Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 26. apríl 1988 5 ítrekað beitt sér fyrir ráðstöf- unum til að stemma stigu við þessari þróun: í stjórnar- myndunarviðræðunum í fyrra- sumar, í þingbyrjun, við af- greiðslu fjárlaga og lánsfjár- laga fyrir yfirstandandi ár um síðustu áramót og nú síðast í lok febrúar síðastliöins. Með öðrum orðum á fyrstu níu starfsmánuðum ríkisstjórnar- innar hefur fjórum sinnum verið gripið til meiri háttar efnahagsaðgerða til þess að bregðast við breyttum að- stæðum. Ríkisstjórnin verður ekki sökuð um aðgerðarleysi í al- mennum efnahagsmálum. Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa borið hitann og þung- ann af því að framfylgja að- haldsstefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Núverandi ástand í efnahagsmálum má hins vegar rekja til aðgerða og aðgerðaleysis síðustu ríkisstjórnar á árinu 1986 og fyrri hluta árs 1987 og grund- vallarveilu í skipulagi at- vinnuvega. Raðstafanir síð- ustu ríkisstjórnar í tengslum við febrúarsamningana 1986 og aðhaldsleysi hennar í að- draganda kosninganna á síð- asta ári kyntu undir þensl- unni sem fylgdi miklum tekjuauka í sjávarútvegi vegna vaxandi afla, hækkandi fiskverð og lækkandi verð á olíu. Siðasta ríkisstjórn — en að henni stóðu núverandi samstarfsflokkar Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn — létu undir höfuð leggjast að sporna í tæka tíð við fyrir- sjáanlegri ofþenslu í þjóðar- búskapnum. 4. Aðhaldsstefna rikisstjórn- arinnar hefur verið tvinnuð saman úr aðhaldi í ríkisfjár- málum og peningamálum og takmörkunum á erlendum lántökum. Jafnframt hefur verið leitast við að halda gengi krónunnar stöðugu til að halda aftur af verðbólgu, stuðla að hófsömum kjara- samningum og verja kaup- mátt launa. Þingmenn og ráð- herrar Alþýðuflokksins hafa lagt sitt af mörkum til að þessi stefna skilaði tilætluð- um árangri. Þeir hafa sætt sig við ýmsar málamiðlanir sem hafa reynst nauðsyn- legar, þótt það hafi kostað að fresta þyrfti aó hrinda í fram- kvæmd ýmsum baráttumál- um flokksins. Því er hins vegar ekki að neita að við ramman reip hefur verið að draga. Þannig hafa innan ríkisstjórnarinnar stöðugt verið gerðar kröfur um siauk- in útgjöld til landbúnaðar- mála og þess krafist að vextir yrðu lækkaðir með valdboði, sem hefði óhjákvæmilega í för með sér aukna ásókn' í lánsfé. Þá hafa einnig sífellt komið fram kröfur um aukin framlög til samgöngufram- kvæmda, sem eflaust ætti að fresta að minnsta kosti að hlutavið ríkjandi aðstæður. Á sama tíma hefur kaupleigu- frumvarpiö mætt andstöðu innan stjórnarliðsins og fæti hefur verið brugðið fyrir vandlega undirbúin áform um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 5. Það er alls ekki tímabært að vlkja frá þeirri megin- stefnu í efnahagsmálum sem mörkuð var í stjórnarsátt- málanum á miðju síðasta ári og ríkisstjórnin hefur fylgt síðan. Of snemmt er að kveða upp dóm um það hversu mikil áhrif aðhalds- aðgerðir hennar hafa haft til þessa og koma til með aö hafa á næstunni. í raun liggja afar takmarkaðar upplýsingar fyrir um þróun efnahagsmála það sem af er árinu. Þær breytingar sem orðið hafa á ytri skilyrðum þjóðarbúsins frá því í febrúarmánuði rétt- fyrir næsta ár. I því sambandi verður athyglin að beinast að útgjaldahlið fjárlaganna og hvernig komið verður í veg fyrir að útgjöld til einstakra málaflokka vaxi meira og minna stjórnlaust án þess að ríkissjóði séu tryggðar tekjur á móti. 6. Því fer fjarri að rikisstjórn- in hafi setið auðum höndum undanfarin misseri. Varðandi framhaldið vilja ráðherrar Al- þýðuflokksins: • Vara við áróðri um gengis- fellingu sem allsherjar- lausn á aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum og benda á að gengislækkun ein sér er ávísun á verðbólgu, kaupmáttarskerðingu og þyngri greiðslubyrði af lán- um. • Vara við hugmyndum um höft í utanríkisviðskiptum, hvort sem þeim er beint gegn frelsi í innflutningi eða útflutningi og minna á þörfina fyrir aukið útflutn- ingsfrelsi og raunhæfa lög- gjöf gegn hringamyndun í atvinnulífinu. • Leggja ríka áherslu á að frumvörp um: a) kaupleiguibúðir b) virðisaukaskatt c) banka og sparisjóði d) blf reíöaeftirlit verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í vor. • Leggja rika áherslu á að hraðað verði endurskipu- lagningu banka- og sjóða- kerfis til þess að minnka kostnað af banka og fjár- málastarfsemi og draga úr þeim mun sem er á milli innláns- og útlánsvaxta. • Leggja ríka áherslu á að frumvarp um fullan aðskiln- að domsvalds og fram- kvæmdavalds verði sam- þykkt sem lög frá Alþingi á þessu ári. • Leggja rika áherslu á að halda áfram samanburðar- athugunum á veröi vöru og þjónustu og rækilegri kynningu á niðustöðum þeirra til þess að styrkja markaðsstöðu heimilanna og drýgja kjör þeirra. • Leggja ríka áherslu á að áfram verói ötullega unnið að umbótum á skattakerfi og upprætingu skattsvika. • Leggja ríka áherslu á að nefnd sem skipuð hefur verið til þess að endur- skoða fyrirkomulag verð- tryggingar fjárskuldbind- inga og þar með lánskjara- visitölu skili áliti sem fyrst. • ítreka stefnumörkun rikis- stjórnarinnar i landbúnað- armálum og munu fylgja fast eftir að mörkuð stefna um einföldun milliliða- og sjóðakerfis landbúnaðarins verði framkvæmd án tafar. • Leggja rika áherslu á að landsbyggðina eigi meðal annars að efla meö fram- kvæmd tillagna um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, meö bættri fjármagnsþjónustu á lands- byggðinni, með byggingu kaupleiguibúða út um land og með flutningi afurða- stöðva landbúnaöarins og ákveðinna ríkisstofnana út á land. • Itreka stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar í jafnréttis- og fjölskyldumálum og benda á, að endurskipulag og raunhæfar umbætur i hús- næðiskerfinu eru undir- staða farsællar fjölskyldu- stefnu. • Leggja ríka áherslu á það að jafna verður aðstöðu fólks í landinu. Það má aldrei verða að ís- lendingar skiptist I tvær þjóðir — eina sem býr við mikla velsæld og aðra sem býr við kröpp kjör. Hér á að búa ein þjóö um ókomna tíð og það hlýtur ríkisstjórn með þátttöku Álþýðuflokks ævin- lega að hafa að leiðarljósi. læta ekki kúvendingu I stjórn efnahagsmála. Það á ekki að líta á stjórn efnahagsmála sem dægurmál. Það tekur tíma fyrir markvissar efna- hagsaðgerðir að hafa áhrif og það tekur ekki siður tíma að koma á umbótum sem horfa til langs tíma. Brýnt er að nota næstu vikur og mánuði til þess að meta árangur efnahagsstefnunnar til þessa og endurskoða áherslur I henni I Ijósi breytinga á ytri skilyrðum. Þá er ekki síður mikilvægt að nota tímann framundan til að huga að gerð fjárlaga og lánsfjárlaga „Umgjörð efnahagslífs á Islandi verður að vera með þeim hœtti að hún stuðli að endurskipulagningu hefðbundinna atvinnuvega og uppbyggingu nýrra atvinnugreina sem geta staðið undir batnandi lífskjörum í framtíðinni. “ „Innan ríkisstjórnarinnar hafa stöðugt verið gerðar kröfur um síaukin útgjöld til landbúnaðarmála og þess krafist að vextir yrðu lœkkaðir með valdboði. Þá hafa einnig sífellt komið fram kröfur um aukin framlög til samgöngu- framkvœmda. Á sama tíma hefur kaupleigufrumvarpið mœtt andstöðu innan stjórnarliðsins og fœti hefur verið brugðið fyrir vandlega undirbúin áform um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.