Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 26. apríl 1988 SMÁFRÉTTIR Maraþonbogfimi i fyrsta skipti á íslandi um næstu helgi. Maraþon- bogfimi í 24 klst. í fyrsta sinn á íslandi verö- ur efnt til maraþonbogfimi i 2 daga um mánaðamótin næstu. íþróttafélag fatlaöra í Reykjavík og nágrenni stend- ur aö keppninni sem stendur yfir dagana 30. apríl og 1. mai í 24 kist. samtals. Áheitasöfnun verður í gangi þennan sólarhring fyrir bogfimideild íþróttafélagsins. Iþróttafélag fatlaðra var stofnað 1974 og í félaginu eru á sjötta hundraö félaga. Bæjarstjórn Ólafsvíkur: Lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu landsbyggðar Alþýðublaðinu hefur borist ályktun frá bæjarstjórn Ólafs- víkur þar sem harðlega er átalið það „misrétti í lífskjör- um sem ríkisstjórn íslands og Alþingi lætur viðgangast á milli landsbyggðarinnar og Stór-Reykjavíkursvæðisins. I ályktuninni er vísað til upp- lýsinga frá Byggðastofnun þess efnis „að mjög alvar- lega horfi með þróun byggð- ar í landinu“. Síðan segir í ályktuninni: „Bæjarstjórn lýsir yfir mikl- um áhyggjum vegna þess mikla mismunar, sem orðinn er á lífskjörum í landinu, þar sem sífelld; tilfærsla á fjár- munum á sér stað af lands- byggðinni, til að halda uppi betri lífskjörum á höfuð- borgarsvæðinu, sem lýsir sér í framkvæmdaþenslu og launaskriði, m.a. vegna rangr- ar gengisskráningar þess fjármagns sem sjávarút- vegurinn aflartil þjóðar- búsins. Bæjarstjórnin telur að þó leiðrétting hafi verið gerö á húshitunar-töxtum Lands- virkjunar nú nýlega til lækk- unar, sé þar hvergi nærri nógu langt gengið og algjör jöfnun húshitunarkostnaðar um landið allt sé skýlaus krafa. Bæjarstjórnin vill benda á þann mikla mismun orku- kostnaðar í landinu, þar sem atvinnuvegum landsmanna er mismunaö á þann hátt, að álvers- og járnblendiverk- smiðjur greiða aðeins brot af þeim raforkukostnaði sem fiskvinnslu- og öðrum fyrir- tækjum er gert að greiða. Bæjarstjórnin mótmælir harðlega þeim aðgerðum stjórnvalda, að skerða enn á ný framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til viðbótar við þá skerðingu, sem átti sér stað við gerð síðustu fjárlaga. Bæjarstjórnin tekur undir þá kröfu fulltrúaráðs Sam- bands ísl. sveitarfélaga, að framlag til Jöfnunarsjóðsins verði hækkað til leiðréttingar á þessu ári, vegna erfiðrar stöðu margra sveitarfélaga, m.a. vegna skerðingar á fram- lagi til Jöfnunarsjóðsins og lögboðinnar lækkunar á álagningarhlutfalli útsvars á þessu ári. Bæjarstjórnin hvetur stjórnvöld til að hefja nú þegar markvissar úrbætur vegna hins ótrygga ástands í byggða- og atvinnumálum þjóðarinnar og skorar á sveit- arstjórnir í dreifbýlinu að taka höndum saman til varn- ar hagsmunum byggðanna." Öryrkjabanda- lagið ályktar um iðgjöld bifrelða- trygginga Á stjórnarfundi Öryrkja- bandalags íslands hinn 22. f.m. var samþykkt eftirfarandi ályktun: Stjórn Öryrkjabandalags íslands skorar á hæstvirtan fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að bótaþegar Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem eiga bifreiðar, verði undan- þegnir söluskatti af iðgjöld- um bifreiðatrygginga. Rökstuðningur: Með því að leggja sölu- skatt á iðgjöld bifreiðatrygg- inga er í raun um tvisköttun að ræða þar sem tryggingafé- lögin greiða söluskatt af þeirri þjónustu er þau kaupa vegna bifreiðaviðgerða, svo sem af varahlutum og við- gerðaþjónustu. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum eru sambærilegir skattar ekki t Eiginkona mín og móðir okkar Guðrún Lilja Kristmannsdóttir Stórageröi 13 Reykjavík lést á Borgarspítalanum 24. þessa mánaðar. Ásgeir P. Ágústsson María Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Efín Ásgeirsdóttir lagðir á iðgjöld bifreiðatrygg- inga á öðrum Norðurlöndum. Margir öryrkjar geta ekki án bifreiðar verið þar sem samfélagið kemur að litlu leyti til móts við þá með al- menningssamgöngum. Þá eru iðgjöld bifeiðatrygginga að viðbættum söluskatti um- talsverður hluti tekna fjölda þeirra sem fá bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og er þeim gert ókleift með þessu fyrirkomulagi að starf- rækja eigin bifreið. Að lokum skal bent á að iðgjöld auk söluskatts geta numiö hærri upphæð en nemur bensíneyðslu á ári, þar sem margir öryrkjar verða vegna fötlunar sinnar að hafa til umráða rúmgóðar bifreið- ar, en af þeim þarf að greiða hærri iðgjöld en af smábif- reiðum. Iðnlánasjóður Árið 1987 var Iðnlánasjóði hagstætt. Tekjuafgangur varð 263,7 milljónir og eigið fé sjóðsins var 1.501,2 milljónir um áramót. í árslok var eigin- fjárhlutfall sjóðsins 28,9% og hefur það hækkað úr 27,1%. Vöxtum sjóðsins var breytt 15. ágúst, en þeir voru hækk- aðir úr 6,5% á ári af inn- lendum lánum til vélakaupa í 7,5% og af lánum til bygg- inga úr 6,5% í 8,5%. Báðir lánaflokkarnir eru háðir láns- kjaravísitölu. Vextir af lánum sem bundin eru gengi í SDR mynt, voru hækkaðir úr 8,0% i 8,5% á ári. Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Það ert ptí sem situr við stýrið. ilær"0*" HK} TILKYNNING FRÁ VERZLUNARMANNA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR Þeir sem mega vinria í verkfalli V.R. í apríl 1988. Einkafyrirtæki Þeirsem megavinnaeru: Eigandi, maki og börn sem eru undir 16 ára aldri, þó má maki ekki vinna ef hann hefursannanlegaekki framfærslu af fyrirtækinu, t.d. ef eiginkona rekur verslun, en eiginmaöur er í fullu starfi annarsstaðar eöa vinnuveitandi. Starfsmenn á skrifstofum: Þeir sem mega vinna eru: Framkvæmdastjórar, starfsmannastjórar og skrifstofustjórar, ef þeir eru ekki félagsmenn í V.R. Sameignarfélög: í sameignarfélögum gildasömu reglurog í einkafyrirtækj- um, en eigendur geta verið fleiri. Hlutafélög: Hluthöfum er óheimilt aö vinna í verkfalli, nema arð- greiðslur til þeirra nemi hærri upphæð en launagreiðslur frá hlutafélaginu til þeirra. Verslunarstjórar: Verslunarstjórum í stærstu verslunum er heimilt að framkvæma eftirlit og/eöa gæslu, að fenginni undanþágu frá verkfallsstjórn. STOKKHÓLMUR -fyrirþig- 1^*' '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.