Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 17. júní1988 „Framsókn hefur alltaf veriö tilbúin aö mynda stjórn meö hverjum sem er. Eins og góður Alþýðubandalagsmað- ur sagði við mig: Þið buðuð maddömu Framsókn i dans núna og hún dansar hægri tangó — eftir næstu kosn- ingar komum við til með að vinna á og þá dansar hún við okkur vinstri vals. í næstum 18 ár frá lokum viðreisnar 1971 hefur Fram- sókn stigið dansinn í ríkis- stjórnum, en þetta hefur ver- ið mesta óstöðugleikatímabil sögunnar frá lýðveldisstofn- un.............. Litlar einingar (slensks efnahagslífs hafa vissa kosti. Mér hefur t.d. fundist eftir- tektarvert hversu vel við höf- um getað tekið við áföllum, en þá megum við ekki gleyma því að eigendur litlu fyrirtækjanna hafa sjálfir tek- ið á sig skelli meðan erfið- leikar ganga yfir. Síðast þeg- ar þetta gerðist hrundi kerfið ekki, en spurning erhvað gerist núna? Þjónustustigið hefur auk- ist gífurlega, sérstaklega er fjölgun í verslun rosaleg. Stór hópur þeirra sem vinnur við verslun fær ekkert út úr því, er jafnvel að tapa. Sam- band íslenskra samvinnufé- laga tapar 1 milljón á hverj- um degi sem þeir hafa opið hjá sér. Fólk skilur ekki hversu stórt þetta hlutfall er, en tökum dæmi. Húseignir SÍS við Sölvhólsgötu í Reykjavik þessar miklu eignir eru jafnvirði (Dess sem Sam- bandið tapaði fyrstu fjóra mánuði ársins í ár. Og átta menn sig á því að Samband íslenskra samvinnufélaga er dálítið eins og þjóðfélagið í hnotskurn. Það hefur þá stærð. Gangi rekstur SÍS illa fær efnahagskerfið kvef og jafnvel lungnabólgu. Það var fróðlegt að hlusta á Val Arnþórsson formann stjórnar Sambandsins tala um það í síðustu viku hversu gengisfellingin kæmi sér illa fyrir Sambandið, og rifja það upp að nokkrum vikum áður var forstjóri þessa sama fyrir- tækis að tala um það að Sambandið yrði ekki rekið öllu lengur, ef gengið yrði ekki fellt. Samband íslenskra samvinnufélaga er svo stórt fyrirtæki að það er eins og íslenska þjóðfélagið i hnot- skurn. Það sýnir líka aö þjóð- félagið þarf gengisfellingu en það þolir hana ekki. Þarna held ég að við séum komnir að ákveðnum kjarna. Hvorki hópar stóratvinnurek- enda né verkalýöshreyfingin, hvorki stjórnarflokkarnir né stjórnarandstaöan hafa nokkrar lausnir eða eru að pæla í lausnum á þessum hlutum. Hvernig sjáum við þjóðfélagsþróunina verði svo að við getum boðið upp á svipaða velmegun og nú og haldið í efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar? Hvers vegna geta engar stofnanir þjóðfélagsins svarað grundvallarspurning- um í okkar þjóðfélagi?" — Mér finnst þú lýsa skip- broti flokks — eöa hvaö? „Eigum við ekki að segja frekar, Þorlákur, að þetta sé skipbrot þeirra stjórnmála- flokka, sem eru starfandi í dag. Þeir hafa ekki passað upp á það að gæta sín á prinsíppum. Þeir sem stjórna flokkunum hafa þróast út í að verða stýrimenn fyrir embættismannakerfið í stað þess að ráða áttum. Stjórn- málamenn gera sér ekki grein fyrir því að fólk fylgir þeim, ef þeir taka ákvarðanir og eru samkvæmir sjálfum sér............. Ég hef starfað i Sjálf- stæðisflokknum frá 16 ára aldri og ég geri mér grein fyrir því að skoðanir Sjálf- stæðismanna í Reykjavík eru allt aðrar í mjög mörgum og mikilvægum málaflokkum en skoðanir þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Þá spyr maður sig hvernig standi á því að skoðanir þingmanna fara ekki saman við skoðanir sjálfstæðisfólks. Þaö eru margar skýringar á því m.a. að menn eru að ná samkomulagi við aðra. En svo gleyma menn því oft að venjulega eru 7 af hverjum 10 atkvæðum flokksins úr Reykjavík og Reykjanesi, en meirihluti þingflokksins kem- ur úr öðrum kjördæmum. Ef kjördæmaskipanin telst óraunhæf í dag, þá kemur hlutfallið ennþá fáranlegar út fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þannig aö ég sem sjálfstæð- ismaður í síðustu kosningum og kosningum þar áður, er i raun að tryggja það að Egill Jónsson komst á þing ... og ég hef engan áhuga á því að hann verði talsmaður flokks- ins. Enda ætla ég ekki að berjast fyrir hann í næstu kosningum. Ef Sjálfstæðisfiokkurinn getur ekki markað ákveðna stefnu i atvinnumálum, þar með talið byggðamálum, og tryggt lýðræðislega kjör- dæmaskipan, þá ætla ég ekki að tryggja það að þeir sem eru algjörlega á önd- verðum meiði við mig í þess- um mikilvægu málaflokkum — þá ætla ég ekki að leggja mitt lóð á vogarskálina til þess að þeir komist áfram í pólitík." Pólitísk amaba — Ertu á leið út úr flokkn- um? „Nei, ég er ekki að segja það. Ég vil fá hreinni línur í ís- lenska pólitík. Ef flokkaskipanin á að hafa einhvern tilgang á fólk að geta gengið að þvf að í ein- um og sama flokkinum sé fólk með svipuð viðhorf. Ef það er rangt, þá er flokkurinn ekkert annaö en kosninga- bandalag. Ég hef velt því fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkur- inn eigi ekki einmitt að bjóða fram sem kosningabandalag næst. Ég er ekki frá því að það væri skynsamlegt, vegna þess að þá reyndi á hvaða fylgi mismunandi skoðanir hefðu í flokknum. Þá kæmi í Ijós hvaða styrkur er á bak við hvert sjónarmið. Þegar ég tala um kosn- ingabandalag, þá er auðvelt að misskilja það. Ég er að tala um það að náist ekki pólitísk samstaða í mikilvæg- um málaflokkum innan flokksins fyrir næstu kosn- ingar, þá er eðlilegast að þeir sem sætta sig ekki við flokksstefnuna fái að bjóða fram t.d. DD eða DD lista eins og kosningalög heimila. Þá bjóða þeir í raun fram inn- an vébanda flokksins, en sér vegna þess að meiningamun- ur er á þeirra skoðunum og annarra. Mér fannst t.d. að Albert Guömundsson hefði átt að fara fram á að bjóöa fram DD lista í Reykjavík síð- ast í stað þess að stofna stjórnmálaflokk. Þá hefði þró- unin orðið önnur og betri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er að benda á þetta, vegna þess að þessi leið kann að vera nauðsynleg nú, þegar verulegrar uppstokkun- ar er þörf í flokknum. Nýtt fólk með nýjar hugmyndir og baráttukraft í þingflokk Sjálf- stæðisflokksins og annars staðar í flokksstofnanirnar er nauðsynlegt til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn nái aftur fyrri styrk. Þessi uppstokkun verður ekki í gegnum lokuð prófkjör með formerkjum for- ystu flokksins í víðasta skiln- ingi þess orðs. Þú kynnir að spyrja: Hvað þá með prófkjörin? Prófkjörin ná ekki nema til takmarkaðs hluta kjósenda, og eftir að forysta Sjálfstæö- isflokksins lokaði prófkjörum með þeim hætti sem hún gerði, þá er þetta ekki nema brot sem velur þingmennina. Ég held þvi fram að eftir þvi sem hópurinn sem velur kandídata veröur minni, er meiri hætta á því að þeir sem eru ekki geirnegldir á stefnu forystunnar hverju sinni, detti fyrir borð. íhaldsamari hlutinn kýs í lokuðum prófkjörum, en eftir því sem hópurinn er stærri nærðu marktækari viðmiðun meö fjölbreyttari einstakling- um.“ — En gerðist nokkuö ann- að við kosningabandalag en að sömu menn næðu kjöri sem nú? „Þá kæmi í Ijós hvaða fylgi Bændaflokkurinn hefði í Sjálfstæðisflokknum, íhalds- mennirnir og frjálslyndir menn í flokknum hefðu með- al þjóðarinnar. Það sem ég er að vekja athygli á er að meðan þessi stóri flokkur nær ekki hreinni línum innan sinna vébanda, þá sé ég ekki möguleikana að hann bjóði fram í einu lagi sem eins konar pólitísk amaba. Til þess að kjósendur átti sig á því fyrir hvað flokk- urinn stendur, þá er miklu eðlilegra að mismunandi fylkingar bjóði fram.“ Það á að strengja öryggisnet „Ég velti því stundum fyrir mér hvaða samleið ég á í flokki með t.d. þó nokkrum fjölda þingmannanna. Ég er t.d. á móti auknum ríkisút- gjöldum og vil draga úr þeim, ég vil setja ákveðin ákvæði i stjórnarskrá, sem takmarkar möguleika stjórnmálamanna að hafa afskipti af tekjum og eignum þegnanna. Ég held að það séu fáir eða nokkur þingmaður Sjálf- stæðisflokksins sem vill fara þessa sparnaðar og ráðdeild- arleið í ríkis- eða borgarbú- skap sem ég vil fylgja.“ — Hvað áttu viö? „Ég vil ganga út frá frelsi og réttindum einstaklingn- anna. Það þarf að skilgreina i hverju þetta frelsi og réttindi eru fólgin. Það er sá öryggis- og varnaðarrammi sem við setjum í þjóðfélaginu. Ég vil takmarka mjög svið ríkisins. Með aukinni skattheimtu ertu að takmarka frelsi borg- aranna en fram yfir öryggis- netið sem á að strengja í samfélaginu og sem á að vera í stjórnarskránni, á ein- staklingurinn að vera frjáls um að ráðstafa sínum fjár- munum. Félagsleg þjónustan var fullnægjandi á 7unda ára- tugnum, en útgjöld ríkisins miklu minni en í dag. Er þá ekki eðlilegt að við reynum að svara því hversu stórt hlut- fall sé eðlilegt að ríkið taki til sín í dag? Ég held að skatta- kerfiö hafi þróast öfugt i þjóðfélaginu. Að þeir tekju- minnstu beri hlutfallslega mestu byrðarnar. Það er sömuleiðis skrýtið að flokkur sem kallar sig jafnaðar- mannaflokk áttar sig ekki á því að matarskattur, þyngir skattbyrði þeirra sem bera hlutfalIslega minnst úr být- um. Ef við skoðum kerfið okkar í dag, bera þeir likleg- ast hlutfallslega léttustu byrðarnar sem hafa mest milli handanna. Og svona er um fleira í samfélaginu. Við hirðum ekki um að skoða hvað við greiðum t.d. til verkalýðsfélagsins og hvað við fáum í staðinn." — En hvar ertu sjálfur staddur? Ertu frjálshyggju- maöur? „Ef maður á að staðsetja ■ sjálfan sig í pólitísku kerfi, sem er meira og minna arfleifð frá siöustu öld, þá er ég inni á félagslegu öryggi eins og sósíalistar síðustu aldar, og líka fylgjandi frelsis- hugmyndum manna frá síð- ustu öld, og skilgreini sjálfan mig sem frjálslyndan mann. En ég vil ekki ganga eins langt og frjálshyggjumenn vildu upphaflega ganga." — Ég gæti fundið sömu raddir og hljóma hjá þér, Jón, meðal fólks víða í dag: gegn stofnunum samfélagsins fyrir opnara samfélagi. „Gerir þú þér grein fyrir því að sömu skoöanir eru í öllum flokkum, en eru ekki ofan á í neinum flokki. Meðal annars þess vegna held ég að það sé gott að hafa kosninga- bandalag til þess að það mætti reyna á þessi viðhorf innan Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum." Lausn byggðastefnunnar „Við höfum keypt núver- andi byggðastefnu með land- búnaði sem í er milljarða gat og meö allt of dýrri fram- leiðslu. Það væri hægt að gera skynsamlegri hluti ódýr- ar og öllum til hagsbóta. Vilj- um við halda byggð í hverjum flóa og firði? Það má lika spyrja sig hvaða gagn við gerum landinu með því? Byggöastefnan brestur fyrr eða síðar. Þetta er ekki bara spurning um peninga. Þú vilt senda börnin þín til mennta og þú vilt hafa ákveðið fé- lagslegt og menningarlegt atlæti. í dreifðum byggðum er þetta ekki fyrir hendi. Samgöngur sem við héldum að leystu byggðavandann er t.d. að leggja dreifbýlisversl- un niður. Frá Vík í Mýrdal í austri til Snæfellsness í vestri kemur fólk til höfuð- borgarinnar til að versla og njóta menningar í leikhúsum og víðar. Þegar talað er um byggða- vandamál gleyma menn þvi aó 7 af hverjum 10 íslending- um býr í Reykjavík eða í um klukkutíma aksturs fjarlægð frá borginni. Á þessu svæði eru engin vandræði að koma upp atvinnustarfsemi, stunda menningarstarfsemi vegna fjarlægðar. Á Akureyrasvæð- inu búa síðan rétt innan við 10% íslendinga, þannig að „byggðavandinn" nærtil um 20% þjóðarinnar. Þarna á að taka á byggðavandanum með þvi m.a. að bæta samgöngur milli byggðakjarna i héruðun- um. En við eigum ekki að ætlast til þess að landbúnaö- urinn leysi byggðastefnuna. Ein afleiðing vitleysisstefn- unnar í landbúnaðinum er að bændum er haldið of lengi í vonlausum atvinnurekstri, í stað þess að byggja upp lánasjóð sem gerir þeim kleift að bregða búi.“ — Ætlarðu aö láta reyna á þín sjónarmið innan Sjálf- stæðisflokksins? „Ég er ákveðinn í því að láta á það reyna hvort flokk- urinn vill starfa sem pólitísk- ur flokkur eða félagsmála- hreyfing." — Hefurðu aldrei látiö reyna á það i aldarfjórðungs vist í flokknum? „Jú, t.d. einu sinn fékk ég samþykkt á Landsfundi að flokkurinn beröist fyrir því að allir borgara þessa lands hefðu jafnan atkvæðisrétt, en þegar séð var að menn gátu ekki staðið við það sem þeir höfðu samþykkt, var sam- þykktinni kippt til baka. Það var sagt að þetta hefði verið samþykkt fyrir mistök. Á næsta Landsfundi verð- ur aö taka á málinu." — Þú hefur ekki fengiö þetta fram í flokknum. Er þá einhver ástæða til að reyna að fá það samþykkt einhvern tíma næsta aldarfjóröung? „Það er svolítið annað að „Utgerðarmaðurinn á Vestfjörðum á ekkert meira í fiskinum í sjónum en ég og þú. Kvótakerfi í land- búnaði er andstœtt öllum lögmálum heilbrigðs við- skiptalífs. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.