Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 21
PöAludaguf1.17.'.)ýni' dS88i Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar ..stefnir einmitt aö þvi aö mylja þaö fegursta og besta sem viö eigum i æsku landsins.. II N G A I S L A N D Slys? „Svona fer þegar áfengið er annars vegar,“ segja menn með samanblandaðri andakt og sjálfbirgingshætti þegar slys henda á borð við það sem varð á Skúlagötunni, þegar drukkinn ökumaður á stolnum bíl ók framan á ann- an, á hundrað kílómetra hraða, með þeim afleiðingum að ein sú fegursta og besta unga kona sem starfaði í ís- lenskum listum beið bana. Eftir áfall þessu líkt verða menn ekki samir, nokkurn tíma. Og hér eru líka fleiri sem eiga um ógræðandi sár að binda. Þótt ástæðulaust sé að bera sök af þessum ógæfu- sama manni sem olli slysinu, eða af drykkjuæðinu sem í landinu ríkir, þá liggja hér að fleiri þræðir. Þjóðlíf vort allt er sýkt af örvita æði á öllum sviðum, æði sem beinlínis og óbeinlínis stefnir að mannfórnum, stefnir einmitt að því að mylja það fegursta og besta sem við eigum í æsku landsins undir sina djöfullegu, hraðgengu og ofurefliskenndu vél. Enginn sá sem tekur þátt í að efla þá vél getur firrt sig ábyrgð á því. Drykkjuæðið er aðeins eitt af mörgu. Auk þess er bíla- æðið, byggingabrjálæðið, framasýkin, hagvaxtaræðið, framleiðsluaukningaræðið (í offramleiðslunni), það var rokið í að fjölga sauðfé og þegar það strandaði á ofbeit og kjötfjalli þá var rokið í kjúklinga, enda þótt allir sæju (hlýtur að vera) að of- framleiðsla á matvælum verðurekki læknuð með aukningu matvælafram- leiðslu. Þegar strand verður í þeirri grein þá er rokið í tófur, rokið í eldislax, rokið i verð- bréf, kaupleigulán, plast- kortakaup og síðast þegar hvergi gengur er rokið í að sturta í sig brennivíni, strunsað upp í aflmikla bíla og þeyst útí rauðan dauðann. Þeir sem verða fyrir þessum hamagangi og troðast undir í honum eru einmitt þeir sem helst hefðu getað einhverju bjargað, hægláta fólkið og íhugula, það sem ver og hlúir að hinum raunverulegu og eilifu verðmætum. Við sem unnum við gerð kvikmyndarinnar Foxtrott (sem virðist ætla að gera sig sæmilega), við munum harla vel hver best vakti yfir því liði. Kyrrlátum en sívökulum og glöggum augum fylgdist hún grannt með líðan allra og þótt hennar hlutverk væri það eitt að sjá um búninga þá tók hún, eins og af sjálfu sér, einnig að sér gæslu þess að menn héldu þolin- mæði sinni í allri þeirri þreyt- andi bið sem kaldsömu norpi við kvikmyndatökur fylgir, ásamt eilífum töfum og óhöppum. Og hver var ævin- lega tilbúinn með teppi og úlpur og svo hlýjan faðm að halda yl á leikurunum sem biðu þess fáklæddir og á mörkum þess að sleppa sér af þreytu, að láta til sín taka á kvikmyndatjaldi heimsins? Anna Jóna. Þetta var hennar kvikmynd. Þessi þögla og vel verki farna stúlka hafði orðið að sætta sig við að standa stöð- uga bakvakt, þrátt fyrir fá- gæta hæfileika sína, vegna þess að, jafnvel í listunum einnig, ná þeir einir fram sem mesta tyrirterðina hafa, þeir 'sem bruna, strunsa, blása sig út og hafa hátt. Engu að síð- ur var orðið fyrirsjáanlegt að hennar afstaða til lífsins og vinnunnar var rétt og var farin að skila árangri fyrir hennar eigin veraldlega gengi. Hún var stödd á þeim mörkum, einmitt á þroskatindi ævinn- ar, 31 árs, að fólk var fariö að meta hana hátt. Vinnutæki- færi og þroskatækifæri í list- inni biðu hennar hvarvetna með opinn faðm. En íslands óhamingju verður margt að vopni. Það virðist svo sem hin fræga „hamingjá1 þessa lands, sem mér skilst að lýsi sér ekki síst i dýrri og hrað- skreiðri bílaeign, hegðunar- frelsi og gleðiveigum, beri sjálf vopn gegn sjálfri sér í hendi. Leikhúsið unga Hér lægi beinast við að fjalla um allt hitt unga fólkið sem bíður með auð sinn, hæfileika og þrek, eftir stundargriðum í straumkasti okkar tíma, til að kveðja sér hljóðs og láta f einhverju til sín taka. En það gengur hratt á plássiö á þessari siðu, svo og, ef tilvill, á þolinmæði hins önnum kafna lesara. Minnumst þó á eina sýn- ingu: Gulur, rauður, grænn og blár, sem leikflokkurinn Þíbylja sýnir í Hlaövarpanum. Þetta er dæmigerð sýning ungs fólks sem óþreyjufullt, hlaðið margflóknum hug- myndum, þeim sem tíminn þrengir uppá það, fálmar eftir taki á þessum sama tíma, hugmyndum og sjálfs sín stöðu gagnvart þvi. Fyrir þessu liði fara Þór Tulinius og Ása Hlín Svavarsdóttir en með þeim eru Egill Árnason Ijósameistari, Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir hljóðstjóri í trúlega mjög samtvinnuðu verki með Björgvini Gíslasyni höfundi tónverks og svo fjórar ungar leikkonur: Inga Hildur Haraldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Aðferð þeirra hefur verið sú að hefja æfingar með takt og hrynjandi, sem er grunnur og útgangspunktur allrar list- ar, en láta svo, hreyfingar, til- svör, persónur og viðbrögð, — síðast einfalda atburðarás og skáldlega meiningu, — myndast eins og af sjálfu sér útfrá því. Úr þessu verður ekki mikilvirkur skáldskapur eins og hjá hinum stóru höf- undum sem hafa menntun sína og sniömiklar meiningar á hreinu fyrirfram ásamt rit- leikni; nefnum Kamban, Ibsen og Brecht, — en að- feröin skilar árangri, ekki síst er hún vænleg til þess að laða fram það sem einmitt er það verðmætasta i vinnu ungra listamanna; þær til- finningar sem þeir sjálfir bera, innst inni, fyrir sjálfum sér og fyrir veröldinni sem þeir lifa í og hjálpar þeim til að finna hvað er hið sérstaka sem þeir hafa við það að bæta sem þegar hefur verið sagt. Samvirkni allra þátta; leiks, tóna, Ijósa, myndar etc. var með ágætum en helsti galli þessa verks er sá að ekki var hætt alveg á réttum punkti. Sá punktur hefði ver- ið í lok atriðisins úr Ijóðaljóð- um Salómons konungs, þar sem stúlkan lætur sig dreyma hinn mikla elsku- huga. Þannig hefði allt orðið rökrétt og fullnægjandi: úr hinum frumstæða taktslætti og hrynjandi hjartans, yfir í veruleik hversdagslífs venju- legs hversdagsfólks í ein- semd og leiðindum og aftur þaðan yfir i hinn hreina, sæla skáldskap hins eilifa meist- ara. Afgangsfiskarnir hans Kjarvals „Listin er þeir fiskar sem afgangs eru af aflanum þegar allir eru búnir að fá nóg,“ hafði ég eftir Jóhannesi Kjarval í grein á sjómanna- daginn hér í blaðinu. Þar saknaði ég þess einnig hversu treglega gengur að fá þessa afgangsfiska til listar- innar hversu ákaft þeir leita í byggingar einskisverðra halla, sligandi fólk með skuldum, í kaup á mann- drápstækjum til þess að rjúka og æða á um þjóðveg- ina, — blint og í brennivín til þess að magna enn offors og trylling vors tima. Og ef þeir lenda „í listinni", þá mest í því sem rikt er af fyrirferð og sýndarmennsku, en fátækt af skapandi leit eða sannleik. Ég get ekki annað en beð- ið þann sem æðstur er að stilla svo til, með aðstoð góðra manna, að eitthvað af þeim afgangsfiskum sem' samtími vor skóflar ájand fái runnið til þess Unga íslands sem leikflokkurinn í Hlað- varpanum og aðrir þeir þvílík- ir sem eftir lifa eru fulltrúar fyrir og von mín öll, úr þessu, er bundin við, i stað þess að þessi sami samtími strunsi framhjá þeim í æðibunu- gangi sínum, þegar best læt- ur, en yfir þau þegar lætur verst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.