Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 18
iB ,wr ■; '1 i Föstudagur 17. júní 1988 aö reiða sig á vitnisburö ann- arra, oft eldri borgara sem sögðu frá atvikum sem átt höföu sér staö fyrir dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum? Sjálfur hef ég skráö ævi- sögu. Hvaöa vissu hef ég haft sem ritari minninga fyrir þvl aö viðmælendur minir mundu rétt og endursögðu allt rétt í smáatriðum? Því er fljótsvaraö: Enga. Hvaöa vissu hafa lesendur fyrir því aö textinn sé sannur og réttur? Enga. Sömu sögu er að segja af sjálfsævisögunni: Viö höfum enga vissu fyrir því hvernig líf höfundarins var í raun og veru. Skáldskapurinn í œvisögunni Hver er þá sannleikur endurminninganna? Hve rétt munum við? Hve rétt viljum viö muna? Nemum viö enn angan horfinna tima? Hvern- ig birtast endurminningarnar okkur í huganum? Hvernig hefurtíminn leikiö minniö? Er ekki fortíðin filma sem Ijós hefur komist í, eins og rithöfundurinn Pétur Gunn- arsson segir á einum staö í einni bóka sinna. Nóbels- verölaunaskáldiö Pablo Neruda segir í inngangsorö- um aö sjálfsævisögu sinni: „Þessi ævisaga eöa endur- minningar eru full af götum sem stundum stafar af gleymsku, þvi þannig er lifiö. Hvíld svefnsins gerir okkur þaö kleift að þola daga vinnustritsins. Margarendur- minningar mínar eru gufaðar ugp í framkölluninni, þær eru málaðar líkt og brotiö gler.“ Nú er þaö svo, aö ævi- minningar byggjast ekki ein- vöröungu á minni. Skrifaöar og bókfestar heimildir eru einnig stjórnunartæki við ritun ævisögu. Aö þessum þáttum og öörum sem varða tilurð og úrvinnslu í ævi- sagnageró kem ég aö síðar. Eg vil dvelja aöeins lengur við skáldskaþinn í ævisög- unni. Ég hef nefnt hverfullt minni sem dæmi um til- færslu á staðreyndum eöa ómeðvitaöa hagræóingu á raunveruleik. Annaö dæmi er tímamismunur í þroska. Þaö sem viö lifóum þá og ná- kvæmlega á þeirri stund, veröur öðruvísi síðar meir, séð í Ijósi meiri lífsreynslu og þroska. Við endurmetum hlutina hverju sinni, stundum til aó leita skýringa hvers vegna eitthvaó gerðist, en oftast til að sætta okkur viö orðinn hlut. Slík umskipti í Ijósi þroska og reynslu er einnig skáldskapur — alla vega að hluta til. Timinn er einnig stór þátt- ur í skáldskapareðli ævi- sagna. 60, 70 eða 80 ára líf er ekki hægt aö endursegja nema aö draga atburði og reynslu saman, jafnvel þótt aö ævisagan sé gefin út ár eftir ár í mörgum bindum. Það er aldrei hægt aó segja allt, þótt þaö væri ekki nema rýmisins vegna. Samdráttur- inn er í sjálfu sér skáld- skapur, því þar ákveður höf- undurinn feril ævinnar meö allt öörum skiptingum en ævin sjálf skipti sér, þegar hún birtist okkur, einn dag í senn. Fjölmarga aöra þætti mætti nefna sem renna stoö- um undir þaö aö ævisagan er ávallt á mála hjá skáldskapn- um, sama hve heiðarleg og minnug viö reynum aö vera þegar við endursegjum lífs- hlaup okkar á bók. Orö Sjostakovitj um aö vió eigum aö segja sannleikann um fortíöina eöa þegja öör- um kosti, eru því þversögn í sjálfu sér. Sannleikurinn um fortíðina er eins og við trúum statt og stöðugt að hann sé þegar að viö skráöum hann, — eftir á. Heiðarleikinn í œvisögunni Og þá er ég kannski kominn að kjarna málsins. Þótt allar ævisögur séu í eðli sínu meö snert af skáldskap, þarf þaö ekki að þýða aö þær geti ekki verið heiðarlegar. Heiðarleikinn er nefnilega forsendan fyrir góðri ævi- sögu. Heiöarleiki og ein- lægni ævisögu er sú stað- fasta trú sögumanns: Aó svona var þaö, svona og ná- kvæmlega svona var lífs- hlaup mitt, svona man ég þaö, svona kemur þaö aftur til mín, í brotum, í þoku en stundum í skýru Ijósi og björtu. Ég vil nú snúa mér aö ævi- sagnagerðinni sem slíkri. Ævisagan er ekki hátt skrifuð á Islandi í dag. Skáld og rit- höfundar fá allt aöra meö- höndlun en þeir sem skrifa ævisögur eöa endurminning- ar, alla vega hjá gagnrýnend- um. Dæmiö snýst aftur á móti viö þegar aö lesendum kemur, og ævisögur þykja miklu betri söluvara en skáld- sögur almennt. Kannski er það þessi markaösmynd sem hefur gert ævisöguna ómerk- ari í hugum menningarvit- anna, kannski er þaö aó þaö eru svo margar ævisögur illa skrifaðar. En á móti má nátt- úrlega segja aö margar skáld- sögur séu líka illa skrifaöar. Ævisögur og gagnrýnendur Ævisögur eru alla vega ekki sérstaklega „fínkúltúrel" fyrirbrigöi hjá þeim sem um bókmenntir fjalla opinber- lega, og þarf nokkuð mikió til aö þær séu virtar viölits sem bókmenntaverk, sem þær margar aö sjálfsögðu eru. Höfundum annarra verka, svo sem skáldsagna, Ijóöabóka og smásagna er hins vegar mætt af gagnrýnendum í „hákúltúrel" stellingum, líka þegar þeir höfundar eru rakk- aðir niöur. Stundum þegar bókmenntaskríbentar vilja sýna endurminningum sér- staka vandlætingu, tala þeir um „viötalsbækur". En þar sem mér er sérstaklega annt um viðtalið bæöi sem blaða- manni og rithöfundi, vilja drepa lítillega á viötaliö sem slíkt og viötalstækni, því á henni byggir samstarf skrá- setjara og sögupersónu aö stórum hluta. Viðtaliö er eitt algengasta lesefni dagblaða og tímarita. Sama gildir um útvarp og sjónvarp, fréttir, fræðslu- þættirog skemmtiefni eru að miklu leyti byggöir á viótöl- um, spurningum sem þátt- takendum ber aö svara. Á síðustu áratugum hafa viö- talsbækur flætt yfir bóka- markaöinn, flestar selst vel en fæstar skipað sess í huga manna sem bókmenntir. Vera má að hió mikla magn viðtala og mísmunandi gæöi þeirra hafi oröiö þess vald- andi aö viötalsformið hefur aldrei hlotiö viöurkenningu. Viötalsbækurnar bera oft keim af snöggsoöinni blaða- mennsku og slíkt þykirekki fínt á þrykki milli tveggja spjalda. Hitt er þó undar- legra, aö viðtalió hefur nær aldrei hlotið umfjöllun eöa greiningu á prenti hérlendis, hvorki sem fjölmiölaform né sem listgrein. Viötal er afgreitt sem viö- tal. Nokkrar tegundir viðtala Áöur en lengra er haldið er vert aó drepa á helstu gerðir viötala, sem oft vilja skolast til í úrvinnslu og enda ( einum hrærigraut. Útkoman veröur oft sú aö lesandinn hefur enga hugmynd um hver tilgangur viötalsins var. Eg hef kosið að skipta við- talsforminu eftir ásetningi og innihaldi í þrennt: Fréttaviö- talið, sérsviðsviötalið og per- sónuviötalið. Fréttaviðtalið er yfirleitt stutt og inniheldur samanþjappaöar upplýsingar án þess aö persóna þess sem stendur fyrir svörum, skipti neinu máli. Sérsviös- viðtalið er hins vegar viðtal við persónu sem ræöir starf sitt eöa sérstök áhugamál en fjallar ekki um líf sitt að öðru leyti. Viötöl þessi geta bæöi verið í styttra eöa lengra lagi og tengja saman persónuna og sérsviö hennar. Persónu- viötalið endursegir hins vegar ævi og persónuein- kenni frásögumanns og er þar af leiðandi víðtækast (og lengst). Slik viðtöl sem stundum eru kölluð afmælis- viðtöl i niðrandi tóni, setja hve mestar kröfur til skrásetj- ara ef afraksturinn á að vera bærilegur. Bæði veröur spyrj- andi að hafa vald á spurn- ingatækni og hvunndagssál- fræöi og viö úrvinnslu veröur hann jafnan aö þjappa miklu efni saman í læsilega grein. Sé útkoman góö, þekkja gamlir kunningjar frásögu- manns persónueinkenni hans þegar i staó, (umhverfiö, frá- sagnarmáti, líkamshreyfingar, orðaval og jafnvel mállýti) og ókunnugir sem lesa viötalið sjá persónuna Ijóslifandi fyrir sér. Lengri gerö persónuvið- talsins leiðir af sér viötals- bókina, endurminningaritun- ina, ævisöguna. Slikar skriftir bjóöa hins vegar nýjum vandamálum heim og það eru þau atriði sem ég mun fjalla lítillega um ( þessari grein. Þaö sem einna helst hefur einkennt íslenska ævisagna- ritun á undanförnum árum er viröingarleysi skrásetjara gagnvart sögumanni. Virðing- arleysið getur tekið á sig ótal myndir og má geta nokkurra: Rangar forsendur fyrir vali sögupersónu (viökomandi er frægur eða annálaður fyrir skemmtilegheit), yfirborös- legt samband skrásetjara og viðmælanda (slæmar spurn- ingar, rangar áherslur í endur- sögn), hráúrvinnsla (stuttur undirbúningstími, kæruleysi, eöa tímahrak þv( bókin þarf að komast á jólamarkaö). Fleiri atriöi lýta íslenskar endurminningar eins og t.d. tillitssemi viö vini og ætt- ingja en slík nærfærni verður oft til þess aö bókin verður gloppótt, flöt og vart hægt að taka trúanlega. Ellegar þaö sem verra er, heildarlýs- ing á sögumanni veróur eins konar glansmynd, því hinir jákvæóu punktar úr lífi hans hafa einir veriö nýttir og hafn- ir í æöra veldi. í besta lagi getur bók af þessu tagi orðið skemmtilegt kjaftæói. Skrásetning og sálfræði Erich Fromm sagði í einum fyrirlestra sinna um sálgrein- ingu og trúarbrögó, að „sál- greining er í grundvallaratrið- um tilraun til aö hjálpa sjúkl- ingum aö öðlast eöa endur- heimta hæfileikann aö elska“. Sé þessi staöhæfing heim- færð upp á viötaliö má með sanni segja að viðtalið sé til- raun til aö hjálpa sögumanni aö öðlast eða endurheimta hæfileikann að skilja sjálfan sig. Spyrillinn öölast svipaö samband við frásögumann og sálfræöingur viö sjúkling: Hann er hvati sem lýkur upp innstu sálarhirslum viömæl- andans. Þetta gerir hann ekki í því skyni aö beita upplýs- ingunum gegn viökomandi heldur til aö aðstoða hann við aö gera endurminningarn- ar skýrari og setja þær í rétt samhengi. Skrásetjarinn þarf þar af Ieiðandi aó gera sér Ijóst frá upphafi, að ef útkoma bókar- innar á að vera þolanleg, veróur hann að þekkja frá- sögumann sinn til hlítar. Séu þeir ekki gamlir kunningjar er höfundi bæöi hollt og skylt aö kynnast sögupersónunni vel, áðuren hin eiginlega samvinna hefst. Slík viðkynn- ing er oft hentugust meö því aö ræöa um allt milli himins og jaröar annað en fyrir- hugaöa bók. Almennar við- ræöur auðvelda hinum tveim- ur aðilum aö öölast innsýn hvor í annan. Áríðandi er, að skrásetjari geri sér ekki fyrirfram ákveðnar skoöanir um við- mælanda sinn, heldur sé opinn fyrir öllum áhrifum já- kvæðum jafnt sem neikvæð- um. Síðar meir, þegar sam- vinnan er hafin, losnar skrá- setjari viö aö grípa fram í lif- andi frásögn með spurning- um, en getur einbeitt sér aö frásögninni og séö hana með augum sögumanns. Endur- sýnin þarf ekki aö vera afleiö- ing litríkra lýsinga frásögu- manns, heldur nægja smá- vægilegustu atriöi af vörum viðmælanda til þess að skrá- setjari getur brugöiö sér í ham sögumanns, þv( hann þekkir viöbrögö og hugsanir hans. Góður skrásetjari þarf ein- faldlega aö vera betri hlust- andi en spyrjandi. Engu aö síður þarf texta- höfundur aö kunna aö spyrja rétt. Á þessu stigi samvinn- unnar þekkir hann persónu sína að mestu leyti, en hann kann ekki deili á öllum atriö- um ævi hennar. Hvaö skiptir máli? Hvaö ber aö nýta, og hverju á aö kasta? Aö mínu mati er mikilvægt að nota sérhvert þaö atriði er útskýrir persónuna nánar fyrir lesend- um. Sagan veröur því líkt og púsluspil, því fleiri einingar sem falla saman, því heillegri og skýrari verður myndin. Þessi aöferð er einnig díalek- tísk, brotin geta unnið gegn hvert ööru meö þeim afleiö- ingum aö lesandinn uppgötv- ar nýjar viddir í persónunni og Ieggur annan skilning í fyrri viöbrögö og atvik. Ein- faldast væri aö kalla slíka vinnslu nýtingu á andstæö- um eðliseinkennum, sem sér- hver manneskja er samansett af. í þessu sambandi skiptir mannþekking og dómgreind spyrilsins miklu. Undarleg- ustu smáatriði geta skipt sköpum í leitinni að persónu- kjarna viðmælandans. „Ævisagan er ávallt á mála hjá skáldskapnum, sama hve heiðar- leg og minnug við reynum að vera þegar við endur- segjum tífshlaup okkar á bók... en það þarf ekki að þýða að œvisögur geti ekki verið heiðarlegar, “ skrifar Ingólfur Margeirsson m.a. í grein sinni. (Mynd: Ópiö eftir Edvard Munch.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.