brann ekkert sárar í
sjón og hug
en sjá þinar vonir deyja.“
Kærar þakkir Gerður.
Grétari vini mínum, börn-
um, foreldrum og systkinum,
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur, megi góðurGuð
styrkja ykkur og víkja burt
dimmum skuggum sorgarinn-
ar með björtum minningum
samferðatímans.
Guð blessi minningu Gerðar
Björgmundsdóttur.
Erling Garðar Jónasson
VERÐLA UNAKROSSGÁTA NR. 23
Stafirnir 1-23 mynda máls-
hátt sem er lausn krossgát-
unnar. Sendið lausnir á Al-
þýöublaðið, Ármúla 38, 108
Reykjavík.
Merkið umslagiö vinsam-
legast: Krossgáta nr. 23.
Verðlaun eru að þessu
sinni bók Kristjáns Jóhanns
Jónssonar, Undir húfu tollar-
ans. Iðunn gefur bókina út.
Skilafrestur fyrir þessa
krossgátu er 5. maí.
Dregið var úr réttum lausn-
um viö 20. krossgátu. Réttur
málsháttur var: Ekki er alit
gull sem glóir.
Verðlaunahafi reyndist vera
Svanhildur Þengilsdóttir,
Kriuhólum 2, 111 Reykjavík.
Fær Svanhildur senda Ijóða-
bókina hennar Steinunnar
Sigurðardóttur, Kartöfluprins-
essuna.
Við þökkum þátttökuna og
minnum á skilafresti.
Sendandi:
Verðlaunabókrn aó þessu sinni.
5 10 15 I I 20