Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 2
2 LITILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF MAKALAUSU KYNLÍFI I dag eru allir í miklu hátíöarskapi, sem ekki er nema von, því að í dag er þjóðhátíðar- dagur íslendinga 17. júní. A þjóðhátíðardaginn er alltaf hugsað afskaplega mikið um þjóðarhag — heill — og hamingju og hugsar þá hver sitt, einsog vænta má. Ég sit hér í húsbóndaherberginu mínu og leiði hugann, einsog svo oft áður, að hinum fjölþætta vanda kvenna, þessa afmarkaða hóps í þjóðfélaginu, sem nú erorðinn sterk- asta stjórnmálaaflið í landinu, en býr samt við allskonar tilvistarböl, sem manni er nær að halda að guð almáttugur hafi leitt yfir þær, og er þess vegna ekki í mannlegu valdi að leysa. Nú les ég það tildæmis í blöðum aó allir þjónandi kvenprestar séu í barnsburðar- leyfi, sem þýðir auðvitað það, að ef þjónandi prestar í landinu væru mestanpart konur, þá legðist kristnihald af á íslandi og þá væri nú andskotinn laus. Við sem elskum konurog berum þærfyrir brjósti, höfum á undanförnum árum og ára- tugum fylgst heillaðir með baráttu þeirra fyrir félagslegum rétti sínum í karlasam- félaginu, baráttu fyrir launajafnrétti, baráttu gegn mismunun í stöðuveitingum, já barátt- unni fyrir almennum mannréttindum. Við, sem elskum konur, höfum fylgst með því hvernig brjóstvirki karlrembunnar hrynja hvert af öðru einsog spilaborgir, hvernig konur ganga inní störf okkar og gera okkur karla óþarfa á æ fleiri sviðum. Og stundum virðist manni viðleitni og markmið konunnar í æ ríkari mæli beinast að því að verða sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum og nú síðast kynferðislega. í hinni litríku umræðu undanfarinna ára- tuga um félagslega réttarstöðu kvenna er engu líkara en líkamleg réttarstaða þeirra hafi gleymst. Ef marka má blöðin að undan- förnu virðist Ijóst að íslenska kvenþjóðin býr við uggvænlegan „fullnægingarvanda“, sem ætti e.t.v. frekar að kallast „ófullnæg- ingarvandi" og eru áhöld um það hvort þar sé, rétt einu sinni, um að kennaað karlmenn hafi ekki staóið í stykkinu, eóaþá það (sem félags-sál-atferlis- og kynfræðingar hallast fremur að) að hér sé það menntunarskortur kvennanna sjálfra sem ófullnægingarböl- inu veldur. En nú er bjartara framundan en áður. í blöðum síóustu viku er frá því skýrt að verið sé að stofna „Kynfræðslustöð" fyrir nútíma- konur. Ef það er rétt skilið sem tíundað er um þessamenntastofnun í blöðunum, þáer lögð áhersla á að kenna konum að vera sjálf- um sér nógar í kynlífinu, minnugar þess að „guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur“ og aó „sjálfs er höndin hollust". í viðtali í D.V. um síðustu helgi lýsir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, fyrsti kynfræðingur- inn á íslandi því ófremdarástandi sem ríkir í kynfræðslu og fullnægingarmálum á ís- landi og undirmynd af kynfræðingnum seg- ir orðrétt: — Að hennar áliti eru ísiendingar aftar- lega á merinni í kynferðismálum. Og raunar hefst viðtalið á þeirri staðhæf- ingu aó Islendingar standi langt að baki hinum Norðurlöndunum hvað varðar fræðslu og þjónustu á sviði kynferðismála. Við sem elskum konur, hörmum það af heilum hug hve sjaldan ein báran er stök. Það er einsog óhamingju íslenskra nútíma- kvenna verði allt að vopni. Vandamálin hrannast upp og nú síðast ófullnægingar- bölið. En sem beturferstafarþaðöðru fremuraf menntunarskorti. Með stofnun hinnar nýju menntastofnunar „Kynfræðslustöðvarinn- ar“ verða straumhvörf í lífi ófullnægðra ís- lenskra kvenna og þær afla sér, verklega og bóklega, þeirrar menntunar sem þarf til að geta náð fullnægjandi árangri í „makalausri sambúð“. Öldum saman hafa ferðalangar, sem skrifað hafa ferðaminningar frá íslandi, undrast það hve íslenska kvenþjóðin var löngum þykkjuþung, en þó léttúðug í kyn- ferðislegum efnum. Nú er skýringin fengin. Öldum saman hafa fávísar íslenskar konur eigrað um,ver- gjarnar, vansælar og ófullnægðar, einfald- lega vegna menntunarskorts. í ellefu aldir hefurengin menntastofnun í landinu helg- að sig þeirri fræðigrein sem bæði er hagnýt og veitir í leiðinni ómældan unað, þeirri fræðigrein sem verður væntanlega undir- staða bóklegs og verklegs náms í Kyn- fræðslustöðinni. Nú eygir hin íslenska nútímakona mögu- leika á að svala fróðleiksþorsta sínum í hinni nýju Kynfræðslustöð og fá þar með lausn á fullnægingarvandanum. Og að afloknu prófi í sjálfsfróun öðlast konursem áðurvoru þrúgaóar af ólund hins ófullnægða gleði hins fullnægða. Og við sem elskum konur upplifum það — fyrirhafnarlaust — að konur, sem áður voru fýldar og viðskotaillar, leiki við hvern sinn fingur. Og í framtíðinni munu hlátrasköllin enduróma í bönkum og bakaríum, á hótel- um og í heimahúsum, í ráðuneytum og rann- sóknarstofum, í frystihúsum og fatageymsl- um. Já meira að segja munu ofsakátar, fu11- nægðar konur valhoppa um í Gjaldheimt- unni, á Tollinum, í Tryggingarstofnuninni, Skattstofunni, Bæjarsímanum og á Póst- húsinu. Og allt vegna þess að þær öfluðu sér menntunarog fóru í læri í Kynfræðslumið- stöðinni. Og skólasöngurinn mun enduróma á þjóðhátíðardaginn: Sjálfs mín höndin hollust er hætt er ég að daðra Meö löngutöng nú leik ég mér þar sem lokað er fyrir aðra. Gleðilega hátíð það hressir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.