Alþýðublaðið - 21.06.1988, Side 1
Bráðabirgðalögin út í hött. „Við uppfylltum þœr kröfur sem gerðar voru til
okkar; en það er ekki hœgt að segja um stjórnvöld, “ segir Pétur
Pétur Sigurðsson forseti
Alþýðusambands Vestfjarða
segist vona í lengstu lög að
rikisstjórnin kippi til baka
ákvæðum bráðabirgðalaga
sem gera græn strik óvirk í
kjarasamningum á Vestfjörð-
um. „Við treystum á að þaö
komi ekki tii átaka og við fá-
um endurskoöun á okkar
samningi. Annars verðum við
bara að sýna hvers við erum
megnum, til að berjast fyrir
réttlátum hlut,“ sagöi Pétur
við Alþýðublaðið í gær.
Seðlabankinn
INNLÁN
VERD-
TRYGGÐ
Bankastjórn Seðlabankans
hefur ákveðið að heimila
verötryggingu á sparifé sem
er með innan við 2 ára bindi-
tima, er þetta gert með sam-
þykki viðskiptaráðherra og
taka þessar reglur gildi 1. júlí
n.k.
Á þetta við um skiptikjara-
reikninga bundna og
óbundna, þar sem kjör ráðast
af samanburði milli ávöxtun-
ar með vísitölubindingu
annarsvegar og nafnvöxtum
hins vegar á ákveðnu tíma-
bili. Frá og með næstu ára-
mótum skal samanburðar-
tímabilið ná yfir minnst 6
mánuði i senn. Þetta á einnig
viö um verðtryggða reikninga
með minnst 6 mánaða bind-
ingu.
Innistæður sem eru á verð-
tryggðum sparireikningum nú
með skemmri binditíma en 6
mánuði, verða áfram verð-
tryggðar þar til innistæðan
hefur verið tekin út, en ekki
veröur tekið við fé inn á slíka
reikninga frá og með 1. júlí.
Orlofsreikningar verða verð-
tryggðir svo og skyldusparn-
aðarreikningar.
Kaupmáttur var meiri fram
að 1. júní en samið var um á
Vestfjörðum, þannig að ekki
kemur til endurskoðunar
samningsins nú. Allt bendir
hins vegar til að gengisfell-
ingin geri að verkum að
kaupmáttur fari niður á við
fram að næstu endurskoðun
sem á að vera i október.
„Þá fyrst er búið að brjóta
á okkur,“ sagði Pétur, „en við
komum bara engum vörnum
við. Erum vopnlaus. Ég álít
að þessi bráðabirgðalög séu
algjörlega út i hött, vegna
þess að þau binda ekki neitt
nema þá aðila sem búnir
voru að gera kjarasamninga
og sýndu ríkisstjórninni það
traust aö hún myndi standa
við sitt.“
Pétur sagði að Vestfiróing-
ar hefðu gert kjarasamning,
hógværan mjög, á undan öll-
um öðrum í trausti þess að
kaupmáttur samningsins
stæðist út árið. Það hafi
einnig verið gefið út af ríkis-
stjórninni að launahækkanir
mættu ekki vera nema þetta
litlar ef takast ætti að sigla
skútunni framhjá öllum boð-
um.
„Við vissum reyndar að
gera þyrfti eitthvað meira. Að
það þyrfti líka að stöðva fjár-
magnseigendur í sinni iðju
við að féfletta almenning. Við
uppfylltum þær kröfur sem
gerðar voru til okkar, en það
er ekki hægt að segja það
sama um stjórnvöld." Pétur
sagði að hvergi hafi verið að
sjá neinn sparnað í ríkis-
rekstrinum. Þvert á móti hafi
hækkanir hjá opinberum aðil
um verið leyfðar trekk i trekk
og vaxtamálin fengið að þró-
ast án nokkurs eftirlits.
„Það er ekkert gert i mál-
inu og það er grátlegt, að
það skuli vera Alþýðuflokks-
ráðherrar sem þarna halda
um stýrið. Ég verð að segja
að ég hef orðið fyrir miklum
vonbrigðum með viöskiþta-
ráðherra, þá ofurtrú hans að
frelsi í vaxtamálum lækki
vextina,“ sagði PéturSig-
urðsson.
Á laugardagskvöldið sæmdi Vigdis Finnbogadótlir forseti íslands VladimirAshkenazy stórriddarakrossi hinnarislensku lálkaorðu. Listamaðurinn
héit tónleika á laugardag á Listahátið 1988, en hann er einn af frumkvöðlum hátiðarinnar og hlaut orðuna fyrir störf sin að menningarmálum. A-
mynd G.T.K.
FÓLKSFJÖLDI OG HEILBRIGDI ÁRID 2010
„íraun má segja að helsta verkefnið á sviði heilbrigðismála nú og í nœstu framtíð œtti að vera
að bœta lífið við árin fremur en árum við lífið... Það er ein af mótsögnum samtímans að auk-
inni hagsœld fylgi ekki bœtt heilsufar nema að ákveðnu marki, “ segir Jón Sigurðsson, ráð-
herra, íumræðugrein sinni um mannfjölda og heilbrigðismál sem birt er íopnu Alþýðublaðs-
ins í dag.