Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 2
2 Þriójudagur 26. apríl 1988 M»¥BHBUBI9 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgaitilaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Dreifingarsími um helgar: 18490 Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. MAGALENDING FRAMSÓKNAR - NÝJAR LEIÐIR IVI iöstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina lauk meö magalendingu. Stóryröi undanfarinna vikna og daga um aö miðstjórnarfundurinn hygöist setja samstarfs- flokkum sínum í ríkisstjórn skilyröi fyrir áframhaldandi setu í ríkisstjórn, reyndust röklaus gífuryröi. Fundurinn fjaraöi út í máttlausar og almennar ábendingar um stööu efnahagslífsins á íslandi í dag. Þessari magalendingu ber aö fagna. Þaö er skynsamlegt af miöstjórn Framsóknar- flokksins að komast að þeirri niöurstöóu, aö þaö sé bæöi ótímabært og rangt aö hlaupast undan merkjum þegar margvíslegur vandi brennur á þjóöinni og þegnar þessa lands þurfa á samhentri og markvissri ríkistjórn að halda. Þau atriði sem miöstjórn Framsóknarflokksins bendir á í stjórnmálaályktun sinni eru flest rétt, enda unnin úr hugmyndum samstarfslokka þeirra í ríkisstjórn. Aðrar ábendingareru gamlar framsóknarlummureins og að efla landsbyggóina meö meira fjárstreymi skattgreiðenda í Byggöastofnun, skuldbreytingar fyrirtækja á lands- byggöinni og nýta Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í auknum mæli til aö jafna aðstöðumun. Þetta eru gamlar leiöir og úreltar. Við uppbyggingu landsbyggöarinnar í heild og styrkingu byggöa þarf nýjar hugmyndir, nýtt hugarfar, ferskar framkvæmdir sem taka miö af því nútímaþjóð- félagi sem viö búum í. r A sama tíma og framsóknarmenn magalentu miö- stjórnarfundi sínum, hélt fulltrúaráö Alþýöuflokks- félaganna í Reykjavík efnahagsmálaráöstefnu. Þar voru allt aðrar hugmyndir reifaöar; hugmyndir sem byggjast ekki á skammsýni eöa skyndilausnum heldur byggja á varanlegum efnahagsframförum. Alþýöuflokkurinn hefur (trekaö bent á, aö skammtímaaðgerðir og skyndilausnir eins og gengisfelling leysi engan vanda heldur velti honum aðeins fram í tímann. Það þekkja íslendingar af reynslunni. Slík lausn er aöeins gamli tvígengistakturinn: Gengisfelling — veröbólga. Gengisfelling er þaðan af síður allsherjarlausn á erfiðleikum landsbyggöarinnar, og ef hún á aö breyta nokkru um viðskiptahalla og afkomu útflutningsgreina veröur henni aö fylgja samdráttur í almennum kaupmætti launa. Meó öörum oróum kaup- lækkun. Meöal annars þess vegna verðum við aö fara aörar leiöirog nýjarviðstjórn efnahagsmálaí staö þess aö hjakka í sama farinu. Alþýðuflokkurinn hefur bent á, að bæta verði nýtingu framleiðslutækja í sjávarútvegi þannig að hann skili þjóðarbúinu meiri tekjum og geti borgaö fiskvinnslufólki hærri laun. Alþýðuflokkurinn hefureinnig réttilega ítrekað aörar leiðir. Til aö mynda, aö stórauka verði hagkvæmni I landbúnaöarframleiöslu og draga úr ríkisútgjöldum vegna niðurgreiðslna, útflutn- ingsuppbóta og birgóahalds vegna offramleiðslu í því skyni að bæta stöðu ríkissjóðs og auka framlög til vel- feröarmála almennings. Jafnframt veröur aö stuöla aö samrunaog stækkun banka, bætaeftirlits, — og öryggis- ákvæði bankalaga og setja almennar og sanngjarnar leik- reglur um starfsemi á fjármagnsmarkaói utan banka og sþarisjóöa. Þá þarf aö endurskoða gildandi fyrirkomulag verðtryggingar á fjárskuldbindingum og þar með láns- kjaravísitölu. Einnig er brýnt að endurskoða fyrirkomulag launa — og kjarasamninga m.a. til þess að stuðla að auknum tekjum fyrir skemmri vinnutíma og meiri sveigjanleika í atvinnulífinu. Það viróist Ijóst aö ríkis- stjórnin þarf aö grípa til einhverra skammtíma aögeröa í kjölfar lausna á yfirstandandi kjaradeilum. Hitt er þó meira um vert aö horft sé til framtíðar og þegar í staö lagður grunnur að endurskipulagningu heföbundinna atvinnuvega og uppbyggingu nýrra atvinnugreina sem tryggi batnandi lífskjör í framtíðinni. Og þaö er fyrst og fremst hlutverk forsætisráðherra að ná samstööu í ríkis- stjórninni um slík markmiö oq leqqja grunninn að fram- kvæmd þeirra. ÖNNURSJÓNARMIÐ Sigurður Þór Guöjónsson, menningar- og tónlistarpenni Þjóöviljans er ekki alveg sátt- ur við þær hugmyndir Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráöherra aö verja 300 milljónum króna í hand- boltahöll. Og lái honum hver sem vill. Síöastliöinn laugar- dag skrifaöi Siguröur Þór um þessar hugrenningar mennta- málaráöherra í málgagn sitt, Þjóöviljann og viö birtum glefsur úr greininni til að kynna sjónarmið tónlistar- gagnrýnandans á handbolta- höllinni: „Margir trúðu varla sínum eigin eyrum er menntamáia- ráöherra kunngerdi i útvarpsfréttum nýverið, að ríkisstjórnin heföi ákveöið aö reisa handboltahöll fyrir 300 milljónir er rúma ættu 8000 örskrandi áhorfendur. Til þess að hægt veröi að heyja heimsmeistarakeppnina hér á landi áriö nítjánhundruðníu- tíu og eitthvað, ef hún skyldi falla okkur i skaut. Á sama tíma eru samtök áhuga- manna að safna fyrir tónlist- arhúsi upp á eigin spýtur, ís- lenska óperan berst í bökk- um og Pólýfónkórinn að leggja upp laupana vegna rekstrarerfiðleika. Ríkis- stjórnin er ekki að gauka litl- um 300 milljónum að þessum stofnunum. Skiptir handbolti þá þjóðina meira máli en tón- listarmenning? Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur með verkum sínum svaraö því játandi. Nú er ég alls ekki að gera litið úr íþróttum. Og ég er ekki á móti því að byggja handboltahöll. En mætti ekki líka veita svona fúlgu til æðri menningar? Eða dettur nokkrum í hug í alvöru aö jafna bestu afrek- um íþróttamanna einnar þjóðar við verk mestu snill- inga hennar í andanum? Leggja að jöfnu Laxness og Jón Pál eöa Picasso og markakóng Real Madrid?“ En ekki sleppir Siguröur Þór pennanum fyrr en hann hefur sýnt fram á misræmi í leiðaraskrifum Morgunblaðs- ins: „Þetta er annars meiri hel- vítis kuldinn. Það stefnir jafn- vel í kaldasta apríl i Reykjavik á þessari öld. Við erum sem sagt að lifa sögulega tíma. Leiðari Moggans sumardag- inn fyrsta segir að liöinn vet- ur hafi verið „um flest mild- ur, þrátt fyrir kuldatíö frá ára- mótum“. Er þetta ekki mót- sögn? Hvernig getur vetur veriö mildur þegar hann var lengst af kaldur? Sannleikur- inn er sá að misserið frá fyrsta til síðasta vetrardags var í Reykjavík meira en hálfri gráðu kaldara en venjulega. Nóvember og desember voru að vísu óvenju mildir en kuld- arnir eftir áramót hafa fyrir löngu gert það forskot aö engu. Arið sem af er hefur verið mjög kalt. Hitinn meira en tveim gráðum undir með- allagi. Og enn sér ekki fyrir endann á frostunum. Hvað þyrfti veturinn að vera kaldur og langur til að Mogganum fyndist hann ekki lengur „mildur“? Og hvernig skyldi „harður“ vetur líta út á síðum Birgir ísleifur: Handboltahöll fyrir 8000 öskrandi áhorfendur? Morgunblaðsins? Ég vona kjósendanna vegna aö leiðar- ar þessa ágæta biaðs um hin aðskiljanlegustu málefni séu yfirleitt í meira samræmi við kaldan veruleikann heldur en þessir mildilegu vetrarórar á fyrsta degi sumars.“ Kaldar kveójur frá Þjóðvilja til Mogga. Eitt af síbyljusjónarmiðum Framsóknarflokksins er aö espa upp andstæður höfuö- borgarsvæöisins og lands- byggöarinnar. Þetta kemur gjarnan fram í aö stilla Reykjavíkursvæðinu upp sem „borgriki" og ræöa um and- byggðarstefnu og fleira í þeim dúr. Hér skal síður en svo lítiö gert úr vanda lands- byggöarinnar og rekstrar- erfióleikum víöa um land. Hins vegar veröa menn aö hafa í huga aö uppbygging atvinnuveganna á lands- byggöinni er fyrst og fremst verk Framsóknarflokksins, þar sem „byggöarstefnan" felst í óheftu ríkisforsjárkerfi; austri úr ríkissjóði í óarðbær- ar atvinnugreinar. Þaö er þess i staö tímabært að taka á vandanum með skynsöm- um umræðum og finna leiðir til aó leysa vandann í staö þess aö blása í herlúðra og espa sveit gegn borg. En lít- um aðeins aö skrifin í Tíma- bréfi Tímans um helgina: „Þegar rætt er um atvinnu- málin og ástand efnahags- lífsins, þá hlýtur mönnum að koma í hug sú þróun sem er að verða í landsbyggðarmál- um. Margir sjá það fyrir sér að línurnar milli höfuðborgar- svæðisins og annarra lands- hluta séu að skerpast, að togstreitan milli borgarbúa og landsbyggðarfólks fari vaxandi. Ekkert vafamál er að þróunin fer í þessa átt og er út af fyrir sig ekki nýtt fyrir- brigði. Hins vegar er þaö ný- tilkomið og á sér ekki langa sögu, aö andbyggðastefna — sem svo má kalla — eigi jafn mikinn hljómgrunn meðal áhrifamanna ejns og ástæða er til að ætla. í sinni grófustu mynd hefur andbyggðastefn- an það markmið að Island verði borgriki við Faxaflóa. E.t.v. verða ekki margir til þess að viöurkenna fyrir öðr- um að þeir sjái byggðina óhjákvæmilega þróast á þann veg, en undir niðri biundar trúin á að hjá því verði ekki komist að byggð dragist saman i landinu enn frekar en orðið er.“ Klippari þessa lína getur ekki tekið undir þau orö að and- byggöastefna sé til á íslandi í dag nema hjá málsvörum hins gamla og úrelta byggö- arkerfis sem telur að lands- byggöin geti þrifist á ríkis- forsjá einni. Slík stefna er misskilningur, úrelt og dæmd til að leggja heilu héruðin í rúst í ókominni framtíð. Eysteinska gærdagsins er andbyggöastefna dagsins í dag. Reykjavíkurbréf Morgun blaðsins (sem Tímabréfiö er stæling á) flytur lesendum sinum um sömu helgi aöra og holla lesningu um sömu mál og Tímabréfið fjallar um. Höfundur Reykjavíkurbréfs- ins bendir réttilega á lausnir í atvinnurekstri í nútímaþjóðfé- lagi í staö þess aó vera einatt aö tönnlast á imyndaöri and- byggðastefnu. I Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins stend- ur: „Við höfum einnig á þess- um vettvangi og öðrum bent á nauðsyn þess að atvinnu- rekendur horfi í eigin barm. Þeir sem standast ekki sam- keppni eða eyöa meiru en þeir afia verða sjálfir að axla byrðarnar án þess þeir eigi kröfu á því að skattborgararn- ir hlaupi alltaf undir bagga. Illa rekin fyrirtæki og þeir sem taka áhætttu í atvinnu- rekstri verða sjálfir að taka afleiðingunum. Það er afstaða manna í nútímaþjóð- félagi. Við höfum einnig bent á nauðsyn þess aö vinna af hagkvæmni að verkun sjávar- afla og þá m.a. varpað fram þeirri spurningu hvort ekki sé ástæða til að sameina fyrir- tæki og mynda þéttari byggðakjarna en verið hafa úti á landi. Vandamál dreif- býiisins hafa aukist verulega og það er okkur öllum nauðsynlegt að vel sé að lausn þess vanda staðið svo að byggðirnar megi eflast af blómlegu atvinnulífi. Eitt hið versta sem gæti hent ís- lenzkt þjóöfélag væri upp- flosnun fólks á landsbyggð- inni og slæm afkoma dreif- býlisfyrirtækja. En vandamál eru einnig fyrir hendi i þétt- býli, efns og allir vita. Fyrir- tæki eiga undir högg að sækja. Við stöndum illa að vígi í samkeppni við aðrar þjóðir á erlendum mörkuð- um. Lækkun dollarans er sjávarútveginum óhagstæð, svo ekki sé meira sagt, og sjálfir höfum við gerzt sekir um aö yfirfylla markaði í Bretlandi með þeim afleið- ingum að okkar eigin fiskur hefur lækkaö í verði. Menn hafa ekki fengið kvótann til afnota í því skyni að sóa hrá- efninu með þeim hætti. Við eigum að leggja höfuð- áherzlu á gæði en okkur hef- ur ávallt hætt til aö falla fyrir magninu. Líftækniiðnaður framtíðarinnar á örugglega eftir að kenna okkur að fara betur með hráefni okkar. Þegar hann veröur vel á veg kominn verða íslenzkar afurð- ir jafngildi gulls eða olíu og viö munum leggja höfuð- áherzlu á aö vinna úr hráefn- inu þau verðmæti sem mest eru. Með því hugarfari eigum við að horfa inn í framtíðina.“ Þessi sjónarmið tekur Al- þýðublaöiö undir og hefur reyndar predikaö í forystu- greinum sínum. Einn með kaffinu Ungur prestur var nýtekinn viö brauði sínu. Hann hélt sína fyrstu messu fyrir fullri kirkju. Eftir messuna stóö hann viö kirkjudyrnar og tók í hendurnar á söfnuöi sínum og spuröi þá gjarnan hvernig ræöan heföi veriö. Meðal annars spuröi presturinn gamla konu hvaö henni hefði fundist um prédikun sína. Gamla konan svaraði: — Ræöan yöar, séra minn, var alveg eins og vatn handa drukknandi manni!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.