Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 1
Húsnœðisstofnun: PENINGUM MOKAD UT segir Sigurður E. Guðmundsson framkvœmdastjóri Húsnœðisstofnunar. Siguröur E. Guömundsson framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins segir að á þessu ári verði greiddir 8,3 milljarðar i hús- næðislán, og sé það hugar- burður sem margir imyndi sér, að allt sé lokað hjá stofnuninni. Segir hann út- gáfu lánsloforðanna eitt það besta sem gert hafi verið í þessum málum, og vafamál sé hvort hægt væri að nota meira fé en það sem veitt er nú til húsnæöismála, því það hafi sýnt sig að fólk eigi oft fullt í fangi með að nota láns- loforðin, m.a. vegna lítils framboðs á íbúðarhúsnæði. I samtali viö Alþýöublaöiö segir Sigurður E. Guðmunds- son framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins, aö á þessu ári veröi greidd út lán fyrir 8,3 milljaröa króna, sem þýði aö meöaltali um 700 milljónir á mánuði eöa um 35 milljónir króna á dag úr báðum byggingasjóóunum, þ.e. Byggingasjóði ríkisins og Byggingasjóöi verkamanna. „Þaö hafa alltof margir ímyndaö sér aó hér sé allt lokað og stopp, þaó er ein- tómur hugarburöur, því þaö er mokað út fé.“ Búið er aö hans sögn aö lofa fjármagni til útborgunar til loka ársins, og fólk hafi í stríðum straumum gert samninga til íbúðarkaupa á grundvelli þessara lánslof- oröa. „Eitt þaö besta sem yfir þessa þjóö hefur gegnið, er útgáfa lánsloforöanna," segir Sigurður. Segir hann aö þau lánsloforð sem verió er aö greióa út núna, og hafa verið greidd frá áramótum, séu vegna umsókna sem bárust frá og með gildistöku nýju laganna 1. sept. 1986 og til 13. mars 1987. Segir Sigurður stööuna vera góöa aó sínum dómi og feiknalega mikið fjármagn fari í húsnæðismálin í ár, og í raun og veru sé vafamál hvort hægt væri aö nota mikið meira fjármagn en lagt veröur fram. „Því aö þaö hefur marg oft sýnt sig, aö fólk á fullt í fangi meö aö nota lánsloforð- in þaö er'svo mikið af þeim og til þess aö gera lítiö fram- boö á íbúðarhúsnæði, eóa hefur oft verið. Þannig held ég aö varla verói betur gert.“ segir Siguröur aö hins vegar þurfi að fara að gefa út láns- loforð vegna ársins 1989, svo menn geti farið aö undirbúa ibúðarkaup á því ári. „Ég er þeirrar skoðunar, aö þau lánsloforö sem gefin hafa verið út með svona löng um fyrirvara, og sumir hafa kallað langan biötíma, hafi orðið til þess aö lengja mjög mikið samningsútborgunar- timann." Aó sögn Siguróar er það mjög merkilegt fyrirbæri sem ekki hafi verið skoöaö málefnalega, vegna þess aó húsnæðismálin hafa veriö rædd í miklum æsingi lengi. Handhafar lánsloforða og seljendur hafi getaö gert með sér kaupsamning þó langt væri i land meö útborg- un lánsloforðanna og fast- eignamarkaðurinn hafi viöur- kennt þetta fyrirkomulag. FRAMTIÐ HUNDSINS ORAÐIN — segir Flosi Ólafsson hagyrð'mgur um afdrif hvolpsins Erótíkur. „Þaö á eftir aö taka ákvörö- un um framtíð hundsins,“ sagöi Flosi Ólafsson i viötali viö Alþýöublaöiö. Flosi hlaut óvænt hvolp aö gjöf frá hag- yrðingi Eyfiröinga i beinni útsendingu á sjónvarps- spurningaþætti Ómars Ragnarssonar „Hvaö held- urðu?“. Flosi var ennfremur heiöraöur sem athyglisverð- asti hagyrðingur þáttanna. Mikið hefur boriö á hamstri vegna verkfalls verslunarmanna. A-mynd/Róbert. SÍÐASTI MJÓLKURDROPINN Hátt á annaö hundrað manns voru viö verkfalls- vörslu hjá Verslunarmannafé- lagi Reykajvikur í gær, og þurfti að hafa afskipti af 30 til 40 verkfallsbrotum. Mjólk er víðast hvar að seljast upp, og hefur fólk gert töluvert af því aö hamstra. Samkvæmt upplýsingum frá verkfallsvakt Veislunar- mannafélags Reykjavíkur, voru hátt á annað hundraö manns viö verkfallsvörslu og var borginni skipt í tuttugu hluta og grannt fylgst með alls staöar. Grétar Hannes- son hjá VR sagði aö töluvert hafi verið um verktallsbrot. „Ætli viö höfum ekki tekið á svona 30 til 40 brotum.“ Áhrif verkfallsins fara nú aö koma í Ijós. Alþýðublaðið haföi samband viö fjölmargar verslanir sem opnar eru, og kom í Ijós aö mjólk er víðast hvar uppseld Þaó vakti óskipta athygli og kátínu landsmanna sem horföu á vinsælasta sjón- varpsþátt íslendinga í fyrra- kvöld, „Hvaó helduröu?" aö Flosa Ölafssyni leikara og pistlahöfundi Alþýðublaðsins var afhentur hvolpur af hag- yrðingi Eyfiröinga til eignar. Hvolpurinn reyndist tik og var gefiö nafnið Erótík. Al- þýðublaöið spuröi Flosa hvaö yröi um hvolpinn. „Þaö á eftir aö taka ákvörö- un um framtið hundsins," segir Flosi, „það tekur sinn tima innan fjölskyldunnar aö ákvaröa afdrif hans. Ég vona þó aö tekin veröi ákvöröun áöuren ríkisstjórnin tekurviö ákvöröun frá Seölabanka ís- lands um aö fella gengið. Þessi mál eru aö mörgu leyti lík og þurfa svipaða umfjöll- un. Óll svona mál þurfa tíma og likt og ráðherrann sagöi, þá spyrjum viö að leikslok- um.“ Flosi telur að hundalíf efli listir og fagurt mannlíf eins og sést gjörla á lokaorð- um hans til blaðsins: „Sá mun veröa sáluholpinn, sem aö hlýtur hvolpinn.“ Aðspurður hvort aö sjón- varpsvísur Flosa yróu gefnar út, svaraði hagyröingurinn: „Nei, ég legg blátt bann viö allri útgáfu. Svona góðum vísum má ekki misþyrma meö því að prenta þær. Þær eiga aðeins aö vera til i munnlegri geymd.“ Alþýöublaöið óskar reyk- vísku svarasveitinni og hag- yröi þártanna til hamingju með sigurinn og minnir les- endur á, aö þótt Flosi sé horfinn af skerminum í þetta sinn, er hann að finna á hverjum laugardegi I Alþýðu- blaöinu. FARID AD GÆTA HJÖÐNUNAR I EFNAHAGSLIFINU segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Áhrif efnahagsaðgerða stjórnarinnar að koma fram. Dregið úr verðhœkkunum, minni erlendar lántökur, fjármögnunarleiga og velta í verslun dregst saman. „Þaö er eðlilegt aö stofn- anir stjórnarflokkanna haldi fundi til að meta stööuna því í henni er ýmislegt sem vekur áhyggjur. Viö Alþýöu- flokksmenn höfum haldið tvo slíka fundi meö mánaðar millibili, fyrst í flokksstjórn skömmu fyrir páska og svo í fulltrúaráði um síðustu helgi, til aö meta ástand og horfur í efnahags- og þjóðmálum,“ segir Jón Sigurösson viö- skiptaráðherra aöspurður um áhrif miöstjórnarfundar Framsóknar á stjórnarsam- starfiö. „Ég sé ekkert i álykt- unum framsóknarmanna sem kemur á óvart eöa veldur vanda í stjórnarsamvinn- unni,“ bætir hann viö. Viöskiptaráðherra segir aö nú standi yfir athugun á vett- vangi ríkisstjórnar á vanda út- flutningsatvinnuveganna og sér í lagi fyrirtækja á lands- byggöinni. „Ég á ekki von á aö niðurstöður úr þeim at- hugunum berist fyrr en um mánaðamótin," segir hann. „Nú fyrst eru aö berast marktækar tölur um hag- þróun á þessu ári og eins og fram kom á efnahagsmála- ráöstefnu Alþýðuflokksins um helgina þá bendir margt til þess að hjöðnunar sé þegar farið aó gæta. Verö- hækkanir eru minni en þær voru í lok síöasta árs. Lán- tökur fjármögnunarfyrirtækj- anna eru miklu minni en þaer voru um mitt áriö í fyrra. Þar er vafalaust farið aö gæta þeirra reglna sem viðskipta- ráöuneytió setti s.l. haust. Farið er aó gæta verölækk- unar á atvinnu- og verslunar- húsnæói, velta í verslun virö- ist vera aö dragast saman, o.s.frv. Áhrif efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar eru því aó koma fram núna en hinu ber ekki aö neita, aö frá því aö síðast var gripið til aögerða í lok febrúar, hefur oröiö lækkun á verði mikilvægra sjávarafuröa og aflabrögð hafa ekki batnað," segir Jón Sigurðsson. Hann segir ennfremur aö ekki liggi nægilega skýrt fyrir hvernig túlka beri þann vanda sem viö blasir til aö grípa til aðgerða strax. „Ég vil þó eng- an veginn gera lítiö úr þeim vanda sem steðjar að útflutn- ings- og samkeppnisgreinun- um og viö erum þess albúnir að taka þátt i skynsamlegum lausnum á honum en munum þó ekki standa að aðgerðum sem hafa í för með sér koll- steypur í efnahagslífinu," segir hann. Viðskiptaráðherra segir aó fullyrðingar um yfirvofandi fjöldaatvinnuleysi séu ekki á rökum reistar. í opnunni í Alþýóublaðinu í dag er birt greinargerð ráð- herra Alþýöuflokksins, sem lögð var f ram á ef nahagsmála- ráðstefnu flokksins um helg- ina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.