Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 21

Alþýðublaðið - 16.04.1988, Síða 21
Laugardagur 16. apríl 1988 21 Á SVIÐl OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar BANNSETTIR NÖLDRARAR Menn eru skömmóttir. Einkum jagast þeir úti pólitíkusa og „helvítis vit- leysuna í fjölmiölunum". Vit- leysunni er skipt í þrjá flokka: Bannsett gjammiö í hinum „frjálsu“ svokölluðu, „nöldriö" í þeim óánægðu og „þvaðrið“ í þeim opinberu. Auk þess eru hasarfréttir og kjaftasögur. Þetta tvennt er þó skammað með hangandi hendi vegna þess að allir hafa skömm og gaman af hvorutveggja. Meirihluti manna er hættur að taka mark á fjölmiðlum yfirleitt nema sem tímadrápstæki, segja þeir. Tveggja manna tal íslensk menning hefur um stund, að mestu, flúið í það náðarskjól sem heitir tveggja manna tal. Menn treysta ekki útvörpum til að bera ólogin boð um neitt sem máli skipt- ir. Þótt skrifað sé í blöð og viðraðar alvarlegar meiningar, þá sér þess engan stað. Þeir eru fáir sem leita skynsam- legra greina I blöðunum og þótt þeir rekist á slíkt þá er þess ekki minnst við náung- ann. Blaðagreinar lesa menn aðallega til þess að finna höggstað á þeim sem skrifar. Leikhús sækja menn til að skemmta sér, eða bara til þess að fara í leikhús (hópur- inn fer hvort sem er). Mein- ingu leggja menn í hvorugt og Ijá höfundinum óhljóðs- eyra. En ef maður nefnir alvöru- mát við kunningja sinn á tveggja manna tali, þá er hann óðar allur eitt eyra. Oftast kemur ( Ijós að hann hefur svipaðar áhyggjur, — af landinu, þjóðinni og listinni. Já ólíklegasta fólk. Og þessi skoðanaskiptí dreifa sér ört. Takirðu menn tali, í ferming- arveislu, af því þér leiðist hið almenna snakk, og spyrjir: „Hvernig líst þér á skáld- skapinn?“ þá er ekkert lik- legra en að milli ykkar hefjist hið fjörugasta tal og að í báðum heilabúum, hressandi brak. Og verði þér nú, við þennan kunningja, eitthvað snjallt á orði, þá er næsta víst að það verði komið til þín, til baka, frá einhverjum öðrum, strax i næstu ferm- ingarveislu, — náttúrlega án þess að höfundar sé getið. Spyrjir þú aftur á móti álits á einhverju af því sem þú hefur lesið eftir ágæta og alvöru- gefna greinahöfunda, þá hafa menn ekki lesið það. Sem sagt: Menningarum- ræðan er fyrst og fremst háð í tveggja manna tali. Tveggja manna tal er elsta menntastofnun mannkynsins og sá háskóli þess sem síð- astur liður undir lok, þótt andinn kunni að gufa upp úr öllum hinum og þeir að breyt- ast, allir sem einn, í þjón- ustustofnanir fyrir iðnaðinn. Árni Bergmann, Ellert og fleiri Ég hef fylgst með því sem Árni Bergmann skrifar í sitt blað og á ætíð einhvers af honum von. Menn hafa heyrst kvarta undan því að hann „segi aldrei neitt“, hvað sem nú er átt við með því. Sennilega það að hann tekur aldrei neinn ákveðinn fyrir að velta upp úr skömmum. Hann fullyrðir heldur aldrei um Sovétríkin, sem hann þekkir hérlendra manna best, hvort hann er „með þeim eða móti“ heldur reynir að sepja mönn- um deiti á þetm eftir sínum skilningi og kunnáttu. Þetta kalla menn v(st að segjaeKki neitt. En Árni er þö eirm sá hinna fáu sem reynir að spá i hvað sé að gerast i verötdinni i raun og veru, — við hverju megi búast. Jónas Kristjánsson segir „ákveðna hlutj“: Búskapur er of dýr, bændur of margir, sauðfé of margt, niður- greiðslur of dýrar. Og selur blaðið út á þessar ákveðnu meiningar. Állir vita samt að þær eru einskis virði. I fyrsta lagi vegna þess að þær koma allar of seint. Vandinn var þegar orðinn Ijós þegar hann byrjaði að tala um hann, meira að segja þegar byrjað að ráða bót á honum. Auk þess er landbúnaðarvandinn alþjóðlegur en ekki íslenskur, — partur af þeim friðsama hernaði sem efnaðar þjóðir reka sín I millum. íslenskur landbúnaðarvandi verður ekki leystur I Dagblaðinu. Þetta veit Jónas sjálfur mætavel. En hann treystir því að les- endur hans og kaupendur blaðsins séu „ignorant" i þessu efni — og gerir það gott af „Beittur penni“! í Dagblaðinu hljómareinn- ig önnur rödd, — hljóðari og sýnu þekkari: Ellert Schram. Ég hef lagt eyrun við henni. Hef raunar grun um að hún smjúgi víðaren menn ætla. Ellert rekur mál sitt hægt og af einlægni, sumpart af sinni eigin reynslu, sumpart af annarra — stundum spyr hann spurninga sem varða veröldina alla. Þótt þeir Árni séu menn af ólíkum félagslegum uppruna, menntun og (ef til vill) reynslu þá eru þeir báðir það sem mest er um vert; traustir drengir sem trúa má að leiti sanns á meðan aðrir halda fram „heppilegum og arð- vænlegum skoðunum" og þótt þeir viti ekki svör alla- jafna, þá vita þeir spurning- arnar. Sigríður Halldórsdóttir Já, það er gaman að rekast á þær raddir I miðjum öskur- og gjammarakór hinnar opin- beru umræðu sem eru eyranu þekkar. Um það leyti sem menn fóru að espa sig vegna „kjaftaslúðursins“ í Helgarpóstintim, för ég að rekast á greinarkom þar eftir fólk sem ég hafði ekki áður Séð á bera. Ein þessara var Sígrlður Halldórsdóttir. Átakslaus ræða, kliðmjúk með björtum tón, — líkt og niður tærrar lindar innanum kaótískt puðr blikkbeljanna I verslunaröngþveitinu. Hver er hún nú þessi? hugsaði ég. Seinna komst ég að því að hún á kyn til þess að kunna með orð að fara en það er sama. Góöur uppruni er harla lítil stoð á rugluðum tímum. Stundum til bölvunar. Siöaði hundurinn fer oft verst út úr slagnum, þegar þvögunni slær saman. Freyr Þormóðsson Hann skrifar mikið en samt er ekkert af því þunnt. Hon- um er lagið að hugsa og skrifa og i textum slíkra manna verður alltaf eitthvert gott vit og skemmtan, eins þótt þeir skrifi hratt og án mikilla andlegra umbrota. Orð eru nefninlega sjálf- stæðir einstaklingar og bera merkingu hvenær og hvernig sem maður raðar þeim sam- an. Séu menn á annað borð orðhagir þá verður texti þeirra haglegur, hvort sem þeir ætla sér eða ekki. Freyr skrifaði raunar ágæta grein um leikhús og gagnrýni í síðasta Helgarpóst og mun- aði minnstu að ég eyddi plássi mínu hér í blaðinu í hana. Þar fer maður sem vert væri aö karpa við. Honum varð á einhver hvatvísi á dögunum, varðandi Pinter á íslensku leiksviði. Fullyrti víst að stóru leikhúsin sýndu þann merka höfund aldrei. Slikt mistök eru ýmsum, jafn hvatvísum, nóg til að ákveða að viðkomandi ungur maður sé asni. Mig truflar það ekki neitt. Menn athugi að fyrir ungum manni eru atburðir eldri en 10-15 ára, eðli sam- kvæmt, „frá því í gamla daga“ og ekkert að marka. Menn geta verið jafn greindir þótt þeir geri axarsköft, — oftast eru það þeirjskörpu einir sém gera áberandi miþtök. Séu menn, sífellt að tryggja sig fyrir mistökum og þar með hæibitum ótuktanna, þá gera þeir aldrei neitt af viti. Hugsun er áhætta. Illugi Jökulsson Hæðni og forakt er ekki hrósvert allajafna en lllugi skopast meistaralega að hinni litríku tilgerð og sterti- mennsku mannfélagsins. Hún á það skilið. Og ritfimi og gáfur llluga eiga það skil- ið að þeim sé gefinn gaumur. Einhverjir segja að hann sé „svo neikvæður"! Nú, hvað er að undra það? Það sem hann gagnrýnir er fjárakornið ekk- ert til að hrósa. Og er það ekki bara þveröfugt: Að það sem hann skammar sé hið neikvæða og hann sjálfur, þar af leiðandi jákvæður? Og sé einhver ekki sammála honum, þá spyrji sá sig sjálfan hvort það gæti nú ekki verið hann sjálfur sem hefur rangt fyrir sér en lllugi rétt. Það væri sanngjarnt. Sigurður Hróarsson skrifaði ágæta grein um leik- ritið Hamlet og fleira i Les- bók Morgunblaðsins aðra helgina hér frá. Hann skrifar sjaldan en ævinlega alvar- lega með góðri greind og í þeim tilgangi einum að gera verðugt viðfangsefni Ijósara en ella. Ungur maður, tiltölu- lega nýkominn úr skóla i sinni grein. Samt tekur hann þannig á máli aö honum eldri mönnum þykir sér vera menntun að lesa hann. Heim, kálgarðana Nú er ég búinn að gera nokkuð sem seint verður fyrirgefið: skrifað heila blaða- grein sem ekkert er, nema hrós um náungann. Meira að segja með fullu nafni. Þetta þykir trúlega heldur klént í landi skammanna. Maður þorir ekki að láta sjá sig á torgum næstu daga og verð- ur að laumast heim kálgarða- megin á kvöldin. Ég þekkti mann sem, á almennum borgarafundi, stóð upp og hrósaði öllum hreppsnefndar- mönnum. Hann vareftir það uppnefndur, Jón kærleikur, og komst aldrei til nnanvirð- inga. Dó í fátækt. Eh ég hef mér til afsökunar I þessu máli að þetta er ekjci skrifað til þess áð blaða undir þær persónur sem að otan eru nefndar sérstaklega, (mætti nefna marga fleiri) heidur til þess að hugga jafnl sjálfan mig og aðra við það áð jpótt tímarnir séu rislitlirog fjöL miðlar að mestu leyti innan- tómur kjaftakór og jafnvel háskólarnir gengnir i lið með fjölföldunariðnaði fánýtisins, þá má víða innanum finna raddir manna sem tala til okkar alvarlega með góðri greind, líkt og komið sé með góðum kunningja á einlægt tveggja manna tal. Það er verðmætt og slíkt fólk verð- skuldar að því sé léð eyra. Frá því er þess orðs að vænta sem treyst gæti til- verurétt okkar i landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.