Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 7
Þriójudagur 26. apríl 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Sovétmenn hata mikil áhrif í Afganistan, einkum og sér i lagi í sambandi viö menntunarmál. HERMENNIRNIR FARA EN SOVÉT FER HVERGI Bandarískir fréttaskýrendur telja, að Sovétmenn muni halda áhrifum sinum í Afganistan, þó að hermennirnir 115 þús. hverfi á hrott Ef svo skyldi fara, ad viö- ræðurnar milli Afghanistan og Pakistan myndu leiða til þess, að Sovétmenn kölluðu hermenn sína heim frá Afghanista, hefðu Sovét- menn samt sterk ítök í land- inu. Þeir hafa komið upp kerfi á breiðum grundvefli, sem gerir þaö að verkum aö Moskva mun áfram hafa áhrif í pólitík, í efnahagsmálum og samfélagsmálum. Þessu halda vestrænir sér- fræðingar fram, og segja að Sovétmenn gætu stjórnað ýmsum málum í gegnum yfir- menn I her Afghanistan, en þeir hafa veriö þjálfaöir af Sovétmönnum. Ennfremur, að þeir hafi mikil áhrif gegnum sovéska ráðgjafa i hinum ýmsu ráðuneytum ríkisstjórn- arinnar í Afghanistan. Æsku- fólk i Afghanistan, allt frá leikskólaaldri að háskóla- menntun, gætu áfram hlotið almenna og hernaðarlega menntun sína ( Sovétríkj- unum. Bandaríska utanríkisráðu- neytið gerði nýlega könnun á ástandinu í Afghanistan. Þar kom berlega í Ijós hin hefð- bundnu sterku tengsl milli Moskvu og Kabul — í mál- efnum hersins, í viðskiþtum og menntunarmálum. Ráðuneytið telur, að um það bil 10.000 þús. afghönsk ungmenni séu nú við nám I Sovétríkjunum, og að mörg þeirra muni í framtíðinni gegna ábyrgðarmiklum störf- um í afghönsku samfélagi. Siddieq Norrozoy, afghanskur prófessor i hag- fræði við háskólann í Alberta í Kanada, telur skuldir Afghanistan viö Sovétríkin, vera yfir tvo milljarða dollara. Sovétríkin hafa samið um að nýta ýmis hráefni í Afghanistan svo sem, jarö- gas, járn og kopar og sá möguleiki er fyrir hendi aö framlengja þessa samninga og þá sem greiðslur uþp i skuldirnar. Aðrar aðferðir Bamett R. Rubin, sérfræð- ingur í málefnum suðurhluta Asíu við Yale-háskólann, telur að þrátt fyrir þau mistök Sov- étríkjanna að blanda sér i hernaðarátök í Afghanistan, muni þau halda áfram aó reyna að hafa áhrif í þessum heimshluta. „Það eru til aðrar aðferðir en herseta og hermenn", segir hann. „Þeir hafa það sem til þarf, og munu reyna að hafa áhrif í Afghanistan eins og þeir höfðu á árunum fyrir 1978, vegna legu lands- ins.“ Við síðustu umræður um málefni Afghanistan, létu sovétmenn það opinberlega í Ijós, að það væri þeim ekkert áhyggjuefni hverslags rikis- stjórn væri við völd í Afghan- istan, eftir að sovéskir her- menn hefðu yfirgefið landiö, þeir segja það vera vandamál Afghanistan. Eitt af aðal skilyrðum sov- étmanna fyrir því að draga herfylki sín frá Afghanistan er, að Bandaríkjamenn og aðrir hætti aðstoð við and- kommúnistísku uppreisnar- mennina. Nokkrir fréttaskýr- endur telja aö sovétmenn vilji fyrir alla muni kalla hermenn sína heim, jafnvel þó þeir hafi ekki tryggt sér algjör yfirráð yfir Afghanistan, því herseta þeirra hafi verið al- gjör mistök. Jonathan Sanders hjá W. Averell Harriman — stofnun- inni um málefni Sovétríkj- anna, telur, að við brottför sovéskra hermanna frá Afghanistan, muni ýmsar ríkisstjórnir annarra ríkja sem studd eru af Sovétrikjunum t.d. í Víetnam, fara aö endur- skoða afstööu sína í því að vera háð Sovétrikjunum. Önnur sambönd. Bamett R. Rubin, telur aö ríkisstjórn Afghanistan eigi auövelt með aó draga úr sov- éskum áhrifum. Til dæmis með því að auka viðskipti við önnur nágrannaríki, leysa upp öryggislögregluna og senda sovésku ráðgjafana heim. Rubin telur mesta vanda- málið vera hernaðarlegt, vegna þess að yfirmenn afghanska hersins hafa hlot- ið menntun sina og þjálfun i Sovétríkjunum. Skólabókardœmi Bandarísku mannréttinda- samtökin „Freedom House“, segja í bók að Afghanistan „sé skólabókardæmi um sov- éska efnahagsþólitík í þróun- arlöndunum". Þar sem efnahagslíf í Afghanistan er í molum vegna striösins, hafa Sovét- ríkin og fleiri lönd í austur- blokkinni, veitt Afghanistan ómælda aðstoð. Afghanistan flytur inn hveiti frá Sovétríkj- unum, sem svo kaupa eða selja öðrum stærstu útflutn- ingsvöru afghana, jarðgasið. Ennfremur fá sovétmenn járn, kopar, króm, úran og önnur hráefni, oft í skiptum fyrir vörur framleiddar í Sov- étrikjunum. Á síðastliðnu ári veittu sovétmenn Afghanistan 220 milljónir dollara í þróunar- hjálþ og loforð um meiri hjálp á ýmsum sviðum. Menntunarkerfið í Afghan- istan heldur áfram að vera besti vettvangur fyrir sovésk- an áróður, segir í skýrslu bandaríska utanríkisráðu- neytisins frá því í desember. í júni á síðastliðnu ári var skrifað undirsamning milli Sovétríkjanna og Afghanistan um „Kennslu til handa ým- issa persóna", og hjálp sov- éskra ráðgjafa. Þrátt fyrir að flestir vest- rænir sérfræðingar telji, að hernaðarlega séð hafi Moskva tapað hinu óhemju kostnaðarsama og óvinsæla stríði í Afghanistan, eru þó nokkrir sérfræðingar sem halda því fram að nú hafi Sovétríkjunum endanlega tekist að koma hinu óstýri- láta Afghanistan undir áhrifa- svæði sitt. Þarmeð hafa Sovétríkin unnið „leikinn mikla og erf- iða“ um Afghanistan, eins og Rudyard Kipling sagði í kringum aldamótin 1800. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.