Alþýðublaðið - 21.04.1988, Síða 1

Alþýðublaðið - 21.04.1988, Síða 1
Framleiðslustýring í kartöfluframleiðslu: STRÍDSYFIRLÝSING VIÐ NEYTENDUR Segir Jónas Bjarnason hjá Neytendasamtökunum. Páll Guðbrandsson hjá kartöflufram- leiðendum segir einhug um að til stýringar þurfi að koma. Landssamband kartöflu- framleiðenda ræðir nú um að koma á framleiðslustýringu i kartöfluframleiðslu, og miðar þeim viðræðum vel. Ekki hef- ur verið ákveðið nákvæmlega hvernig fyrirkomulag verður á stýringunni. Jónas Bjarnason hjá Neytendasamtökunum segir að aldrei muni ganga að skipta upp framleiðslu- og sölurétti gagnvart íslenskum neytendum, og það sé móög- un við þá að hlusta á megnið af því sem framieiðendur hafa borið á borð fyrir fólk. Segir hann að skv. stjórnar- skránni megi ekki takmarka atvinnufrelsi fólks nema almenningsheill krefjist, og hann mótmæli því að almenningsheill krefjist þess að réttur til að framleiða kartöflur verði takmarkaður. Ef taka eigi upp það kerfi sem var hér áður, sé það nánast striðsyfirlýsing við ís- lenska neytendur. í fyrradag stóð til aö halda fund hjá Landssambandi kartöfluframleiöenda, en hon- um var frestað þar til í næstu viku. „Viö erum aö ræða fram- leiöslustýringu af fullri alvöru okkar í milli. Viö bændur er- um aö reyna að komast aö samkomulagi um fram- leiðslustýringu og þaö geng- ur mjög vel þaö sem af er,“ segir Páll Guðbrandsson for- maöur Landssambands kartöfluframleiðenda í sam- tali viö Alþýðublaðið. Segir hann aö ekki sé búiö að ákveöa endanlega hvernig fyrirkomulag veröi á fram- leiðslustýringunni. „Þaö eru allir mjög á því aö þetta þurfi aö koma,“ segir Páll. Jónas Bjarnason hjá Neyt- endasamtökunum segir í samtali viö blaðiö að þetta myndi enda meö afturhvarfi til sama ástands og áöur ríkti, og er búið aö fara í vaskinn einu sinni. „Það getur aldrei gengiö aö þeir ætli aö skipta upp á milli sín framleióslu- og sölu- rétti gagnvart íslenskum neytendum, þaö getur aldrei gengiö. Vegna þess aó þeir ráöa ekki yfir neinu kerfi, og geta aldrei gert þaö sem hagsmunasamtök, sem skilur sauöina frá höfrunum sér- staklega á þeim tímum þegar framleiöendurnir eru senni- lega orönir alltof margir í greininni. Þetta er þaö aug- Ijósasta sem til er, og þaö er móögun viö íslenska neyt- endur aö hlusta á megniö af þessu sem þeir hafa verið aö setja á borö fyrir fólk.“ Segir Jónas, að ef fram- leiðendur ætla að mynda samtök um að skipta fram- leiðslurétti á milli sín og halda uppi lágmarksverði, án þess að átta sig á því hvernig fjölda framleiðenda á aö stjórnast, og hvernig eigi aö veita framleiðsluleyfi, sé það dæmt til að mistakast. Það standi í stjórnarskrá Islands, aö takmörkun á atvinnufrelsi sé ekki heimil á íslandi, nema almenningsheill krefj- ist þess, og skuli þaö þá gert með lögum. „Ég mótmæli þvl að almenningsheill krefjist þess aö réttur manna til aö framleiða kartöflur á íslandi veröi takmarkaður, og fram- leiösluhópnum lokaö af nú- verandi hagsmunasamtök- um.“ Aö sögn Jónasar hafa Neytendasamtökin haft spurnir af þessum aðgerðum, og minntist hann á fyrir- komulagió eins og þaö var hér áöur fyrr, er aö hans sögn, kartöflubændur skömmtuöu kartöflur inn í Grænmetisverslun ríkisins. „Ef þeir halda aö þeir geti tekiö upp gamla kerfiö þá er þaö nánast stríösyfirlýsing viö íslenska neytendur," segir Jónas Bjarnason. Grandi: FIMMTÍU MANNS MISSA VINNUNA Um hálfþrjúleytiö í gær var starfsfólki Granda í frystihús- inu i Noröurgaröi, tilkynnt um breytingar á rekstrinum sem leiöa til þess aö 50 manns verður sagt upp störf- um. Starfsfólkið var boðað á sérstakan fund í matsalnum þar sem ákvöröunin var til- kynnt. Uppsagnir veröa ekki sendar út fyrr en um helgina. Eftir fundinn meö starfs- fólkinu boöaöi Brynjólfur Bjarnason forstjóri til fundar meö blaöamönnum, þar sem tjáö var að uppsagnirnar kæmu til vegna verulegra skipulagsþreytinga og endur- bóta á starfsemi frystihúss- ins, versnandi afkomu fisk- vinnslu vegna aukinnar sam- keppni erlendra fiskframleiö- enda og fyrirsjáanlegs tap- reksturs á starfsemi fyrirtæk- isins. í frystihúsinu í Norðurgaröi starfa um 120 manns en meö tilkomu nýrrar vinnslulínu veröur ekki þörf fyrir nema um 70 manns. Alls vinna 373 hjá Granda. Vinnslulínan sem sett verður upp í Noröurgaröi hefur aö sögn forsvarsmanna fyrirtækisins veriö notuð undanfarin tvö ár í Granda- garói meö góöum árangri. Þar hefur einnig veriö unniö i hóplaunakerfi og hafa launa- greiðslur starfsfólks og afköst vinnslunnar sannað ágæti sitt, aö sögn forsvars- manna Granda. Aö vonum var þungt hljóó í starfsfólki sem Alþýðublaðið ræddi við í gær. Fámennt var i húsinu þar sem ekki var boðað til blaðamannafundar- ins fyrr en aö ioknum starfs- degi. Ákvörðunin virtist koma fólki algjörlega í opna skjöldu. Á dyrunum viö innganginn í matsalinn hékk auglýsing þar sem stóð: „Tryggið ykkur sumarfrí á réttum tíma og auðveldið okkur ráöningu afleysingarfólks." Audur salur í frystihúsi Granda i gær. A-mynd/Þ.H. Þórhallur Helgason EKKI ORÐIÐ VAR VIÐ ERFIDLEIKA „Nei. Ég hef ekki oröió var viö erfiðleika í rekstrinum," sagöi Þórhallur Helgason starfs- maöur í Norðurgarði við Alþýðublaðið eftir fundinn meö forstjóra Granda í gær. Þórhallur sagöi aö fólk hefði tekið þessu þungt, og tilkynningin heföi virst koma því í opna skjöldu. „Þaö er mikið hér af eldri konum, sem hrýs hugur við að fara aö leita eftir annarri vinnu," sagöi Þórhallur. Anna Norris ALGJÖR ÓVISSA „Það veit enginn hvaö tekur viö því uppsagnar- bréf eiga aö berast ööru hvoru megin viö helg- ina. Þaö ríkir algjör óvissa hjá fólki þangað til,“ sagði Anna Norris verkakona í Norðurgarði viö Alþýðublaöið i gær. Anna hefur unniö í frysti- húsinu í 10 ár. „Þaö fóru allir heim eftir fundinn, þannig aö fólk hefur ekki náð aö tala saman,“ sagöi Anna. „Þaö veit enginn hver lendir í þessu.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.