Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. apríl 1988 3 FRÉTTIR Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins: HÓGVÆRAR ÁBENDINGAR Á miðstjórnarfundinum voru settar fram tillögur um ýmsar aðgerðir í efnahagsmálum en ráðherrum og þingflokki falið að semja um leiðirnar. Stjórninni var ekki ógnað. Niðurstaða af miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins um helgina varö öllu hóg- værari en búist hafði verið við. Ríkisstjórninni voru ekki sett ákveðin skilyrði um að- gerðir í efnahagsmálum heldur fól miöstjórn Fram- sóknar ráðherrum flokksins og þingflokki „að hefja nu þegar viðræður við sam- starfsflokkana um leiðir, sem ná þeim markmiðum, sem um var samið við myndun ríkisstjórnar,“ eins og það er orðaö í stjórnmálaályktun fundarins. í ályktuninni segir að Framsóknarflokkurinn telji að ráðast eigi I róttækar aðgerð- ir, sem duga til þess að skapa framleiðsluatvinnu- vegunum rekstrargrundvöll, draga verulega úr viðskipta- halla, stöðva byggðaröskun og draga úr verðbólgu, en standa vörð um kjör þeirra sem lægstu launin hafa. I ályktun miðstjórnarinnar eru settar fram ábendingar um aðgerðir. Til að draga úr þenslu verði aflað heimilda til að leggja tímabundið gjald á öll ný mannvirki önnur en íbúðarbyggingar og dregið úr erlendum lántökum til fjár- festinga. Dregið verði úr niðurgreiðslu vaxta, en hús- byggjendum veitt aðstoð gegnum skattakerfið. Þá segir í ályktuninni að öll stjórn peningamála verði tekin til endurskoðunar og eftirfarandi ábendingar settar fram: „Lög verði sett án tafar sem tryggi að fjármagns- markaðurinn allur lúti sam- ræmdri stjórn og reglum. Lánskjaravísitala á nýjum fjárskuldbindingum afnumin en stuðlað að hóflegum raun- vöxtum með hliðsjón af þeirri stefnu í gengismálum sem á er byggt. Vaxtamunur og há- marksvextir fyrst um sinn ákveðnir af Seðlabanka ís- lands.“ Lagt er til að vísitöluvið- miðun við verðlag og gengi verði afnumin. Sköttum fyrir- tækja að verulegu leyti breytt úr veltutengdum sköttum í tekjutengda skatta og tekju- skattur lagður á fjármögnun- arfyrirtæki. Raforkuverð verði lækkað með lengingu er- lendra lána Landsvirkjunar til samræmis vió afskriftartíma mannvirkja og með yfirtöku rikissjóðs á lánum Raf- magnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Sjálfvirk viðmiðun raforkuverðs frá Landsvirkjun við gengi og verðlag verði óheimil og unnið markvisst að jöfnun orkuverðs í landinu. í kaflanum um vanda at- vinnulífs á landsbyggðinni segir að Byggðastofnun verði stórefld og gert kleift að skuldbreyta skuldum fyrir- tækja á landsbyggðinni til samræmis við afskriftatíma Sykurmoli sýnir átta myndir í Bókakaffi: „ÞETTA ER SVONA AMATÖRISIVll Á sama tima og Sykur- molar klifra upp vinsælda- lista i útlöndum og gagnrýn- endur virtra popprita vantar lýsingarorö yfir afuröir þeirra, heldur einn Sykurmolanna, Einar Melax, litla myndlistar- sýningu í Bókakaffi i Garöa- stræti. Einar sýnir þar 8 myndir, teikningar og vatns- litamyndir. „Það má segja að þetta sé svona amatörismi hjá mér,“ sagði Einar þegar Alþýðu- blaðið leit inn á sýninguna hjá honum í gær. „Það gefst auðvitað lítið tóm þessa dagana, en myndirnar eru allar málaðar þegar ég var i útlöndum á síðasta ári, við Miðjarðarhaf, á Kýpur og í segir Einar Melax. ísrael." Það er eðlilegt að spyrja hvernig standi á þvi að Sykur- moli á þröskuldi frægðar- innar haldi sýningu á 8 vatns- litamyndum í litlu kaffihúsi í Garðastræti? „Það má segja að meðlimir Sykurmolanna hafi staðið fyrir ýmsu öðru en bara spila í Sykurmolunum. Við höfum verið með Ijóðaútgáfu og ýmsa uppákomu. Starfsemi okkar fer því töluvert út fyrir það, að vera eingöngu í popp- bransa." — En hvers vegna sýniröu litlar vatnslitamyndir, þegar allir aörir eru aö mála stór skrímsli á striga sem ná helst frá gólfi upp i loft? „Já... Vatnslitirnir eru náttúrlega handhægir, ef menn eru ekki með vinnu- stofu. Svo hef ég áhuga á vatnslitum, byrjaði að fikta með þá fyrir tveimur árum. Það má segja að þetta sé af- raksturinn af því.“ Sýning Einars heitir „Stemmur að vestan.“ Af- hverju? „Það máeiginlega segja um myndirnar að þær séu hálfgeróar stemmur. Því ekki að vestan? Einhvers staðar að eru þær.“ Þaó er fyrirtækið Smekk- leysa s/f h.f. sem stendur fyrir sýningunni. „Þú mátt bæta því við að það eru allir beónir um að kíkja inn,“ sagði Einar Melax. eigna, hraða verði úttekt og tillögum Byggðastofnunar til að stöðva þá byggðaröskun sem við blasir og þær tillög- ur sem samþykktar verða, verði framkvæmdar án tafar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga í auknum mæli nýttur til aö jafna aðstöóumun og sá að- stöðumunur m.a. jafnaður með verðlagningu á opinberri þjónustu. í ályktun miðstjórnarinnar er tekið fram að þessum ábendingum sé ekki ætlað að vera tæmandi. Orðrétt segir: „Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til þess að ræða allar leiðir til að skaþa framleiðsluatvinnuvegunum rekstrargrundvöll og draga úr viðskiptahalla og byggða- röskun. Hins vegar er það ófrávíkjanleg krafa miðstjórn- arinnar að slíkt verði gert.“ Fundurinn fól fram- kvæmdastjórn flokksins að fylgjast með framvindu mála og boða miðstjórn til fundar að nýju svo fljótt sem ástæða þyki til. Aukafundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefur augljóslega ekki orðið til þess að ógna stjórnarsam- starfinu. Fæstar þær ábend- ingar sem settar eru fram virðast liklegar til að mæta andstöðu samstarfsflokk- anna. Miðstjórn hefur falið ráðherrum flokksins að ákveða í samráði við sam- starfsráðherrana til hvaða að- geróa skuli griþið gagnvart stærstu vandamálunum sem við blasa í efnahagslífinu; rekstrarvanda samkeppnis- greinanna og viðskiptahalla. Engar kröfur eru gerðar um gengisfellingu enda forðast ráðherrar nú allar yfirlýsingar um yfirvofandi gengisbreyt- ingu þar sem slikt veldur aö venju spákaupmennsku með erlendan gjaldeyri. Einar Melax: „Vatnslitir eru náttúrlega handhægir" A-mynd/Róbert. Efnahagsráðstefna fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík: GENGISFELUNG EKKI ALLSHERJARLAUSNIN Ríkjandi landhúnaðarstefna endurskoðuð og varað við höftum í utanríkisverslun Fulltrúaráö Alþýöuflokksfé- laganna i Reykajvík hélt efna- hagsráðstefnu s.l. sunnudag undir kjörorðunum landið, þjóöin, lífskjörin. í áiyktun ráðstefnunnar er m.a. varað við áróðri um gengisfellingu sem allsherjarlausn á aö- steðjandi vanda í efnahags- málum, varaö viö hugmynd- um um höft i utanríkisviö- skiptum og lögð rik áhersla á að frumvörp um kaupleiguí- búðir, virðisaukaskatt, banka og sparisjóði og bifreiðaeftir- lit verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í vor. Ályktunin hljóðar orðrétt: Fulltrúaráð Alþýðuflokks- félaganna í Reykjavík • Varar við áróöri um gengis- fellingu sem allsherjar- lausn á aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum og bendir á að gengislækkun ein sér er ávísun á verðbólgu, kaupmáttarskerðingu og þyngri greiðslubyrði af lán- um. • Minnir á, að nýlega gerðir kjarasamningar verkalýðs- félaganna voru undirritaðir í trausti þess að við verð- hjöðnunarstefnu yrði stað- ið af rikisstjórninni. • Varar við hugmyndum um höft í utanríkisviðskiptum, hvort sem þeim er beint gegn innflutningi eða út- flutningi og minnir á þörf- ina fyrir aukiö útflutnings- frelsi og raunhæfa löggjöf gegn hringamyndun í við- skiptalífinu. • Leggur ríka áherslu á að frumvörkp um: a) kaupleiguíbúðir b) virðisaukaskatt c) banka og sparisjóði d) bifreiðaeftirlit verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í vor. • Telur að hraða verði endur- skoðun banka og sjóöa- kerfis til að mjnnka kostn- að af banka- og fjármála- starfsemi og draga úr þeim mun sem er á milli innláns- og útlánsvaxta. • Leggur ríka áherslu á, að frumvarp um fullkominn aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds veröi samþykkt sem lög á þessu ári. • Telur nauðsynlegt, aö fram- hald verði á samanburðar- athugunum á veröi vöru og þjónustu og rækilegri kynningu á niðurstöðum til þess að bæta markaðs- stöðu heimilannaog drýgja kjör þeirra. • Leggur ríka áherslu á að áfram verði ötullega unnið að umbótum í skattkerfinu og uþþrætingu skattsvika. • Fagnar skipan nefndar til þess aö endurskoða fyrir- komulag verðtryggingar fjárskuldbindinga og láns- kjaravísitölu. • Leggur áherslu á, að hafist verði handa um endurskoð- un ríkjandi landbúnaðar- stefnu og án tafar verði hafin framkvæmd á einföld- un milliliða- og sjóöakerfis landbúnaðarins, endur- skoöun skipulags á vinnslu- stöðvum land búnað- arins og verómyndurnar- kerfi búvöru. • Leggur áherslu á, að hlut landsbyggðarinnar ber að efla með framkvæmd á til- lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, aukn- um hlut byggðarlaga lands- byggðarinnar ( Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, með bættri fjármagnsþjónustu á landsbyggðinni, með byggi- ngu kaupleiguíbúða. • ítrekar stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar i jafnréttis- og fjölskyldumálum og bendir á, að endurskipulagning og raunhæfar umbætur i hús- næðiskerfinu eru undir- stööur farsællar fjölskyldu- stefnu. • Lýsir yfir eindregnum stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar aö efla fjárhag ríkissjóðs sem undirstöðu velferðarríkis á íslandi meö endurbættu skattkerfi, hertu skatteftir- liti og endurskipulagningu ríkisútgjalda með sparnað og ráðdeild fyriraugum. • Leggur ríka áherslu á það, að jafna verður aðstöðu þjóðfé fagsþegnanna m.a. með sámræmdu lifeyris- kerfi fyrir alla landsmenn. Á íslandi má aldrei skapast það ástand að segja megi að íbúarnir skiptist í tvær þjóðir — aðra sem býr við auðsæld og hina sem býr við kröpp kjör. Hér skal búa ein þjóð í einu landi um ókomna tíð og það þlýtur rikistjórn með þátttöku Al- þýöuflokksins að hafa að leiðarljósi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.